Straumur 9. maí 2022

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjustu plötu hljómsveitarinnar Arcade Fire auk þess sem flutt verða lög frá A$AP Rocky, Tirzah, Wild Pink, Prins Póló & Moses Hightower, BSÍ og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 22:00. 

1) Age Of Anxiety Ii (Rabbit Hole) – Arcade Fire

2) Unconditional Ii (Race And Religion) (ft. Peter Gabriel) – Arcade Fire

3) Q. Degraw – Wild Pink 

4) Maðkur í mysunni (ft. Prins Póló) – Moses Hightower

5) Jelly Belly – BSÍ

6) Call Me Jose – Eric Copeland

7) D.M.B. – A$AP Rocky 

8) The Heart Part 5 – Kendrick Lamar

9) Ribs – Tirzah 

10) Golpari June – Vox Populi!

11) Immaterial Girl – Marci 

12) Altra (ft. Kristian Harborg) – Axel Boman 

13) Step By Step (ft. Panda Bear)  – Alan Braxe & DJ Falcon

14) We – Arcade Fire

Bestu erlendu lög ársins 2021

  • 50) Bunny Is A Rider – Caroline Polachek
  • 49) Wade – David Douglas, Erika Spring 
  • 48) Parallel 2 – Four Tet 
  • 47) Busy – Erika de Casier 
  • 46) 29 – Yaeji, OHHYUK 
  • 45) BMW Track – Overmono 
  • 44)  Caution – KAYTRANADA 
  • 43) Marechià – Nu Genea
  • 42) Jaywalker – Andy Shauf 
  • 41) redguard snipers – R.A.P. Ferreira, Scallops Hotel, SB The Moor 
  • 40) Fuck Him All Night – Azealia Banks 
  • 39) Do You Wanna – Nana Yamato 
  • 38) Oh Dove – Men I Trust 
  • 37) Tales From The Trash Stratum – Oneohtrix Point Never
  • 36) Little Things – BigThief 
  • 35) Bora! – Mocky 
  • 34) BUZZCUT (feat. Danny Brown) – BROCKHAMPTON, 
  • 33) Pulses of Information – Rival Consoles 
  • 32) Fictional California – Sufjan Stevens, Angelo De Augustine 
  • 31) Hips – Tirzah 
  • 30) I See it Now – Bachelor
  • 29) Old Peel – Aldous Harding 
  • 28) Elastic Band Lightman – Jarvis Ecstatic Band, Yves Jarvis, Romy Lightman
  • 27) Walk The Beat – Tierra Whack 
  • 26) Slide – Frankie Cosmos 
  • 25) Break Up – Ricky Razu 
  • 24) Wet Dream – Wet Leg 
  • 23) Tokyo Story – Miho Hatori 
  • 22) Yüce Dag Basinda – Altin Gün 
  • 21) Disco – Geese 
  • 20) Le jardin – La Femme 
  • 19) Outside the Outside – Helado Negro 
  • 18) Ani Kuni – Polo & Pan 
  • 17) Ballroom Dance Scene – Horsegirl 
  • 16) You Can Do It – Caribou 
  • 15) Nabi – Peggy Gou, OHHYUK 
  • 14) I Didn’t Change My Number – Billie Eilish 
  • 13) Afrique Victime – Mdou Moctar
  • 12) Pretty Boys (feat. Khruangbin) – Paul McCartney
  • 11) Observer Effect –  Disclosure 

10) Sandman – A$AP Rocky 

9) Under Belly – Blawan 

8) LEMONHEAD (feat. 42 Dugg) – Tyler, The Creator

7) Jesus Lord – Kanye West 

6) La Perla – Sofia Kourtesis 

5) Simple Stuff – Loraine James 

4) Days Like These – Low 

3) Coming Back (feat. SZA) ] – James Blake, SZA 

2) Strawberry – Doss

1) Guidance – Session Victim 

Hér er hægt að hlusta á öll 50 lögin á Spotify:

Sindri Sin Fang opnar sig loksins um ást sína á hip-hop tónlist

Sindri Már Sigfússon er skrambi afkastamikill náungi. Ekki aðeins tekst honum að gleðja fólk reglulega með hljómsveitinni Seabear, heldur gefur hann líka út plötur og kemur fram undir nafninu Sin Fang, sem er einskonar sóló-hliðarverkefni Sindra (skemmtileg staðreynd: Seabear var einusinni sólóverkefni líka, en svo breyttist Seabear í hljómsveit). Svo tekur hann stundum líka upp plötur með öðrum tónlistarmönnum og aðstoðar þá í hvívetna (hann vann t.d. að síðustu plötu öðlingsins Snorra Helgasonar, hinni stórgóðu Winter Sun). 

Nema hvað, það eru alltaf að koma út plötur með Sindra og nú er ný slík á leiðinni undir merkjum Sin Fang. Heitir sú Flowers og er alveg bráðskemmtileg. Sindri ætlar að fagna útgáfu plötunnar á skemmtistaðnum Harlem í kvöld (fimmtudag, sko) og lofar í viðburðarsíðu partýsins að hann ætli að spila fullt af kræsilegri hip hop músík. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni, enda platan stórkostleg áhlustunar og svo er líka alltaf gaman að drekka bjór og hlusta á næs hip hop. Af því tilefni sendum við Sindra tölvupóst og báðum hann að segja okkur aðeins frá hip hopinu í lífi sínu.

Sæll Sindri, til hamingju með nýju Sin Fang plötuna!

Halló! Takk!

Ég er búinn að hlusta aðeins á hana. Þetta er gæða gripur! En það er helst til lítið rappað á henni. Af hverju er það?

Takk! Við klipptum út allt rappið á seinustu stundu í mixinu.

[Look at the Light af breiðskífunni Flowers. Rappleysi lagsins er tiltölulega áberandi]

Gætirðu hugsað þér að gera einhverntíman rapp plötu?

Nei ég held að ég leyfi ekta röppurum að sjá um það. Ég held að ég myndi ekki vera neitt rosalega sannfærandi rappari. því miður.

En að búa til takta fyrir einhvern annan sem rappar?

Já, það gæti verið gaman að prófa.

Að öllu gamni slepptu, þá hefur ekki farið fram hjá neinum að þú ert mikill hiphop aðdáandi, eins og sjá má ef maður eltir þig á Twitter og viðlíka samskiptamiðlum. Af hverju höfðar hip hop tónlist svona sterklega til þín? Hvað er það við hip hop músík sem gerir hana ómótstæðilega í þínum eyrum?

Ég veit það ekki alveg. stundum finnst mér lögin bara vera fyndinn en stundum finnst mér eins og maður sé að fá að kíkja inní einhvern heim sem er frekar langt frá mínum veruleika. Og stundum eru þetta bara svo skemmtileg lög.


Hverjar eru helstur rapp-hetjurnar sem þú hlustar á? Aðhyllistu einhvern sérstakan skóla hip hops (suðurríkjaskólann, gangsta rabb, old skool, etc)?

Ég hlustaði eiginlega bara á hip hop og rapp þegar að ég var unglingur. Þá var það Wu Tang, Smiff n Wessun, Black Moon, Outkast, Redman, Roots osfv. Svo tók ég reglulega upp Kronik þáttinn sem Robbi Rapp stýrði á kassettu. Hlusta á það í bland við nýtt svo að ég myndi bara segja að ég hlusti á ’90s rapp í bland við svona nýtt hóstasafts pillu rapp.

Hvað finnst þér um svona bakpokarapp, eins og Sole og allt Anticon gengið. Og Slug og þá.

Kveikti eiginlega aldrei á þeirri bylgju.

Hverjir finnst þér svona bestir allra tíma? Og af hverju?

Wu Tang? Enter the 36 Chambers?

Hver er besta hip hop plata allra tíma að þínum dómi og af hverju?

Þær plötur sem ég hef örugglega hlustað á mest eru Doggystyle með Snoop og Ready to Die með Biggie. Hlusta ennþá á þær.

En hverju hefurðu verið að veita athygli svona upp á síðkastið? Hvaða nýja gengi ertu að fíla?

A$AP Rocky finnst mér vera mjög skemmtilegt. veit ekki hvort að R. Kelly falli undir hip hop en ég hlusta mikið á hann. Sérstaklega ef að ég er að fá mér.

Talandi um A$AP Rocky, hvað finnst þér um það gengi allt? Er eitthvað varið í þetta?

Mér finnst A$AP Rocky sjálfur allavegana mjög skemmtilegur. Hef ekki tékkað á miklu frá hinum röppurunum í þessu gengi. Peso, Purple Swag, Fucking Problems eru allt æðisleg lög.


En Odd Future krakkana. Eru textarnir of hómófóbískir/kvenfyrirlitaðir til að maður geti haft gaman af þessu með góðri samvisku?

Ég er ekki ennþá búinn að kveikja á þessu. Fíla samt Frank Ocean plötuna mjög vel. Held að þessir krakkar séu samt að reyna að sjokkera frekar en að vera einhverjir homophobes eða kvennhatarar.

