Tónleikahelgin 28/11 – 1/12

Fimmtudagur 28. nóvember

Pink Street Boys, Kælan Mikla og Þórir Georg koma fram á ókeypis tónleikum á Dillon klukkan 22:00. 

Hljómsveitin Tilbury fagnar útgáfu plötunnar Northern Comfort með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Snorri Helgason og hljómsveit hans sjá um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 en miðaverð er 2500 kr.

Tónlistarmaðurinn Loji með tónleika á Kex Hostel sem hefjast klukkan 20:30. 

Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Logn koma fram á Harlem. Miðaverð er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

Föstudagur 29. nóvember 

Marcos Cabral, annar helmingur dúósins Runaway mun þeyta skífum á Harlem Bar um upphitun sjá Fknhndsm og Steindor Jonsson

 

Laugardagur 30. nóvember 

Hljómsveitin Sudden Weather Change mun spila í hinsta sinn og fagna lífi sínu, starfi og tímum á Gamla Gauk. Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun og það kostar 1000 kr inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. 

Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni klukkan 19:45. 

 

Sunnudagur 1. desember

Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Silfurbergi, Hörpu kl. 17. Einsöngvari verður hinn dularfulli og ástæli Bogomil Font en stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson. Flutt verður öll tónlistin af hinum vinsæla geisladiski Majonesjól sem kom út 2006 auk nokkurra annarra skemmtilegra jólalaga.

 

Aukatónleikar með Mark Lanegan í Fríkirkjunni sem hefjast klukkan 19:45.  

Síðustu Tónleikar SUDDEN WEATHER CHANGE

Laugardaginn 30. Nóvember mun hljómsveitin Sudden Weather Change halda sína síðustu tónleika. Hljómsveitin hefur verið starfandi frá 2006 og á sjö ára ferli hafa þeir gefið út 6 plötur.

Árið 2010 voru Sudden Weather Change valdir bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum, þekktir fyrir líflega og kröftuga sviðsframkomu
Aðdáendur Sudden Weather Change mega því búast við miklu því sveitin lofar að taka öll sín  þekktustu lög.

Tónleikarnir verða á Gamla Gauk og opnar húsið kl 22.00
Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun. Þúsund krónur aðgangseyrir og diskar á tilboði.

Sudden Weather Change Sjónvarpsviðtal

Við kíktum í æfingarhúsnæðið hjá reykvísku hljómsveitinni Sudden Weather Change, sem voru að æfa fyrir útgáfutónleika sem verða á Faktorý á morgun af tilefni útgáfu plötunnar Sculpture. Við spurðum hljómsveitinna út í muninn á fyrstu plötunni og þeirri nýjustu, æfarhúsnæðismál í Reykjavík og áhrifavalda. Einnig fengum við bandið til að taka lagið Blues af Sculpture.

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar hefjast klukkan tíu á morgun og munu Ghostigital og The Heavy Experience koma fram ásamt Sudden Weather Change. Miðaverð er 1500 kr og 3000 kr + plata.

Heimildarmynd um Sudden Weather Change

Á næsta fimmtudag klukkan 22:00 verður frumsýnd í Bíó Paradís heimildarmynd um íslensku hljómsveitina Sudden Weather Change.  Myndin ber nafnið Ljóðræn Heimildarmynd og er eftir söngvara og gítarleikara sveitarinnar Loga Höskuldsson, sem fylgdist með árángri hljómsveitarinnar eftir að hún vann Björtustu Vonina á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2009. Myndin  inniheldur m.a. innskot frá stuttum evróputúr, upptökum á nýju efni ásamt því að hljómsveitarmeðlimir bregða gjarnir á leik í nokkrum atriðum hennar. Aðgangur að viðburðinn er ókeypis. Eftir sýningu myndarinnar mun hljómsveitin OYAMA troða upp í bíósalnum. Kvöldið er fimmta kvöldið í röð fastakvölda á fimmtudögum í Bíó Paradís, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt úrval tóna og takta, fyrir bíó- og tónleikaþyrsta gesti. Horfið á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan.

Önnur plata Sudden Weather Change

Reykvíska hljómsveitin Sudden Weather Change gefur út sína aðra plötu  – Sculpture þann 1. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna Stop! Handgrenade In The Name Of Crib-Death ‘nderstand? árið 2009 og stuttskífuna Varrior árið 2010. Hægt er að hlusta á lagið Blues af Sculpture hér fyrir neðan.

      1. 07 Blues