Bestu erlendu plötur ársins 2020

25. Yves Jarvis – Sundry Rock Song Stock 

24. Run The Jewels – RTJ4 

23. Juan Wauters – Más Canciones de La Onda

22. Mac Miller – Circles

21. Gia Margaret – Mia Gargaret

20. Arca – KiCK i 

19. Four Tet – Sixteen Oceans

18. Fleet Foxes – Shore

17. Shabazz Palaces – The Don Of Diamond Dreams  

16. The Strokes – The New Abnormal

15. Alaska Reid – Big Bunny 

14. Sufjan Stevens – The Ascension

13. Salem – Fires In Heaven 

12. Phoebe Bridgers – Punisher

11. Kelly Lee Owens – Inner Song

10. Caribou – Suddenly 

9. Bullion – We Had A Good Time 

8. Ela Minus – acts of rebellion

7. Session Victim – Needledrop 

6. Jessy Lanza – All The Time 

5. Westerman – Your Hero Is Not Dead

4. SAULT – Untitled (Black Is) 

3. Khruangbin – Mordechai

2. Róisín Murphy – Róisín Machine 

1. Andy Shauf – The Neon Skyline 

Bestu erlendu lög ársins 2020

50) Settle (feat. XXYYXX) – xander.

49) Jupiter Jaxx – Posthuman

48) Long Road Home – Oneohtrix Point Never

47) Where are the Keys??? – Blue Hawaii

46) OHFR – Rico Nasty

45) Car Keys – A. G. Cook

44) In Every Mountain – Yves Jarvis

43) Look How We Started – beaux

42) 12.38 – Childish Gambino

41) Heartbreak – Bonobo & Totally Enormous Extinct Dinosaurs

40) Birthday (ft. Kehlani & Syd) – Disclosure

39) fuego (feat. Tyler, The Creator) – Channel Tres

38) Video Game – Sufjan Stevens

37) Idontknow- Jamie xx

36) Sue 2 – Koney

35) Punisher – Phoebe Bridgers

34) out of sight (feat. 2 Chainz) – Run The Jewels

33) Automatic Driver (Tyler The Creator remix) – La Roux

32) How Lucky (feat. John Prine) -Kurt Vile

31) Wading In Waist High Water – Fleet Foxes

30) Living On Silence – Das Body

29) Time – Arca

28) The Difference (ft. Toro y Moi) – Flume

27) Read My Lips – Jessie Ware

26) Damn Right – Audrey Nuna

25) Libra v9B – Baltra

24) Anyone Around – Jessy Lanza

23) Arpeggi – Kelly Lee Owens

22) Circles – Mac Miller

21) Feel the Way I Want – Caroline Rose

20) Uncle Brian’s Abattoir – Trampolene & Peter Doherty

19) Is It True – Tame Impala

18) Disco Kitchen – Garden & Villa

17) Magpie – Caribou

16) Insect Near Piha Beach – Four Tet

15) Boys From Town – Alaska Reid

14) The Line – Westerman

13) Muy Muy Chico – Juan Wauters

12) HIT EM WHERE IT HURTS – PawPaw Rod

11) Dominique – Ela Minus

10) Toyota – Oklou & Flavien Berger

9) Eternal Summer – The Strokes

8) Isle Of Taste – Session Victim

7) Neon Skyline – Andy Shauf

6) Pray Up Stay Up – SAULT

5) Starfall – Salem

4) Jealousy – Róisín Murphy

3) Clipper (Another 5 Years) – Overmono

2) So We Won’t Forget – Khruangbin

1) We Had A Good Time – Bullion

Listi á Spotify með öllum lögunum:

Straumur 8. júní 2020

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Westerman, Run The Jewels, No Age og Sonic Booms auk þess sem flutt verða lög frá Shabazz Palaces, Jayda G, Romare og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00. 

