Án & Sveimur á sumartónleikum Straums og Bíó Paradís í kvöld

Raftónlistarmennirnir Án og Sveimur koma fram á öðrum Sumartónleikum Straums og Bíó Paradís fimmtudagskvöldið 29. júní klukkan 22:00 í anddyri bíósins. Ókeypis inn.

Hér má heyra lagið Kontrast með Án af plötunni Ljóstillífun sem kom út í janúar:

Hér má heyra titilagið af plötunni Reset með Sveim sem kom út í apríl á þessu ári:

 

 

 

Straumur 26. júní 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Kedr Livanskiy, Laurel Halo, Pat Lok, Jacques Greene, Baio og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Ariadna – Kedr Livanskiy
2) Moontalk – Laurel Halo
3) Mar Vista – Pat Lok
4) Feel Infinite (Bwana’s ‘I Felt Alive in 95’ Remix) – Jacques Greene
5) Kontrast – Án
6) Arty Boy – Flight Facilities
7) Out Of Time – Baio
8) Stay Happy – Broken Social Scence
9) Maliibu Miitch – 4AM
10) Escapedes – Azealia Banks
11) With You – The Range and Jim-E Stack
12) Wavey – Clams Casion

Secret Solstice – Funheitt fönk, iðnaðartekknó og allt þar á milli

Mynd af Anderson.Paak: Birta Rán

Fjórða Secret Solstice hátíðin var sett með pompi og prakt á fimmtudaginn og ég beið ekki boðanna og dýfði mér strax í tjörusvart myrkrið inni í Hel. Þar var plötusnúðurinn og prúdúsessan The Black Madonna að spila dúndrandi tekknó og hás tónlist sem stundum fór út í óldskúl diskó væb. Og það verður að segjast eins og er, Hel á Secret Solstice er eitt svalasta venue sem þú finnur á Íslandi. Kolniðasvart nema með geggjuðum neonljósum bak við plötusnúðinn, tilfinningin er eins og að vera í Berlín.

 

Það var ekki mikið í gangi fyrsta kvöldið en fönkdrottningin Chaka Khan var eitthvað sem maður varð að tékka á. Hún byrjaði ágætlega og greinilega þaulvön að koma fram en það var samt eins og það vantaði eitthvað oggulítið upp á. Þetta var full faglegt fönk fyrir minn smekk. Engar feilnótur og allt á réttum stað, og kannski var það það sem var að. Þetta var of slétt og fellt og ekki nógu skítugt. Leiðin lá síðan aftur inn í Hel þar sem Kerry Chandler dj-aði seiðandi hústónlist og stundum spilaði hann live-djössuð hljómborðssóló yfir settinu.

 

 Afró-rapp úr fortíðinni

 

Á föstudagskvöldinu sá fyrst Ata Kak, tónlistarmann frá Ghana sem spilar furðulega lo-fi blöndu af house, diskó og rappi með afrískum ryðmum. Hann á sér merkilega sögu, gaf út eina kasettu í snemma á 10. áratugnum sem enginn tók eftir, var svo uppgötvaður 20 árum seinna af grúskara sem endurútgaf plötuna Obaa Sima. Ata Kak sem var löngu hættur að gera tónlist túrar nú tónlistarhátíðir um heim allan og það skyldi engan undra. Hljómsveitin hans grúvaði grimmt og hann sjálfur er með ótrúlega einlæga útgeislun; dansar, syngur og rappar eins og ekkert annað skipti máli.

Breski rapparinn Roots Manuva var næstur á Gimli sviðinu og fór á kostum með döbb- og reggískotnum töktum þar sem bassinn smaug inn að beini, og völdugri rödd sem stjórnaði áhorfendum. Ég náði þremur lögum með Foo Fighters en það er ekki minn tebolli svo hélt aftur í Gimli þar sem rapparinn Pharoe Monch var að koma sér fyrir. Hann tók þrususett þar sem hann vitnaði í alla rappsöguna og leiddi mannfjöldann í hópsöng gegn lögreglunni. Þá lá leiðin enn og aftur í hel þar sem kvöldið var klárað í algleymi myrkurs dúndrandi danstónlistar.

 

Steinsteypuhart iðnaðartekknó 

 

Prodigy eru ein af burðarstoðunum í danstónlist 10. áratugarins og tónlistin þeirra og sviðsframkoma er svo orkumikil að hún gæti knúið tíu álver. Stuðið við stóra sviðið var ómælanlegt fólk missti sig í massavís, og það voru fleiri mosh pits á Prodigy heldur en rokktónleikum hátíðarinnar. Kiasmos fóru á kostum í Hel og tekknó-uðu þakið af Laugardalshöllinni. Það var troðstappað, hendur á lofti og epískar uppbyggingar, drop og taktsprengingar. Eftir það tók Exos við og myndaði berlínska Berghain stemningu í mökkdimmri höllinni. Þetta var steinsteypuhart iðnaðartekknó þar sem hver bassatromma smaug inn í merg og bein eins og pistóna úr bílvél.

 

 Daði Freyr frábær en Anderson.Paak bar af 

 

Á Sunnudeginum sá ég fyrst Gísla Pálma sem ekki hefur spilað mikið undanfarið. Hann hefur hins vegar engu gleymt og hoppaði og skoppaði um stóra sviðið ber að ofan og rappaði af lífs og sálar fítonskröftum. Hann tók meira að segja nýtt lag sem hljómaði mjög vel. Anderson .Paak var hins vegar nokkrum hæðum en önnur atriði hátíðarinnar. Hann byrjaði á stærsta hittaranum sínum, Come Down, sem ómerkilegri listamenn hefðu sparað þar til síðast. En svo keyrði hann bara stemninguna upp upp úr því. Hann er mergjaður rappari, frábær söngvari og taktvilltur trommari, og hljómsveitin hans The Free Nationals fór á kostum. Fyrir utan að vera svo sætur og sjarmerandi að allir í 500 metra radíus frá sviðinu vildu sofa hjá honum. Hann er smá Kendrick, smá Andre 3000, smá Marvin Gay en fyrst og fremst hann sjálfur. Með fullri virðingu fyrir öðrum frábærum listamönnum sem ég sá um helgina bar Anderson.Paak af. Bravóbravóbravó.

Ný-euro-styrnið Daði Freyr steig á stokk í Gimli og allar áhyggjur mínar um að hann væri one hit wonder voru þurrkaðar út. Hann er náttúrutalent og allur pakkinn; rödd, sviðsframkoma, lagasmíðar og hljómur. Hann tók bæði nýtt og gamalt eigið efni, plús frábær coverlög. Synþasólóið í lokin á Hvað með það var einn af hápunktum hátíðarinnar. Ég náði aðalhittaranum með Big Sean meðan ég fór í fallturninn og fór síðan á gömlu fönkhundana í Cyamande og labbaði inn í þeirra helsta slagara, Brothers On The Slide. Þeir voru líklega flestir milli sjötugs og áttræðs og voru í rokna stuði á sviðinu, gamlir grúvhundar sem vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þá var það bara að halda inn í hel og mjólka síðustu dropana úr hátíðinni á yfirdrætti sunnudagsins.

Það voru margir frábærir tónleikar á hátíðinni en hún hefur líka bara einhvers konar anda sem þú upplifir bara á Secret Solstice. Það er svona meginlandsstemmning sem fylgir því að labba í grasi vaxnu svæðinu milli margra sviða og hafa ekki áhyggjur af neinu. Það var taumlaus nautn og gleði sem skein úr andlitum á fólki og það var gaman að vera lifandi. Mér finnst það hellings virði og vona að óþol nokkurra smáborgara fyrir því að búa í samfélagi við annað fólk komi ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin aftur að ári liðnu.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 19. júní 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Washed Out, LOKATT, Knxwledge, kef LAVÍK, Frankie Rose og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Hard to Say Goodbye – Washed Out
2) Nobody Cares – Superorganism
3) Samoa Summer Night Session – LOKATT
4) Trees On Fire (ft. Amber Mark & Marco Mckinnis) DJDS
5) Passports – Hudson Mohawke
6) 1stbody – Knxwledge.
7) Arabíska Vor – kef LAVÍK
8) Trouble – Frankie Rose
9) Migraines – Trash
10) Aura – Bicep
11) Hot Sea – Charles
12) All Points Back To U – Nosaj Thing
13) Come Meh Way – Sudan Archives
14) Rita – Madeline Kenney

Topp 10 erlent á Secret Solstice

 

Secret Solstice hátíðin hefst á fimmtudaginn í Laugardalnum og þar er boðið upp á dekkað hlaðborð af erlendum og innlendum listamönnum á heimsmælikvarða í sínum geirum. Þetta er í fjórða skiptið sem hátíðin er haldin og Straumur hefur mætt á þær allar og haft feikilega gaman að eins og lesendur hafa tekið eftir. Þar sem hátíðin er alveg að skella á er ekki úr vegi að fara yfir það helsta í erlendu deildinni sem við erum spenntastir fyrir.

