Upphitun fyrir Rauðasand

Í tilefni af því að Rauðsand Festival tilkynnti um fyrstu listamennina sem spila í ár verður blásið til upphitunartónleika á KEX Hostel kl 19:30 í kvöld sem jafnframt markar upphaf miðasölu.

Tónleikarnir eru opnir öllum endurgjaldslaust og eru í samstarfi við KEXLAND, Símann og Thule (léttöl). Nokkrir listamannanna sem munu koma fram í hlöðunni í ár ætla að hleypa þessu ári af stokkunum með aðstandendunum en þau eru:

Lay Low
Ylja
Amaba Dama
Soffía Björg

 

Rauðasandur Festival tilkynnti fyrr í dag um  fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni  dagana 3.-6.júlí. Hér eru þeir sem staðfest er að koma munu fram í hlöðunni í ár, en fleiri tilkynninga er að vænta á næstu vikum.

Sam Amidon (USA)
Emilíana Torrini
Lay Low
Moses Hightower
Ylja
Amaba Dama
Boogie Trouble
Vök
Soffía Björg
My Bubba (DK)
Nolo
Pascal Pinon
Loji
Bob Justman
Makrel

Auk tónlistardagskrár er sem fyrr boðið upp á ýmislegt annað eins og fjallgöngur með leiðsögn, jóga á sandinum, sandkastalakeppni, galdrastundir með seiðkonu og í ár verður teymi viðarhöggslistamanna með opna vinnustofu á sandinum sem allir mega taka þátt í og selaskoðun á sandinum með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna. Ítarlegri dagskrá verður kynnt síðar.

Mynd: Friðrik Örn Hjaltested

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *