Myndbands frumsýning: MSEA – Mouth of the face of the sea

MSEA er sólóverkefni Maria-Carmela Raso, kanadískrar söngkonu sem hefur verið búsett í Reykjavík síðan 2017. Undanfarin ár hefur MSEA eða Maria-Carmela gefið út þrjár EP plötur en von er á plötu í fullri lengd í september næstkomandi. Tónlist MSEA mætti helst lýsa sem martraðkenndu og yfirjarðnesku poppi sem minnir um margt á tónlist Julee Cruise eða Anhohni.

Síðan Maria-Carmela flutti til Íslands árið 2018 hefur verið tekið eftir henni í íslenskri tónlistarsenu. Hún hefur verið iðin við tónleikahald og spilað og unnið með fjölbreyttum hópi hljómsveita og listamanna. Þannig hefur hún unnið bæði með myndlistar og tónlistarfólki, en hún hefur lagt mikið upp úr skörun listforma með ýmsum hætti. 

Smáskífa MSEA sem kom út í 25 apríl og nefnist „Mouth of the face of the sea“ og fjallar um þau áhrif sem annað fólk getur haft á okkur og hvernig við endurupplifum reynslu okkar ítrekað áður en við horfumst í augu við sársaukann. Lagið fjallar þannig um áföll sem endurtaka sig og skömmina sem okkur er jafnvel gefin í vöggugjöf. Spegilmynd þar sem við sjáum fjölmörg andlit en greinum varla okkur sjálf.

Myndband við lagið var leikstýrt af listamanninum Klāvs Liepiņš og tekið upp af Vikram Pradhan. En listræn stjórnun var í höndum Klāvs og Mariu sem leika einnig í myndbandinu sem að var að koma út og er frumsýnt hér á straum.is.

Platan, Our daily apocalypse walk, segir Maria-Carmela hafa orðið til í heimsfaraldrinum þegar hún hóf að skrifa niður drauma sína. Með tímanum urðu draumarnir skýrari og fáránlegri í senn þar sem aðrir heimar, heimsendir og óræður geim-hryllingur urðu innblástur plötunnar. Draumkenndur og viðkvæmur söngur MSEA blandast þannig rafmögnuðum og órafmögnuðum hljóðfærum á hljómplötu sem er varla þessa heims.

MSEA bætir við „að platan minni um margt á skuggalegt og fjarstæðukennt ferðalag í þoku. Ferðalangurinn sér aðeins næsta skref og líður jafnvel eins og einhver eða eitthvað vaki yfir honum og fylgist með.“ MSEA minnist bílferðar á Austfjörðum þar sem svartaþokan umlukti bílinn klukkutímum saman. „Fallegt, einmanalegt og kæfandi, allt í senn.“

Tónlistin á plötunni  á margt sammerkt með tónlistarkonunum Zola Jesus og Sevdaliza, dimm og gotnesk, þar sem líkaminn og vélar renna saman í blöndu af hreinni fegurð og átakanlegri vanlíðan.

Myndbands frumsýning: Sunna Margrét – Out of Breath

Reykvíska tónlistarkonan Sunna Margrét Þórisdóttir gaf fyrr í dag út smáskífuna ‘Out of Breath’ af væntanlegri ep plötu ‘Five Songs for Swimming’ sem kemur út þann 2.júní. Ásamt því að starfa bæði sem myndlistar- og tónlistarkona rekur hún eigið útgáfufyrirtæki No Salad Records í Lausanne í Sviss.

Myndband við lagið kom einnig út í dag og er frumsýnt hér á straum.is. Myndbandið var leikstýrt og tekið upp af rúmensku tónlistarkonunni Ana Bălan sem gefur einnig út hjá No Salad Records. 

Straumur 24. apríl 2023

199 laga plata með Mac DeMarco, Dream Wife, Sunna Margrét, MSEA, Blawan, SBTRKT, bar Italia, og fleira kemur við sögu í Straumi klukkan 22:00 á X-inu 977!

  1. 20190724 – Mac DeMarco
  2. 20190724 2 – Mac DeMarco
  3. 20200817 Proud True Toyota – Mac DeMarco
  4. Out of Breath – Sunna Margrét
  5. Orbit – Dream Wife
  6. Punkt – Bar Italia
  7. She Wonders – Alaska Reid
  8. Mouth Of The Face of the Sea – MSEA
  9. Pulsations – Delusional Paragon
  10. A – Do You Believe Her – The Brian Jonestown Massacre
  11. Yaeii – Fever
  12. DAYS GO BY – SBTRKT & Toro Y Moi
  13. Toast – Blawan
  14. Salty Road Dogs Victory Anthem – Alabaster DePlume
  15. Pearl The Oysters Read the Room feat Letitia Sadier

Straumur 17. apríl 2023

Í Straumi í kvöld frumflytjum við tvö ný lög með tónlistarmanninum Jóni Þór auk þess sem spiluð verða lög frá Little Dragon, Gosa, Fybe:One, Ross From Friends, Dawn Richard og mögum fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 22:00. 

  1. Slugs Of Love – Little Dragon
  2. Everyone Moves TO LA – Ric Wilson, Chromeo, A-Trak feat. Felicia Douglass
  3. Oh My – Jón Þór
  4. Love and Kisses – Jón Þór
  5. TILFINNINGAR (ft. Salóme Katrín) – Gosi
  6. Don’t Let Go – Fybe:One, Liam Bailey
  7. The One – Ross From Friends
  8. Danse lunaire – Carmen Jaci
  9. Bubblegum – Dawn Richard
  10. mIdDIE FiNgErS Up.mP3 – TisaKorean
  11. Green Run – Session Victim
  12. Mystic You – Colloboh
  13. Satellite – quickly quickly
  14. Júpiter (feat. GDRN) – Elin Hall
  15. med von um nyjan dag – dirb, Anya
  16. Prizefighter – Youth Lagoon

Straumur 3. apríl 2023

Mura Masa, Jessi Lanza, Two Shell, Kvikindi, JFDR, Róisín Murphy, Overmono og fleiri koma við sögu í Straumi klukkan 22:00 á X-inu 977!

  1. Whenever I Want – Mura Masa
  2. Don’t Leave Me Now – Jessy Lanza
  3. mum is calling – Two Shell
  4. Spalarkle (Alys) – felicita, Caroline Polachek
  5. Heidin há – Kvikindi
  6. Life Man – JFDR
  7. Can’t Replicate – Roisín Murphy × DJ Koze
  8. Good Lies – Overmono
  9. Motivation (feat. Ras Stimulant) – Session Victim
  10. fix (feat. Tirzah) – Speakers Corner Quartet
  11. The Garden – Unknown Mortal Orchestra
  12. Rachel Veut Danser – le pain
  13. Hand Grenade – Be Your Own Pet
  14. The Leash – Patrick Holland