Straumur 3. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá Cloud Nothings, Future Islands og Tycho. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá The Pains of Being Pure at Heart, Posse, Seven Davis Jr mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 3. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) How Near In – Cloud Nothings
2) Psychic Trauma – Cloud Nothings
3) No Thougts – Cloud Nothings
4) Simple And Sure – The Pains Of Being Pure at Heart
5) Tongues – PAWS
6) Forever – Chris Malinchak
7) Time – Drumtalk
8) If It Wasn’t True – Shamir
9) P.A.R.T.Y. (ft. Mezmawho) – Seven Davis Jr
10) Back in the Tall Grass – Future Islands
11) A Song for Our Grandfathers – Future Islands
12) Nevermind The End (Saint Pepsi remix) – Tei Shi
13) L – Tycho
14) See – Tycho
15) Cut – russian.girls
16) Shut Up – Posse

 

Straumur 27. janúar 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Mac Demarco, Tycho, White Hinterland, Metronomy og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 27. janúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Pearls – Cashmere Cat
2) Wedding Bells – Cashmere Cat
3) Montana – Tycho
4) Love Letters – Metronomy
5) Passing Out Pieces – Mac Demarco
6) Ring The Bell – White Hinterland
7) Kong – The Notwist
8) I’m Not Part Of Me – Cloud Nothings
9) Coffee – Sylvan Esso
10) You Stressin – Bishop Nehru
11) Snake Bile Wine (Trevino remix) – Simian Moblie Disco
12) Love Sublime (Duke Dumont remix) – Tensnake
13) Too True To Be Good – Dum Dum Girls
14) Trouble Is My Name – Dum Dum Girls
15) Skyldekki heimur – Gímaldin
16) Jokerman – Built To Spill

Árslisti Straums 2012

 

Fyrri þáttur: Plötur í 30. – 16. sæti

1. hluti

      1. 231 1

2. hluti 

      2. 231 2

3. hluti 

      3. 231 3

Seinni Þáttur: Plötur í 15. – 1. sæti

1. hluti

      4. 232 1

2. hluti
      5. 232 2

3. hluti
      6. 232 3

4. hluti
      7. 232 4

 

30) The Shins – Port Of Morrow

Hljómsveitin The Shins sendi frá sér sína fjórðu plötu á árinu sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.  Fínasta plata hér á ferð þó að hún sé kannski engin Chutes Too Narrow eða Oh, Inverted World en þær eru það nú fæstar.

29) A.C. Newman – Shut Down The Streets

Söngvari The New Pornographers hér með sína þriðju sólóplötu sem gefur fyrstu tveimur lítið eftir í gæðum.

28) Purity Ring – Shrines

Fyrsta plata kanadísku hljómsveitarinnar Purity Ring var ekki alveg jafn sterk og fyrstu smáskífurnar gáfu til kynna. Frábær frumraun engu að síður.

27) DIIV – Oshin 

Brooklyn hljómsveitin DIIV sem hét upphaflega Dive var stofnuð árið 2011 sem sólóverkefni gítarleikara Beach Fossils – Zachary Cole Smith. Fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Oshin kom út í sumar. Platan er full af skemmtilega útpældu gítarrokki af bestu gerð.

26) Cloud Nothings – Attack on Memory 

Heiðarlegt gítarrokk af bestu gerð úr smiðju hins unga Dylan Baldi frá Cleveland. Attack on Memory er þriðja plata kappans og var hún tekin upp af upptökustjóranum goðsagnakennda Steve Albini sem spilaði víst Scrabble á símanum sínum á meðan á upptökum stóð.

25) Matthew Dear – Beams 

Þann 27. ágúst gaf bandaríski raftónlistarmaðurinn Matthew Dear út sína fimmtu plötu – Beams. Platan fylgdi á eftir hinni frábæru Black City sem kom út árið 2010.  Dear hefur látið hafa eftir sér að hann sé margbrotin persóna og að útkoman á plötunni sé eftir því og hann blandi saman hinum ýmsu stefnum á  Beams.

