Tónleikahelgin 28/11 – 1/12

Fimmtudagur 28. nóvember

Pink Street Boys, Kælan Mikla og Þórir Georg koma fram á ókeypis tónleikum á Dillon klukkan 22:00. 

Hljómsveitin Tilbury fagnar útgáfu plötunnar Northern Comfort með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Snorri Helgason og hljómsveit hans sjá um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 en miðaverð er 2500 kr.

Tónlistarmaðurinn Loji með tónleika á Kex Hostel sem hefjast klukkan 20:30. 

Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Logn koma fram á Harlem. Miðaverð er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

Föstudagur 29. nóvember 

Marcos Cabral, annar helmingur dúósins Runaway mun þeyta skífum á Harlem Bar um upphitun sjá Fknhndsm og Steindor Jonsson

 

Laugardagur 30. nóvember 

Hljómsveitin Sudden Weather Change mun spila í hinsta sinn og fagna lífi sínu, starfi og tímum á Gamla Gauk. Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun og það kostar 1000 kr inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. 

Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni klukkan 19:45. 

 

Sunnudagur 1. desember

Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Silfurbergi, Hörpu kl. 17. Einsöngvari verður hinn dularfulli og ástæli Bogomil Font en stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson. Flutt verður öll tónlistin af hinum vinsæla geisladiski Majonesjól sem kom út 2006 auk nokkurra annarra skemmtilegra jólalaga.

 

Aukatónleikar með Mark Lanegan í Fríkirkjunni sem hefjast klukkan 19:45.  

ATP haldin aftur á Íslandi

Nú fyrir stundu var tilkynnt frá aðstandendum All Tomorrow’s Parties hátíðarinnar að hún muni verða haldin aftur á Íslandi á næsta ári. Hátíðin verður eins og í fyrra á Ásbrú, gömlu herstöðinni í Keflavík, og mun standa yfir frá fimmtudegi til laugardags 10.-12. júlí. Nick Cave var aðalnúmer hátíðarinnar í fyrra sem var frábærlega vel heppnuð og umhverfið á herstöðinni einstök umgjörð um tónleikahaldið. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og kaupa miða hér og hér má lesa umfjöllun straum.is um hátíðina í fyrra.

Síðustu Tónleikar SUDDEN WEATHER CHANGE

Laugardaginn 30. Nóvember mun hljómsveitin Sudden Weather Change halda sína síðustu tónleika. Hljómsveitin hefur verið starfandi frá 2006 og á sjö ára ferli hafa þeir gefið út 6 plötur.

Árið 2010 voru Sudden Weather Change valdir bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum, þekktir fyrir líflega og kröftuga sviðsframkomu
Aðdáendur Sudden Weather Change mega því búast við miklu því sveitin lofar að taka öll sín  þekktustu lög.

Tónleikarnir verða á Gamla Gauk og opnar húsið kl 22.00
Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun. Þúsund krónur aðgangseyrir og diskar á tilboði.

Straumur 25. nóvember 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá jamie XX, Diplo, Evian Christ, Disclosure og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 25. nóvember 2013 by Straumur on Mixcloud

1) El Rito – Destroyer
2) With Me – Cashmere Cat
3) Drop The Game – Flume & Chet Faker
4) What About Us – Flume & Chet Faker
5) No Eyes ft. Jaw (Gamper & Dadoni remix) – Claptone
6) Untitled – Jamie xx
7) Salt Carousel – Evian Christ
8) Voices (Wookie remix) – Disclosure
9) Will Calls (Diplo remix) – Grizzly Bear
10) Timeaway (Darkstar remix) – Darkstar
11) Better in the Dark (Tiger & Woods remix) – Say Lou Lou
12) Come Save Me (Andrew Weatherall remix) – Jagwar Ma
13) The Way (Blood Orange mix) – Friends
14) Never Run Away (String Synth) – Kurt Vile

Tónleikahelgin 21.-23. nóvember

Hér verður stiklað á stóru sem smáu í tónleikahaldi helgarinnar.

Fimmtudagur 21. nóvember

Þungarokkstónleikar verða á Gauk á stöng og hljómsveitirnar Jötunmóð, Aeterna, Moldun og Wistaria koma fram. Aðstandendur tónleikana vilja sjá slamm, sveitta moshpitta og bjór í hverri hendi en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

Föstudagur 22. nóvember

Söngkonan Lay Low blæs til útgáfutónleika fyrir nýútkomna plötu sína Talking About The Weather í Fríkirkjunni. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Snorri Helgason en þeir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2900 krónur.

Það verður sannkölluð Pönkveisla á Gauknum þegar hin fornfræga sveit Fræbbblarnir halda upp á 35 ára afmæli sitt. Fræbbblarnir munu stíga á stokk með gamalt og nýtt efni að vopni en þeir hafa unnið hörðum höndum að nýju plötustórvirki undanfarið. Einnig munu þeir sýna áhrifavöldum sínum virðingu sína og spila klassískar pönklagasmíðar sem mótuðu Fræbbblana. Húsið opnar klukkan 9 og það er frítt inn.

Ghostigital verða með dj sett ásamt Steindóri Jónssyni í hliðarsal Harlem. Dansveislan hefst upp úr miðnætti og stendur eins lengi og lög um vínveitingar leyfa og það er ókeypis inn.

Mánaðarlegur reggae/dub/dancehall viðburður RVK Soundsystem verður haldinn á Dollý. Gestur kvöldsins er 7berg sem hefur hingað til verið kenndur við Hip Hop en í þetta skiptið ætlar hann að rokka mækinn yfir reggítaktinn. Gleðin hefst klukkan 23:00 og stendur fram eftir nóttu.

Laugadagur 23. nóvember

Pick a Piper sem er hliðarverkefni Brad Weber, trommara Caribou, spilar á tónleikum í hliðarsal Harlem. Sveitin spilar samblöndu af líf- og rafrænni tónlist og tvö trommusett verða nýtt á tónleikunum. Raftónlistarmaðurinn Tonik sem átti stjörnuleik á nýyfirstaðinni Airwaves hátíð hitar upp en tónleikarnir hefjast hálf 12 og aðgangur er ókeypis.

Þungarokkstónleikar verða á Gauk á Stöng en fram koma Shogun, We Made God, Endless Dark og Conflictions. Hurðin opnar 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur en einn bjór er innifalinn í því verði.

Hliðarverkefni Caribou á Harlem Bar

Kanadíska rafsveitin Pick a Piper mun leika fyrir dansi á skemmtistaðnum Harlem Bar laugardagskvöldið 23. nóvember. Tónleikarnir hefjast á miðnætti og íslenska rafsveitin Tonik mun einnig koma fram. Eftir tónleikana mun aðalsprauta Pick a Piper, trommuleikarinn og plötusnúðurinn Brad Weber, þeyta skífum fram undir morgun.

Pick a Piper  er hliðarverkefni liðsmanna hljómsveitarinnar Caribou, sem tryllti landsmenn með eftirminnilegum tónleikum á Nasa um árið. Hljómsveitin gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, samnefnda sveitinni, hjá úgáfufélaginu City Slang, en þeir gefa meðal annars út plötur Arcade Fire, Tindersticks og Caribou. Tónleikar Pick a Piper á Harlem marka upphaf tónleikaferðar þeirra um Evrópu og eru í raun fyrstu tónleikar þeirra utan Kanada.

Trentemøller og Diplo á Sónar

Rétt í þessu var tilkynnt að danska raftónlistarmanninum Trentemøller og hinum bandaríska Diplo hafi verið bætt við dagskrá Sónar hátíðarinnar sem fram fer í febrúar. Trentemøller er sannkallaður íslandsvinur en hann kom fram á hátíðinni í fyrra sem plötusnúður og lék fyrir pakkfullum Norðurljósasal. Í þetta skipti kemur hann hins vegar fram með live hljómsveit en hann sendi frá sér fyrr á árinu hina frábæru breiðskífu Lost. Diplo er forsprakki Major Lazer hópsins sem er eitt aðalnúmer hátíðarinnar í ár en hann mun einnig koma fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpunnar.

Þá hefur í íslensku deildinni verið bætt við FM Belfast, Tonik, Cell 7 og Gluteus Maximus auk þess sem Högni Egilsson úr Hjaltalín og Gus Gus mun heimsfrumflytja sóló verkefni sitt, HE. Aðrir flytjendur á hátíðinni eru meðal annars Bonobo, James Holden, Paul Kalkenbrenner og Jon Hopkins sem gaf út eina bestu plötu ársins, Immunity, og stóð sig feikna vel á nýyfirstaðinni Airwaves hátíð. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi en hægt er að kaupa miða hér og skoða dagskrána hér. Enn á eftir að tilkynna um fleiri listamenn sem koma munu fram. Hlustið á tóndæmi hér fyrir neðan.


Straumur 18. nóvember 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Stephen Malkmus & The Jicks, Grísalappalísu, Cult Of the Secret Samurai, Ski Ferreira og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 18. nóvember 2013 by Straumur on Mixcloud

 

1) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks
2) Björg – Grísalappalísa
3) Together – Sam Smith X Nile Rodgers X Disclosure
4) 24 Hours – Sky Ferreira
5) Boys – Sky Ferreira
6) Omanko – Sky Ferreira
7) It Is What It Is – Blood Orange
8) Chosen – Blood Orange
9) Lost (Frank Ocean cover) – Trails And Ways
10) Harlem Reykjavík – Hermigervill
11) Release Me (ft. Dj Yamaho) – Intro Beats
12) In My Heart – Cult Of the Secret Samurai
13) Forgiven – Forgotten – Angel Olsen
14) Still Waiting For My Man – Smile
15) Young – Swearin’
16) Loretta’s Flower – Swearin’
17) Mack The Knife – Mark Lanegan

 

Ástarsöngur sem varð að mat

Flestir kannast við lagið Ue o muite arukou eða Sukiyaki frá árinu 1961. Lagið hefur ósjaldan heyrst í kvikmyndum og sjónvarspsþáttum.


Margir í dag vita hins vegar ekki hver röddin á bak við þetta einstaka lag er.


Söngvarinn Kyu Sakamoto fæddist þann 10. desember   1941 í borginni Kawasaki í Japan. Hann var yngstur níu systkina og fékk nafnið Kyu sem þýðir níu. Hann hóf tónlistarferil sinn sem söngvari japönsku hljómsveitarinnar The Drifters árið 1958 og náði fljótlega miklum vinsældum í heimalandi sínu. Lagið Ue o Muite Arukou varð strax mjög vinsælt þegar það kom út í Japan árið 1961 sem varð til þess að Captol records vildu ólmir gefa það út í Bandaríkjunum. Titill lagsins þótti ekki nógu þjáll og lagið var endurskýrt þegar það kom út þar í landi árið 1963 eftir vinsælasta japanska réttinum  á þeim tíma Sukiyaki. Japanski titill lagsins þýðir: “Ég horfi upp meðan ég geng” og vísar til þess í textanum að horfa til himins til að tárin falli ekki til jarðar. Ástæðan er ástarsorg en kemur mat ekkert við. Vinsældir lagsins urðu strax miklar í Bandaríkjum og lagið náði að komast í fyrsta sæti vinsældalistans þar í landi.  Ue o Muite Arukou er eina  lagið sem  náð hefur vinsældum á vesturlöndum sem sungið er á japönsku. Lagið er eitt mest selda lag allra tíma. Ábreiður af laginu hafa verið gerðar á hinum ýmsu tungumálum:


Hér er það sungið á sjö mismunandi tungumálum.

 

Þegar Kyu kom til Bandríkjanna árið 1963kom hann fram í Steve Allen show og var kynntur þar sem hinn japanski Elvis.


Kyu Sakomoto lést í einu mannskæðasta flugslysi sögunnar þann 12. Ágúst 1985. 521 manns létust þegar að flugvél brotlenti nálægt Tokyo Í Japan. Vélin var í lausu lofti í 20 mínútur áður en hún hrapaði og náði Kyu að skrifa niður sína hinstu kveðju til konu sinnar rétt áður en hann lést.

      1. Ue O Muite Arukou (Stereo)

Óli Dóri 

Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 14. nóvember

Grísalappalísa heldur útgáfuteiti í tilefni af útgáfu 7″ plötunnar Syngur Megas í plötubúðinni Lucky Records frá 20:00 til 22:00. Hljómsveitin býður upp á léttar veigar, áritanir eftir óskum og þeytir skífum.

Benni Hemm Hemm, sem kemur fram í stærri mynd en nokkru sinni fyrr, fagnar útgáfu plötunnar Eliminate Evil, Revive Good Times á tónleikum á Kex Hostel klukkan 21:00. Hljómsveitin Nini Wilson hitar upp.

Hljómsveitin Dikta heldur rólega tónleika í Austurbæ sem hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2500 kr inn. 

Þórunn Antonía og Bjarni M. Sigurðarson ætla að spila nýtt efni af komandi plötu á Loftinu sem að þau hafa verið að vinna saman að í  nokkurn tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

CELL7 heldur útgáfutónleika á innri sal Harlem í samvinnu við Thule. Tilefnið er útgáfa plötunnar CELLF, sem er hennar fyrsta sólóverk. Aðgangseyrir er 1000 og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00. 

 

Föstudagur 15. nóvember 

Alchemia og Why Not Jack leiða saman hesta sína á Gamla Gauknum. Tónleikarnir byrjar kl 22 og það er frítt inn.

Laugardagur 16. nóvember

klukkan 17.00 mun Epic Rain frumsýna nýtt myndband við lagið Nowhere Street í Bíó Paradís. Hljómsvetin hefur verið að leggja drög að sinni annari plötu og er hún væntanleg í byrjun næsta árs. Þetta er því fyrsta lagið sem almenningur fær að heyra af nýju plötunni. King Lucky mun spila ljúfa tóna áður en myndbandið verður sýnt og boðið verður upp á léttar veitingar.