Tónleikahelgin 28.-31. október

 

Miðvikudagur 28. október

 

Gangly og Vagina Boys koma fram á Húrra. Hurð opnar 20:00 og tónleikar hefjast 21:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Hljómsveitin múm mun spinna tónlist við þýsku kvikmyndina Menchen Am Sonntag í Mengi. Sýning og tónleikar hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 30. október

 

Markús & The Diversion Sessions, Sveinn og Koi koma fram á Stofunni. Ókeypis inn.

 

Laugardagur 31. október

 

Teitur Magnússon og Ojba Rasta stíga á stokk í Lucky Records. Teitur fer á svið 15:00 og Ojba Rasta klukkan 17:00. Ókeypis inn og léttar veitingar í boði.

 

Big Band Samúels Jóns Samúelssonar kemur fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þeir lofa sjóðandi heitri súper heitri rjúkandi  blöndu af afróbíti, eþjópískum jass,funk, brasílísku samba og ýmsu öðru sem sem á sér enga hliðstæðu í sólkerfinu. Tónleikar hefjast 22:00 og aðgangseyrir er 2900.

Airwaves 2015 þáttur 3

Þriðji þáttur af fjórum þar sem Straumur hitar upp fyrir Iceland Airwaves 2015 á X-inu 977 verður á dagskrá frá 22:00 -0:00 í kvöld. Teitur Magnússon og Oculus kíkja í heimsókn, birt verða viðtöl við hljómsveitirnar Hinds og Weaves auk þess sem gefinn verður miði á hátíðina. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

Airwaves þáttur 3 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Ecstasy In My House – Operators
2) Shithole – Weaves
3) Do You See Past – Weaves
4) Tick – Weaves
5) Munaðarhóf – Teitur Magnússon
6) Nenni – Teitur Magnússon
7) Vinur Vina Minna – Teitur Magnússon
8) Davey Crockett – Hinds
9) Chili Town – Hinds
10) Garden – Hinds
11) Into The Deep – Oculus
12) Bending Time – Oculus
13) With The (Oculus remake) – Exos
14) Man Don’t Care (ft. Giggs) – Jme
15) Somewhere – Sekuoia
16) Evenings – Sekuoia

Straumur 26. október 2015

Í Straumi i kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Grimes, Junior Boys, EL VY, Pat Lok, Laser Life, The Pains Of Being Pure At Heart og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!



Straumur 26. október 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Laid (James cover) The Pains Of Being Pure At Heart
2) Flesh, Without Blood – Grimes
3) Life In The Vivid Dream – Grimes
4) Big Black Coat – Junior Boys
5) Return To The Moon – EL VY
6) It’s A Game – EL VY
7) Your Lips (ft. Dirty Radio) – Pat Lok
8) Last Cigarette – Darwin Deez
9) Time Machine – Darwin Deez
10) Nissan Sunny – Laser Life
11) Huarache Lights (A/JUS/TED remix) – Hot Chip
12) Tutti Frutti (Hot Chip remix) – New Order
13) Wolfpack – TĀLĀ
14) Bad Blood – Nao

Erlent á Airwaves – Meðmæli Straums

 

Þar sem að 17. Iceland Airwaves hátíðin er rétt handan við hornið mun Straumur í aðdraganda hátíðarinnar vekja athygli á þeim listamönnum og hljómsveitum sem okkur þykir verðskulda lof og áhorf. Í þessari fyrstu grein af mörgum verður tæpt á fimm erlendum:

 

H09909

 

Tilraunakennt hip hop með grófri sandpappírsáferð í anda sveita eins og Death Grips og clipping. H09909 koma fram á sérstöku straums-kvöldi á Nasa á föstudeginum og stíga á stokk 1:20 eftir miðnætti. Við bæði mælum með, og vörum við hljóð- og myndefninu hér fyrir neðan.

 

QT

 

QT er í fararbroddi hinnar svokölluðu PC-Music stefnu. Tónlistin er eins og avant garde útúrsnúningur á Aqua og Whigfield. Helíumraddir, sykursætt popp og Hello Kitty sett í gegnum hakkavél þannig út kemur stórfurðurlegt stafrænt kjötfars. Hey QT er nokkurs konar flaggskip senunnar en á það má hlýða hér fyrir neðan. QT kemur fram á Nasa klukkan 22:50 á laugardagskvöldinu.

 

Skepta

 

Breskur Grime-rappari með tækni á lager og karisma í tunnuvís. Skepta stígur á stokk í Listasafni Reykjavíkur á miðnætti á föstudagskvöldinu.

 

Battles

 

Hnífnákvæmt stærðfræðirokk á hæsta mögulega hljóðstyrk. Sá þá 2007 og hljóðhimnurnar eru ennþá að jafna sig. Spila í Silfurbergssal Hörpu klukkan 23:50 á laugardagskvöldinu.

 

Ariel Pink

 

Ariel Pink hefur um árabil verið í miklu uppáhaldi hjá ritstjórn Straums fyrir fádæma hugmyndaauðgi og firnasterkar jaðarpoppsmíðar sínar. Það var löngu tímabært að loftöldurnar fleyttu honum á Íslandsstrendur. Ariel Pink spilar í Silfurbergssal Hörpu klukkan 01:00 eftir miðnætti á föstudagskvöldinu.

Babies á Húrra

 

Gleðiflokkurinn Babies stendur fyrir dansiballi á Húrra Laugardaginn 24. október. Babies hafa unnið sér talsverða hylli sem eins konar ballhljómsveit tónlistargrúskarans. Spilagleðin er smitandi og lagavalið fer um víðan völl en þó með sterkri áherslu á diskó og fönk frá 8. og 9. áratugnum. Dansinn byrjar að duna 23:30 og það er fríkeypis inn. Tónleikahaldarar vilja svo koma á framfæri leiðbeinandi skilaboðum um hegðun á viðburðinum:

Leyfilegt er að leita sér að framtíðarmaka á svæðinu og ölvun skal vera viðingarlega virt sem og óspillt. Slagsmál skulu alls ekki vera stunduð og virðing við náungann í hávegum höfð. Klæðaburður er undir hverjum og einum komið en heitt mun vera á svæðinu svo munið eftir handhægum viftum eða þá vel andandi flíkum.

Tónleikar helgarinnar 22. – 24. október

Fimmtudagur 22. október

Hin breska tónlistarkona Chloé Raunet eða C.A.R. kemur fram ásamt Alex Cameron frá Ástralíu og Indriða á Paloma. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00

Samúel Jón Samúelsson Big Band kemur fram í Gamla Bíó. Miðaverð er 2900 standandi (niðri) 3900 sitjandi (uppi) og byrja tónleikarnir klukka 21:00

GravelRoad fry Seattle halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Grúska Babúska, Harpa, ÍRiS og Dísa Bláskjár hita upp fyrir Airwaves með tónleikum á Gauknum. Hús opnar kl. 20.30, og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 21.00, frítt inn.

Kanadíski tónlistarmaðurinn David Celia heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi á KEX Hostel. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og tónleikarnir byrja kl. 21:00.

Skelkur í Bringu & Godchilla koma fram á Húrra. 1.000 kr inn og tónleikarnir byrja kl. 21:00.

Föstudagur 23. október

Jón Ólafsson & Futuregrapher halda útgáfutónleika fyrir plötu sína Eitt í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar við Laugarnestanga. Einnig koma fram á tónleikunum listamennirnir Elin Ey og Murya. Miðaverð er 2900 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

Elín Helena, Mercy Buckets og Betty The Shark (FR/USA) spila á Bar 11! Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

Fox Train Safari og DALÍ halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir byrja kl. 22 og það er frítt inn

Laugardagur 24. október

Babies flokkurinn mun spila á Húrra frá klukkan 11:30. Það er ókeypis inn og talið verður talið í freyðandi góðan setlista sem ætlaður er hinum dansþyrstu.

GKR sendir frá sér myndband

Hinn stórskemmtilegi rappari GKR eða Gaukur Grétuson sendi í dag frá sér myndband við lagið Morgunmatur. Þetta litríka myndband var leikstýrt af Gauki sjálfum með aðstoð frá Bjarna Felix Bjarnasyni og var það tekið upp m.a. í Laugardalslaug. GKR var í viðtali í fyrsta Airwaves sérþætti Straums þetta árið sem hlusta má á hér!

Laser Life keyrir Nissan Sunny

 

Einyrkinn Laser Life var í dag að senda frá sér lagið Nissan Sunny af af væntanlegu breiðskífunni Polyhedron, sem verður hans fyrsta. Verkefnið er hliðarsjálf Breka Steins Mánasonar sem áður var gítarleikari harðkjarnasveitarinnar Gunslinger. Sem Laser Life rær hann á rafrænni mið og notast við barítóngítar og svuntuþeysara til að skapa hljóðheim undir áhrifum frá gamalli töluleikjatónlist og sveitum á borð við Ratatat og Apparat Organ Quartet.

 

Polyhedron er átta laga plata sem var tekin upp víða um land, en bróðurparturinn á Egilsstöðum og í Reykjavík. Curver úr Ghostigital kom að verkefninu og sá um hljóðblöndun og tónjöfnun. Laser Life kemur fram á Off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís á Iceland Arwaves hátíðinni og Polyhedron kemur út í nóvember. Hlustið á Nissan Sunny hér fyrir neðan en þess má til gamans geta listamaðurinn hefur keyrt um á þeirri bíltegund til fjölda ára.

Airwaves 2015 þáttur 2

Annar þáttur af fjórum þar sem Straumur hitar upp fyrir Iceland Airwaves 2015 á X-inu 977 verður á dagskrá frá 22:00 -0:00 í kvöld. Hið dularfulla dúó Vaginaboys og Haukur S. Magnússon ritstjóri Reykjavík Grapevine kíkja í heimsókn, auk þess sem gefinn verður miði á hátíðina. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

Airwaves 2015 þáttur 2 – 20. október by Straumur on Mixcloud

 

Straumur 19. október 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Beach House og Joanna Newsom, auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Martyn, Eleanor Friedberger, Run The Jewels og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.

Straumur 19. október 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Another Loser Fuck Up – Christopher Owens
2) Majorette – Beach House
3) One Thing – Beach House
4) Graveyard Girl (Yuksek remix) – M83
5) 160 Hospital Riddim – Rustie
6) Just Like We Never Said Goodbye – Sophie
7) U1-U8 -Martyn
8) The Things I Say – Joanna Newsom
9) Anecdotes – Joanna Newsom
10) False Alphabet City – Eleanor Friedberger
11) Jenny Come Home – Andy Shauf
12) Miles & Miles – Yacht
13) Rubble Kings Theme (Dynamite) – Run The Jewels
14) Dancing In The Dark – Hot Chip