26. Dream Is Sometimes The Right Thing To Do – Ruxpin
25. FucktUP – Alvia Islandia
24. Oddaflug – Julian Civilian
23. Dreamcat – Indriði
22. Sound Asleep – Halldór Eldjárn
21. Water Plant – aYia
20. It’s All Round – TSS
19. Tipzy King – Mugison
18. Still Easy – Stroff
17. 53 – Pascal Pinon
16. Taktu Lyf – Páll Ivan frá Eiðum
15. Tónlist fyrir ála – Sindri7000
14. Engar Myndir – Smjörvi, Hrnnr
13. Moods – Davíð & Hjalti
12. Vittu til – Snorri Helgason
11. Wanted 2 Say – Samaris
10. Læda slæda – Prins Póló
9. Á Flótta – Suð
8. Við notum Eiturlyf – kef LAVÍK
7. Enginn Mórall – Aron Can
6. Írena Sírena – Andy Svarthol
5. Frúin í Hamborg – Jón Þór
Grallaralegt indie-rokk að hætti Pavement. „Er á meðan á meðan er“ er ein skemmtilegasta lína þessa árs
4. Erfitt – GKR
Erfitt hljómar ekki eins og neitt einasta hip-hop lag sem komið hefur út á íslensku. Í laginu syngur GKR með sterkri tilfinningu og er erfitt að tengja ekki við það.
3. You – Spítali
Tónlistarmennirnir Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear komu nýju verkefni á laggirnar fyrr á þessu ári þegar þeir gáfu út lagið You undir nafninu Spítali. Einstaklega vandað húslag með rómantískum blæ.
2. Góðkynja – Andi
Plata Anda er léttleikandi og full af stórskemmtilegu rafpoppi með sterkum italo-disco áhrifum og er Góðkynja hápunktur hennar. Bjart og ótrúlega grípandi.
1. Sports – Fufanu
Reykvíska hljómsveitin Fufanu gaf okkur forsmekkinn af plötu númer tvö með laginu Sports núna í haust. Stórbrotið lag með sterkum krautrock-áhrifum. Sports kom út ásamt myndbandi sem er í senn glæsilegt og frumlegt.
Á sinni þriðju og bestu plötu tekst Samaris að skila af sér beinskeyttu og hnitmiðuðu verki sem heldur manni frá fyrstu nótu.
4. Aron Can – Þekkir Stráginn
Hinn 16 ára gamli Aron Can kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með sinni fyrstu ep plötu í vor. Hægt er að þekkja stráginn á taktföstum bassa og söng-rappi sem er í senn áreynslulaust og sjarmerandi.
3. Kælan Mikla – Kælan Mikla
Ískalt ljóðapönk Kælunar rammað inn í átta laga heildsteypta plötu sem rennur í gegn eins og þytur í laufi.
2. Andi – Andi
Tónlistarmaðurinn Andri Eyjólfsson sem gengur undir listamannsnafninu Andi gaf út samnefnda plötu hjá Lady boy records í sumar. Léttleikandi og stórskemmtilegt rafpopp með sterkum italo-disco áhrifum. Andi tekur arfleið Giorgio Moroder og fær sér sundsprett í henni.
1. GKR – GKR EP
Á sinni fyrstu Ep plötu hefur Gauki Grétusyni eða GKR tekist að fara úr því að verða einn efnilegasti rappari Reykjavíkur í að verða einn sá besti. Á plötunni er vandað til verks og hefur Gaukur fengið aðstoð frá hæfileikaríkum taktsmiðum bæði hér heima og erlendis.
10. A Tribe Called Quest – We got it from Here… Thank You 4 Your service
9. Hamilton Leithauser + Rostam – I Had a Dream That You Were Mine
8. Kanye West – The Life Of Pablo
7. Angel Olsen – My Woman
6. Kornél Kovács – The Bells
5. Jessy Lanza – Oh No
Kanadíska tónlistarkonan Jessy Lanza fylgir vel á eftir fyrstu plötu sinni Pull My Hair frá árinu 2013 á Oh No en báðar plöturnar voru tilnefndar til Polaris tónlistarverðlauna. Hápunktur plöturnar er hið taktfasta It Means I Love You sem byggir á lagi Suður Afríska tónlistarmannsins Foster Manganyi – Ndzi Teke Riendzo
4. Chance The Rapper – Coloring Book
Chicago rapparinn Chance The Rapper blandar saman hip-hop og gospel-tónlist á framúrstefnulegan máta á sínu þriðja mixtape-i. Með fjölda gesta sér við hlið (Kanye West, Young Thug, Francis and the Lights, Justin Bieber, Ty Dolla Sign, Kirk Franklin og Barnakór Chicago) tekst Chance á Coloring Book að gefa út eina litríkustu plötu ársins.
