Bestu erlendu plötur ársins 2014

Árslisti Straums 2014 – seinni þáttur by Straumur on Mixcloud

30. tUnE-yArDs – Nikki Nack

29. Mourn – Mourn

28. Arca – Xen

27. Little Dragon – Nabuma Rubberband

26. Damon Albarn – Everyday Robots

25. Cashmere Cat – Wedding Bells EP

24. Metronomy – Love Letters

23. Yumi Zouma – Yumi Zouma EP

22. FKA twigs – LP1

21. Shamir – Northtown EP

20. Ben Khan – 1992 EP

19. Giraffage – No Reason

18. Mac DeMarco – Salad Days

17. Real Estate – Atlas

16. Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags

 

15. Azealia Banks – Broke With Expensive Taste

Eftir endalausar deilur við samstarfsmenn, plötufyrirtæki og flesta sem tengjast henni á einhvern hátt gaf hin hæfileikaríka Azealia Banks loks út frumraun sína eftir nær þriggja ára bið. Banks flakkar um stefnur og strauma á plötunni sem hún gaf út sjálf og veldur ekki vonbrigðum.

14. Aphex Twin – Syro

Tónlistin á plötunni hefði ekki getað komið frá neinum öðrum en Aphex Twin og er í þeim skilningi engin róttæk stílbreyting frá hans fyrra efni heldur meira útpæld eiming á aðgengilegri hluta fyrri verka hans.

13. Les Sins – Michael

Eftir þrjár velheppnaðar plötur undir nafninu Toro y Moi sendi tónlistarmaðurinn Chaz Bundick frá sér plötuna Michael sem Les Sins. Útkoman er ögn tilraunakenndari og dansvænni tónlist en Bundick hefur áður sent frá sér.

 

12. Com Truise – Wave 1

Silkimjúkt, seiðandi, draumkennt og leiðandi eru þau orð sem koma upp í hugann þegar platan Wave 1 er nefnd til sögunnar.

11. Parkay Quarts (Parquet Courts) – Content Nausea

Önnur af tveim plötum sem Bandaríska rokksveitin Parquet Courts sendi frá sér á árinu. Hljómsveitin sem gaf plötuna út undir nafninu Parkay Quarts hefur sjaldan verið eins frjálsleg í lagasmíðum og túlkun og á Content Nausea.

10. Jessie Ware – Tough Love

Tónlistarkonan Jessie Ware heldur áfram að hræra saman nútíma poppsmíðum með sínu nefi á annarri plötu sinni Tough Love. Útkoman er smekkleg og metnaðarfull.

9. Frankie Cosmos – Zentropy

Hin 19 ára gamla tónlistarkona Greta Kline sendi frá sér þessa einstaklega fersku og einföldu indípopp-plötu í mars á þessu ári. Platan sem er aðeins um 20 mínútur að lengd er ein af skemmtilegri plötum þessa árs.

8. The War On Drugs – Lost In the Dream

Philadelphiu bandið The War On Drugs, sem er eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum í dag, gaf út sína bestu plötu til þessa, Lost in a Dream, fyrr á þessu ári.  Á plötunni blandar hljómsveitin saman pabbarokki  9. áratugsins (Dire Straits) við bestu verk Lou Reed og Bob Dylan og útkoman er furðulega fersk.

7. St. Vincent – St. Vincent

Síðasta plata Annie Erin Clark undir nafninu St. Vincent, Strange Mercy, var á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011 og á þessari plötu gefur Clark ekkert eftir með ögn tilraunakenndari plötu.  Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð sem kemur vel í ljós á þessari samnefndu plötu hennar.

 

6. Caribou – Our Love

Raftónlistarmaðurinn Dan Snaith semur lífrænt tekknó sem er á stöðugri hreyfingu undir nafninu Caribou. Snaith sendi frá sér sjöttu plötuna undir því nafni í ár sem er ákaflega grípandi og á best heima á dansgólfinu, sem sannaði sig í Listasafni Reykjavíkur á tónleikum Caribou á Iceland Airwaves í haust.

5. Tycho – Awake

Á fjórðu plötu sinni undir nafninu Tycho tekst bandaríska tónlistarmanninum Scott Hansen í senn að heiðra hljóðheim gærdagsins og að hljóma eins og morgundagurinn.

4. Ty Segall – Manipulator

Manipulator, sjötta, plata Ty Segall er hans metnaðarfyllsta verk til þessa. Segall varði miklum tíma í gerð hennar samanborið við fyrri plötur sínar og er greinilegt að þeim tíma hefur verið vel varið. Lagasmíðarnar og hljóðheimurinn eru til fyrirmyndar og sannar Segall á plötunni að hann er einn af sterkustu rokktónlistarmönnum samtímans.