24) The Magnetic Fields – Love at the Bottom of the Sea

Hljómsveitin The Magnetic Fields snéri til baka í syntha rokkið sem einkenndi hljóm sveitarinnar á 10. áratugnum.

23) Wild Nothing – Nocturne

Tónlistarmaðurinn Jack Tatum sem gefur út tónlist undir nafninu Wild Nothing, fylgdi á eftir hinni frábæru plötu Gemini frá árinu 2010 með sinni annari plötu Nocturne í ágúst. Hinn draumkennda hljóm Gemini er einnig að finna á Nocturne.

 

22) Beach House – Bloom

Fjórða plata bandarísku draumpopp hljómsveitarinnar Beach HouseBloom þykir ekki mikil stefnubreyting fyrir sveitina frá  plötunni Teen Dream og er það einna helst það sem gagnrýnendur hafa út á hana að setja, en hún hefur hlotið samskonar lof og sú plata. Þess ber að geta að sami upptökustjórinn, Chris Coady, sá um upptökur á báðum plötunum.

21) Lotus Plaza – Spooky Action at a Distance 

Gítarleikari Deerhunter Lockett Pundt gaf út sína aðra sólóplötu á árinu. Platan er gríðarlega metnaðarfullt verk sem sannar að Bradford Cox er ekki eini frábæri lagahöfundurinn í  Deerhunter.

20) Chromatics – Kill For Love

Fjórða plata elektró hljómsveitarinnar Chromatics frá Porland kom út 26. mars. Platan sem fékk góða dóma hvarvetna þótti gríðarlega falleg og var borin saman við verk Joy Division og New Order.  Í maí gaf hljómsveitin útgáfu af plötunni án tromma á netinu.

19) Phédre – Phédre

Hljómsveitin Phédre frá Kanada byrjaði sem hliðarverkefni þeirra Daniel Lee og April Aliermo úr Hooded Fang og Airick Woodhead sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Doldrums. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu Phédre í febrúar á þessu ári. Platan er í senn hrá og gríðarlega fljölbreytt.

18) Django Django – Django Django

Skoska hljómsveitin Django Django gaf út sína fyrstu plötu snemma á þessu ári. Á plötunni mætast hinar ýmsu stefnur í bragðmikilli súpu – sækadelía, þjóðlagatónlist og synthapopp.

Viðtal sem við áttum við Django Django: 

      8. air 5 2 django

17) Jack White – Blunderbuss

Jack White gaf út sína fyrstu sólóplötu á þessu ári. Platan er beint framhald af því sem White gerði með sínu gamla bandi The White Stripes – bara aðeins þéttari trommur.

16) Ariel Pink’s Haunted Graffiti – Mature Themes

Önnur plata sveitarinnar Haunted Graffiti með Ariel Pink fremstan í flokki er með svipuðu sniði og sú fyrri. Hljómur hennar er jafnvel enn slípaðri en á Before Today sem kom út árið 2010 og vakti mikla lukku. Platan er þó ekki jafn heilsteypt verk og sú plata.

Útvarpspistill um Ariel Pink:

      9. Ariel Pink's Haunted Graffiti útvarpspistill

15) The Walkmen – Heaven

Hljómsveitin The Walkmen er löngu orðin að hornsteini  í bandarísku indie-rokki. Sveitin sendi frá sína 7. plötu – Heaven í vor og sagðist söngvari hennar Hamilton Leithauser vera undir miklum áhrfum frá Frank Sinatra á plötunni.

14) Poolside – Pacific Standard Time

Los Angeles dúóið Poolside sendi loksins frá sér sína fyrstu plötu á árinu. Á plötunni sem er 16 laga, er fullt af metnaðarfullu elektró poppi sem þeir hafa sjálfir nefnt sem neðarsjávar raftónlist.

