Tónleikahelgin 27.-31. maí

Miðvikudagur 27. maí

 

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur Ágústson fagnar útgáfu sinnar fjórðu plötu, Notes From The Underground, á Húrra. Með honum kemur fram einvalalið hljóðfæraleikara úr hljómsveitum eins og Grísalappalísu, Muck, Oyama og Útidúr. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Múm mun koma fram sem dúett Örvars Smárasonar og Gunnars Tynes og leika raftóna af fingrum fram við þýsku kvikmyndina Menschen am Sonntag frá 1930. Sýningin hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Fimmtudagur 28. maí

 

MIRI, Loji og hljómsveitin Eva koma blása til tónleikahalds á Húrra. Þetta verða fyrstu tónleikar MIRI síðan 2012 en tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Rokkbandið Pink Street Boys kemur fram á Dillon. Aðgangur er ókeypis og drengirnir byrja um 10 leitið.

 

Danski bassaleikarinn, Richard Andersson, hefur búið í Reykjavík í tæp tvö ár og unnið með fjölda tónlistarmanna úr djassheiminum en hyggur nú á brottför. Til að kveðja íslendinga kemur hann einn fram á tónleikum í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 29. maí

 

Diskóbullurnar í Boogie Trouble efna til dansleiks á Húrra. Það er ókeypis inn og ballið byrjar 22:00.

 

Laugardagur 30. Maí

 

Tónskáldið, píanóleikarinn og hljóðinnsetningarlistamaðurinn Maya Dunietz flytur verkið Boom fyrir píanó, rödd, vídeó og rafhljóðfæri. Miðaverð er 3000 krónur og flutningurinn hefst 21:00.

Beach House og Battles á Airwaves

24 nýjar hljómsveitir voru kynntar til leiks á Airwaves hátíðina í ár og þar ber hæst bandaríska draumapoppbandið Beach House, háværu stærðfræðirokkarana í Battles og Sophie og QT sem eru fánaberar hinnar svokölluðu PC-Music stefnu. Hér fyrir neðan má sjá allar hljómsveitir sem var bætt við dagskrána.

QT
SOPHIE
Skepta
Sleaford Mods
Mirel Wagner
Tanya Tagaq
William Tyler
Kero Kero Bonito
Future Brown
Meilyr Jones
Felicita

Brim
Low Roar
Árstíðir
Gísli Pálmi
Futuregrapher
Rythmatik
Axel Flovent
Mysþirmyng
Mani Orrason
Dikta
Vio

Tónleikahelgin 21.-24. maí

Fimmtudagur 21. maí

 

Sveinn Guðmundsson, slowsteps og Four Leaves Left verða með akústíska tónleika á Dillon. Það er frítt inn og tónleikarnir byrja 22:00.

 

Föstudagur 22. maí

 

Pink Street Boys fagna útgáfu plötunnar HITS #1 á kaffistofu nemendagallerýs Listaháskólans á Hverfisgötu. Ásamt þeim koma fram Singapore Sling, russian.girls, Godchilla og Seint. Aðgangseyrir er 1000 krónur og veislan byrjar klukkan 21:00. Þeir sem hyggjast neyta áfengra veiga meðan tónleikunum stendur er bent á að koma með þær að heiman.

 

Hljómsveitin Ylja og tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon ásamt hljómsveit blása til tónleikaveislu á Cafe Rósenberg. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja klukkan 22:00.

 

Laugardagur 23. maí

 

Tónleikar til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Nepal verða á Gamla Gauknum. Fram koma í þessari röð: Meistarar dauðans, Daníel Hjálmtýsson, DJ Smutty Smiff, Art Show/Auction, Greyhound, The 59’s, Q4U, Dikta, Kontinuum og Esja. Aðgangseyrir er 1000 krónur og tónleikarnir byrja 17:00.

 

Í Mengi verða flutt sex verk eftir Báru Gísladóttur fyrir klarínettu, kontrabassa, saxafón og rafhljóð. Miðaverð er 3000 krónur og flutningurinn hefst 21:00

 

Sunnudagur 24. maí

 

Hilmar Jensson leikur spunakennd verk í Mengi ásamt bandaríska djasstrommaranum Jim Black og norska bassaleikaranum Jo Berger Myhre. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 21:00.

Síðustu listamennirnir tilkynntir á ATP

Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefur nú tilkynnt síðustu nöfn listamanna sem munu koma fram á hátíðinni í ár, 2. – 4. júlí.

Val listamannanna að þessu sinni er í höndum Bedroom Community útgáfunnar annarsvegar og Rásar 2 hinsvegar. Báðir aðilar hafa valið þrjá listamenn til að koma fram á Andrew’s Theatre sviðinu, en auk þeirra munu tveir listamenn til viðbótar hafa möguleika á að troða upp á hátíðinni í ár í gegnum sérstaka keppni á vegum ATP (sjá að neðan).