Hvaðan færðu þínar upplýsingar um rabbmúsík? Það er ekki mikið fjallað um hana í íslenskum fjölmiðlum, ef frá er talinn frábær þáttur Danna Delúx á Rás 2. Ertu að sækja þessa músík mest erlendis frá?

Bara frá vinum og blogg síðum. Hef ekki tékkað nógu oft á þættinum hans Danna Delúx en ætla að bæta úr því.

Hefurðu veitt íslensku hip hopi sérstaka athygli? Hverja fílarðu þar, og hvers vegna?

Hef ekki fylgst neitt sérstaklega vel með því seinustu ár. Fíla Gísla Pálma mjög vel þessa dagana.

Hvað finnst þér um Afkvæmi Guðanna?

Eru þeir ekki hættir? Hættu að hringja í mig hættu að senda mér smsss.

Tókstu afstöðu með Móra eða Poetrix í bífinu þeirra?

Haha nei.

En Móra eða Erpi?

Neibb.

En Erp eða Subta krewinu?

Nei ég vil ekki vera drepinn. Er samt til í að dissa eitthvað indie band sko.

Hver er frægasti rappari sem þú hefur hitt?

Hitaði einusinni upp fyrir Ghostface Killah. Held að ég hafi ekki heilsað honum samt.

Hver er flottasta ríma sem þú hefur heyrt?

“You say no to drugs / Juicy J can’t”

Ef þú mættir gera lag með einum rappara, hver yrði það?

Ol’ Dirty Bastard.

Hvort finnst þér mikilvægara upp á gott hip hop lag, takturinn (músíkin) eða textinn?

Bara misjafnt. Textinn þarf nú ekki að vera merkilegur. Held að þetta ég hafi spilað þetta lag oftast í fyrra, þar sem textinn er aðalega um að hann búi við hliðina á kobe bryant.

Hvor finnst þér betri, 50 Cent eða Eminem?

Eminem finnst mér skárri.

Hvað verðurðu svona helst að spinna í Sin Fang partýinu á fimmtudagskvöld? Hvað verður mikið af fríbjór?

Bara eitthvað nýtt í bland við gamalt. Það verður vonandi bara nóg af bjór. Annars kaupi ég kannski bara kassa af Hennesy.

Viðtal og myndvinnsla: Haukur S. Magnússon. Haukur er á Twitter. Það var og. 

Straumur 14. janúar 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við væntanlegar plötur frá Guards, Foxygen og Sin Fang. Einnig skoðum við nýtt efni með Duke Dumont, Parquet Courts A$AP Rocky og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.
1. hluti:
      1. 234 1
2. hluti:
      2. 234 2
3. hluti:
      3. 234 3

1) Young Boys – Sin Fang
2) No Destruction – Foxygen
3) San Francisco – Foxygen
4) On Blue Mountain – Foxygen
5) Look At The Light – Sin Fang
6) What’s Wrong With Your Eyes – Sin Fang
7) Sunbeam – Sin Fang
8) Borrowed Time – Parquet Courts
9) Clash The Truth – Beach Fossils
10) Lanzarote – Lindstrom/Todd Terje
11) Need U 100% – Duke Dumont
12) Nightmare – Guards
13) Ready To Go – Guards
14) Your Man – Guards
15) Can’t Repair – Guards
16) Hell (feat Santigold) – A$AP Rocky
17) Bad Gifts – Ósk

Way Out West 2012

Way Out West er þriggja daga tónleikahátíð sem er haldin í Gautaborg í Svíþjóð, í ágústmánuði á ári hverju. Hátíðin, sem var fyrst haldin árið 2007, er þekkt fyrir að vera með fjölbreytt úrval af tónlist,  þó aðal fókusinn sé á rokk, elektró og hip hop. Á daginn fer hátíðin fram á þremur sviðum í almenningsgarði í miðborg Gautaborgar sem nefnist Slottsskogen en eftir miðnætti taka við klúbbar í miðbænum. Hátíðinni mætti lýsa sem blöndu af Hróaskeldu og Iceland Airwaves. Tæplega 30 þúsund manns sækja hana á ári hverju. Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til laugardags.

