Straumur 24. september 2018

Marie Davidson, Matthew Dear, Young Galaxy, Advance Base, NVDED og fleiri koma við sögu í Straumi í kvöld. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra hefst á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) Work It – Marie Davidson

2) Horses (feat. Tegan and Sara) – Matthew Dear

3) Future – Young Galaxy

4) Focus (Yaeji Remix) – Charlie XCX

5) You & Me & the Moon – Advance Base

6) Dolores & Kimberly – Advance Base

7) Mind Body Soul Music – NVDES

8) Liverpool Street In The Rain –  Mall Grab

9) Love You Back – Metric

10) Heaven – Charly Bliss

11) If I’m Gone Tomorrow (It’s Because of Aliens) –  MUNYA

12) Bara þú (Catmanic Remix) – Teitur Magnússon

Straumur 17. september 2018

Í Straumi vikunnar koma meðal annars við sögu listamenn á borð við Fred Thomas, Rostam, aYia, Morabeza Tobacco og Tōth. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

1) Altar – Fred Thomas

2) In a River – Rostam

3) Sparkle – aYia

4) Æon – Bruce

5) Defenders of the glam – Morabeza Tobacco

6) Uneasy – Henry Nowhere

7) Copilot – Tōth

8) Backagain – Steve Sampling

9) Versione Antica – Gunnar Haslam

10) Heat 1 – Shinichi Atobe

11) Waves ( ft. Blasko, Jordan Dennis & Rahel) – Tentendo

Nýtt lag og myndband frá aYia

Rafpopp-þríeykið aYia gaf í gær út nýtt lag og myndband sem nefnist Sparkle og fylgir það á eftir laginu Ruins frá 2017. Myndbandið sem er fremur dimmt og drungalegt líkt og lagið var gert af Geoff McAuliffe sem hefur unnið í tónlistarmyndböndum fyrir listamenn eins og Michael Jackson og Red Hot Chilli Peppers. 

Hljómsveitin kemur fram í Iðnó klukkan 21:00 á morgun ásamt Madonna + Child.

Jón Þór – Ég er kominn og farinn

Indí-rokkarinn Jón Þór Ólafsson sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út nýtt lag í dag sem nefnist Ég er kominn og farinn en lagið var frumflutt í Straumi síðasta mánudagskvöld. Um er að ræða sterka lagasmíð sem mætti lýsa sem hlýlegu kuldarokki í anda fyrri verka Jóns en hann gaf síðast út ep plötuna Frúin í Hamborg árið 2016.

Straumur 10. september 2018

Í Straumi í kvöld kíkir tónlistarmaðurinn Jón Þór í heimsókn með nýtt lag, við heyrum einnig nýtt efni frá Poolside, Kurt Vile, Barrie, Skylar Spence, Julia Holter, Pizzagirl og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

1) Which Way To Paradise (Wild & Free remix) – Poolside

2) Bassackwards – Kurt Vile

3) Ég er kominn og farinn – Jón Þór

4) Now Or Never Now – Metric

5) Michigan – Barrie

6) Highschool – Pizza girl

7) Dancer – Local Artist

8) Cry Wolf – Skylar Spence

9) Seven – Men I trust

10) Mary – Pip Hall

11) Good Thing – Henry Nowhere

12) I Shall Love 2 – Julia Holter

 

Straumur 3. september 2018

Straumur snýr aftur úr mánaðarfríi í kvöld með nýju efni frá Ross From Friends, Marie Davidson, Matthew Dear, TSS, Blood Orange, Wild Nothing, Spiritualized og mörgum öðrum listamönnum. Straumur í umsjón Óla Dóra öll mánudagskvöld milli ellefu og tólf á X-inu 977!

1) Pale Blue Dot – Ross From Friends

2) R.A.T.S. – Ross From Friends

3) So Right – Marie Davidson

4) I Used To (Dixon Retouch) – LCD Soundsystem

5) Hotel Delmano – MUNYA

6) Echo – Matthew Dear

7) Body Move – Totally Enormous Extinct Dinosaurs

8) Sublime – Munstur

9) Sometimes – TSS

10) Wheel of Misfortune – Wild Nothing

11) Jewelry – Blood Orange

12) Let’s Dance – Spiritualized

13) Unbelievers (Vampire Weekend cover) – Ezra Furman

14) Ordinary – Luke Reed

Nýtt myndband frá Teiti Magnússyni

Ljósmynd: Ómar Sverrisson

Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon sem gaf á dögunum út sína aðra plötu Orna sendi í dag frá sér myndband við lagið Bara Þú. Framleiðsla, kvikmyndataka, leikstjórn og klipping var í höndum Sigurðs Unnars Birgissonar. En Sigurður sagðist hafa verið í mun að fanga samskonar tón og hann upplifði í laginu sem hann hafi séð sem óðs til einverunnar. Faðir hans leikur aðalhlutverkið í myndbandinu.