3. Todd Terje – It’s Album Time

Það sem einkennir plötuna I’ts Album Time er tilgerðarlaus og óbeisluð gleði ásamt óskammfeilnum tilvísunum í ótöff tónlistarstefnur sem eru miklu meira hylling en hæðni. Platan er heilsteypt og aðgengileg og á erindi til aragrúa fleiri en venjulegra raftónlistarhausa.

2. Sun Kil Moon – Benji

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek gaf út sjöttu plötuna undir formerkjum Sun Kil Moon snemma á þessu ári. Það er engin furða að platan Benji, hans persónulegasta verk til þessa, sé svo hátt á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2014. Um er að ræða heilsteypt verk þar sem Kozelek tekst á sinn einstaka máta að leiða hlustendur í gegnum sorgir sínar og sigra.  Kozelek flutti efni af plötunni ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember síðastliðinn við mikið lof viðstaddra.

1. Lone – Reality Testing

Breski raftónlistarmaðurinn Matt Cutler gaf út sína fimmtu plötu undir nafninu Lone í júní á þessu ári.  Á plötunni Reality Testing má segja að Cutler sameini sín fyrri verk á því lang aðgengilegasta til þessa. Platan rennur ákaflega vel í gegn og ekki veikan blett að finna. Draumkenndur hljóðheimur með skemmtilega útpældum smáatriðum sem ýta undir stórbrotnar lagasmíðar gerir Reality Testing að plötu ársins 2014.

Straumur 17. nóvember 2014

 

Í Straumi í kvöld heyrum við efni frá Charli XCX, Tennyson, Parquet Courts, Tobias Jesso Jr, TV On The Radio, Machinedrum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 17. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Gold Coins – Charli XCX
2) Lay-by – Tennyson
3) You’re Cute – Tennyson
4) Content Nausea – Parquet Courts
5) Pretty Machines – Parquet Courts
6) Nothing At All – Day Wave
7) Jack – Mourn
8) Hollywood – Tobias Jesso Jr.
9) Quartz – TV On The Radio
10) Love Stained – TV On The Radio
11) Tired & True – Machinedrum
12) 2 B Luvd – Machinedrum
13) Site Zero / The Vault – RL Grime
14) iSoap – Mr. Oizo
15) The Kids – Mark Kozelek

Straumur 20. október 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Bonobo, Deerhoof, …And You Will Know Us By The Trail Of Dead, Parquet Courts, Chance The Rapper og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 20. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Flashlight – Bonobo
2) Wait – Tourist
3) Black Ballerina – Ariel Pink
4) Get Better – Chance The Rapper
5) Indecision – Shura
6) Uncast Shadow Of A Southern Myth – Parkay Quarts
7) The Ghost Within – …and you will know us by the trail of dead
8) Lost In The Grand Scheme – …and you will know us by the trail of dead
9) Doom – Deerhoof
10) Black Pitch – Deerhoof
11) This Is The Last Time – Stars
12) Turn it Up

Straumur 19. maí 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Lxury, Herzog, Beat Connection, Prins Póló, Parquet Courts og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 19. maí 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Hamstra sjarma – Prins Póló
2) Finn á mér – Prins Póló
3) Grætur í hljóði – Prins Póló
4) Hesitation – Beat Connection
5) Playground – Lxury
6) Raid – Lxury
7) Klapp Klapp (Nosaj Thing Remix ft. Future) – Little Dragon
8) Do It Again (Moullinex Remix) – Röyksopp & Robyn
9) Full Stick – Herzog
10) Henchmen – Herzog
11) Parquet Courts – Instant Disassembly
12) Ekki á leið – gimaldin
13) Svínin Þagna – Úlfur Kolka
14) Bálið í Róm – Úlfur Kolka
15) Óyndi – VAR

Straumur 14. janúar 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við væntanlegar plötur frá Guards, Foxygen og Sin Fang. Einnig skoðum við nýtt efni með Duke Dumont, Parquet Courts A$AP Rocky og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.
1. hluti:
      1. 234 1
2. hluti:
      2. 234 2
3. hluti:
      3. 234 3

1) Young Boys – Sin Fang
2) No Destruction – Foxygen
3) San Francisco – Foxygen
4) On Blue Mountain – Foxygen
5) Look At The Light – Sin Fang
6) What’s Wrong With Your Eyes – Sin Fang
7) Sunbeam – Sin Fang
8) Borrowed Time – Parquet Courts
9) Clash The Truth – Beach Fossils
10) Lanzarote – Lindstrom/Todd Terje
11) Need U 100% – Duke Dumont
12) Nightmare – Guards
13) Ready To Go – Guards
14) Your Man – Guards
15) Can’t Repair – Guards
16) Hell (feat Santigold) – A$AP Rocky
17) Bad Gifts – Ósk

Tónlistarmenn ársins 2013

 

AlunaGeorge

Þau Aluna Francis og George Reid sem skipa breska dúóið AlunaGeorge vöktu fyrst athygli fyrir myndband við lag sitt You Know You Like It haustið 2011. Hljómsveitin sendi svo frá sér hið frábæra lag Your Drums á síðasta ári og lagið Diver núna fyrir stuttu. Fyrsta stóra plata þeirra Body Music er væntanleg seinna á þessu ári.

