Straumur 27. febrúar 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Thundercat, Dirty Projectors, Arca, Yaeji og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Tokyo – Thundercat
2) Walk On By (ft. Kendrick Lamar) – Thundercat
3) Death Spiral – Dirty Projectors
4) Ascent Through Clouds – Dirty Projectors
5) Jungelknugen (Four Tet Remix) – Todd Terje
6) Renato Dail’Ara (2008) – Los Campesinos!
7) Greed – Sofi Tukker
8) Noonside – Yaeji
9) Love Will Leave You Cold – Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason
10) Babybee – Jay Som
11) Anoche – Arca

Fleet Foxes og Billy Bragg á Airwaves

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu nöfn þeirra hljómsveita og listamanna sem hafa verið staðfestir á næstu Iceland Airwaves hátíð og þar eru stærstu nöfnin bandaríska folkpoppsveitin Fleet Foxes og breska söngvaskáldið Billy Bragg. Fleet Foxes munu spila á tveimur tónleikum í eldborgarsal Hörpu, þar sem selt verður inn á þá fyrri en þeir seinni aðgengilegir armbandshöfum svo lengi sem húsrúm leyfir. Hér eru þau nöfn sem tilkynnt voru í dag:

aYia

Billy Bragg (UK)

Childhood (UK)

Cyber

Fleet Foxes (US)

Hildur

Hórmónar

Alexander Jarl

JFDR

KÁ-AKÁ

Lido Pimienta (CF)

Lonely Parade (CA)

Mammút

Shame (UK)

Sturla Atlas

Tófa

Straumur 20. febrúar 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Hermigervill, aYia, Thundercat, Clark, Visible Cloaks, Animal Collective, Flume, Talaboman, Sun Kill Moon og fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Solitaire – Hermigervill
2) RUINS – aYia
3) Friend Zone – Thundercat
4) Araya – Fatima Yamaha
5) Speed Racer – Her’s
6) Wintergreen – Visible Cloaks
7) Peak Magnetic – Clark
8) Kinda Bonkers – Animal Collective
9) Goalkeeper – Animal Collective
10) Enough (ft. Pusha T) – Flume
11) Depth Charge – Flume
12) Mildenhall – The Shins
13) Safe Changes – Talaboman
14) Lone Star – Sun Kil Moon

Fyrsti í Sónar – Örvar án múm og raddlaus rappari

Það er alltaf eftirvænting í lofti á fyrsta degis Sónars og ég hóf kvöldið á því að sjá eitt besta live-band á Íslandi í dag, Hatara. Hatari taka tónleikana sína alvarlega og eru innblásnir af leikhúsi og gjörningalist. Tónlistin er pönkað iðnaðarelektró og söngvararnir tveir klæðast búningum sem daðra við fasíska fagurfræði. Það var feikilegur kraftur í þeim og til halds og trausts höfðu þeir nútímadansara með gasgrímur. Textarnir eru svo kapítuli út af fyrir sig, ljóðrænn níhílismi af bestu sort. „Ómagar sameinist/bak í bak og dansið“ skipuðu Hatari og áhorfendur hlýddu sem í leiðslu.

 

Næst á svið í Silfurbergi var kanadíska rapppían Tommy Genesis sem góður rómur hafði verið gerður að. Það verður bara segjast eins og er, hún var arfaslök. Hana skorti í fyrsta lagi mikilvægasta eiginleika rappara: rödd. Hún var andstutt og það var alltaf sami ryðminn í flæðinu sem varð þreyttur eftir hálft lag. Ég flúði því af hólmi niður í Kaldalón til að sjá Örvar úr múm spila sólóefni í fyrsta skiptið, og sá svo sannarlega ekki eftir því. Örvar var einn fyrir framan massíft græjuborð og söng í gegnum vókóder. Eitt lagið minnti mig á Jan Hammer, annað á Air upp á sitt besta og stundum var heilmikið Boards of Canada í töktunum. Þetta var dásamlega melódískt og ofgnótt af fallegum synþalínum, og mig hlakkar til að heyra þetta á plötu. Besta atriði kvöldsins var komið í sarpinn.