1) Think I’ll Stay – Westerman

2) Paper Dogs – Westerman

3) Mega Church – Shabazz Palaces

4) Out of sight (ft. 2 Chainz) – Run The Jewels

5) The Ground Below – Run The Jewels

6) Both Of Us – Jayda G

7) Sunshine – Romare 

8) Puzzled – No Age 

9) Agitating Moss  – No Age

10) Sue 2 – Koney 

11) Hringrás – Ari Árelíus 

12) Earth Note – Kush Jones 

13) Just a Little Piece Of Me Sonic Boom 

14) Tawkin Tekno – Sonic Boom 

15) Old Friends/Bookends – Marissa Nadler 

Straumur 2. janúar 2017

Í fyrsta þætti af Straumi á þessu ári verður farið yfir nýtt efni frá listamönnum á borð við Run The Jewels, The xx, Yucky Duster, DJ Seinfeld og Grouper. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

1) Legend Has It – Run The Jewels
2) Call Ticketron – Run The Jewels
3) Hey Kids (Bumaye) (featuring Danny Brown) – Run The Jewels
4) Terrified (Zikomo remix) – Childish Gambino
5) Say Something Loving – The xx
6) The Ropes – Yucky Duster
7) U – DJ Seinfeld
8) Always I Come Back To That – DJ Seinfeld
9) Angel – Mozart’s Sister
10) To be without you – Ryan Adams
11) I’m Clean Now – Grouper
12) Headache – Grouper

 

Jólastraumur 30. nóvember 2015

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Vaginaboys, Run The Jewels, Dum Dum Girls, YACHT, Walkmen og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Jólastraumur 2015 by Straumur on Mixcloud

1) White Christmas (Kaskade remix) – Bing Crosby
2) Jólalag – Vaginaboys
3) Christmas Alone – YACHT
4) What Begins On New Years Day – Robert Pollard
5) Christmas 2014 – Will Butler
6) On Christmas – Dum Dum Girls
7) Merry Xmas, Baby (Please Don’t Die) – Crocodiles & Dum Dum Girls
8) A Christmas Fucking Miracle – Run The Jewels
9) Put The lights on the tree – Sufjan Stevens
10) Is This Christmas? – Applennium
11) We Met Bernard Sumner At A Christmas Party Last Night – Marsheaux
12) Christmas (I Want a new Sheel) – The Snails
13) I Believe In Father Christmas – Mark Kozelek
14) Wonderful Christmas Time – CowTown
15) Christmas, Baby Please Come Home – Hellbirds
16) Holiday Road – The Walkmen
17) Christmas Party – The Walkmen

undirspil: Hark! The Herald Angels Sing! – Sufjan Stevens

Straumur 19. október 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Beach House og Joanna Newsom, auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Martyn, Eleanor Friedberger, Run The Jewels og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.

Straumur 19. október 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Another Loser Fuck Up – Christopher Owens
2) Majorette – Beach House
3) One Thing – Beach House
4) Graveyard Girl (Yuksek remix) – M83
5) 160 Hospital Riddim – Rustie
6) Just Like We Never Said Goodbye – Sophie
7) U1-U8 -Martyn
8) The Things I Say – Joanna Newsom
9) Anecdotes – Joanna Newsom
10) False Alphabet City – Eleanor Friedberger
11) Jenny Come Home – Andy Shauf
12) Miles & Miles – Yacht
13) Rubble Kings Theme (Dynamite) – Run The Jewels
14) Dancing In The Dark – Hot Chip

Fimmtudagskvöldið á All Tomorrow’s Parties

Mynd: Óli Dóri

All Tomorrow’s Parties tónlistarhátíðin var sett með trukki í gær og allsvakalegri dagskrá. Ég mætti í Keflavík um sjöleitið til að sjá Ninja Tune pródúsantinn Bug í Atlantic Studios og hann heiðraði lágu tíðnirnar svo um munar. Hann framleiðir einhvers konar blöndu af reggíton og hip hop og hljómaði dálítið eins og prótótýpan af Major Lazer. Bassadroppin voru eins og kjarnorkusprengjur og heil sveit af lögreglubílasírenum var mætt í síðasta lagið. Sér til halds og traust hafði hann söngkonu og tvo rappara sem peppuðu krádið upp í hæstu hæðir.