3. Car Seat Headrest – Teens Of Denial
Á Teens Of Denial blandar Will Toledo forsprakki Car Seat Headrest saman áhrifavöldum sínum (sjá: Velvet Underground, The Strokes, Beck og Pavement) og útkoman er óvenju fersk. Ein sterkasta indie-rokk plata síðari ára.
2. Frank Ocean – Blonde
Það eru fáar plötur sem beðið hefur verið eftir með eins mikilli eftirvæntingu og annarri plötu tónlistarmannsins Frank Ocean. Upphaflega nefnd Boys Don’t Cry með settan útgáfudag í júlí 2015, var plötunni frestað aftur og aftur og kom hún svo út óvænt seint í ágúst. Á Blonde leitar Ocean meira innra með sér en á hinni grípandi Channel Orange frá árinu 2012 og þarfnast hún fleiri hlustana áður en hún hittir í mark. Líkt og hans fyrri plata vermir Blonde sæti númer 2 á lista Straums yfir bestu plötur ársins.
Hinn 24 ára gamli Louis Kevin Celestin frá Montreal sem gengur undir listamannsnafninu Kaytranada gaf út sína fyrstu stóru plötu 99.9% 6. maí á þessu ári. Platan sem er að mati Straums besta plata þessa árs er uppfull af metnaðarfullri danstónlist með áhrifum frá hip-hop, fönki og R&B. Einstaklega grípandi lagasmíðar sem henta bæði á dansgólfinu og heima í stofu.
50) Alfonso Muskedunder (Deetron remix) – Todd Terje
49) Leaving Los Feliz (ft. Kevin Parker) – Mark Ronson
48) Play For Today – Belle and Sebastian
47) God It (ft. Nas) – De La Soul
46) Dreams – Beck
45) Restless Year – Ezra Furman
44) Magnets (A-Trak remix) – Disclosure
43) What’s Real – Waters
42) Israel (ft. Nonane Gypsy) – Chance The Rapper
41) La Loose – Waxahatchee
40) Standard – Empress Of
39) Huey – Earl Sweatshirt
38) Genocide (ft. Kendrick Lamar, Marsha Ambrosius & Candice Pillay) – Dr. Dre
37) Home Tonight – Lindstrom & Grace Hall
36) Lean On (Prince Fox bootleg) – Major Lazer
35) Cream On Chrome – Ratatat
34) VYZEE – SOPHIE
33) Venus Fly (ft. Janelle Monáe) – Grimes
32) Death with Dignity – Sufjan Stevens
31) Exploitaion – Roisin Murphy
30) Under The Sun – DIIV
29) Tick – Weaves
28) Hollywood – Tobias Jesso Jr.
27) Hotline Bling – Drake
26) Sunday Morning – Seven Davis Jr.
25) 1000 – Ben Khan
24) Ghost Ship – Blur
23) Can’t Feel My Face – The Weeknd
22) Pretty Pimpin – Kurt Vile
21) Breaker – Deerhunter
20) What Ever Turns You On – D.K.
19) Know Me From – Stormzy
18) Ghosting – Rival Consoles
17) Rewind – Kelela
16) Go Ahead – Kaytranada
15) Blackstar – David Bowie
14) Annie – Neon Indian
13) Pedestrian at Best – Courtney Barnett
12) Mink & Shoes (ft. David Izadi) – Psychemagik
11) Garden – Hinds
10) Them Changes – Thundercats
Bassaleikarinn og pródúsantinn Thundercat virðist hafa dottið í fusion-pottinn í æsku því Them Changes suddalega fönkí 70’s bræðingur sem Jaco Pastorius gæti verið stoltur af.
