Airwaves yfirheyrslan – Helgi Gang Related

Helgi Pétur Hannesson trommari hefur spilað með hinum ýmsu hljómsveitum á Iceland Airwaves frá árinu 2003. Í ár spilar Helgi með Gang Related og Þóri Georg. Við ræddum við Helga um reynslu hans af hátíðinni.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði fyrst árið 2003 með hljómsveitinni Dáðadrengir, það var alveg ótrúlega gaman. Ég hafði aldrei farið áður, nema bara á staka tónleika, þannig að þetta var allt saman mjög nýtt og spennandi og maður var mjög þakklátur og spenntur fyrir að fá að spila. En ég man satt að segja eftir fáu sem ég sá það árið eða hvernig tónleikar okkar dáðadrengja tókust

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað? 

Ég er búinn að spila á öllum hátíðum síðan þá, þannig að þetta verður mín ellefta í ár


Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Tv on the radio á gauknum, 2003 líklega, það eru ennþá eftirminnilegustu og bestu tónleikar sem ég hef séð á airwaves. !!! voru líka veeel trylltir

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Lokatónleikar dáðadrengja á gauknum 2005. Það var mjög skrítið allt saman


Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir hvernig hátíðin hefur breyst, aðal breytingin hefur líklega átt sér stað hjá mér sjálfum. Ég er orðinn eldri, latari og leiðinlegri og er eiginlega hættur að setja á mig pressu um að þurfa að sjá allt það sem mig langar til að sjá (nema í ár!). Ef það er löng röð á stað sem mig langar á þá fer ég yfirleitt bara á aðra staði og tjekka á random böndum. Það er alltaf næs að detta inn á einhverja góða hljómsveit sem maður hefur aldrei heyrt í áður. En auðvitað lætur maður sig hafa það að tjilla í röð fyrir einhverja snilld

 

 

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Grand Rokk/Faktorý var alltaf í miklu uppáhaldi

 

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Dirty Projectors

 

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent? 

Það er alveg ótrúlega mikið að góðum böndum/tónlistarmönnum í ár. Ég er spenntastur fyrir Fucked up, Mac DeMarco, Metz og Goat

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

 

Frekar mikla held ég. Airwaves er í rauninni svona árleg vítamínsprauta fyrir hljómsveitir, þeas þær hljómsveitir sem spila á hátíðinni

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Í fyrra spilaði ég 8 eða 9 sinnum, það er mitt persónulega met. Met sem ég hyggst ekki slá neitt á næstunni

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

2003 og eflaust 2013

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Kraftwerk

 

Listasafnið eða Harpa?

Listasafnið

 

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

GANG RELATED: Gaukurinn, föst, kl 20.  / Amsterdam, sun, kl 21 / Bar11, fim, kl 18:30 (off-venue)

ÞÓRIR GEORG: Amsterdam, fim, kl 22:30.

MORÐINGJARNIR: bar11, lau, kl 16:30 (off-venue)

 

 

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

*písmerki*