 

Byltingin verður ekki borðuð (allavega ekki í morgunmat)

 

Þar næst var komið að blökku byltingarfréttaveitunni Public Enemy. Þeir mættu með sex manna herdeild með sér sem hafði þann helsta starfa að standi vígalegir með krosslagðar hendur eða hnefa upp í loft eftir tilefninu. Chuck D fór í loftköstum um sviðið milli þess að predika yfir mannsöfnuðinum og Flavor Flav fór með hlutverk sitt sem hinn upprunalegi hype-maður af stakri sturlun. Á einum tímapunkti tilkynnti hann að daginn áður hafi hann verið að eignast sitt sjötta barnabarn og áhorfendaskarinn sjúllaðist í fagnaðarlátum. Ég fílaði leikrænu tilburðinu og hersýningar-væbið og það eina sem skemmdi fyrir var hljóðið. Það er ákveðinn glæpur að sjá eina byltingarkenndustu rödd tónlistarsögunnar á sviði en heyra stundum vart orðaskil því henni er drekkt í bassa.

 

Við erum öll hundar

 

Næstu á svið var pönkafinn og leðureðlan Iggy moðerfokking Popp. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur dúndraði strax í slagarana I Wanna Be Your Dog, Lust For Life og Passenger. Iggy virðist vera einhvers konar vampíra. Hann hefur litið eins út í 15 ár og hlýtur að hafa selt einhverjum vafasömum sál sína til þess að halda sinni frábæru rödd kominn á þennan aldur og geta hlykkjast svona um sviðið. Þekktur íslenskur söngvari spyr oft hvort það séu ekki allir sexí. Svarið er nei, en Iggy var það svo sannarlega þetta kvöld og miklu meira til. Við vorum öll hundurinn hans.

 

Fánaberar krúttindístefnunnar í Belle And Sebastian voru næst og léku á alls oddi í nýju og gömlu efni. Þau voru með strengjasveit, trompet og allar græjur þannig að lög eins og Summer Is Wasted, I’m a Coockoo og Boy With The Arab Strab hljómuðu frámunalega vel. Sérstaklega fannst mér gaman að heyra eldgamla lagið Dog on Wheels þar sem íslenski trompetleikarinn Eiríkur fór á kostum.

 

Demantar sem glampar á

 

Það var farið að tæmast nokkuð í skemmunni þegar Run The Jewels byrjuðu en það var missir þeirra sem fóru. El-P og Killer Mike eru ferskasta rappdúó undanfarinna ára og kemistrían á milli þeirra var ósvikin og smitandi. Þeir skoppuðu í takt um sviðið, göntuðust og kláruðu línur hvors annars af fádæma krafti, öryggi og áreynsluleysi. Það verður þó að segjast að hljóðið hefði getað verið betra, líkt og á Public Enemy var bassinn full yfirgnæfandi og átti það til að fletja út raddirnar og háu tíðnirnar.

 

Heilt yfir var kvöldið helvel heppnað og það sem stóð upp úr var Afi Pönk, Iggy Pop, sem að sprengdi kúlskalann í loft upp af endalausu öryggi.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Topp 10 erlend atriði á ATP

Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties hefst á morgun og í tilefni af því setti Straumur saman lista með þeim tíu erlendu atriðum sem við mælum sérstaklega með. Við hvetjum alla til að leggja land undir fót (í 40 mínútna rútuferð til Ásbrú) og njóta þess mikla tónlistarhlaðborðs sem boðið er upp á um helgina. Á straum.is næstu daga verður svo hægt að lesa umfjöllun um hátíðina.

