Fyrsti Straumur ársins 2022 er á dagskrá X-ins 977 klukkan 22:00 í kvöld. Óli Dóri fer yfir nýja tónlist frá TNGHT, Hermigervil, Tierra Whack, Baltra og mörgum öðrum.
1. Sandstorm – Hermigervill
2. Póstnúmer 105
3. Will You Be(CFCF Remix) – BALTRA
4. Constantly – Ricky Razu
5. MPFree Now – Session Victim
6. ROYGBIV (Boards of Canada Cover) – Lone
7. Brick Figures – TNGHT
8. Walker – Animal Collective
9. Happy New Year – Let’s Eat Grandma
10. Superstition – Ethan P Flynn
11. Stand Up – Tierra Whack –
12. Heaven – Tierra Whack
13. Tabula Rasa (feat. Armand Hammer) – Earl Sweatshirt
Fyrsti Straumur ársins 2021 er á dagskrá X-ins 977 klukkan 23:00 í kvöld. Óli Dóri fer yfir nýja tónlist frá Hermigervil, Four Tet, russian.girls, Darkside, Burial og fleirum.
1) Está na Hora – Hermigervill & Villi Neto
2) O Outro Lado – Hermigervill
3) Parallel 2 – Four Tet
4) Parallel 4 – Four Tet
5) The Divine Chord (feat. MGMT, Johnny Marr) – The Avalanches
Í Straumi í kvöld kíkir tónlistarmaðurinn Julian Civilian eða Skúli Jónsson í heimsókn, auk þess sem farið verður yfir nýtt efni frá Hermigervil, Sin Fang, Kraftgalla, Yaeji, Danny Brown og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00
1) Love From 99 (Hermigervill remix) – Hjaltalín
2) Rússíbani – Kraftgalli
3) Hollow – Sin Fang
4) Kliður – Julian Civilan
5) Manhattan – Julian Civilian
6) Lecha – Ookay
7) Beach2k20 (Yaeji remix) – Robyn
8) Feel The Love (Lauer remix 2) – Prins Thomas
9) Dirty Laundry – Danny Green
10) Confessions – Sudan Archives
11) ‘Thrasher’ – Sassy 009
12) メルティン・ブルー (Melting Blue) – Noah
Mætti í Lucky Records klukkan 17:30 þar sem Tonik Ensemble var nýbyrjaður. Tonik spilaði í rúmar 30 mínútur rifið, tætt og kraumandi teknó í hæsta gæðaflokki.
Hermigervill var næstur á svið í Lucky. Eftir nokkur lög baðst hann afsökunar á því hversu hörð tónlistin væri, ástæðan væri sú að hann væri búinn að vera mikið á klúbbnum. Hermigervill þurfti ekki að afsaka neitt. Hann náði öllum í búðinni sem var stútfull á sitt band og spilaði mest nýtt efni.
HljópáHúrra þar sem Bagdad Brothers voru að byrja. Ánægjulegt að sjá að það er ennþá líf í íslensku indí-rokki. Hljómsveitin skilaði sínu og rúmlega það.
Tommy Cash náði mér ekki alveg. Fannst þetta heldur mikið Die Antwoord fátæka mannsins. Hin finnska Alma olli einnig vonbrigðum. Haiku Hands voru í miklu stuði í Silfursalnum og Snail Mail ekki jafn hress í Iðnó.
Superorganism áttu annað kvöldið á Airwaves. Gleðisprengja sem náði hápunkti sínum í síðustu tveim lögunum Everybody wants to be famous og Something for your m.i.n.d. sem kveiktu vel í Listasafni Reykjavíkur.
Injury Reserve komu skemmtilega á óvart með grjóthörðu hip-hoppiog “mosh pit” sem fylgdi. Jimothy Lacoste kláraði svo kvöldið á Húrra með silkimjúku svefnherbergis-poppi.
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Hermigervill, aYia, Thundercat, Clark, Visible Cloaks, Animal Collective, Flume, Talaboman, Sun Kill Moon og fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.
17. Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble
16. Cut – russian.girls
15. Mánadans – Kælan Mikla
14. Vinur vina minna – Teitur Magnússon
13. Absolute Garbage – Singapore Sling
12. Strange Loop – Sykur
11. Venter (Evian Christ remix) – Ben Frost
10. Steinunn – Boogie Trouble
Diskóið er eins og rottur og kakkalakkar, það mun aldrei deyja út, en þegar erfðaefnið er eins gott og Boogie Trouble eru allar líkur á því að það auki við kyn sitt. Eftirvæntingin eftir fyrstu breiðskífu Boogie Trouble er orðin umtalsverð og ekki minnkaði hún í vor þegar lagið Steinunn kom út. Fyrstu bassanóturnar framkalla strax kippi í líkamanum sem aukast þegar wah-wah gítarinn bætist við og í viðlaginu ætti allur líkaminn að vera kominn á mikla hreyfingu. Steinunn beyglar munninn því hún er að fara beinustu leið á ball.
9. Expanding – Páll Ivan frá Eiðum
Páll Ívan frá Eiðum stimplaði sig rækilega inn á árinu með þeim drungalega rafgjörningi sem lagið Expanding er. Hikstandi bassi, stafrænir skruðningar og draugaleg röddin er uppistaðan í þessari rafrænu hryllingsvögguvísu, og myndbandið er eitt það besta sem kom á árinu.
8. Distant Lover – Myndra
Firnasterkt indípopp með óaðfinnanlegum hljómi, grípandi viðlagi, singalong-kafla og óvenjulegum ryðma.
7. Evel Knievel – Pink Street Boys
Evel Knievel er eins og tónlistarlegt ígildi ryðgaðs hnífs sem er stungið í síðuna á þér og snúið og juggað í hringi og fram og til baka. Ekki tónlist til að slást við heldur tónlist sem slæst við þig. Rokk sem veður inn á skítugum strigaskónum og sparkar í rassa, punga, píkur og bara allt sem verður á vegi þess. Ekki ferskur andblær heldur sterk andremma sem fyllir upp í vit smáborgaralegrar fagurfræði og skilur eftir sig slóð eyðileggingar, tómra ódýrra bjórdósa og sígarettustubba.
6. The End – Fm Belfast
Gleðisveit landsins kemur með enn einn elektró-smellinn sem gætti brætt hjörtu allra hörðustu bölsýnismanna. Því FM Belfast eru vinir þeirra líka.
5. Ever Ending Never – M-band
Jon Hopkins hittir Gus Gus á bar í Berlín, þeir skella sér á Berghain og enda svo í eftirpartýi hjá Caribou snemma morguns þar sem sólin skín í gegnum gluggatjöldin. Svona kvöld sem þú vildir óska að myndi aldrei enda. Fljótandi tekknó sem seytlar jafnt inn í undirmeðvitundina og blóðrásina.
4. Flýja – Grísalappalísa
Á síðari plötu Grísalappalísu, Rökréttu Framhaldi, stækkuðu þeir út hljóðheim sinn og hvergi heyrðist það betur en í því stórbrotna ferðalagi sem lagið Flýja er. Hyldjúp ballaða sem hljómar á köflum eins og Lou Reed, Bob Dylan eða Serge Gainsbourg með epískri strengjaútsetningu sem á í samtali við lagið frekar en bara að fylgja því.
3. Crossfade – Gusgus
Crossfade er það sterkt lag að við mundum eftir því eftir tónleika á Sónar í febrúar 2013, alveg þangað til það kom loksins út rúmlega ári síðar í apríl á þessu ári. En biðin var vel þess virði, hljómurinn vélrænn en samt þokkafullur og textinn ljúfsár óður til upphafsára danstónlistarinnar í bland við kynferðislega undirtóna. Dökk og kynþokkafull rödd Daníels Ágúst bergmálar út í eilífðina í versunum og bjartur barítónn Högna í viðlaginu er fullkomið mótvægi.
2. Fuck With Someone Else – Gangly
Íslenskt svar við FKA Twigs, framúrstefnulegt Trip Hop með bragðaref af stafrænum, hliðrænum og lífrænum hljóðum og röddum sem eru skældar og teigðar í ótal áttir. Algjör andstæða við fyrsta sætið á listanum, frámunalega móðins, kosmópólítan og erlendis þar sem kúlið er meitlað í stein.
1. París Norðursins – Prins Póló
Það kom aldrei neitt annað til greina. Grófur synþabassinn, dúndrandi bassatromman og textinn eins og Hrafns Gunnlaugs-leg greining á stemmningu og helstu persónum í erkitýpísku íslensku sjávarþorpi. Knappt, hnyttið, beint í mjaðmirnar og ör í hjarta þjóðarsálar. Hljómar eins og diskókúla í síldarbrennslu eða reif í frystihúsi, eins íslenskt og það gerist. Meira að segja ofspilunin hefur ekki bitið á því. Prins Póló á Bessastaði!