9) After Me – Misun
Washington bandið Misun sendi frá sér þetta magnaða lag í apríl. Léttleikandi og drungalegur rhythminn passar fullkomlega við stórbrotna rödd Misun Wojcik.
8) Jenny Come Home – Andy Shauf
Andy Shauf minnir í senn á The Shins og Kurt Vile í þessari tregafullu lagasmíð sem tónlistarmaðurinn flutti í Kaldalóni á Iceland Airwaves í nóvember.
7) Shutdown – Skepta
Breski grime-rapparinn Skepta sem átti frábæra tónleika á Airwaves hátíðinni gaf okkur einn helsta partýslagara ársins með Shutdown.
6) Multi Love – Unknown Mortal Orchestra
Titillag þriðju breiðskífu Unknown Mortal Orchestra fjallar um þrekant Ruban Nielson lagahöfundar og söngvara sveitarinnar. Öðruvísi ástarlag.
5) King Kunta – Kendrick Lamar
Í þeim ofgnótt af rjóma sem platan How To Pimp A Butterfly er trónir King Kunta á toppnum. Lagið sækir grimmt í grunn g-fönksins sem Dr. Dre og Snoop byggðu 20 árum fyrr og er þegar komið við hlið þeirra í sögu vesturstrandarrappsins.
4) Scud Books – Hudson Mohawke
Ofurpródúsantinn Hudson Mohawke hefur komið að mörgum spennandi verkefnum undanfarin ár t.d. Yeesus með Kanye og TNGH ásamt Lunice en hann heldur áfram að dæla út hágæða stöffi undir eigin nafni. Scud Books er rosalega stórt lag, þriggja og hálfs mínútna epík sem hægt er að dansa við eða bara loka augunum og njóta.
3) Cops Don’t Care Pt. II – Fred Thomas
Einfalt, stutt og hnitmiðað lag sem býr yfir heilmikilli vídd sem erfitt er að útskýra. Kærulaust og sannfærandi.
2) Gosh – Jamie xx
Jamie xx vex stöðugt sem pródúsant og lagið Gosh er hans besta fram til þessa. Byrjar á mínímalískum garage takti áður en bassa er bætt við og draugalegu raddsampli. En svo mætir synþesæser á svæðið og fer með hlustendur um ókannaðar vetrarbrautir. Lagið er eins og ferðalag um aðra heimsálfu og á stöðugri hreyfingu framávið.
1) Let It Happen – Tame Impala
Það kann að vera ófrumlegt að vera með sama listamanninn sem bæði plötu og lag ársins en í þetta skipti var ekki annað hægt. Upphafslag bestu plötu ársins, Currents, er anþem í öllum mögulegum skilningi þess orðs. Svona lag sem þú byrjar sjálfkrafa kýla upp í loftið í takt við of fær þig til að grípa um bestu vini þína og hoppa í hringi með þeim. Hamingjan pumpast út um hátalarana með hverri einustu bassatrommu, gítarlikki og synþahljóm, og söngur Kevins Parker flýgur yfir öllu saman eins og engill á LSD.
27) Titus Andronicus – The Most Lamentable Tragedy
26) Seven Davis Jr. – Universes
25) Earl Sweatshirt – I Don’t Like Shit, I Don’t Go Outside
24) Jessica Pratt – On Your Own Love Again
23) Thundercat – The Beyond / Where the Giants Roam
22) D.R.A.M. – Gahdamn!
21) Ezra Furman – Perpetual Motion People
20) Roisin Murphy – Hairless Toys
19) Blur – The Magic Whip
18) Empress Of – Me
17) Grimes – Art Angels
16) Deerhunter – Fading Frontier
15) Hudson Mohawke – Lantern
14) Waxahatchee – Ivy Tripp
13) Tobias Jesso Jr. – Goon
12) Sufjan Stevens – Carrie & Lowell
11) Jamie xx – In Colour
10) SOPHIE – PRODUCT
PC- music prinsinn og ólíkindatólið Sophie sendi þessa vöru sína í hillur plötubúða í lok síðasta mánaðar. Á plötunni Product má heyra átta smáskífur frá Sophie sem eru hver annarri hressari.