 

Belle and Sebastian

 

Eitt stærsta indí band allra tíma hefur aldrei klikkað í tvo áratugi þó svo plöturnar séu vissulega misgóðar. Þeir hafa hins vegar sannað sig sem spikfeitt live-band og síðasta plata þeirra inniheldur fádæma funky partýslagara á borð við Party Line. Við sáum þá á Primavera hátíðinni fyrir örstuttu síðan og það kemur enginn svikinn af tónleikum með þeim.

 

The Field

 

Sænski raftónlistarmaðurinn The Field reiðir sig á naumhyggju og endurtekningu sem fer með hlustendur í ferðalag um leiðsluástand. Hljóðheimurinn er byggður úr sekúndubrots hljóðbútum sem er raðað saman af nákvæmni og hugvitssemi sem eiga fáa sína líka.

 

Run The Jewels

 

Run The Jewels er samstarfsverkefni El-P og Killer Mike sem hófst þegar að sá fyrrnefndi pródúseraði plötu fyrir þann síðarnefnda. Meðan á upptökum stóð hófur þeir samstarf í stúdíóinu og ákváðu svo að gefa afraksturinn ókeypis á netinu. Það vatt svo aldeilis upp á sig og var valin ein besta plata ársins sem þeir fylgdu síðan eftir með Run The Jewels 2 sem toppaði marga árslista um síðustu áramót.

 

The Bug

 

Paddan er listamannsnafn hins breska Kevin Martin sem gefur út hjá hinni fornfrægu Ninja Tune útgáfu. Hann blandar saman reggí-i við trip- og hip hop í ómótstæðilega grautarsúpu sem unun er á að hlíða.

 

Iggy Pop

 

Gamli ber að ofan pönkafinn er ennþá í fullu fjöri og ristjórnarmeðlimir straum.is geta borið vitni um að tónleikar hans í Listasafni Reykjavíkur fyrir örfáum árum stóðu fyllilega undir öllum væntingum.

 

Swans

 

Goðsagnakennda no wave hljómsveitin Swans er nú loksins að koma til landsins eftir að fellibylurinn Sandy kom í veg fyrir tónleika þeirra á Airwaves árið 2012. Plata þeirra Be Kind lenti ofarlega á mörgum árslistum yfir bestu plötur 2014 og tónleikar þeirra eru alræmdir fyrir allra handa tæting og trylling.

 

Lighnting Bolt

 

Óhljóðadúettinn Lighting Bolt er frægur fyrir óhefðbundna nálgun á tónleika þar sem þeir spila iðulega niðrá gólfi frekar en uppi á sviðinu. Trommari þeirra Brian Chippendale vann með Björk á plötunni Volta.

 

Public Enemy

 

Svarta fréttaveitan má kannski muna fífil sinn fegurri en Chuck D býr yfir meiri orku en Kárahnjúkavirkjun og Flavor Flav veit svo sannarlega ennþá hvað klukkan slær. Trúið hæpinu og berjið niður valdið.

 

Ice Age

 

Dönsku unglingarnir í Ice Age sóttu Ísland heim á Airwaves í hittí fyrra og trylltu viðstadda með óviðjafnanlegum hávaða og ungæðislegri sviðsframkomu.

 

Mudhoney

 

Mudhoney hafa starfað í þrjá áratugi og voru leiðandi afl í grugg-senunni frá Seattle borg í byrjun tíunda áratugarins.

Straumur 29. júní 2015 – ATP sérþáttur

Straumur kvöldsins er helgaður ATP hátíðinni sem fram fer í Ásbrú um næstu helgi. Fjallað verður um bönd og listamenn á borð við Run The Jewels, Iceage, Mudhoney, Iggy Pop, The Field, The Bug, Belle and Sebastian og fleiri auk þess sem flutt verður viðtal við Michael Gira forsprakka hljómsveitarinnar The Swans. Straumur með Óla Dóra milli ellefu og tólf á X-inu 977!

Straumur 29. júní 2015 – ATP Iceland by Straumur on Mixcloud

1) Blockbuster Night Part 1 – Run The Jewels
2) Run Tee Jewels – Run The Jewels
3) Fight The Power – Public Enemy
4) Play For Today – Belle & Sebastian
5) Love Will Tear Us Apart – Swans
6) Remember – Iceage
7) Urban Guerilla – Mudhoney
8) Loose – Iggy Pop & The Stooges
9) A Paw In My Face – The Field
10) Void – The Bug
11) THe Modern Age – Chelsea Wolfe

Bestu erlendu lög ársins 2014

50. Master Pretender – First Aid Kit

 

49. Salad Days – Mac DeMarco

 

48. Gold Coins – Charli XCX

 

47. 5thep – Todd Osborn

 

46. Archie Marry Me – Alvvays

 

45. Human Sadness – Julian Casablancas + The Voidz

 

44. You Stessin – Bishop Nehru

 

43. Fiona Coyne – SAINT PEPSI

 

42. Talking Backwards – Real Estate

 

41. Drive, Pt. 1 – Ben Khan

 

40. 1998 – Chet Faker

 

39. Chandelier (Four Tet Remix) – Sia

 

38. Blockbuster Night Part 1 – Run The Jewels

 

37. Love Letters (Soulwax remix) – Metronomy

 

36. Hey Life – tUnE-yArDs

 

35. Birthday Song – Frankie Cosmos

 

34. Got To My Head – Waters

 

33. Mister Main – Ty Segall

 

32. Uncast Shadow Of A Southern Myth – Parkay Quarts

 

31. Completely Not Me – Jenny Lewis

 

30. Sing To Me (ft. Karen O) – Walter Martin

 

29. Never Catch Me (ft .Kendrick Lamar) – Flying Lotus

 

28. Little Fang – Avey Tare

 

27. Put Your Name In My Phone – Ariel Pink

 

26. Mr Tembo – Damon Albarn

 

25. Lay-by – Tennyson

 

24. King Bromeliad – Floating Points

 

23. The Lens – The Oh Sees

 

22. The British Are Coming – Weezer

 

21. 11 O’Clock Friday Night – Hamilton Leithauser

 

20. Better Blues – Chance The Rapper

Er hægt að gera hugljúft og bjartsýnt lag sem fjallar um hatur á öllum sköpuðum hlutum og sálum, hatur sem beinist jafnt að samfélaginu og sjálfum sér? Chance The Rapper svaraði þeirri spurningu játandi með laginu Better Blues. Við hötum það ekki.

19. Tough Love (Cyril Hahn remix) – Jessie Ware

Í þessari hugvitssamlegu endurhljóðblöndun er komin dansvænleg bassatromma á hvert slag, en fínleg og allt að því loftkennd rödd Jessie Ware trónir hins vegar yfir öllu saman og nýtur sín einstaklega vel.

18. Why (ft. Nate Salman) – Les Sins

Chaz Bundick, betur þekktur sem Toro Y Moi, sýndi á sér ferska hlið á árinu með þessum fönk- og diskóskotna danssmelli. Áferðin er organísk og söngurinn einlægur en bassatromman en þyngri en oft áður, svo lagið flýtur beinustu leið á dansgólfið.

17. Digital Witness – St. Vincent

Það er deginum ljósara að St. Vincent hefur drukkið í sig áhrif frá samstarfinu við David Byrne, því Digital Witness hljómar eins og nýstárlegur snúningur á týndum Talking Heads smelli. Textinn fjallar um póstmódernískra tæknifyrringu nútímamannsins og ofgnótt upplýsingasamfélagsins með brassaðri uppsveiflu og firnagóðu gripi í viðlaginu.

