Tag: Þórir Georg
Bestu íslensku plötur ársins 2013
20) Þórir Georg – Ælulykt
19) Tilbury – Northern Comfort
18) Útidúr – Detour
17) Oyama – I Wanna
16) Ojba Rasta – Friður
15) Nolo – Human
14) Sigur Rós – Kveikur
13) Emiliana Torrini – Tookah
12) Ólöf Arnalds – Sudden Elevation
11) Per: Segulsvið – Tónlist fyrir Hana
Gasvinur:
10) Tonmo – 1
Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf út sína fyrstu ep plötu á árinu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á árinu.
9) Cell7 – Cellf
Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir úr hinni sálugu hip-hop hljómsveit Subterranean snéri til baka á árinu með sína fyrstu sólóplötu, Cellf. Á plötunni nýtur Ragna aðstoðar þeirra Introbeats og Earmax við taktsmíðar á frábærri hip hop plötu sem inniheldur jafnt grípandi partýslagara og pólitískar bollaleggingar. Ragna hefur engu gleymt í rappinu þrátt fyrir langa pásu og flæðir eins og jökulá í leysingum.
8) Snorri Helgason – Autumn Skies
Þriðja plata Snorra Helgasonar, Autumn Skies, gefur fyrri verkum Snorra ekkert eftir og minnir á köflum talsvert á Dylan á Nashville Skyline. Kántrískotið þjóðlagapoppið umvefur mann eins mjúkt teppi og er tilvalið til að orna sér við á köldum vetrarnóttum. Án efa notalegasta plata ársins.
7) Jóhann Kristinsson – Headphones
Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, er heilsteypt og persónulegt verk þar sem tónlistarmaðurinn sýnir mikil þroskamerki í lagasmíðum. Upptökur og hljómur eru fádæma fullorðins og þó lítið hafi farið fyrir plötunni er hún ákaflega stór í sniðum. Jóhann klífur í hæstu hæðir mikilfengleika og dramatíkur í mörgum epískum lögum og framkallar gæsahúðir á gæsahúðir ofan.
6) Mammút – Komdu til mín svarta systir
Þriðja plata Mammút var lengi í smíðum en fimm ár eru liðin frá því að sveitin sendi frá sér plötuna Karkari. Útkoman er þyngri hljómur og þéttari lagasmíðar án þess að tapa neinu af ungæðislegum kraftinum sem einkenndi fyrri verk sveitarinnar.
5) Ruxpin – This Time We Go Together
Það fer ekki mikið fyrir Ruxpin í íslenskri tónlistarsenu en hann lætur verkin tala. Platan This Time We Go Together er feikilega áferðarfalleg og hugvitssamleg raftónlistarplata, sem minnir um margt á Boards of Canada og aðgengilegri hliðar Aphex Twin og Autechre.
4) Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me
Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Í haust gaf Þórir út plötuna Cupid Makes A Fool of Me sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp að bestu gerð. Það eru fleiri hugmyndir í einu lagi á Cupid en finnast á breiðskífum flestra tónlistarmanna og mikið um vinstri beygjur og óvæntar stefnubreytingar. Það mætti segja að platan sé losaraleg í besta skilningi þess orðs, alls konar mismunandi hugmyndir sem hanga rétt svo saman, en samt á akkúrat réttan hátt. Plata sem hljómar ekki eins og neitt annað í íslenskri tónlistarsenu.
3) Múm – Smilewound
Hljómsveitin múm gaf út sína sjöttu breiðskífu fyrr á þessu ári. Plötunnar sem ber nafnið Smilewound hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markaði endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Útkoman er aðgengilegasta plata hljómsveitarinnar til þessa.
2) Grísalappalísa – Ali
Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni. Platan Ali er einn sterkasti frumburður íslenskrar rokksveitar sem litið hefur ljós í langan tíma. Á henni blandast groddaleg nýbylgja við súrkálsrokk og sækadelíu með íslenskum textum sem eiga meira skylt við framsækna ljóðlist en hefðbundna rokktexta.
1) Sin Fang – Flowers
Sindri Már Sigfússon er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um þessar mundir en gæðastandarinn á efninu er þó alltaf jafn hár. Hann er stöðugt að þróast sem lagasmiður og Young Boys og What’s wrong with your eyes eru með allra bestu lögum ársins. Platan er tekin upp af Alex Somers sem galdrar fram ævintýralega hljóm þar sem fyllt er upp í hverja einustu glufu með áhugaverðum hljóðum án þess þó að verða nokkurn tímann ofhlaðinn.
Tónleikahelgin 28/11 – 1/12
Fimmtudagur 28. nóvember
Pink Street Boys, Kælan Mikla og Þórir Georg koma fram á ókeypis tónleikum á Dillon klukkan 22:00.
Hljómsveitin Tilbury fagnar útgáfu plötunnar Northern Comfort með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Snorri Helgason og hljómsveit hans sjá um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 en miðaverð er 2500 kr.
Tónlistarmaðurinn Loji með tónleika á Kex Hostel sem hefjast klukkan 20:30.
Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Logn koma fram á Harlem. Miðaverð er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.
Föstudagur 29. nóvember
Marcos Cabral, annar helmingur dúósins Runaway mun þeyta skífum á Harlem Bar um upphitun sjá Fknhndsm og Steindor Jonsson
Laugardagur 30. nóvember
Hljómsveitin Sudden Weather Change mun spila í hinsta sinn og fagna lífi sínu, starfi og tímum á Gamla Gauk. Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun og það kostar 1000 kr inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni klukkan 19:45.
Sunnudagur 1. desember
Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Silfurbergi, Hörpu kl. 17. Einsöngvari verður hinn dularfulli og ástæli Bogomil Font en stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson. Flutt verður öll tónlistin af hinum vinsæla geisladiski Majonesjól sem kom út 2006 auk nokkurra annarra skemmtilegra jólalaga.
Aukatónleikar með Mark Lanegan í Fríkirkjunni sem hefjast klukkan 19:45.
Airwaves yfirheyrslan – Helgi Gang Related
Helgi Pétur Hannesson trommari hefur spilað með hinum ýmsu hljómsveitum á Iceland Airwaves frá árinu 2003. Í ár spilar Helgi með Gang Related og Þóri Georg. Við ræddum við Helga um reynslu hans af hátíðinni.
Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?
Ég spilaði fyrst árið 2003 með hljómsveitinni Dáðadrengir, það var alveg ótrúlega gaman. Ég hafði aldrei farið áður, nema bara á staka tónleika, þannig að þetta var allt saman mjög nýtt og spennandi og maður var mjög þakklátur og spenntur fyrir að fá að spila. En ég man satt að segja eftir fáu sem ég sá það árið eða hvernig tónleikar okkar dáðadrengja tókust
Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?
Ég er búinn að spila á öllum hátíðum síðan þá, þannig að þetta verður mín ellefta í ár
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?
Tv on the radio á gauknum, 2003 líklega, það eru ennþá eftirminnilegustu og bestu tónleikar sem ég hef séð á airwaves. !!! voru líka veeel trylltir
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur?
Lokatónleikar dáðadrengja á gauknum 2005. Það var mjög skrítið allt saman
Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?
Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir hvernig hátíðin hefur breyst, aðal breytingin hefur líklega átt sér stað hjá mér sjálfum. Ég er orðinn eldri, latari og leiðinlegri og er eiginlega hættur að setja á mig pressu um að þurfa að sjá allt það sem mig langar til að sjá (nema í ár!). Ef það er löng röð á stað sem mig langar á þá fer ég yfirleitt bara á aðra staði og tjekka á random böndum. Það er alltaf næs að detta inn á einhverja góða hljómsveit sem maður hefur aldrei heyrt í áður. En auðvitað lætur maður sig hafa það að tjilla í röð fyrir einhverja snilld
Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Grand Rokk/Faktorý var alltaf í miklu uppáhaldi
Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?
Dirty Projectors
Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?
Það er alveg ótrúlega mikið að góðum böndum/tónlistarmönnum í ár. Ég er spenntastur fyrir Fucked up, Mac DeMarco, Metz og Goat
Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?
Frekar mikla held ég. Airwaves er í rauninni svona árleg vítamínsprauta fyrir hljómsveitir, þeas þær hljómsveitir sem spila á hátíðinni
Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?
Í fyrra spilaði ég 8 eða 9 sinnum, það er mitt persónulega met. Met sem ég hyggst ekki slá neitt á næstunni
Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?
