Myndbands frumsýning: Spítali – Schaffhausen

Íslenska raftónlistar dúóið Spítali sem samanstendur af tónlistar- og myndlistarmönnunum Halldóri Ragnarssyni og Sindra Má Sigfússyni, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear, sendi í dag frá sér glænýtt lag sem nefnist Schaffhausen. Félagarnir byrjuðu að eigin sögn að krukka í hústónlist saman seinasta vetur og var lagið You sem kom út í mars á þessu ári fyrsti afraksturinn af því samstarfi. Dúóið stefnir á að gefa út fjögra laga plötu í framtíðinni á vínyl og verða bæði lögin á henni. Eins og You var Schaffhausen hljóðblandað af Friðfinni Oculus ásamt hljómsveitarmeðlimum og masterað af Friðfinni. Straumur frumsýnir hér myndbandið við lagið sem gert var af Mána M. Sigfússyni.

aYia gefa út Water Plant

 

Rafpopp-þríeykið aYia hefur undanfarið ár unnið að tónlist saman en voru nú loksins að gefa út sitt fyrsta lag, Water Plant. Það er dökkt trip hop sem flæðir og fjarar í ýmsar áttir frá lágstemmningu yfir í alsælu. Útgáfufyrirtækið Hvalreki, sem er netundirútgáfa Bedroom Community, gefur út lagið og það er Valgeir Sigurðsson sem sér um hljóm- og tónjöfnun. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Dagskrá Iceland Airwaves 2016 kynnt

og hana má nálgast sem PDF hér! Hátíðin er nú haldin í 18. sinn, dagana 2. til 6. nóvember. Þeir sem eiga miða skulu því setjast niður með kaffibolla eða mjólkurglas og rýna gaumgæfilega yfir uppsetninguna.

Miðasalan er á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um tryggja sér miða í tíma þar sem stutt er í að seljist upp.

Líkt og síðustu ár mun Straumur vera með kvöld á hátíðinni, en það verður haldið í Gamla Bíó föstudaginn 4. nóvember. Þar koma m.a. fram Frankie Cosmos, Hermigervill, Berndsen, Prins Póló og Lake Street Dive.

Straumur 26. september 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlegar plötur frá Hamilton Leithauser + Rostam og Nicolas Jaar, auk þess sem skoðað verður nýtt efni frá Dirty Projectors, Kaytranada, NxWorries, Swimming Tapes og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.


1) When The Truth Is – Hamilton Leithauser + Rostam
2) Sick As A Dog – Hamilton Leithauser + Rostam
3) Rough Going (I Won’t Let Up) – Hamilton Leithauser + Rostam
4) Keep Your Name – Dirty Projectors
5) Schaffhausen – Spítali
6) Night Owl (Juan Maclean remix) – Metronomy
7) All Night (Kaytranada remix) – Chance the Rapper
8) Lyk Dis – NxWorries
9) Tides – Swimming Tapes
10) Told You I’d Be With The Guys – Cherry Glazerr
11) The Governor – Nicolas Jaar
12) No – Nicolas Jaar
13) Classic Masher – Pixies
14) All I Think About Now – Pixies
15) Grand Hotel – Regina Spektor
16) Down (ft. jfdr) – Sin Fang

Suð gefur út Meira Suð!

Reykvíska Indie/lo-fi hljómsveitin Suð gaf í dag út sína aðra plötu sem nefnist einfaldlega Meira Suð. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu Hugsunarvélin árið 1998 en lagðist í dvala í kringum aldamótin. Suð gaf út sitt fyrsta lag í rúm 10 ár í sumar sem nefnist Á Flótta. Hægt er að hlusta á plötuna hér fyrir neðan.

Tónleikar helgarinnar 23. – 25. september 2016

Föstudagur 23. september

Hljómsveitirnar Sin Fang og Tilbury koma fram á Húrra frá klukkan 21:00. Það kostar 2000 kr inn.

Fiðluleikarinn Aisha Orazbayeva flytur tónlist fyrir einleiksfiðlu eftir Telemann, Luigi Nono og Salvatore Sciarrino í Mengi. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20. Miðaverð: 2000 krónur

Reykjavík Deathfest warmup show #1 á Gauknum frá klukkan 21:00. Það kostar 1000 kr inn. Skinned frá Bandaríkjunum, Severed, Hubris og Grit Teeth koma fram.

