Í Þessum fyrsta þætti ársins 2025 heyrist ný tónlist frá Hermigervil, Inspector Spacetime, Two Shell, Polo & Pan, DJ Koze, Oxis, Morgan Nagler og mörgum öðrum frábærum listamönnum. Minnumst einnnig Jay Reatard sem féll frá á þessum degi fyrir 15 árum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Í síðasta Straumi ársins verður farið yfir bestu íslensku lögin sem komu út árið 2024 samkvæmt þættinum og heimasíðunni straum.is. Straumur með Óla Dóra frá 22:00 í kvöld á X-inu 977.
Árslistaþættir Straums, þar sem farið verður gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2024 verður á dagskrá Xins frá klukkan tíu næstu tvö mánudagskvöld. Mánudaginn 9. desember telur Óli Dóri niður bestu erlendu lög ársins 2024 og svo viku seinna þann 16. desember er komið að bestu íslensku.
Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Dean & Britta and Sonic Boom, Herði Má Bjarnasyni, Daða Frey, Bat For Lashes, Kesha, Árný Margréti, Laufey, John Waters og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 22:00 í kvöld á X-inu 977.
Í Straumi í kvöld heyrast nýjar plötur frá Kendrick Lamar, Synthea Starlight og Ara Árelíus auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Marie Davidson, Ela Minus, Oklou, Rauður, Flesh Machine, Sugar Pit og mörgum öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977.
Squabble up – Kendrick Lamar
luther – Kendrick Lamar
I Want You To Know – Sam Alfred, Kyle Starkey
Sexy Clown – Marie Davidson
Hard (ft Hanni El Khatib) – Vendredi sur Mer
UPWARDS – Ela Minus
Far From Home – Synthea Starlight
Take Me to My Destiny (instrumental version) – Synthea Starlight
choke enough – Oklou
Treat Me – Rauður
Nothing Never Happens- Flesh Machine
Xray Eyes (extended trash can dub) LCD Soundsystem
Stuttar Buxur (Balatron remix) – Ex.girls, LaFontaine & Tatjana