 

 

Cashmere Cat:

Ferill norska tónlistarmannsins Magnus August Høiberg hófst þegar hann byrjaði að hlaða inn endurhljóðblöndum af lögum frá listamönnum á borð við Lana Del Rey, Drake, og Jeremih. Fyrsta útgáfa hans Mirror Maru ep kom svo út í haust við einróma lof gagnrýnenda. Það verður spennandi að fylgjast með Cashmere Cat á þessu ári.

 

 

Factory Floor:

Breska hljóðgervla hljómsveitin Factory Floor var stofnuð í London árið 2005. Frá þeim tíma hefur hljómsveitin þróast hægt og rólega, sent frá sér nokkrar smáskífur og gert plötusamning við DFA records sem mun gefa út fyrstu stóru plötu þeirra á þessu ári. Hjólin fóru fyrst að snúast hjá hljómsveitinni þegar Stephen Morris remixaði lag með henni fyrir tveimur árum síðan en hljómsveitinni hefur verið líkt við báðar hljómsveitir Morris – New Order og Joy Division. Fyrsta smáskífan af plötu Factory Floor heitir Fall Back og kemur út þann 14. janúar. Horfið á myndbandið við lagið hér fyrir neðan.

 

 

Foxygen:

Bandaríska indie-rokk dúóið Foxygen var stofnað árið 2005 í Westlake Village í Kaliforníu af tveimur ungum drengjum sem voru helteknir af hljómsveitinni Brian Jonestown Massacre. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá þeim Jonathan Rado og Sam France sem skipa bandið. Þeir gáfu sjálfir út heilan helling af ep plötum á árunum 2007 til 2011 en margar af þeim eru ekki fáanlegar í dag. Snemma árs 2011 voru þeir svo uppgötvaðir af tónlistarmanninum og upptökustjóranum Richard Swift sem meðal annars er meðlimur hljómsveitarinnar The Shins í dag. Hann tók upp fyrstu stóru plötu Foxygen Take The Kids Off Broadway sem kom út í júlí í fyrra. Núna tæpu hálfu ári eftir útgáfu þeirra plötu er hljómsveitin tilbúin með sína aðra plötu We Are The 21st Century Ambassadors of Peace & Magic sem kemur út þann 22. janúar næstkomandi. Hlustið á lagið No Destruction af plötunni sem er eins og fullkominn blanda af Velvet Underground, Bob Dylan og Pavement.

 

 

Guards:

Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar. Árið 2010  samdi Richie sjö lög  sem hann ætlaði Cults og sendi hann þau til Madeline. Henni fannst lögin frábær en ekki henta hljómsveitinni og lét þau á netið án þess að segja Richie frá því, nokkur blogg fóru á stað og síðan hafa margir beðið spenntir eftir fyrstu stóru plötu Guards. Þessi sjö lög urðu svo Guards ep sem var ofanlega á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2010. Guards var að senda frá sér kynningarmyndband með nýju lagi  fyrir væntanlega fyrstu plötu sveitarinnar In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar. Horfið á það og hlustið á nýjustu smáskífu Guards hér fyrir neðan.

 

Haim:

Systra tríóið Haim kemur frá Los Angeles og spila tónlist sem minnir á  rokksveitir 8. áratugarins. Hljómsveitin hefur eytt miklum tíma í upptökur á sinni fyrstu plötu sem væntanleg er á þessu ári. Þær hafa hent miklu efni á þeim tíma en lög sem heyrst hafa með sveitinn lofa mjög góðu og margir spá þeim mikilli velgengni á árinu. Hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves í nóvember við mikinn fögnuð viðstaddra.

 

 

Parquet Courts:

Síð pönk hljómsveitin Parquet Courts á rætur sínar að rekja til Texas en er nú staðsett í New York. Hljómur sveitarinnar minnir margt á margar af helstu gítarrokk hljómsveitum borgarinnar í gegnum tíðina. Fyrsta plata sveitarinnar leit dagsins ljós seint á síðasta ári og ber hún nafnið Light Up Gold og er stúttfull af metnaðarfullu gítarrokki.

 

Torres:

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres sem á ekki eftir að hjálpa henni að google sjálfan sig í framtíðinni. Torres sendi nýlega frá sér hið frábæra lag Honey sem er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu sem kemur út á þessu ári.