13) Jessie Ware – Devotion

Söngkonan Jessie Ware fékk verðskuldað lof á árinu fyrir sína fyrstu plötu Devotion sem kom út í ágúst. Ware vakti fyrst athygli þegar hún söng með SBTRKT.

12) M. Ward – A Wasteland Companion

A Wasteland Companion er sjöunda plata M. Ward. Platan kom út í byrjun apríl og fylgir á eftir plötunni Hold Time frá árinu 2009. Á þessari plötu er Ward mun rólegri með einvala lið tónlistarmanna með sér.

 

11) Lindstrøm – Smalhans

Í síðasta mánuði sendi norski raftónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Hans-Peter Lindstrøm frá sér plötuna Smalhans sem er önnur plata hans á þessu ári. Lindstrøm gaf fyrr á árinu út plötuna Six Cups of Rebel sem þótti  tilraunakennd og ólík því sem hann er frægastur fyrir. Smalhans er algjör andstæða.

10) Crystal Castles – (III)

Elektró pönkararnir í Crystal Castles gáfu út þriðju sjálftitiluðu plötuna nýlega. Á plötunni gefa þau fyrri verkum ekkert eftir.

9) Tame Impala – Lonerism

Áströlsku sýru rokkararnir í Tame Impala gáfu út sína aðra plötu þann 5. október. Platan sem heitir Lonerism fylgdi á eftir hinni frábæru Innerspeaker sem kom út árið 2010. Líkt og með þá plötu var Lonerism tekin upp af Kevin Parker söngvara og lagahöfund sveitarinnar. Parker byrjaði að semja lögin á plötunni næstum um leið og frumburðurinn kom út og var hún að mestu samin og tekin upp á flakki um heiminn á meðan að hljómsveitin kynnti Innerspeaker.

8) Woods – Bend Beyond

Freak-folk hljómsveitin Woods sendi frá sér plötuna Bend Beyond þann 18. september. Platan er sterkasta Woods platan fram að þessu og er full af vönduðu þjóðlagapoppi með nútíma áherslum.

7) Grimes – Visions

Grimes hefur tekið við krúnunni af The Arcade Fire sem heitasta útflutningsvara Montreal. Frá því að platan Visions kom út í janúar hafa gagrýnendur keppst við að ausa hana lofi enda um frábæra plötu að ræða.

6) Dirty Projectors – Swing Lo Magellan

Dirty Projectors hefur þróast á skömmum tíma úr því að vera skúffuverkefni eins manns yfir í eina af metnaðarfyllstu tilraunarokkhljómsveitum samtímans. Í sumar gaf hljómsveitin út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan. David Longstreth söngvari og lagasmiður sveitarinnar sá um allar upptökur á plötunni, sem stóðu yfir í heilt ár. Hann samdi yfir 40 lög fyrir hana þótt aðeins 12 þeirra hafi ratað á endanlega útgáfu hennar.

Útvarpspistill um sögu Dirty Projectors:

      10. Útvarpspistill um Dirty Projectors

Viðtal við Amber Coffman úr Dirty Projectors

      11. Air 5 4 dirty

 

5) Totally Enormous Extinct Dinosaurs – Trouble

Orlando Higginbottom sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Totally Enormous Extinct Dinosaurs gaf út sína fyrstu stóru plötu Trouble 11. júní. Um er að ræða metnaðarfyllstu dansplötu ársins 2012.

 

 

4) Japandroids – Celebration Rock

Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu – Post Nothing  snemma árs 2009 og var hún plata ársins hér í Straumi. Hljómsveitin fylgdi eftir með plötuna Celebration Rock í sumar þar sem hún blandar saman klassísku rokki við indie rokk 9. áratugarins.

 

Viðtal straum.is við hljómsveitina Japandroids þegar hún spilaði á tónleikum í Reykjavík síðasta sumar.