 

 

Fimmtudagur 9. ágúst

Fyrsti listamaðurinn sem ég sá á Way Out West í ár var Thurston Moore söngvari Sonic Youth. Thurston, sem spilaði ásamt trommara, bassaleikara og fiðluleikara á minnsta sviði hátíðarinnar – Linné, framleiddi hágæða gítarsurg og var hápunktur tónleikanna þegar hann stóð á gítarnum og vaggaði sér fram og til baka til að ná sem mestu feedbakki.Eftir tónleika Moore kom ég við á stærsta sviðinu þar sem heimamennirnir í Deportees spiluðu á vel sóttum tónleikum. Eins góð og mér þykir þeirra síðasta plata  þá heilluðu þeir mig ekki í þetta skiptið. Strax á eftir þeim var röðin kominn að hip hop hljómsveitinni De La Soul sem spiluðu á næst  stærsta sviðinu sem nefnist Azalea. Þetta voru vægast sagt verstu tónleikar hátíðarinnar. Eftir að hafa spilað 45 sekúndur úr smelli sínum All Good hófu hljómsveitarmeðlimir að keppast um hvorum megin við sviðið væri meira klappað og reyndu að leiða áhorfendur í eitthvað klappstríð sín á milli. Þetta var gífurlega vandræðalegt og ég sá ekkert annað í stöðunni nema að yfirgefa þessar útbrunnu goðsagnir.  Florence And The Machine stóðu fyrir sínu og áttu þrusu gott sett á stærsta sviðinu sem nefnist Flamingo. Á tónleikunum hitti ég sænsku systurnar í First Aid Kit sem voru spenntar fyrir að spila á sama sviði daginn eftir.  Það kom svo í hlut bandaríska rokk dúósins The Black Keys að loka deginum í Slottsskogen. Þeir stóðu fyrir sínu og gott betur en það og hafa fyllt vel upp í það skarð sem The White Stripes skildu eftir þegar þau hættu í fyrra.

 

Það sem kom mér mest á óvart við þennan fyrsta dag í Slottsskogen var hversu erfitt það reyndist að neyta áfengis á hátíðinni. Það er með öllu óheimilt að koma með áfengi inn á svæðið og öll neysla á tónleikum er bönnuð. Til þess að neyta áfengis þarf maður að fara í sértök tjöld á svæðinu sem selja það og þarf maður að drekka á staðnum. Maturinn á svæðinu þótti mér góður en hefði mátt vera fjölbreyttari, en í ár var grænmetisþema. Þrátt fyrir það var allt flæðandi í kjöti á  blaðamannsvæðinu.

Nú var röðin komin að Stay Out West, sem er fyrir þá tónleikagesti sem vilja halda áfram eftir að tónleikunum í Slottsskogen lýkur. Fyrirkomulagið er á þann hátt að tónleikar eru haldnir í tólf klúbbum sem eru dreifðir um miðbæ Gautaborgar. Þetta er svona svipað og ef Iceland Airwaves væri haldið í Kópavogi, Skeifunni og í miðbæ Reykjavíkur. Allir þessir klúbbar eru frekar litlir og þess vegna þarf maður að vera snar í snúningum til þess að komast inn á þá. Ólíkt Iceland Airwaves getur maður ekki kíkt á tónleika í næsta nágrenni ef húsið er fullt. Fyrsta kvöldið stefndi ég á að sjá Purity Ring á stað sem var næstur Slottsskogen. Þegar þanngað var komið beið mín röð sem minnti á það allra versta í sögu Iceland Airwaves og þó ég hefði blaðamannapassa var mér ekki veittur aðgangur. Það var því ekkert annað í stöðunni en að taka sporvagn á næstu tónleika sem tók um hálftíma. Ég fór á stað í miðbænum sem hýsti Alt J, Bob Mould og Cloud Nothings. Þar var einnig röð og komst ég inn þegar Alt J áttu þrjú lög eftir. Hljómsveitin flutti þau af stakri prýði. Næstur á svið á eftir þeim var Bob Mould sem var áður söngvari hinnar goðsagnakenndu indie hljómsveitar Hüsker Dü frá Minnesota í Bandaríkjunum. Tónleikar Mould voru kraftmiklir og spilaði hann lög frá sólóferlinum í bland við lög með Hüsker Dü og Sugar,sem er band sem Mould stofnaði á tíunda áratugnum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar hann endaði settið með Hüsker Dü slagaranum Celebrated Summer af plötunni New Day Rising. Cloud Nothings lauk svo kvöldinu með frábærum tónleikum sem innihéldu aðallega lög af nýjustu plötu þeirra – Attack On Memory sem kom út fyrr á þessu ári. Eftir þetta kvöld komst ég ekki aftur á tónleika á Stay Out West.

