Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Discovery Zone, Galcher Lustwerk og Kacy Hill auk þess sem flutt verða lög frá xander, Jessy Lanza, James Blake, Haugum, SOKO og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00.
1) Remote Control – Discovery Zone
2) Blissful Morning Dream Interpretation Melody – Discovery Zone
3) Come True – Discovery Zone
4) Settle (ft. XXYYXX) – xander
5) Anyone Around – Jessy Lanza
6) Much Higher – Kacy Hill
7) Are You Even Real – James Blake
8) Proof – Galcher Lustwerk
9) Another Story (Another version) – Galcher Lustwerk
10) Down at the So and So on Somewhere – The Fiery Furnaces
Í Straumi í kvöld verða fyrstu tvö lög íslenska geimdiskó verkefnisins Wanton Boys Club frumflutt auk þess sem spiluð verða lög frá listamönnum á borð við James Blake, Munstur, Karen O, Anemone og Tiny Ruins. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00.
1) The Mandarin – Wanton Boys Club
2) You Are Ok – Wanton Boys Club
3) Power On – James Blake
4) Don’t Miss It – James Blake
5) Barefoot In The Park (ft. ROSALÍA) – James Blake
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjustu plötu rapparans Pusha T auk þess sem leikin verða lög með Krystal Klear, Barrie, James Blake, Bjørn Torske og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!
1) If You Know You Know – Pusha T
2) What Would Meek Do? (ft. Kanye West) – Pusha T
3) Neutron Dance – Krystal Klear
4) Dream On – Moullinex
5) Tal Uno – Barrie
6) Low Beam – Her’s
7) Ride – Soft Streak
8) Don’t Miss It – James Blake
9) Clean Air – Bjørn Torske
10) Cosmic Ocean – Jake Schrock
11) What to Say – Bill Nickson
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Kaytranada, Lone, James Blake, Roosevelt, Radiohead og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.
1) Track Uno – Kaytranada
2) Moving on – Roosevelt
3) Vapour Trail – Lone
4) Vivid Dreams (ft. River Tiber) – Kaytranada
5) Lite Spots – Kaytranada
6) Bullets (ft. Little Dragon) – Kaytranada
7) Close to me (The Cure cover) – Worm is Green
8) Radio Silence – James Blake
9) Happy – Mitski
10) Konnichiwa – Skepta
11) Detox (ft. BBK) – Skepta
12) Tropicana – Topaz Jones
13) Desert Island Disk – Radiohead
14) The Numbers – Radiohead
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Kurt Vile, James Blake, Yeah Yeah Yeahs, Útidúr, Machinedrum, The Knife, Grísalappalísa mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!
1) Mosquito – Yeah Yeah Yeahs
2) Slave – Yeah Yeah Yeahs
3) Take a Fall For Me (ft. RZA) – James Blake
4) Life Round Here – James Blake
5) Clissold VIP – James Blake
6) Networking – The Knife
7) Arcylics – TNGHT
8) KV Crimes – Kurt Vile
9) Was All Talk – Kurt Vile
10) Never Run Away – Kurt Vile
11) Pure Pain – Kurt Vile
12) Lóan er komin – Grísalappalísa
13) Maelstrom – Útidúr
14) Bumblebee – Útidúr
15) I Think We’ve Go A Problem – Reversing Falls
16) Despair – Yeah Yeah Yeahs
Ég datt inn í nokkuð tóma Hörpu um sjöleitið til þess að sjá Samaris og það var ljóst að ýmsir voru eftir sig eftir föstudagskvöldið. Nokkur töf varð á tónleikunum en ég náði fyrstu tveimur lögunum sem voru hreint afbragð, dökkt döbstep, og klarinettleikur og söngur stelpnanna til mikillar fyrirmyndar. Þvínæst lá leiðin í Norðurljósasalinn til að sjá goðsögnina Ryuichi Sakamoto sem lék á píanó og Alva Noto sem sá um rafleik. Þetta var lágstemmd og mínímalísk nýklassík með sérlega smekklegum myndböndum varpað á skjá, gott og rólegt veganesti fyrir æsinginn sem var væntanlegur seinna um kvöldið.