Útvarpsviðtal við  Brian King söngvara Japandroids: 

      12. Japandroids viðtal

 

3) First Aid Kit – The Lion’s Roar

Sænsku systurnar úr First Aid Kit sigruðu hjörtu landa sinna með þessari frábæru plötu sem kom út í upphafi ársins. The Lion’s Roar er önnur plata First Aid Kit og um upptökur sá Mike Mogis úr Bright Eyes. Systurnar sýndu gríðarlega miklar framfarir í lagasmíðum á plötunni.

 

2) Frank Ocean – Channel Orange

Tónlistarmaðurinn Christopher Francis Ocean gaf út sína fyrstu sólóplötu í júlí. Ocean sem áður samdi tónlist fyrir listamenn á borð við Brandy, Justin Bieber og John Legend undir dulnefni varð meðlimur OFWGKTA árið 2010 og fór fljólega eftir það að vekja athygli fyrir eigið efni.

 

1) Advance Base – A Shut-In’s Prayer

Fyrsta plata tónlistarmannsins Owen Ashworth undir nafninu Advance Base er plata ársins 2012 í Straumi. Ashworth gaf áður út undir nafninu Casiotone for Painfully Alone en hann gaf út plötuna A Shut-In’s Prayer snemma í vor. Heildsteypt plata sem rennur vel í gegn.

Way Out West 2012

Way Out West er þriggja daga tónleikahátíð sem er haldin í Gautaborg í Svíþjóð, í ágústmánuði á ári hverju. Hátíðin, sem var fyrst haldin árið 2007, er þekkt fyrir að vera með fjölbreytt úrval af tónlist,  þó aðal fókusinn sé á rokk, elektró og hip hop. Á daginn fer hátíðin fram á þremur sviðum í almenningsgarði í miðborg Gautaborgar sem nefnist Slottsskogen en eftir miðnætti taka við klúbbar í miðbænum. Hátíðinni mætti lýsa sem blöndu af Hróaskeldu og Iceland Airwaves. Tæplega 30 þúsund manns sækja hana á ári hverju. Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til laugardags.

 

 

Fimmtudagur 9. ágúst

Fyrsti listamaðurinn sem ég sá á Way Out West í ár var Thurston Moore söngvari Sonic Youth. Thurston, sem spilaði ásamt trommara, bassaleikara og fiðluleikara á minnsta sviði hátíðarinnar – Linné, framleiddi hágæða gítarsurg og var hápunktur tónleikanna þegar hann stóð á gítarnum og vaggaði sér fram og til baka til að ná sem mestu feedbakki.Eftir tónleika Moore kom ég við á stærsta sviðinu þar sem heimamennirnir í Deportees spiluðu á vel sóttum tónleikum. Eins góð og mér þykir þeirra síðasta plata  þá heilluðu þeir mig ekki í þetta skiptið. Strax á eftir þeim var röðin kominn að hip hop hljómsveitinni De La Soul sem spiluðu á næst  stærsta sviðinu sem nefnist Azalea. Þetta voru vægast sagt verstu tónleikar hátíðarinnar. Eftir að hafa spilað 45 sekúndur úr smelli sínum All Good hófu hljómsveitarmeðlimir að keppast um hvorum megin við sviðið væri meira klappað og reyndu að leiða áhorfendur í eitthvað klappstríð sín á milli. Þetta var gífurlega vandræðalegt og ég sá ekkert annað í stöðunni nema að yfirgefa þessar útbrunnu goðsagnir.  Florence And The Machine stóðu fyrir sínu og áttu þrusu gott sett á stærsta sviðinu sem nefnist Flamingo. Á tónleikunum hitti ég sænsku systurnar í First Aid Kit sem voru spenntar fyrir að spila á sama sviði daginn eftir.  Það kom svo í hlut bandaríska rokk dúósins The Black Keys að loka deginum í Slottsskogen. Þeir stóðu fyrir sínu og gott betur en það og hafa fyllt vel upp í það skarð sem The White Stripes skildu eftir þegar þau hættu í fyrra.