Laugardagur 24. september

Thule Records kynnir Moritz Von Oswald á Nasa. Moritz Von Oswald er lifandi goðsögn sem hefur skapað sér nafn sem einn allra stærsti áhrifavaldur Technosins. Ásamt honum koma þeir Exos, Octal og Thor einnig fram. Kvöldið hefst klukkan tólf og það kostar 2000 kr inn.

KK – Band kemur fram Café Rosenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00

Afmælistónleikar MH fara fram á Miklagarði í skólanum frá klukkan 20:00. Meðal þeirra sem fram koma eru asdfgh, Ragnheiður Gröndal, Pjetur og úlfarnir, Svavar Knútur, Snorri Helgason, Unnur Sara Eldjárn og Karl Olgeirsson, Högni Egilsson og Páll Óskar Hjálmtýsson að ógleymdu MHúsbandinu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Skúli Sverrisson, tónskáld og bassaleikari flytur eigin tónlist við kvikmynd eftir Jennifer Reeves í Mengi. Frumsýnd og frumflutt í MoMA, Museum of Modern Art í New York, árið 2008. Sýningartími er rúm klukkustund. Hefst klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðaverð: 2000 krónur.

Hin grænlenska Malik kemur fram á Gauknum ásamt Rythmatik. Aðgangseyrir kr. 3.500 og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Gunnar Jónsson, Collider, TSS, Wesen, Caterpillarmen og Mighty Bear koma fram á opnum afmælistónleikum Þórðar Hermannsonar tónlistarmanns. Það er ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Sunnudagur 25. september

25 ára sjálfstæðisviðurkenningu Eystrasaltslandanna fagnað á KEX Hostel með tónleikum Péturs Ben og Argo Vals.

Straumur 19. september 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlegar plötur frá Warpaint og La Femme, auk þess sem skoðað verður nýtt efni frá Tycho, Shamir, La Sera og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Whiteout – Warpaint
2) Don’t Wanna – Warpaint
3) Heads Up – Warpaint
4) I Went Too Far (Kornél Kovács remix) – Aurora
5) Epoch – Tycho
6) Tryna Survive – Shamir
7) Mycose – La Femme
8 ) Septembre – La Femme
9) Elle t’amie pas – La Femme
10) Dúllur – Prins Póló
11) In My Head – AlunaGeorge
12) Queens – La Sera

Prins Póló gefur Dúllur

 

Prins Póló sem nýlega slædaði upp hart upp alla vinsældalista landsins með laginu Læda Slæda, var rétt í þessu að henda frá sér nýju lagi sem nefnist einfaldlega Dúllur. Það er þung rafræn undiralda í laginu og kraftwerklegar slaufur sem gætu fleytt því á ansi mörg dansgólf á næstunni. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Wesen niðrá strönd

 

Reykvíska hljómsveitin Wesen sendi í dag frá sér smáskífuna Beach Boys, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg 14. október. Lagið býr yfir trópíkölsku andrúmslofti sem hentar einkar vel til að gleyma nýkomnu haustinu sem herjar á landann. Myndbandið var gert af Þóri Bogasyni (út Just Another Snake Cult), en það bætir enn meira ofan á draumkennda strandstemmninguna í laginu. Wesen skipa Júlía Hermannsdóttir (Oyama) og Loji Höskuldsson (Sudden Weather Change), en Árni Rúnar Hlöðversson sá um hljóðblöndun lagsins. Horfið og hlustið hér fyrir neðan.

Nýtt frá Gangly

Hljómsveitin Gangly sem skipuð er þeim Sindra Má Sigfússyni úr Sin Fang, Jófríði Ákadóttur úr Samaris og Úlfi Alexander Einarssyni úr Oyama var að senda frá nýtt lag og myndband. Lagið heitir Holy Grounds og gerði Máni Sigfússon myndbandið við það. Þetta er fyrsta lagið sem kemur út með hljómsveitinni frá því að þau sendu frá sér sitt fyrsta lag Fuck With Someone Else fyrir um tveim árum. Einstaklega gott framhald hjá þessari mögnuðu sveit.