Tónleikar vikunnar 28. maí-1. júní

Miðvikudagur 28. maí

 

Himnaför Jesú Krists verður fagnað af krafti á skemmtistaðnum Húrra þar sem hljómsveitin Grísalappalísa mun pönka til að danss en sveitin ætlar að flytja lög af væntanlegri plötu sinni, Rökréttu Framhaldi, sem kemur út 17. júní. Sveitin sendi frá sér tónlistarmyndband við lagið ABC í síðustu viku en það hefur farið sem eldur um sinu netheima. Lísu til halds og traust verða tvær af fremstu rokksveitum borgarinnar, hinir háværu og hættulegu Pink Street Boys og Kælan Mikla mun leika sinn kynngimagnaða ljóðapönksseið einsog þeim er einum lagið. Þar sem dagurinn eftir er uppstigningadagur þarf bærinn ekki að loka fyrr en miðja nótt og mun Óli Dóri því trylla lýðinn eftir rokkveisluna miklu. Það er frítt inn í veisluna og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Tónlistarkonan Jenn Kelly sem er frá Oakland í Kaliforníu kemur fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Fimmtudagur 29. maí

 

Hljómsveitin Mosi Music leikur fyrir gesti Loft Hostel. Hljómsveitin leikur blöndu af raf- og lífrænni tónlist og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 30. maí

 

Tónlistarmaðurinn KRAKKBOT heldur útgáfutónleika á Húrra fyrir plötuna Amateur of the Year – Crammed with Cock, sem kemur út á kassettu á vegum Lady Boy Records útgáfunnar. Ásamt honum koma fram hljómsveitirnar dj flugvél og geimskip og Pyrodulia. Gleðin hefst stundvíslega klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 500 krónur.

 

Kippi Kanínus leikur á hljómleikum í Mengi í samstarfi við Listahátíð Reykjavíkur. Kippi Kaninus er annað sjálf listamannsins Guðmundar Vignis Karlssonar. Sú var tíð að hann starfaði einn undir því nafni en nú er svo komið að Kippi Kaninus er hljómsveit sem telur sjö meðlimi. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Kvika kemur fram á Dillon, hefst 22:00 og aðgangur ókeypis.

 

Laugardagur 31. maí

 

Bandaríski tónlistarmaðurinn Arto Lindsay kemur fram í Mengi á vegum Listahátíðar Reykjavíkur. Lindsay var einn af lykilmönnum í hinni svokölluðu „no wave“ stefnu sem lét á sér kræla í New York borg í kjölfar pönksins. Á tónleikunum mun Arto Lindsay flytja eigið efni sem er nokkurs konar blanda af tilraunakenndum gítarspuna í sambland við viðkvæmari og munaðarfulla tóna ættaða frá Brasilíu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 5000 krónur.

 

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Bjarni M. Sigurðarson leiða saman hesta sína á tónleikum á Dillon en dúettinn vinnur að plötu sem er væntanleg á þessu ári. Tónleikarnir hefjast 22:00 og aðgangseyrir er 500 krónur.

 

Sunnudagur 1. júní

 

Arto Lindsay kemur aftur fram í Mengi, en á þessum seinni tónleikum mun hann spinna tónlist í félagi við íslenska spunatónlistarmenn. Hver útkoman verður er ómögulegt að segja til um en víst er að það verður áhugavert enda ekki á hverjum degi sem að listamaður sem haft jafn djúpstæð áhrif menningarlíf heillar kynslóðar kemur fram á Íslandi.

Útgáfutónleikar Krakkbot

Plötufyrirtækið Lady Boy Records stendur fyrir útgáfutónleikum plötunnar Amateur Of The Year. Crammed With Cock með raftónlistarmanninum KRAKKBOT. Platan er fimmta útgáfa Lady Boy Records sem fagna henni með útgáfutónleikum á Húrra á föstudaginn. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22:00 en ásamt KRAKKBOT munu dj. flugvél og geimskip og Pyrodulia koma fram. Aðgangseyrir er 500 krónur.

Platan Amateur Of The Year. Crammed With Cock kom út þann 30. apríl í 50 eintökum á fallega skreyttum kassettum auk þess sem hægt er að nálgast hana stafrænt á Bandcamp síðu Lady Boy Records.

Straumur 26. maí 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Hamilton Leithauser, Parquet Courts Röyksopp & Robyn, Ben Khan og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

 

Straumur 26. maí 2014 by Straumur on Mixcloud

1) ABC – Grísalappalísa
2) The Smallest Splinter – Hamilton Leithauser
3) I Retired – Hamilton Leithauser
4) I Don’t Need Anyone – Hamilton Leithauser
5) Monument – Röyksopp & Robyn
6) Drowning – Banks
7) Youth – Ben Khan
8) Drive, Pt. 1 – Ben Khan
9) Next Gold – Dilly Dally
10) Up All Night – Parquet Courts
11) Bodies – Parquet Courts
12) She’s Rollin – Parquet Courts

Tónleikahelgin 22. – 25. maí

 

Fimmtudagur 22. maí 

dj. flugvél og geimskip ríður á vaðið í sérstakri tónleikaseríu í Mengi á meðan Listahátíð í Reykjavík stendur yfir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn. 

 

Föstudagur 23. maí 

Hljómsveitirnar Oyama og Jordan Dykstra spila á Undiröldunni í Hörpu. Tónleikarnir hefjast klukkan 1730 og það er ókeypis inn. 

Skúli Sverrisson spilar á tónleikaseríu í Mengi í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn. 

Hljómsveitirnar Vök og Kajak spila á ókeypis tónleikum á Húrra sem hefjast á slaginu 22:00

 

 

Laugardagur 24. maí 

Bandaríski listamaðurinn Lee Ranaldo er best þekktur sem einn af stofnendum og gítarleikari hljómsveitarinnar Sonic Youth, kemur fram ásamt einkonu sinni Leuh Singer

á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir fara fram í Silfurberg í Hörpu og hefjast klukkan 21:00. Það kostar 4000 kr inn.

Hljómsveitirnar kimono og Knife Fights koma fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 500 kr inn.

 

Sunnudagur 25. maí 

Norska söngkonan, tónsmiðurinn og textahöfundurinn Sidsel Endresen spilar á tónleikaseríu í Mengi í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

AMFJ og Chris Sea koma fram á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Straumur 19. maí 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Lxury, Herzog, Beat Connection, Prins Póló, Parquet Courts og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 19. maí 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Hamstra sjarma – Prins Póló
2) Finn á mér – Prins Póló
3) Grætur í hljóði – Prins Póló
4) Hesitation – Beat Connection
5) Playground – Lxury
6) Raid – Lxury
7) Klapp Klapp (Nosaj Thing Remix ft. Future) – Little Dragon
8) Do It Again (Moullinex Remix) – Röyksopp & Robyn
9) Full Stick – Herzog
10) Henchmen – Herzog
11) Parquet Courts – Instant Disassembly
12) Ekki á leið – gimaldin
13) Svínin Þagna – Úlfur Kolka
14) Bálið í Róm – Úlfur Kolka
15) Óyndi – VAR

Nýtt lag með Quarashi

Hin aldna rappsveit Quarashi voru rétt í þessu að gefa frá sér fyrsta nýja lag sitt í næstum áratug. Lagið er þrungið vísunum í upphafsár sveitarinnar, bæði í hljóm og texta. Til að ná sína upprunalega „sándi“ voru grafnar upp upptökugræjur sem voru í notkun á upphafsárum 10. áratugarins. Sveitin starfaði frá árunum 1996 til 2005 en hún hyggur á stærri útgáfu síðar á árinu. Hlustið á lagið Rock On hér fyrir neðan.

Tónleikahelgin 15.-17. maí

Fimmtudagur 15. maí

Trúbatrixan Elín Ey heldur uppi notalegri stemmningu á tónleikum á Loft Hostel. Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

 

Skúli mennski kemur fram með hljómsveit á hostelinu Hlemmur Square. Þau munu leika nokkra lauflétta blúsa í bland við tregafyllri tóna; lög um ástir og örvæntingu, vonir og þrár. Herlegheitin hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.

 

Hljómsveitirnar VAR og Airelectric munu leiða saman hesta sína á Húrra (gamla Harlem). Gleðin hefst klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

Christoph Schiller heldur tónleika í Mengi við Óðinsgötu. Schiller er fæddur í Stuttgart árið 1963 og hefur haldið píanótónleika og spilað spunatónlist síðan 1987. Hin seinni ár hefur píanóið mátt víkja fyrir litlum sembal sem Christoph hefur þróað nýja tækni fyrir. Christoph hefur að auki unnið og lagt áherslur á verk fyrir raddir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

The Dirty Deal Bluesband stígur á stokk á Dillon klukkan 22:00. Aðgangur er ókeypis.

 

Föstudagur 16. maí

 

Hljómsveitirnar Mammút og Vio koma fram á ókeypis tónleikum á Húrra (gamla Harlem), en hljómsveitirnar eiga það sameiginlegt að hafa unnið Músíktilraunir; Mammút fyrir 10 árum og Vio í ár. Hljómleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22:00.

 

Tékkneska hljómsveitin ILLE kemur fram í verslun 12 tóna á Skólavörðustíg.
ILLE hefur verið starfandi í nokkur misseri en í fyrra kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar, Ve tvý skříni, og fékk hún frábæra dóma í tékknesku pressunni. Í framhaldi af því var ILLE tilnefnd til tékknesku Grammy verðlaunanna sem besta hljómsveitin og besti nýliðinn, auk þess sem Ve tvý skříni var tilnefnd sem plata ársins. Tónlist ILLE má lýsa sem draumkenndu dægurlagapoppi en tónleikarnir hefjast 17:30 og eru ókeypis og öllum opnir.

 

Mánaðarlegur reggae, dub og dancehall viðburður RVK Soundsystem verður haldinn á Paloma. Fögnuðurinn hefst upp úr miðnætti og stendur fram á nótt og það er ókeypis inn.

 

Hljómsveitin My bubba heldur útgáfutónleika fyrir plötuna Goes Abroader í Hannesarholti (Grundarstíg 10) en um upphitun sér Snorri Helgason. My bubba er skipuð hinni sænsku My og hinni íslensku Bubbu og var stofnuð fyrir 5 árum í Kaupmannahöfn þegar þær hittust fyrir helbera tilviljun. Þær hafa komið fram á Iceland Airwaves, Hróarskelduhátíðinni og hitað upp fyrir listamenn á borð við Matthew E. White og Nina Persson. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.

 

Janel Leppin & Anthony Pirog eru rísandi stjörnur í tilraunatónlistargeira höfuðstaðs Bandaríkjanna en þeir munu koma fram á hljómleikum í Mengi. Anthony er fjölhæfur gítarleikari & Janel er klassískt menntaður sellóleikari sem hefur kafað sér ofan í klassíska persneska tónlist, spunatónlist og djass. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 17. maí

 

Það verður heljarinnar hip hop veisla á Húrra(gamla Harlem) en Cell7 kemur fram ásamt live bandi sem er skipað þeim Andra Ólafssyni, Magnúsi Trygvasyni Elissaen og Steingrími Teague. Blackfist mætir með nýtt efni beint frá Stockholm Sverige og Cheddy Carter er nýtt íslenskt hip-hop band sem inniheldur IMMO, Charlie Marlowe og pródúserinn Fonetik Simbol. Þá kemur goðsagnakennda rappsveitin Subterranean fram með upprunalegum meðlimum í fyrsta skipti síðan 1998. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og hægt er að kaupa miða hér.

 

Aðrir tónleikar með tilraunalistamönnunum Janel Leppin & Anthony Pirog verða í Mengi. Tónleikarnir hefjast eins og hinir fyrri klukkan 21:00 og aðgangeyrir er 2000 krónur.

Fleiri listamenn tilkynntir á Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200. Hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember, og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og nú hefur einnig  verið opnað fyrir umsóknir og geta íslenskar hljómsveitir nú sótt um á heimasíðu háíðarinnar.

Þeir listamenn sem nú bætast við dagskrána eru:
FM Belfast
Son Lux (US)
Kwabs (UK)
Árstíðir
Lay Low
Agent Fresco
kimono
Rachel Sermanni (SCO)
Ezra Furman (US)
Jessy Lanza (CA)
Phox (US)
Benny Crespo’s Gang
Kiriyama Family
Íkorni
Strigaskór nr 42
Odonis Odonis (CA)
Tremoro Tarantura (NO)
In the Company of Men
Júníus Meyvant
Elín Helena
HaZar
Krakkkbot
Reptilicus
Stereo Hypnosis
Ambátt
CeaseTone
Reykjavíkurdætur
DADA
Döpur
Inferno 5

Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, East India Youth, Jaakko Eino Kalevi, Ballet School, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.