Jón Þór – Ég er kominn og farinn

Indí-rokkarinn Jón Þór Ólafsson sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út nýtt lag í dag sem nefnist Ég er kominn og farinn en lagið var frumflutt í Straumi síðasta mánudagskvöld. Um er að ræða sterka lagasmíð sem mætti lýsa sem hlýlegu kuldarokki í anda fyrri verka Jóns en hann gaf síðast út ep plötuna Frúin í Hamborg árið 2016.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *