Tónleikahelgin 30. apríl-3. maí

Miðvikudagur 30. apríl

Willy Mason kemur fram á Mengi. Mason er bandarískur tónlistarmaður sem hefur sinnt því starfi sínu meðfram plötuútgáfu og tónleikahaldi síðastliðin 12 ár. Hann hefur starfað með tónlistarmönnum líkt og Chemical Brothers, Lianne La Havas, Isobel Campbell og Mark Lanegan og túrað með Radiohead, Mumford and Sons og fleirum. Á þessum fyrstu tónleikum sínum á Íslandi nýtur Willy fulltingis tónlistarkvennanna Emilíönu Torrini og Mara Carlyle. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Hljómsveitirnar Ottoman og Dorian Gray spila á Dillon. Leikar hefjast á slaginu 22:30 og það er ókeypis inn.

Fimmtudagur  1. maí

Amiina spila í Mengi við Óðinsgötu. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Laugardagur 3. maí

Sumarfögnuður Straums, síðunnar sem þú ert að lesa, verður haldinn á Kex Hostel. Kanadíska indíbandið Phédre kemur fram ásamt samlöndum sínum Ken Park og íslensku hljómsveitinni Nolo. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn og við hvetjum að sjálfsögðu alla lesendur til að mæta og fagna með okkur.

Lay Low spilar á Rosenberg og byrjar að spila 21:30. Aðgangseyrir er 1900 krónur.

Eve Fanfest fer fram í Hörpu. Á tónleikum um kvöldið í Silfurbergi koma fram Ásgeir Trausti, FM Belfast og Z-Trip. Dagskráin hefst klukkan 20:00 og miðaverð er 2990 krónur.

Straumur 28. apríl 2014

Í Straumi í kvöld flytjum við viðtal við kanadísku hljómsveitina Phédre sem kemur fram á sumarfögnuði Straums á Kex Hostel á laugardaginn. Einnig heyrum við lög af nýjum og væntanlegum plötum frá Damon Albarn, tUnE-yArDs og Fm Belfast. Straumur í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 28. apríl 2014 by Straumur on Mixcloud

1) In Decay – Phédre
2) Aphrodite – Phédre
3) Sunday Someday – Phédre
4) DinerTalk – Lee Paradise
5) Stay At Mine – Ken Park
6) 100 kg – Pretty Please
7) Girl – Jamie xx
8) Everyday Robots – Damon Albarn
9) Mr. Tembo – Damon Albarn
10) Heavy Seas Of Love – Damon Albarn
11) Find A New Way – tUnE-yArDs
12) Real Thing – tUnE-yArDs
13) Hey Life – tUnE-yArDs
14) Brighter Days – Fm Belfast
15) Holiday – Fm Belfast
16) The End – Fm Belfast
17) Photographs (You Are Taking Now) – Damon Albarn

Disclosure á Secret Solstice

Núna rétt í þessu var verið að tilkynna að breski rafbræðradúettinn Disclosure verði á meðal listamanna sem spila á Secret Solstice hátíðinni sem haldin verður í Laugardaglnum 20.-22. júní í sumar. Disclosure náðu feikna vinsældum á síðasta ári með plötu sinni Settle, en við í Straumi völdum hana næstbestu plötu ársins. Einnig var tilkynnt um komu hins virta velska plötusnúðs Jamie Jones á hátíðina en meðal annarra sem koma fram eru Massive Attack, Schoolboy Q, Skream og Ben Pearce.

 

Helgi Valur safnar fyrir útgáfu vínylplötu

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur leggur nú lokahönd á nýja plötu og safnar pening fyrir útgáfu hennar á heimasíðunni Karolinafund. Þetta er þriðja plata Helga Vals með frumsömdu efni en áður hafa komið út plöturnar Demise of Faith (2005) og Electric Ladyboy Land (2010).

Platan sem mun innihalda frumsamin lög á ensku og íslensku skartar úrvali ungra íslenskra tónlistarmanna og má þar helsta nefna Hallgrím Jónas Jensson, Berg Anderson og Ása Þórðarson. Upptökum stjórnar Kári Einarsson meðlimur hljómsveitarinnar Oyama.

Helgi Valur þótti eitt sinn einn efnilegasti tónlistarmaður landsins er hann sigraði trúbadorakeppni rásar 2 en síðustu ár hafa verið krefjandi og stormasöm. “Lögin á þessari plötu eiga það sameiginlegt að vera öll samin á tímum bataferlis frá alkóhólisma og geðveiki. Frá vetrum angistar til sumra alsælu er öruggt að þessi plata mun bjarga að minnsta kosti einu lífi” segir Helgi og biður fólk um að hjálpa sér að láta draum sinn rætast.

Á síðunni Karolinafund.com gefst fólki tækifæri á að styrkja útgáfu plötunnar og getur fengið ýmislegt í skiptum við stuðninginn m.a. áritað eintak af vínilplötu, einkatónleika og sérsamið lag með nafninu sínu í.

Hér má sjá verkefnið:

http://www.karolinafund.com/project/view/218

Helgi Valur from Karolina Fund on Vimeo.

Phédre á Íslandi

Hin magnaða kanadíska hljómsveit Phédre sem átti lag ársins 2012 á þessari síðu kemur fram á sumarfögnuði Straums  á Kex Hostel laugardaginn 3. maí. Ken Park sem líkt og Phédre kemur frá Montreal mun einnig koma fram, auk íslensku hljómsveitarinnar Nolo. Söngkona Phédre April Aliermo verður í viðtali í Straumi næsta mánudagskvöld á X-inu 977!

Tónleikahelgin 23. – 27. apríl 2014

Miðvikudagur 23. apríl 

Hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band leikur á Gamla gauknum í tilefni að tónleikaferð sveitarinnar um evrópulöndin Þýskaland, Austurríki, Sviss, Tékkland og Ungverjaland í tilefni af útgáfu hljómplötunnar 4 Hliðar í evrópu. Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og miðaverð er 1500 kr. 

 

Pólska tónlistarkonan Katarzyna Nowak spilar á ókeypis tónleikum innan ramma hátíðarinnar List án landamæra á Rósenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og auk Nowak koma Steinunn Ágústsdóttir, Benni Hemm og Stuðboltarnir fram. 

 

Fimmtudagur 24. apríl 

Í tilefni af bæði hækkandi sól og útgáfu Brighter Days, þriðju breiðskífu FM Belfast, verður blásið til sumargleði í Mengi á Sumardaginn fyrsta frá 16:00 – 18:00. Sannkölluð sumarstemming verður í gangi: bræðurnir Hilmar Guðjónsson og Lalli töframaður verða að minnsta kosti með eitt skemmtiatriði, DJ set frá FM Belfast þar sem spiluð verða lög af nýju plötunni í bland við aðra slagara, grillaðar verða bulsur og pulsur, flutt verður eins og ein ræða og að lokum verður frumsýnt glænýtt tónlistarmyndband eftir Magnús Leifsson við Brighter Days titillag plötunnar. Það er frítt inn.

 

 

Ben Frost frumflytur sitt nýjasta verk, A U R O R A á Kaffibarnum. Tónleikarnir hefjast klukka 18 og það er frítt inn. 

 

FUTUREGRAPHER, ORANG VOLANTE, TANYA & MARLON og DJ DORRIT koma fram á Heiladans 34 á Bravó. Fjörið byrjar 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Hljómsveitirnar kimono, Sin Fang og Oyama leiða hesta sína saman á Gamla Gauknum. Húsið opnar 21:00 og fyrsta band byrjar 22:00. 1500 kr inn.

 

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn heldur tónleikar á Rósenberg ásamt hljómsveit þar sem hún spilar brot af sínum uppáhalds jazzlögum. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Föstudagur 25. apríl 

Shahzad Ismaily bandarískur tónlistarmaður af pakistönskum uppruna kemur fram í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 

 

Skotinn Mick Hargan og kanadabúinn Sarah Noni spila á fyrsta kvöldi á tónlistarhátíðinni Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn. 

 

Futuregrapher, AMFJ, Krakkkbot, russian.girls, Chris Sea og DJ Myth & Lazybones koma fram á Cafe Ray Liotta á sérstöku raftónlistarkvöldi Rhythm Box Social. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr. inn. 

 

Laugardagur 26. apríl 

 

Danska tónskáldið & spunameistarinn Anne Andersson kemur fram í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 

 

Bluegrass hljómsveitin Illgresi kemur fram ásamt Skúla mennska á öðru kvöldi  tónlistarhátíðarinnar Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn. 

 

Ljónagryfja Reykjavíkurdætra fer fram á The Celtic Cross og Café Ray Liotta. 

Neðri hæð (Café Ray Liotta) 

19:00 – Fríyrkjan

20:00 – Ribbaldar

20:45 – Sparkle Poision

21:30 — Hljómsveitt

22:15 – Kælan Mikla

23:00 — In The Company of Men

23:45 — Conflictions

00:30 — Captain Fufanu

01:15 — Mc Bjór og bland

– LEYNIGESTIR –

02:00 – Reykjavíkurdætur

Efri hæð (The Celtic Cross) 

19:00 – 20:30 + 23:00 – 00:00 = LAUST FYRIR SKRÁÐA

20:30 — Bláfugl

21:00 — Hjalti Jón Sverrisson

21:30 — Múfasa Makeover

22:00 — Karólína rappari

22:15 — Cryptochrome

23:00 — Tuttugu

00:00 -03:00 = Dj Cream n’ Suga

 

 

Sunnudagur 27. apríl 

 

Norsku tónlistarmennirnir David Pavels og M. Rodgers koma fram á þriðja kvöldi tónlistarhátíðarinnar Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn.

 

Tónleikahelgin páskana 16.-20 apríl

Miðvikudagur 16. apríl

 

Blúshátíð í Reykjavík er í blússandi gangi en í kvöld koma fram Victor Wainwright og félagar á Hótel Nordica. Victor er ein skærasta stjarnan í blúsheiminum um þessar mundir og var m.a. sæmdur hinum virtu „Pinetop Perkins Piano Player of the Year“ verðlaunum á síðasta ári. Hann kemur fram með gítarleikaranum Nick Black en Blússveit Jonna Ólafs, Spottarnir hans Eggerts feldskera og Johnny and the rest koma einning fram í kvöld. Aðgangseyrir er 4490 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

 

Hljómsveitin Mosi kemur fram á Dillon og byrjar að spila 22:30 en aðgangur er ókeypis.

 

Hjaltalín koma fram í Eldborgarsal Hörpu en á þá gleði er því miður uppselt.

 

Fimmtudagur 17. apríl

 

Skattheimta Reglu hins öfuga pýramída fer fram á Paloma. Fram koma Low Roar, Kælan Mikla, Knife Fights og Godchilla. Sérstakir gestir verða Fríyrkjan og ballið byrjar kl 21:00 að viðurlögðum 1000 krónu inngönguskatti.

 

Spunameistararnir Hilmar Jensson og Borgar Magnason leiða saman hesta sína á tónleikum í Mengi og leika verkið „5 senur fyrir gítar og kontrabassa“. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

 

Blúshátíð heldur áfram á Hotel Nordica en þar munu Egill Ólafsson og gamlir félagar úr Þursaflokknum koma á óvart með blúsuðum Þursalögum. Vinir Dóra 25 eiga svo 25 ára afmælis og munu því verða í sparifötunum og spila alla sína bestu blúsa ásamt blúsdrottningunni Andreu Gylfadóttur og fleiri góðum gestum. Aðgangseyrir er 4490 og tónleikarnir hefjast 20:00.

 

Slor (Ný sveit úr iðjum hljósmveitarinnar Tundra) og Black Desert Sun (ný sveit sem spilar öfga stoner-rokk) koma fram á Dillon. Hefst 22:00 og ókeypis inn.

 

Föstudagur 18. apríl

 

Útgáfan Lady boy Records stendur fyrir tónleikum á Paloma. Fram koma AMFJ, Harry Knuckles, Krakkbot, THIZONE, Nicolas Kunisz, X.O.C., Gravediggers, (/Apacitated) og Sindri Vortex. Forsvarsmenn útgáfunnar munu svo þeyta skífum inn í nóttina að tónleikunum loknum.

 

Dodda Maggý sýnir og flytur ný og eldri verk í Mengi, en sum þeirra hafa ekki verið flutt áður opinberlega á Íslandi. Hún hefur unnið mikið með tónlist í myndlistarsamhengi en sjaldan tekið þátt í lifandi gjörningum en mun nota tækifærið og opna á nýjar gáttir í Mengi. Leikurinn hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Megas heldur áfram yfirferð sinni á passíusálmum Hallgríms Péturssonar en rokkið tekur völdin í lokakaflanum. Síðustu sautján sálmana syngja sem fyrr þau Megas og Magga Stína og nú er það Píslarsveitin, stór rokkhljómsveit skipuð einvala liði tónlistarmanna ásamt strengjakvartett, sem slær botninn í píslarsöguna. Söngfjelagið, 60 manna kór sem Hilmar Örn stjórnar, syngur nýjar útsetningar valinna tónsetjara svo búast má við afar kraftmiklum og fjölbreyttum hátíðartónleikum á föstudaginn langa. Tónleikarnir hefjast 15:00 og aðgangseyrir er 3900 krónur.

 

Laugardagur 19. apríl

 

Hin feikihressa elektrósveit Sykur kemur fram á Dillon. Þau hefja leik 22:00 og aðgangseyrir er 500 krónur.

 

Unnur Sara Eldjárn ætlar að flytja frumsamið efni ásamt sínum uppáhaldslögum eftir aðra á tónleikum í Mengi. Á þessum tónleikum mun hún notast við eigin rödd og gítarundirleik en lögunum hennar mætti lýsa sem draumkenndri popptónlist undir áhrifum frá jazz og þjóðlagatónlist. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Upphitun fyrir Rauðasand

Í tilefni af því að Rauðsand Festival tilkynnti um fyrstu listamennina sem spila í ár verður blásið til upphitunartónleika á KEX Hostel kl 19:30 í kvöld sem jafnframt markar upphaf miðasölu.

Tónleikarnir eru opnir öllum endurgjaldslaust og eru í samstarfi við KEXLAND, Símann og Thule (léttöl). Nokkrir listamannanna sem munu koma fram í hlöðunni í ár ætla að hleypa þessu ári af stokkunum með aðstandendunum en þau eru:

Lay Low
Ylja
Amaba Dama
Soffía Björg

 

Rauðasandur Festival tilkynnti fyrr í dag um  fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni  dagana 3.-6.júlí. Hér eru þeir sem staðfest er að koma munu fram í hlöðunni í ár, en fleiri tilkynninga er að vænta á næstu vikum.

Sam Amidon (USA)
Emilíana Torrini
Lay Low
Moses Hightower
Ylja
Amaba Dama
Boogie Trouble
Vök
Soffía Björg
My Bubba (DK)
Nolo
Pascal Pinon
Loji
Bob Justman
Makrel

Auk tónlistardagskrár er sem fyrr boðið upp á ýmislegt annað eins og fjallgöngur með leiðsögn, jóga á sandinum, sandkastalakeppni, galdrastundir með seiðkonu og í ár verður teymi viðarhöggslistamanna með opna vinnustofu á sandinum sem allir mega taka þátt í og selaskoðun á sandinum með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna. Ítarlegri dagskrá verður kynnt síðar.

Mynd: Friðrik Örn Hjaltested

Þriðja breiðskífa Fm Belfast fáanleg á Record Store Day

Gleðisveitin FM Belfast sendir frá sér sína þriðju breiðskífu 22. apríl næstkomandi og hefur henni verið gefið nafnið Brighter Days en það eru Record Records sem gefaf breiðskífuna út á Íslandi.

Þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl mun hún vera fáanleg í plötubúðum laugardaginn 19. apríl af því tilefni að þá er hinn alþjóðlegi dagur plötubúðanna (e. Record Store Day).

 

FM Belfast hefur um langt skeið verið ein líflegasta tónleikasveit landsins til þónokkurra ára og hefur henni tekist vel að koma glaðværðinni til skila á plasti og í frísklegum myndböndum sínum.   Fjórða smáskífan af plötunni, „Everything“, er komin í spilun á öldum ljósvaka og er einnig hægt að ljá hana eyrum inná öllum helstu tónlistarveitum.  Áður hafa komið út smáskífurnar „Delorean“,„We Are Faster Than You“ og er lagið „The End“ endurgerð á laginu „Öll í kór“ sem FM Belfast samdi sérstaklega fyrir Unicef á Degi rauða nefsins.

Meðlimir FM Belfast eru sem áður Árni Rúnar Hlöðversson, Lóa Hjálmtýrsdóttir, Árni Vilhjálmsson og Örvar Smárason Þóreyjarson.

Brighter Days verður fáanleg á geisladisk, vínyl og á stafrænum tónlistarveitum.

Lagalisti Brighter Days:
1. Brighter Days
2. Everything
3. Ears
4. DeLorean
5. Holiday
6. Non Believer
7. We Are Faster Than You
8. Gold
9. Ariel
10. The End

Straumur 14. apríl 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Sylvan Esso, Total Control, Chet Faker, Thee Oh Sees og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

 

Straumur 14. apríl 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Paris – Little Dragon
2) Wait For A Minute – tUnE-yArDs
3) Wolf – Sylvan Esso
4) H.S.K.T. – Sylvan Esso
5) The Mechanism – Disclosure & Friend Within
6) 1998 – Chet Faker
7) Flesh War – Total Control
8) Habit – Ought
9) Drop – Thee Oh Sees
10) Jaime Bravo – Pixies
11) Until The Sun Explodes – The Pains Of Being Pure At Heart
12) Swamp Beast – ITAL tEK
13) This Time Tomorrow (Kinks cover) – Telekinesis
14)  The Rains Of Castamere – Sigur Rós