9) Fred Thomas – All Are Saved
All Saved er níunda sólóplata indie-kempunar Fred Thomas frá Michigan sem einnig er meðlimur í lo-fi bandinu Saturday Looks Good to Me. Platan er hans metnaðarfyllsta verk til þessa og það fyrsta til að fá drefingu á alþjóðavísu.
8) Unknown Mortal Orchestra – Multi-Love
Þriðja plata Unknown Mortal Orchestra byggir ofan á þéttan grunn af bítlalegu og léttsíkadelísku fönkrokki en bætir við nokkrum litum í hljómpalettuna. Útkoman er fjölbreyttari verk en áður, bæði þegar kemur að hljóðheim og uppbyggingum laga.
7) Kurt Vile – believe i’m going down…
Það gerist ekki afslappaðra og huggulegra gítarpoppið en hjá Kurt Vile, en samt er alltaf kaldhæðinn broddur í textagerðinni. believe i’m going down… er gríðarlega heilsteypt og góð plata þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og hans síðasta, Walking on a pretty daze.
6) Courtney Barnett – Sometimes I Sit And Think, And Sometimes I Just Sit
Hin ástralska Courtney Barnett nær hér á undraverðan hátt að blása lífi í glóðir slakkerrokks 10. áratugarins. Á þessari plötu sem ber besta titil ársins syngur Barnett algjörlega áreynslulaust um tilgangsleysi hversdagslífsins á svo næman hátt að það er ekki hægt annað en að heillast með. Svo eru feikisterkar lagasmíðar alls ekki að skemma fyrir. Frábær plata.
5) Kelela – Hallucinogen
Tónlistarkonan Kelela fylgdi á eftir mixtape-inu Cut 4 Me frá árinu 2013 með þessari silkimjúku ep plötu sem nær hápunkti sínum í laginu Rewind. Á plötunni naut hún meðal annars aðstoðar upptökustjórans Arca sem gefur henni skemmtilegan framtíðarblæ.
4) Kendrick Lamar – To Pimp A Butterfly
Kendrick Lamar tókst að standa undir nánast óbærilegum væntingum sem skapast höfðu eftir good kid m.A.A.d. city, með hinni óheyrilega metnaðarfullu og fjölbreyttu To Pimp A Butterfly. Á skífunni úir og grúir af frábærum pródúsöntum og heyra má áhrif frá jassi, slamljóðum og G og P-fönki. En yfir öllu því gnæfir rödd Kendrick og flæðir yfir alla bakka eins og Amazon. To Pimp A Butterfly er nýkomin út en manni finnst hún strax vera orðin hluti af kanónunni í vesturstrandarrappi.
3) D.K. – Love On Delivery
Love Delivery erseyðandi og stöðug stuttskífa frá franska tónlistarmanninum D.K. Fullkomin á ströndina.
2) Rival Consoles – Howl
Breski raftónlistarmaðurinn Ryan Lee West, sem gefur út tónlist undir nafninu Rival Consoles, sendi frá sér lifandi raftóna í október á plötunni Howl sem minna á köflum á bestu verk tónlistarmanna á borð við Jon Hopkins og Aphex Twin.
1) Tame Impala – Currents
Hinn stjarnfræðilega hæfileikaríki Kevin Parker virðist ófær um að stíga feilspor og Tame Impala er á góðri leið með að verða Flaming Lips sinnar kynslóðar. Tame Impala taka 60’s síkadelíuna sína alvarlega og andi og fagurfræði hennar skín í gegn í öllum verkum sveitarinnar, ekki síst í stórkostlegum myndböndum og myndefni. Á þessari þriðju og jafnframt bestu plötu sveitarinnar fer minna fyrir gíturum en þeim mun meira er um útúrspeisaða hljóðgervla og trommuheila. Opnunarlagið Let It Happen er eitt allra sterkasta lag ársins og platan sem á eftir fer er löðrandi í grípandi viðlögum en en á sama tíma sprúðlandi í hugvíkkandi tilraunastarfsemi. Straumarnir á þessari plötu eru þungir og eiga eftir að fleyta Tame Impala langt. Bravó.