 

GKR stendur alltaf fyrir sínu og hann hoppskoppaði um sviðið í Silfurbergi eins og honum einum er lagið. Berlínski tekknópresturinn úr Berghain, Ben Klock, stóð síðan fyrir suddalegu og myrku partýi í bílakjallaranum og dúndraði ísköldi naumhyggjutekknói í mannskapinn sem dansaði út í hið óendanlega. Vatican Shadow átti síðasta settið í sitjandi salnum, Kaldalóni, og fékk alla upp úr sætunum með tilraunakenndri rafgeggjun. Ég náði svo síðustu 20 mínútunum af FM Belfast sem tóku maraþon útgáfu af Underwear og splæstu inn í það köflum úr Killing in the Name of og Fight for your right to party. It goes without saying svo að confetti kom við sögu og tryllingurinn var áþreifanlegur og óþreyjufullur. Frábæru fyrsta kvöldi af Sónar var hérmeð lokið þar sem uppgötvun kvöldsins og það sem upp úr stað var: Örvar í múm er líka frábær einn og ekki í múm.

Davíð Roach Gunnarsson

Spennandi erlent á Sónar

Fimmta Sónarhátíðin í Reykjavík hefst í dag en ógrynni hljómsveita, rafgeggjara og plötusnúða munu trylla lýðinn í fjórum mismunandi sölum Hörpu um helgina. Hér á eftir fara þau erlendu atriði sem Straumur telur ástæðu til að fólk leggi lykkju á leið sína til að sjá.

Nadia Rose

Þessi unga breska rappynja hefur attitúd í gámavís og flæðir eins og Amazon á regntímabilinu. Eftir stórvelheppnað mynd við lagið Skwod er hún sentímetrum frá heimsfrægð.

 

Sleigh Bells

Noise-poppbandið Sleigh Bells hafa skilið eftir sig frábær lög og plötur og enginn ætti að missa af þeim í Norðurljósasalnum á föstudagskvöldinu. Ritstjórn Straums getur staðfest að það verður enginn svikinn af tónleikum með þeim en á Hróarskeldu 2014 lék söngkonan Alexis Krauss á als oddi í tryllingslegri sviðsframkomu og bókstaflega labbaði á áhorfendum.

 

Marie Davidson

Kanadíska ljóðskáldið og elektrókonan Marie Davidson er listamaður af guðs náð og átti eitt besta lag síðasta árs, Naive To The Bone. Hún spilar á miðnætti í Kaldalóni og enginn raftónlistarunnandi með snefil af sjálfsvirðingu ætti að láta það fram hjá sér fara.

 

Moderat

Berlínsku ofurtekknóhetjurnar í Modarat léku á stórfenglegum tónleikum á Airwaves í listasafninu fyrir örfáum árum og við höfum enga trú á öðru en að þeir muni endurtaka leikinn þegar þeir loka föstudagskvöldinu í Silfurbergi.

 

Forest Swords

Bretinn Matthew Barnes sem gengur undir listamannsnafninu Forest Swords framleiðir tilraunatónlist sem víkkar bæði hugi og hlustir áheyrenda sinna. Hann spilar í Norðurljósum á föstudagskvöldinu og er líklegur til að taka viðstadda með sér í ferðalag um ókannaðar lendur mannshugans.

 

BEA1991

Hin hollenska listakona BEA1991, sem hefur meðal annars starfað með Blood Orange, framleiðir ævintýralegt rafpopp þar sem andríki drýpur af hverjum takti. Hún kemur fram í Kaldalóni á laugardagskvöldinu og lofar sínu allra besta.

 

Giggs

Grjótstinni Grime-rapparinn Giggs hefur hægt en örugglega brotið sér leið á toppinn í senu þar sem samkeppnin er næstum jafn hörð og hann. Ekki fyrir viðkvæma. Norðurljós. Laugardagur.

Straumur 13. febrúar 2017

Í Straumi í kvöld kennir margra grasa. Í fyrri hluta þáttarins verður farið yfir nýtt efni með listamönnum á borð TQD, Hercules & Love Affair, Superorganism, Dirty Projectors og fleirum. Seinni hluti þáttarins verður svo tileinkaður Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hörpu um næstu helgi. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977 í kvöld. 