 

Það sem kom mér mest á óvart við þennan fyrsta dag í Slottsskogen var hversu erfitt það reyndist að neyta áfengis á hátíðinni. Það er með öllu óheimilt að koma með áfengi inn á svæðið og öll neysla á tónleikum er bönnuð. Til þess að neyta áfengis þarf maður að fara í sértök tjöld á svæðinu sem selja það og þarf maður að drekka á staðnum. Maturinn á svæðinu þótti mér góður en hefði mátt vera fjölbreyttari, en í ár var grænmetisþema. Þrátt fyrir það var allt flæðandi í kjöti á  blaðamannsvæðinu.

Nú var röðin komin að Stay Out West, sem er fyrir þá tónleikagesti sem vilja halda áfram eftir að tónleikunum í Slottsskogen lýkur. Fyrirkomulagið er á þann hátt að tónleikar eru haldnir í tólf klúbbum sem eru dreifðir um miðbæ Gautaborgar. Þetta er svona svipað og ef Iceland Airwaves væri haldið í Kópavogi, Skeifunni og í miðbæ Reykjavíkur. Allir þessir klúbbar eru frekar litlir og þess vegna þarf maður að vera snar í snúningum til þess að komast inn á þá. Ólíkt Iceland Airwaves getur maður ekki kíkt á tónleika í næsta nágrenni ef húsið er fullt. Fyrsta kvöldið stefndi ég á að sjá Purity Ring á stað sem var næstur Slottsskogen. Þegar þanngað var komið beið mín röð sem minnti á það allra versta í sögu Iceland Airwaves og þó ég hefði blaðamannapassa var mér ekki veittur aðgangur. Það var því ekkert annað í stöðunni en að taka sporvagn á næstu tónleika sem tók um hálftíma. Ég fór á stað í miðbænum sem hýsti Alt J, Bob Mould og Cloud Nothings. Þar var einnig röð og komst ég inn þegar Alt J áttu þrjú lög eftir. Hljómsveitin flutti þau af stakri prýði. Næstur á svið á eftir þeim var Bob Mould sem var áður söngvari hinnar goðsagnakenndu indie hljómsveitar Hüsker Dü frá Minnesota í Bandaríkjunum. Tónleikar Mould voru kraftmiklir og spilaði hann lög frá sólóferlinum í bland við lög með Hüsker Dü og Sugar,sem er band sem Mould stofnaði á tíunda áratugnum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar hann endaði settið með Hüsker Dü slagaranum Celebrated Summer af plötunni New Day Rising. Cloud Nothings lauk svo kvöldinu með frábærum tónleikum sem innihéldu aðallega lög af nýjustu plötu þeirra – Attack On Memory sem kom út fyrr á þessu ári. Eftir þetta kvöld komst ég ekki aftur á tónleika á Stay Out West.

 

Föstudagur 10. ágúst

Philadelphiu rokkarnir í The War On Drugs hófu leikinn á föstudeginum í Slottsskogen. Hljómsveitin, sem áður innhélt sjálfan Kurt Vile, gáfu út hina frábæru breiðskífu – Slave Ambient í fyrra. Tónleikar þeirra á hátíðinni voru frábærir og voru þeir einir af fáum listamönnum sem voru klappaðir upp í ár. Strax á eftir þeim kom svo St. Vincent, öðru nafni Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens. Hún átti ekki síðri tónleika og sannaði það hún er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð. Systurnar í First Aid Kit spiluð svo á stóra sviðinu og þeyttu flösu milli þess sem þær spiluðu lög af hinni einstöku plötu The Lion’s Roar, sem kom út í byrjun ársins í bland við árbreiður frá listamönnum líkt og Fleet Foxes og Fever Ray.