 

Anderson.Paak & The Free Nationals

Bandaríski rapparinn, söngvarinn og fönkhetjan Anderson.Paak er einn allra ferskasti hip hop listamaður sem komið hefur fram á undanförnum árum. Það sem gerir tónleikana sérstaklega spennandi er að Anderson.Paak kemur fram með live hljómsveit, The Free Nationals, sem ætti að gefa hörðustu grúvhundum helling fyrir sinn snúð.

 

Uknown Mortal Orchestra

UMO hafa á þremur plötum þróað einstaka hljóðmynd þar sem striginn er Rubber Soul/Revolver Bítlasíkadelía en pensla svo ofan í með djúpu fönki, hráum trommutöktum og dáleiðandi röddum. Við höfum séð þá live áður og þeir svíkja engann, síst af öllu sjöunda áratuginn.

 

Cymande

Breskir fönkfrumkvöðlar frá 8. áratugnum sem hrærðu saman R&B, sálartónlist og karabískum ryðmum. Eiga eitt besta fönklag allra tíma, Brothers on the Slide, og þó ekki nema bara þess vegna eiga þeir skilið virðingu og mætingu á tónleika.

 

Roots Manuva

Brautryðjandi og afi bresku rappsenunnar. Blandaði saman reggí og hip hoppi á máta sem enginn hefur leikið eftir. Rosaleg rödd og yfirgengilegt hreysti. Witness the Fitness:

 

The Black Madonna

Bandaríska plötusnældan og pródúsantinn The Black Madonna hristir saman ómóstæðilegan bræðing úr diskói, house-tónlist, fortíð og framtíð. Að sleppa því að dansa er taugakerfislegur ómöguleiki.

 

Prodigy

Þrátt fyrir ofspilun og það sé nokkuð langt síðan þeir voru relevant er ekki hægt að neita því að Prodigy er gríðarlega mikilvæg hljómsveit í sögu danstónlistarinnar. Á blómaskeiði þeirra um miðjan 10. áratuginn dældu þeir út slögurum sem voru akkúrat í hárréttum skurðpunkti hugmyndaauðgis, hörku og aðgengileika. Svo höfum við heyrt út undan okkar að þeir hafi engu gleymt á tónleikum.

 

Princess Nokia

New-York söngkonan Princess Nokia sækir áhrif úr öllum heimshornum, eimar úr þeim kjarnann, og skapar eitthvað algjörlega nýtt í feikilega framsæknu furðupoppi sínu.

 

Lane 8

Eiturhress house-bolti frá Bandaríkjunum sem dúndrar út bassatrommu á hverju slagi og hver einasta þeirra fer beint í mjaðmirnar.

 

 Rhye

Áreynslulaust og fagmannlega framreitt indípopp með heillandi hljóðheimi og seiðandi söng.

 

Soulclap

DJ-dúett sem er frægur fyrir sex klukkutíma maraþon-sett og hafa rímixað listamenn eins og Laid Back, Metronomy, Little Dragon, Robert Owens, DJ Harvey og sjálfan Chris Isaac.

Straumur 12. júní 2017

Straumi í kvöld, kíkjum við á það helsta á Secret Solstice auk þess sem það verður fjallað um nýtt efni frá Ariel Pink, Toro y Moi,  Kuldabola, Oh Sees, Japanese Breakfast og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Am I Wrong (Sammy Bananas Bootleg) – Anderson .Paak
2) …Of Your Fake Dimension – Com Truise
3) Memory – Com Truise
4) Girls – Life In Sweatpants
5) Another Weekend – Ariel Pink
6) Girl Like You – Toro y Moi
7) Chi Chi – Azealia Banks
8) Traveller (Running Back) – Boris Dlugosch + Cassara
9) Staðsetning – Andi
10) Andleg Endastöð – Kuldaboli
11) Lovelife – Phoenix
12) Role Model – Phoenix
13) The Static God – Oh Sees
14) See (ft. Beacon) – Tycho & Beacon
15) Boyish – Japanese Breakfast
16) FFunny FFrends – Unknown Mortal Orchestra

Straumur 5. júní 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Anda, Com Truise, Saint Etienne, Todd Terje, Bok og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) I Don’t Care About Anything But You – Luke Reed
2) Lay Down – Touch Sensitive
3) Island Hopping – Bok
4) Everything Now – Arcade Fire
5) Summer Breeze – TSS
6) () – Andi
7) Isostasy – Com Truise
8) Wet (Get Me Sober) – Pink Street Boys
9) Petals – TOPS
10) Maskindans – Todd Terje
11) Something New – Saint Etienne
12) Dive – Saint Etienne