Straumur 18. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Tomggg, Justice, Andy Svarthol, Factory Floor, Snorra Helga og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) future hippie (superstar) greyl remix – Tomggg
2) Argonaut – Hardway Bros
3) Safe And Sound – Justice
4) Írena Sírena – Andy Svarthol
5) Bills – Ultimate Painting
6) VRY BLK – Jamila Woods
7) Ya – Factory Floor
8) Vittu Til – Snorri Helgason
9) Einhver (hefur tak’ á mér náð) – Snorri Helgason
10) Goodbye Darling (Suicide cover) – MGMT
11) K33p Ur Dr34ms – dj-windows98 (Win Butler)
12) Fever – Roosevelt
13) Operator (DJ Koze’s Extended Disco Version) – Låpsley
14) Love’s Refrain – Jefre Cantu-Ledesma

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

Árslisti Straums 2013

Hér má hlusta á fyrri árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

 

Hér má svo hlusta á seinni  árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 15. sæti í það 1.

 

 

30) Roosevelt – Elliot EP

Hinn þýski Roosevelt býður hér upp á fjögur stórskemmtileg danslög með hinum samnefnda Elliot fremstum í flokki.

 

 

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

Það tók Mazzy Star 15 ár að klára sína fjórðu plötu Season Of Your Day sem er vel biðarinnar virði.

 

 

28) Factory Floor – Factory Floor

Breska raftríóið Factory Floor sem er eitt af aðalsmerkjum DFA útgáfunnar um þessar mundir sýnir fram á taktfastan trylling á sinni fyrstu plötu.

 

 

 

27) Autre Ne Veut – Anxiety

Draumkennd og silkimjúk plata úr smiðjum bandaríska tónlistarmannsins Arthur Ashin.

 

 

26) Swearin’ – Surfing Strange

Philadelphia hljómsveitin Swearin’ sem inniheldur m.a. tvíburasystur tónlistarkonunnar Waxahatchee sannar að lo-fi rokk lifir enn góðu lífi á Austurströnd Bandaríkjanna.

 

 

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

Janelle Monáe fylgdi á eftir sinni fyrstu plötu The ArchAndroid frá árinu 2010 með öðru stórvirki þar sem má finna áhrif allt frá sálartónlist, gospeli, Jazz, hip-hopi og rokki.

 

 

24) Darkside – Psychic

Nicolas Jaar tók höndum saman við gítarleikarann Dave Harrington á þessari heilsteyptu og fögru plötu.

 

 

23) Torres – Torres

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres. Torres sendi frá sér samnefnda plötu í janúar sem er uppfull af trega, sorg og sannfæringu. Ein af heiðarlegri plötum þessa árs.

 

 

22) Earl Sweatshirt – Doris

Thebe Neruda Kgositsile, betur þekktur undir listamannsnafninu Earl Sweatshirt, gaf út sitt fyrsta mixtape árið 2010 þá aðeins 16 ára gamall. Eftir að hafa verið sendur í heimavistarskóla fljótlega eftir útgáfu þess hafa margir tónlistarspekingar beðið eftir hans  fyrstu stóru plötu sem kom út í ár og olli engum vonbrigðum.

 

 

21) Blondes – Swisher

Rafdúóið Blondes frá New York gáfu út sína aðra plötu á árinu sem á ekki eingöngu heima á dansgólfinu.

 

Plötur í 20. – 11. sæti

 

 

 

Árslisti Straums: 30. – 16. sæti

Fyrri árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

Straumur fyrri árslistaþáttur: plötur í 30.- 16. sæti 2013 by Straumur on Mixcloud

 

30) Roosevelt – Elliot EP

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

28) Factory Floor – Factory Floor

27) Autre Ne Veut – Anxiety

26) Swearin’ – Surfing Strange

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

24) Darkside – Psychic

23) Torres – Torres

22) Earl Sweatshirt – Doris

21) Blondes – Swisher

20) Forest Swords – Engravings

19) Mutual Benefit – Love’s Crushing Diamond

18) Boards Of Canada – Tomorrow’s Harvest

17) My Bloody Valentine – m b v

16) King Krule – 6 Feet Beneath the Moon

Tónlistarmenn ársins 2013

 

AlunaGeorge

Þau Aluna Francis og George Reid sem skipa breska dúóið AlunaGeorge vöktu fyrst athygli fyrir myndband við lag sitt You Know You Like It haustið 2011. Hljómsveitin sendi svo frá sér hið frábæra lag Your Drums á síðasta ári og lagið Diver núna fyrir stuttu. Fyrsta stóra plata þeirra Body Music er væntanleg seinna á þessu ári.

 

 

Cashmere Cat:

Ferill norska tónlistarmannsins Magnus August Høiberg hófst þegar hann byrjaði að hlaða inn endurhljóðblöndum af lögum frá listamönnum á borð við Lana Del Rey, Drake, og Jeremih. Fyrsta útgáfa hans Mirror Maru ep kom svo út í haust við einróma lof gagnrýnenda. Það verður spennandi að fylgjast með Cashmere Cat á þessu ári.