Listamennirnir eru sem hér segir:

Bedroom Community í Andrews Theatre – föstudagur, 3. júlí:
Valgeir Sigurðsson ásamt Liam Byrne
Daníel Bjarnason
JFDR
Vinningshafi – upprennandi listamaður/hljómsveit

Rás 2 í Andrews Theatre – laugardagur, 4 .júlí:
Pink Street Boys
Rythmatik
Börn
Vinningshafi – upprennandi listamaður/hljómsveit

Með þessari nýju viðbót er heildarlisti yfir þá listamenn sem koma fram sem hér segir:
Iggy Pop, Drive Like Jehu, Belle and Sebastian, Public Enemy, Swans, Godspeed You! Black Emperor, Run The Jewels, Mudhoney, Loop, Lightning Bolt, Bardo Pond, Kiasmos, HAM, Ghostigital, Ought, Clipping, The Bug, Younghusband, Xylouris White, Deafheaven, Iceage, Chelsea Wolfe, The Field, White Hills, Ghostigital, Oyama, Vision Fortune, Grísalappalísa, Valdimar, Stafrænn Hákon, Mr Silla, Kippi Kaninus, Tall Firs, Grimm Grimm, Ben Frost + Valgeir Sigurðsson, Daníel Bjarnason, Jófríður (sóló), Pink Street Boys, Rythmatik og Börn.

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir ungra & upprennandi listamanna, en þeir sem sækja um eiga möguleika á því að koma fram á hátíðinni í ár. Valið er í höndum Bedroom Community og Rásar 2 sem velja eitt atriði hvort fyrir sín kvöld í Andrews Theatre. Jafnframt verða tveir listamenn til viðbótar valdir sem 3. og 4. sæti og hljóta að launum hátíðarpassa á ATP á Íslandi.
Hægt er að sækja um hér fram til 26. maí en einnig er frekari upplýsingar þar að finna.

Bráðlega verður svo tilkynnt um hverjir munu koma til með að velja kvikmyndadagskrá hátíðarinnar í ár og hvaða veitingar verða í boði á hátíðarsvæðinu.

Straumur 18. maí 2015

Í Straumi í kvöld nýjar plötur og efni frá tónlistarmönnum og hljómsveitum á borð við Roisin Murphy, Shamir, Hot Chip, HANA og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00 í kvöld.

Straumur 18. maí 2015 by Straumur on Mixcloud

1) The Way You’d Love Her – Mac Demarco
2) Make A Scene – Shamir
3) Demon – Shamir
4) Evil Eyes – Róisín Murphy
5) Explotation – Róisín Murphy
6) Let You Go (The Golden Pony remix) – The Chainsmokers
7) Fields I Forgot (Tonik remix) – My Brother Is Pale
8) White Wine and Fried Chicken – Hot Chip
9) Easy To Get – Hot Chip
10) Haunt A light – Seoul
11) Clay – HANA
12) Two Thousand Miles – Tanlines
13) If You Stay – Tanlines
14) Petrol Station – Sorcha Richardson

Tónleikar helgarinnar 7 – 10. maí 2015

Fimmtudagur 7. maí

Stórtónleikar Nýaldarvina verða haldnir hátíðlegir á tónleika- og skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu. Þeir tónlistarmenn sem fram koma á Stórtónleikum Nýaldarvina eru russian.girls, Indriði og Arnljótur. 1000 kr inn  og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Í ár fagnar Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, 20 ára afmælisári sínu og í tilefni þess stendur félagið fyrir styrktartónleikum á Rósenberg. Þeir sem koma fram eru – Skúli mennski, – Bjartmar Guðlaugsson, – Teitur Magnússon, – Jóhann Helgason – KK. Aðgangseyrir: 3.000 kr og hefjast tónleikarnir 20:30.

Tónlistarmennirnir Mr. Silla & Tyler koma fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Föstudagur 8. maí

Teitur Magnússon fagnar vinyl útgáfu á plötu sinni 27 í Lucky Records frá 18:00 – 21:00. Krystal Carma sér um að dj-a.

Hljómsveitin Valdimar kemur fram  á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 9. maí

Hljómsveitin The Roulette kemur fram á Bar 11 klukkan kl 22:30 enn það er ókeypis inn.

Good Moon Deer fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með b2b DJ party ásamt SOLARIS SUN GLAZE í kjallarnum á Paloma. Fjörið hefst klukkan 23:00

Sunnudagur 10. maí

Meðlimir hljómsveitarinnar Fylkingen koma fram á Kex Hostel klukkan 14:30.

Owls of the Swamp & Scott Mertz coma farm á  Kex Hostel frá 21:00.

Fyrsta plata Good Moon Deer ókeypis

Raftónlistarmaðurinn Good Moon Deer gaf í dag út sína fyrsta breiðskífu. Platan nefnist Dot en hana er hægt að nálgast ókeypis á heimsíðu listamannsins. Good Moon Deer er hugarfóstur Guðmundar Inga Úlfarssonar en hann fremur tilraunakennda raftónlist þar sem hann klippir í sundur og splæsir saman hljóðbútum úr ýmsum áttum. Í tilefni útgáfunnar var einnig í dag frumsýnt myndband við fyrsta lag plötunnar, And, sem var leikstýrt af Hrefnu Sigurðardóttur og Axeli Sigurðssyni. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan og hlaðið niður plötunni hér.

Straumur 4. maí 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá LA Priest, Disclosure, Roosevelt, Surfer Blood og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 4. maí 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Disciples – Tame Impala
2) Party Zute/Learning To Love – LA Priest
3) Bang That – Disclosure
4) Holding On (ft. Sam Dew) – Julio Bashmore
5) Night Moves – Roosevelt
6) Point Of No Return – Surfer Blood
7) Tooth and Bone – Surfer Blood
8) Break The Glass – Django Django
9) Dimed Out – Titus Andronicus
10) Here – Alessia
11) Love Love Love Love – Helgi Valur