Táldregin tilraunadýr
James Blake var líklega stærsta númer helgarinnar og Silfurbergsalurinn var fljótur að fyllast þegar upphaf tónleika hans nálgaðist. Hann kom fram ásamt tveimur meðreiðarsveinum sem spiluðu á trommur, gítar og raftól en sjálfur sá hann um söng og hljóðgervlaleik. Blake er ákaflega smáfríður og strákslegur og kurteis sviðsframkoman bræddi eflaust tugi hjarta á svæðinu. Hann baðst afsökunar á því að nota áhorfendur sem tilraunadýr fyrir ný lög en það var algjör óþarfi því flest hljómuðu þau vel, sum byrjuðu rólega en umbreyttust síðan í kröftuga danssmelli. Hann flutti samt einnig sína helstu slagara og kliður fór um salinn þegar upphafstónarnir úr Limit to your Love og Wilhelm Scream tóku að hljóma. Hann endaði tónleikana á Retrograde, fyrstu smáskífunni af væntanlegri plötu, sem hafði komið út einungis viku áður og salurinn starði agndofa.
Lyftingar og LED-hjálmar
Þvínæst spiluðu Gluteus Maximus, dúett Stephans Stephanssonar og Dj Margeirs, sem hljómar dálítið eins og dekkra hliðarsjálf Gus Gus. Þeir komu þó ekki fram einir heldur höfðu heilt tvíkynja kraftlyftingarlið með sér á sviðinu sem lyftu lóðum í takt við munúðarfulla tónlistina. Næst á dagskrá í Silfurbergi var goðsögnin Tom Jenkinson, Squarpusher, sem var einn helsti fánaberi Warp útgáfunnar á 10. áratugnum. Það var nokkuð langt síðan ég hafði hlustað á meistarann sem tók aðallega efni af sinni nýjustu plötu, en það kom ekki að sök, ég var dáleiddur frá fyrsta takti. Hann var á bakvið græjupúlt með LED skjá framan á, risastór skjár var á bak við hann og á höfðinu bar hann hjálm í ætt við Daft Punk sem einnig hafði LED skjá framan á sér sem náði niður fyrir augu. Hvernig hann sá út um þetta apparat veit ég ekki en hitt var ljóst, það sem áhofendur sáu var show á heimsmælikvarða.
Reif í heilann
Það er erfitt að lýsa tónlistinni en hún hefur verið flokkuð í geira sem er kallaður Intellegent Dance Music (gæti útleggst heiladans á íslensku). Þessi nafngift hefur farið í taugarnar á mér, hún hljómar hrokafull og tilgerðarleg en þarna skyldi ég loks hvað átt er við. Tónlistin var oft of flókin fyrir líkamann til að dansa við en í framheilanum voru taugafrumur í trylltum dansi. Jenkinson er ryðmískur meistari og á það til að brjóta hvern takt niður í frumeindir sínar og endurraða síðan eins og legókubbum með frjálsri aðferð. Þetta var allt saman ótrúlega villt, galið og kaótískt en á sama tíma hárnákvæmt. Grafíkin á öllum þremur skjáum fylgdi síðan tónlistinni ótrúlega vel eftir og ég gapti opinmynntur í þann eina og hálfa klukkutíma sem hann spilaði. Eftir að hann var klappaður upp fór hann frá græjunum á borðinu og tók upp bassa við gríðarleg fagnaðarlæti áhorfenda. Síðasti hluti tónleikanna var spunakennd stigmagnandi sturlun sem ég vonaði að myndi aldrei enda. Eitt myndband segir líklega meira en þau tæplega 300 orð sem ég hef skrifað um herlegheitin og sem betur fer var einhver að nafni Páll Guðjónson sem festi hluta af þessu á filmu, þó það jafnist engan veginn á við að hafa verið viðstaddur.
Mugison á Mirstrument
Eftir að hafa náð andanum eftir Squarepusher hljóp ég yfir í Norðuljósasalinn og náði síðustu lögunum með Mugison sem kom fram ásamt bandi og spilaði á heimasmíðaðan hljóðgervil sem hann kallar Mirstrument. Hann endaði á þekktustu lögunum af Mugimama…, I Want You og Murr Murr sem var gaman að heyra en ég hafði þó vonast til að hann myndi taka eylítið róttækari snúning á lögum sínum en boðið var upp á. Eftir þetta fór ég niður í bílakjallarann og dansaði við Pechanga Boys inn í nóttina.
Hátíðin var í flestalla staði stórvel heppnuð og verður vonandi að árlegum viðburði í Reykjavík þar sem nánast ekkert annað er um að vera í tónlistarlífi borgarinnar á þessum tíma. Hápunkturinn fyrir mig var Squarepusher en Diamond Version á föstudagskvöldinu var ekki langt á eftir og voru uppgötvun helgarinnar.