Straumur 25. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Hamilton Leithauser
+ Rostam, Poolside, Roosevelt og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.


1) My Love (Interlude) – Tourist
2) A 1000 Time – Hamilton Leithauser + Rostam
3) Wait Up – Roosevelt
4) Belong – Roosevelt
5) And The Sea – Poolside
6) Snooze 4 Love (Dixon remix) Todd Terje
7) Grown Up Calls (Live From Troma) – Toro Y Moi
8) Candyland (ft. Jónsi) – Sin Fang
9) Tiny Cities (ft Beck)(Headphone Activist Remix) – Flume
10) I Was Yours – Airbird
11) Punishment – Jeff the Brotherhood
12) Á Flótta – Suð
13) Dream Baby Dream – Justman
14) Bleeding Heart – Regina Spektor

Sin Fang og Jónsi saman í lagi

 

Sin Fang var rétt í þessu að gefa frá sér lagið Candyland og meðfylgjandi myndband. Það heyrir til talsverðra tíðinda þar sem ekki bara er nokkuð langt síðan sveitin gaf síðast út, heldur er sjálfur Jónsi úr Sigur Rós Sindra Má Sigfússyni til halds og trausts í viðlagi lagsins. Lagið er af væntanlegu breiðskífunni spaceland sem kemur út á Morr Music 16. september næstkomandi. Horfið á myndbandið við Candyland hér fyrir neðan sem leikstýrt er af Ingibjörgu Birgisdóttur.

Straumur 18. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Tomggg, Justice, Andy Svarthol, Factory Floor, Snorra Helga og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) future hippie (superstar) greyl remix – Tomggg
2) Argonaut – Hardway Bros
3) Safe And Sound – Justice
4) Írena Sírena – Andy Svarthol
5) Bills – Ultimate Painting
6) VRY BLK – Jamila Woods
7) Ya – Factory Floor
8) Vittu Til – Snorri Helgason
9) Einhver (hefur tak’ á mér náð) – Snorri Helgason
10) Goodbye Darling (Suicide cover) – MGMT
11) K33p Ur Dr34ms – dj-windows98 (Win Butler)
12) Fever – Roosevelt
13) Operator (DJ Koze’s Extended Disco Version) – Låpsley
14) Love’s Refrain – Jefre Cantu-Ledesma

Tónleikahelgin 14.-16. júlí

 

Fimmtudagur 14. júlí

 

Snorri Helgason fagnar útgáfu sinnar fjórðu plötu, Vittu til, á húrra. Hann kemur fram með stórri hljómsveit, strengjum, brassi og öllu. Húsið opnar 20:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Rafpoppsveitin Lily The Kid og Halldór Eldjárn (úr Sykri) koma fram á tónleikum á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast 20:30 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 15. júlí

 

Reggísveitin Hjálmar spilar á Húrra. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og miðaverð er 3500 krónur.

 

Nicolas Kunyszc kemur fram í Mengi. Tónlist Nicolas fléttast úr rafhljóðum, upptökum héðan og þaðan, ólíkum hljóðfærum, þetta er margradda og þéttofinn hljóðvefur sem spannar mikla breidd, lágtíðni og fíngerð blæbrigði, ærandi drunur og allt þar á milli. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 16. Júlí

 

Tónlistarhátíðin KEXPort verður haldin í portinu bak við Kexið. Það eru tónleikar allan daginn og fram á kvöld og dagskráin er eftirfarandi:

 

12:00 DJ Flugvél og geimskip

13:00 $igmund

14:00 Hórmónar

15:00 Hildur

16:00 Auður

17:00 Mugison

18:00 Alvia Islandia

19:00 Tómas Jónsson

20:00 Tilbury

21:00 Singapore Sling

22:00 Misþyrming

23:00 Grísalappalísa

 

DJ Óli Dóri spilar svo tónlist milli atriða eftir 19:00.

 

Kandíflossdjasskvartettinn MJÁ, skipaður tónlistarmönnunum og þúsundþjalasmiðunum Pétri Ben gítarleikara, Ingibjörgu Elsu Turchi bassaleikara, Tuma Árnasyni saxófónleikara og Magnúsi Trygvasyni Eliassen, trommuleikara, kemur fram í Mengi. Hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Tónleikar helgarinnar 8. – 9. júlí

Föstudagur 8. júlí

Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) býður upp á ókeypis tónleika í Hljómskálagarðinum. Fram koma Úlfur Úlfur, Samaris og Glowie. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.

Tónlistarmennirnir ÍRiS og Mikael Lind koma fram Vesturbugt við Mýrargötu á vegum The Travelling Embassy of Rockall. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.

Hettumáva kvöld fer fram á Gauknum. Fram koma: Alexander Jarl, Hettumávar, Landaboi$, Kilo, HÁSTAFIR og Phonetic. 1000 kr inn og fjörið hefst klukkan 22:00

Laugardagur 9. júlí

Teitur Magnússon spilar ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi á útisvæði Kaffitárs við Safnahúsið frá kl 15.00 en Dj Óli Dóri mun sjá um að halda laugardagsstuðinu gangandi frá kl 13.00.

Mánaðarlegur reggae, dub og dancehall viðburður RVK Sound á efri hæð Paloma frá klukkan 23:45. SÉRSTAKIR GESTIR: > Salka Sól (AMAbAdAMA)

Straumur 4. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlegar plötur frá Metronomy og Blood Orange, auk þess sem skoðað verður nýtt efni frá Tycho, Skepta, Trentemöller, Hoops og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Back Together – Metronomy
2) Hang Me Out to Dry (ft. Robyn) – Metronomy
3) Night Owl – Metronomy
4) Division – Tycho
5) Cool 2 – Hoops
6) Shut Up Kiss Me – Angel Olsen
7) Coming Soon (ft. Makonnen & Céon) – Skepta
8) River In Me – Trentemøller
9) Best to You – Blood Orange
10) Squash Squash – Blood Orange
11) Better Than Me – Blood Orange
12) Take Me Higher (ft. Jake Page) – araabMUZIK
13) A.M. (ft. Mavati) – araabMUZIK
14) Alright – Young Summer