1) Controller (ft. Faris Badwan) – Herclules & Love Affair
2) Something For you M.I.N.D. – Superorganism
3) Cool Your Heart (feat. D∆WN) – Dirty Projectors
4) Vibsing Ting – TQD
5) Freeway Crush (Nutrition remix) – Ruby Haunt
6) What Time Is It In Portland? – Bonny Doon
7) Infinity Guitars – Sleigh Bells
8) Naive To The Bone – Marie Davidson
9) Skwod – Nadia Rose
10) Whippin Excursion – Giggs
11) Finder (Hope) – Ninetoes Vs Fatboy Slim
12) Milk – Moderate
13) Filthy Beliiever – BEA1991
14) The Weight Of Gold – Forest Swords

Tónleikar helgarinnar 10. – 11. febrúar 2017

Föstudagur 10. febrúar
Rapparinn GKR fagnar útgáfu GKR EP sem kom út í nóvember  með útgáfutónleikum í Gamla bíó. Platan verður leikin í heild sinni á tónleikunum
Dj kvöldsins: B-RUFF Upphitunaratriði: GERVISYKUR HRNNR & SMJÖRVI og ALEXANDER JARL. Miðasala hafin á GKR.is og Enter.is. Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 18 ára aldurstakmark og kostar 2900 kr inn.

 

Hljómsveitin Fufanu heldur útgáfuhóf í kjallaranum á Palóma vegna útgáfu breiðskífunar Sports. Hljómsveitin tekur vel valda slagara og mun svo dj-a eftir á. Raftónlistarmaðurinn Andi sér um upphitun. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það kostar 1000 kr inn.

 

Skemmtistaðurinn Barananas heldur upp á tveggja ára afmæli með tónleikum:
20:30 WESEN
21:30 Krakk & Spaghettí
22:15 Hermigervill DJ set

 

Laugardagurinn 11.febrúar
Þungarokks hljómsveitin Röskun frá Akureyri heldur útgáfutónleika á Hard Rock Café klukkan 22:00. Miðaverð 2500 kr.

 

Tónleikar með Berglindi Maríu Tómasdóttur í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. Á tónleikunum hljómar tónlist fyrir flautu; stundum eina, stundum fleiri, oftast í rauntíma en einnig heyrist í uppteknum flautum fyrri tíma. Á köflum hljómar líka sónn, suð og hávaði.

 

Skemmtistaðurinn Barananas heldur upp á tveggja ára afmæli með tónleikum:
20:30 Birth Ctrl
21:30 Landaboi$
22:15 Vaginaboys LIVE DJ set

Straumur 6. febrúar 2017

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni með listamönnum á borð við Vince Staples, Stormzy, Baba Stiltz, Fufanu, Mac DeMarco, Toro Y Moi og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

1) BagBak – Vince Staples
2) Big For Your Boots – Stormzy
3) XXX200003 – Baba Stiltz
4) Evening Prayer – Jens Lekman
5) How We Met, The Long Version – Jens Lekman
6) This Old Dog – Mac DeMarco
7) My Old Man – Mac Demarco
8) Omaha – Toro Y Moi
9) Gone For More – Fufanu
10) Your Fool – Fufanu
11) Creepin’ – Moon Duo
12) The Death Set – Moon Duo
13) ’83: Foxx and I – The Magnetic Fields
14) Can You Deal – Bleached
15) Lucky Girl – Fazerdaze

Tónleikahelgin 2.-4. febrúar

 

Fimmtudagur 2. Febrúar

 

Axel Flóvent og RuGL spila á Húrra. Miðaverð er 1500 og tónleikarnir byrja 20:00.

 

Þórir Georg spilar á Hlemmi Square, byrjar 21:00 og aðgangur ókeypis.

 

Suður-Kóreska söngkonan Song-Hee Kwon spilar í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 3. febrúar

 

Rapptónleikar sem eru hluti af Safnanótt verða um borð í varðskipinu Óðni við Sjóminjasafnið í Reykjavík. Það er ókeypis inn og dagskráin er eftirfarandi:

 

19:00 DJ Pixxa

19:30 Cyber

20:00 Alvia Islandia

20:30 Cryptochrome

21:00 DJ Pixxa

 

Bandaríski hljóðlistamaðurinn Stephen Dorocke spilar í Mengi og sérstakur gestur á tónleikunum verður Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og tónskáld. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Kvika spilar á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Laugardagur 4. febrúar

 

Dúettinn Silent People og raftónlistarmaðurinn Ástvaldur koma fram í Mengi. Byrjar 21:00 og kostar 2000 inn.

 

Hljómsveitirnar Rhytmatik og Snowed In spila á Dillon. Þær lofa miklu stuði og hefja leik 22:00 og það kostar ekkert inn.

Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 15 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 1. til 5. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Arab Strap, Benjamin Clementine, Kelly Lee Owens, Be Charlotte, Gurr, og Xylouris White. Hátíðin tilkynnti einnig um níu íslenska listamenn; Ásgeir, RuGl, Auður, GKR, Hugar, Soffíu Björg, Glowie, Emmsje Gauta og Emiliönu Torrini.