Söngkonan Feist kom svo á eftir þeim og merkti sviðið með borða sem á stóð Free Pussy Riot. Feist átti mjög góða tónleika og spilaði efni af öllum fjórum plötum sínum. Næst á dagskrá voru svo tónleikar Best Coast, sem ég ákvað að fara á vegna þess að mér þykir mikið til fyrstu plötu þeirra koma en það sama get ég ekki sagt um þá nýjustu. Sem betur fer voru flest lögin sem þau tóku á tónleikunum af fyrri plötunni.Eftir að Best Coast lauk sér af dreif ég mig fremst fyrir framan stóra sviðið til að sjá mögulega næstsíðustu tónleika sem hljómsveitin Blur munu spila á.

 

Hljómsveitin átti, þegar þarna var komið við sögu, aðeins eftir að spila á viðburði sem tengdur var lokaathöfn Ólympíuleikana á sunnudeginum í Bretlandi. Blur áttu í engum erfiðleikum að koma fólki í stuð og hófu tónleikana á smellinum Girls and Boys af plötunni Parklife frá árinu 1994. Hljómsveitin spilaði flest sín frægustu lög og einnig tvö þau nýjustu  – Puritan og Under The Westway við mikinn fögnuð viðstaddra. Ég hef séð Blur þrisvar áður – í Laugardalshöll árið 1996 og 1997 og á Hróaskeldu 2003, en aldrei hef ég séð þá í eins góðu formi og nú. Þeir enduðu tónleikana á þremur af mínum uppáhalds Blur lögum End of a Century, For Tomorrow og The Universal.

 


Laugardagur 11. ágúst

A$AP Rocky hóf síðasta dag hátíðarinnar með krafti og fékk áhorfendur fljótlega á sitt band. Fjórða hvert lag á tónleikunum var óður til hugtaksins SWAG, þar sem hann og félagi hans endurtóku hugtakið í sífellu við kröftugan takt. Eftir tónleika A$AP heyrði ég þær hræðilegu fréttir að tónleikum Frank Ocean á hátíðinni hefði verið aflýst. Þetta voru verstu tíðindi helgarinnar, því ég hlakkaði mikið til að sjá Ocean og ekkert sérstakt kom í stað hans. Ég hlýddi stuttlega á Mogwai áður en ég hélt á tónleika  sænsku hljómsveitarinnar Miike Snow, sem sýndu að þeir eru sterkt tónleikaband með tvær frábærar plötur í fartaskinu. Hápunktur tónleikanna var þegar að Lykke Li kom fram með þeim í laginu Get Out Of The Black Box. Næstir á dagskrá voru sjálfir Kraftwerk sem ég hafði séð í Kaplakrika árið 2004. Munurinn á þessum tónleikum og þeim voru að í þetta skipti var myndbandið sem var fyrir aftan þá í 3D og flest allir tónleikagestir skörtu slíkum gleraugum sem dreift var um svæðið um daginn. Kraftwerk sviku engan með einstökum tónleikum þó maður velti oft fyrir sér hvað nákvæmlega þessir fjórir herramenn gera á sviðinu, þeir hefðu alveg eins getað verið að leggja kapal í tölvunum, þeir hreyfðust ekki allan tímann.


Eftir Kraftwerk var röðin komin að síðasta atriði Way Out West í ár – Odd Future Wolf Gang Kill Them All, sem ég hafði séð árið áður á Hróaskeldu. Gengið átti fína tónleika og enduðu þessa frábæru helgi á skemmtilegan hátt.

Það sem stóð upp úr að mínu mati í ár var St. Vincent, Blur og A$AP Rocky. Vonbrigði helgarinnar voru raðirnar og staðsetninginn á Stay Out West og aflýsing Frank Ocean. Þrátt fyrir það er Way Out West ein af skemmtilegri hátíðum sem ég hef farið á og ég get auðveldlega mælt með henni fyrir alla tónlistaráhugamenn sem vilja upplifa þá stemmingu sem einkennir stórar tónlistarhátíðir og kosti þess að vera staðsettur í miðborg stórborgar.

Óli Dóri