 

Föstudagur 10. ágúst

Philadelphiu rokkarnir í The War On Drugs hófu leikinn á föstudeginum í Slottsskogen. Hljómsveitin, sem áður innhélt sjálfan Kurt Vile, gáfu út hina frábæru breiðskífu – Slave Ambient í fyrra. Tónleikar þeirra á hátíðinni voru frábærir og voru þeir einir af fáum listamönnum sem voru klappaðir upp í ár. Strax á eftir þeim kom svo St. Vincent, öðru nafni Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens. Hún átti ekki síðri tónleika og sannaði það hún er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð. Systurnar í First Aid Kit spiluð svo á stóra sviðinu og þeyttu flösu milli þess sem þær spiluðu lög af hinni einstöku plötu The Lion’s Roar, sem kom út í byrjun ársins í bland við árbreiður frá listamönnum líkt og Fleet Foxes og Fever Ray.


Söngkonan Feist kom svo á eftir þeim og merkti sviðið með borða sem á stóð Free Pussy Riot. Feist átti mjög góða tónleika og spilaði efni af öllum fjórum plötum sínum. Næst á dagskrá voru svo tónleikar Best Coast, sem ég ákvað að fara á vegna þess að mér þykir mikið til fyrstu plötu þeirra koma en það sama get ég ekki sagt um þá nýjustu. Sem betur fer voru flest lögin sem þau tóku á tónleikunum af fyrri plötunni.Eftir að Best Coast lauk sér af dreif ég mig fremst fyrir framan stóra sviðið til að sjá mögulega næstsíðustu tónleika sem hljómsveitin Blur munu spila á.

 

Hljómsveitin átti, þegar þarna var komið við sögu, aðeins eftir að spila á viðburði sem tengdur var lokaathöfn Ólympíuleikana á sunnudeginum í Bretlandi. Blur áttu í engum erfiðleikum að koma fólki í stuð og hófu tónleikana á smellinum Girls and Boys af plötunni Parklife frá árinu 1994. Hljómsveitin spilaði flest sín frægustu lög og einnig tvö þau nýjustu  – Puritan og Under The Westway við mikinn fögnuð viðstaddra. Ég hef séð Blur þrisvar áður – í Laugardalshöll árið 1996 og 1997 og á Hróaskeldu 2003, en aldrei hef ég séð þá í eins góðu formi og nú. Þeir enduðu tónleikana á þremur af mínum uppáhalds Blur lögum End of a Century, For Tomorrow og The Universal.

 


Laugardagur 11. ágúst

A$AP Rocky hóf síðasta dag hátíðarinnar með krafti og fékk áhorfendur fljótlega á sitt band. Fjórða hvert lag á tónleikunum var óður til hugtaksins SWAG, þar sem hann og félagi hans endurtóku hugtakið í sífellu við kröftugan takt. Eftir tónleika A$AP heyrði ég þær hræðilegu fréttir að tónleikum Frank Ocean á hátíðinni hefði verið aflýst. Þetta voru verstu tíðindi helgarinnar, því ég hlakkaði mikið til að sjá Ocean og ekkert sérstakt kom í stað hans. Ég hlýddi stuttlega á Mogwai áður en ég hélt á tónleika  sænsku hljómsveitarinnar Miike Snow, sem sýndu að þeir eru sterkt tónleikaband með tvær frábærar plötur í fartaskinu. Hápunktur tónleikanna var þegar að Lykke Li kom fram með þeim í laginu Get Out Of The Black Box. Næstir á dagskrá voru sjálfir Kraftwerk sem ég hafði séð í Kaplakrika árið 2004. Munurinn á þessum tónleikum og þeim voru að í þetta skipti var myndbandið sem var fyrir aftan þá í 3D og flest allir tónleikagestir skörtu slíkum gleraugum sem dreift var um svæðið um daginn. Kraftwerk sviku engan með einstökum tónleikum þó maður velti oft fyrir sér hvað nákvæmlega þessir fjórir herramenn gera á sviðinu, þeir hefðu alveg eins getað verið að leggja kapal í tölvunum, þeir hreyfðust ekki allan tímann.


Eftir Kraftwerk var röðin komin að síðasta atriði Way Out West í ár – Odd Future Wolf Gang Kill Them All, sem ég hafði séð árið áður á Hróaskeldu. Gengið átti fína tónleika og enduðu þessa frábæru helgi á skemmtilegan hátt.

Það sem stóð upp úr að mínu mati í ár var St. Vincent, Blur og A$AP Rocky. Vonbrigði helgarinnar voru raðirnar og staðsetninginn á Stay Out West og aflýsing Frank Ocean. Þrátt fyrir það er Way Out West ein af skemmtilegri hátíðum sem ég hef farið á og ég get auðveldlega mælt með henni fyrir alla tónlistaráhugamenn sem vilja upplifa þá stemmingu sem einkennir stórar tónlistarhátíðir og kosti þess að vera staðsettur í miðborg stórborgar.

Óli Dóri