2003 og eflaust 2013
Kraftwerk eða Yo La Tengo?
Kraftwerk
Listasafnið eða Harpa?
Listasafnið
Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?
GANG RELATED: Gaukurinn, föst, kl 20. / Amsterdam, sun, kl 21 / Bar11, fim, kl 18:30 (off-venue)
ÞÓRIR GEORG: Amsterdam, fim, kl 22:30.
MORÐINGJARNIR: bar11, lau, kl 16:30 (off-venue)
Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?
*písmerki*
30 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 30 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Listamennirnir eru: Midlake (US), Emiliana Torrini, FM Belfast, Girls In Hawaii (BE), Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Amiina, Moses Hightower, Sarah MacDougall (CA), Apparat Organ Quartet, Árstíðir, Royal Canoe (CA), Kiriyama Family, Skúli Sverrisson, Hermigervill, Sun Glitters (LU), Captain Fufanu, Sign, Stafrænn Hákon, Tempel (SE), Leaves, Endless Dark, Nóra, 1860, Dimma, Auxpan, Þórir Georg, Emmsjé Gauti, Kjurr og Nini Wilson!
Tónleikar helgarinnar 24. – 26. maí
Föstudagur 24. maí
Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess hefst. Hátíðin er haldin á KEX Hostel og Volta og koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni. Þrjár hljómsveitir koma frá Ástralíu og Skotlandi og svo 14 frá Íslandi.
Kex Hostel:
20:00: Þórir Georg
20:45: Withered Hand
Volta:
21:15: Tonik
22:00: Good Moon Deer
22:50: Bloodgroup
23:40: PVT
00:40: Sykur
Laugardagur 25. maí
MC Bjór og Bland spilar sína fyrstu tónleika í verslun Lucky Records, Rauðarárstíg 6 klukkan 17:00.
Reykjavík Music Mess heldur áfram:
Kex Hostel:
20:00: Good Moon Deer
20:45: Stafrænn Hákon
Volta:
21:15: Just Another Snake Cult
22:00: OYAMA
22:50: Muck
23:40: DZ Deathrays
00:40: Mammút
Ofvitarnir, Sayatan og Skerðing koma fram á Dillon. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00.
Sunnudagur 27. maí
Síðasti dagur Reykjavík Music Mess:
Kex Hostel:
20:00: Just Another Snake Cult
20:45: MMC
Volta:
21:15: Loji
22:00: Stafrænn Hákon
22:50: Withered Hand
23:40: Monotown
Tónleikar helgarinnar
Fimmtudagur 18. apríl
Hljómsveitirnar Casio Fatso, Japanese Super Shift and the Future Band og Sindri Eldon & The Ways sjá um menningarlega fræðslu lýðsins á Stúdentakjallarnum. Fyrsta band á svið kl 22:30 og aðgangur ókeypis
Heiladans 23 fer fram á Litlu Gulu Hænunni COLD / JÓNBJÖRN / VÖK / SKENG spila og aðgangur er ókeypis.
Föstudagur 19. apríl
Ste Mccabe tónlistarmaður frá Liverpool og hljómsveitin Klikk sem inniheldur meðal annars meðlimi hljómsveitanna Logn og Swords Of Chaos halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Laugardagur 20. apríl
Alþjóðlegi plötubúðadagurinn (International Record Store Day) verður haldinn hátíðlegur í 6. skipti. Í Lucky Records á Rauðarárstíg verður nóg um að vera og tónlistarmenn og DJ’ar munu halda uppi stuðinu frá opnun til lokunar.
12:00 – Þórir Georg
12:30 – DJ sett
14:00 – Monotown
14:30 – DJ Andri Freyr
16:00 – Samúel Jón Samúelsson Big Band
17:00 – Robert and the Roomates
17:30 – DJ sett
Mugison spilar á Tískudögum í Smáralind klukkan 14:00.
Hljómsveitirnar Plastic Gods, The Heavy Experience, Tundra og Godchilla halda heljarinnar tónleika á Volta, Tryggvagötu 22. Húsið opnar klukkan 21:00 og tónleikarnir byrja um 22:00. Aðgangseyrir 1000 kr.