 

 

Factory Floor:

Breska hljóðgervla hljómsveitin Factory Floor var stofnuð í London árið 2005. Frá þeim tíma hefur hljómsveitin þróast hægt og rólega, sent frá sér nokkrar smáskífur og gert plötusamning við DFA records sem mun gefa út fyrstu stóru plötu þeirra á þessu ári. Hjólin fóru fyrst að snúast hjá hljómsveitinni þegar Stephen Morris remixaði lag með henni fyrir tveimur árum síðan en hljómsveitinni hefur verið líkt við báðar hljómsveitir Morris – New Order og Joy Division. Fyrsta smáskífan af plötu Factory Floor heitir Fall Back og kemur út þann 14. janúar. Horfið á myndbandið við lagið hér fyrir neðan.

 

 

Foxygen:

Bandaríska indie-rokk dúóið Foxygen var stofnað árið 2005 í Westlake Village í Kaliforníu af tveimur ungum drengjum sem voru helteknir af hljómsveitinni Brian Jonestown Massacre. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá þeim Jonathan Rado og Sam France sem skipa bandið. Þeir gáfu sjálfir út heilan helling af ep plötum á árunum 2007 til 2011 en margar af þeim eru ekki fáanlegar í dag. Snemma árs 2011 voru þeir svo uppgötvaðir af tónlistarmanninum og upptökustjóranum Richard Swift sem meðal annars er meðlimur hljómsveitarinnar The Shins í dag. Hann tók upp fyrstu stóru plötu Foxygen Take The Kids Off Broadway sem kom út í júlí í fyrra. Núna tæpu hálfu ári eftir útgáfu þeirra plötu er hljómsveitin tilbúin með sína aðra plötu We Are The 21st Century Ambassadors of Peace & Magic sem kemur út þann 22. janúar næstkomandi. Hlustið á lagið No Destruction af plötunni sem er eins og fullkominn blanda af Velvet Underground, Bob Dylan og Pavement.

 

 

Guards:

Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar. Árið 2010  samdi Richie sjö lög  sem hann ætlaði Cults og sendi hann þau til Madeline. Henni fannst lögin frábær en ekki henta hljómsveitinni og lét þau á netið án þess að segja Richie frá því, nokkur blogg fóru á stað og síðan hafa margir beðið spenntir eftir fyrstu stóru plötu Guards. Þessi sjö lög urðu svo Guards ep sem var ofanlega á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2010. Guards var að senda frá sér kynningarmyndband með nýju lagi  fyrir væntanlega fyrstu plötu sveitarinnar In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar. Horfið á það og hlustið á nýjustu smáskífu Guards hér fyrir neðan.

 

Haim:

Systra tríóið Haim kemur frá Los Angeles og spila tónlist sem minnir á  rokksveitir 8. áratugarins. Hljómsveitin hefur eytt miklum tíma í upptökur á sinni fyrstu plötu sem væntanleg er á þessu ári. Þær hafa hent miklu efni á þeim tíma en lög sem heyrst hafa með sveitinn lofa mjög góðu og margir spá þeim mikilli velgengni á árinu. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í nóvember við mikinn fögnuð viðstaddra.

 

 

Parquet Courts:

Síð pönk hljómsveitin Parquet Courts á rætur sínar að rekja til Texas en er nú staðsett í New York. Hljómur sveitarinnar minnir margt á margar af helstu gítarrokk hljómsveitum borgarinnar í gegnum tíðina. Fyrsta plata sveitarinnar leit dagsins ljós seint á síðasta ári og ber hún nafnið Light Up Gold og er stúttfull af metnaðarfullu gítarrokki.

 

Torres:

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres sem á ekki eftir að hjálpa henni að google sjálfan sig í framtíðinni. Torres sendi nýlega frá sér hið frábæra lag Honey sem er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu sem kemur út á þessu ári.

Straumur 7. janúar 2013

Í fyrsta Straumi ársins verður fyrsta sólóplata Christopher Owens sem áður var í hljómsveitinni Girls tekin fyrir. Einnig verður fjallað um nýtt efni frá AlunaGeorge, Active Child, Factory Floor, Pulp og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.

1. hluti:

      1. 233 1

2. hluti:

      2. 233 2

3. hluti:

      3. 233 3

1) After You – Pulp
2) Diver – AlunaGeorge
3) Lysandre – Christopher Owens
4) New York City – Christopher Owens
5) Riviera Rock – Christopher Owens
6) Fall Back – Factory Floor
7) On The Edge – Angel Haze
8) No Problems – Azealia Banks
9) Say That – Toro Y Moi
10) Never Matter – Toro Y Moi
11) Cheater – Love & Fog
12) Girls Want Rock – Free Energy
13) Honey – Torres
14) His Eye Is On The Sparrow