16. Alfonso Muskedunder – Todd Terje

Þó að Todd Terje hafi mest unnið innan geimdiskórammans er hann þó mikið ólíkindatól og jafnfær á ýmsar strauma og stefnur. Í Alfonso Musketer er hann að vinna úr arfleið kvikmyndatónlistar 8. áratugarins, djassað spæjarafönk í sjö áttundu þar sem sótt er jöfnum höndum í smiðju Lalo Schifrin og Henry Mancini. Ekkert af þessu skiptir hins vegar máli þegar þú ert í villtum dillidansi sem er óhjákvæmilegt þegar lagið berst til eyrna.

15. Flashlight – Bonobo

Bonobo átti frábæra tónleika á Sónar hátíðinni og sýndi það í þessu lagi að hann hefur þróast talsvert frá trip hop-inu sem kom honum á kortið fyrir um áratug síðan. Flashlight er fönkí house-lag sem er dregið áfram af grófum bassaslætti í bland við ótal tegundir af exótískum ásláttarhljóðum.

14. Back, Baby – Jessica Pratt

Back, Baby hljómar eins það hafi verið tekið upp fyrir 50 árum síðan og ég veit ekkert hvaðan þessi rödd kemur. Ekki af þessum heimi allavega, til þess er hún of skrýtin og falleg.

13. True Love – Tobias Jesso jr

Tobias Jesso jr sækir innblástur til helstu meistara melódramatíkurinnar, Billy Joel og Elton John, í þessari lágstemmdu en þó mikilfenglegu píanóballöðu.

12. Alena – Yumi Zouma

Alena er svo létt og leikandi að það er næstum því þyngdarlaust. Undurfögur röddin svífur yfir house píanói og alls konar hljóðum sem minna á strandir og sjávarföll.

11. Soda – Azealia Banks

Töffarlegt rapp og attitúd Banks er fullkomið lím fyrir þá 50/50 blöndu af House og hip hoppi sem þessi óstöðvandi danssmellur er gerður úr.

10. 2 Is 8 – Lone

2 is 8 hljómar eins og takturinn úr einhverjum gullaldar hip hop slagara nema í eylítið hraðara tempói. Í stað rapps fáum við svo hljóðgervlamelódíur sem tvístrast eins og lækjarsprænur í ótal áttir yfir hoppandi bítinu.

9. minipops 67 [120.2][source field mix] – Aphex Twin

Í þessu fyrsta lagi frá Aphex Twin í óralangan tíma mátti heyra níðþungan og margbrotinn takt í bland við draugalegar raddir, bjagaða píanóhljóma og ægifögur synþahljóð í súpu sem gæti ekki hafa verið framreidd af neinum öðrum en séní-inu sjálfu. Það er eins og Alberto Balsam, Windowlicker og Iz-Uz í hárréttum hlutföllum. Það var gott að fá Aphex-inn sinn aftur.

8. Pretty Girls – Little Dragon

Óaðfinnanlegur hljómur, frumlega strengjaútsetningar, endalaus smáatriði í hverju horni og rödd söngkonu Little Dragon gera Pretty Girls að nánst ósnertanlegu popplagi, á ári með harða samkeppni í þeirri deild.

7. Rocketship (Daniel Johnston cover) – The Unicorns

Hin fornfræga indísveit Unicorns sneri aftur á árinu með túr um heiminn og þessa dásamlegu ábreiðu af Daniel Johnston í farteskinu. Þeir heiðra gamla meistarann og furðufuglinn með ótrúlega frjórri útgáfu sem sækir jöfnum höndum í skynvillutónlist og gamaldags vísindaskáldskap.

6. Two Weeks – FKA Twigs

FK Twigs hafði lengi byggt upp hæpið fyrir sína fyrstu breiðskífu sem loksins kom á árinu. Two Weeks var hæsti tindurinn í þeim mikla fjallgarði sem platan er, loksins er komin söngkona til að leiða trip hoppið inn í framtíðina.

5. Silver – Caribou

Caribou virðist vera ófær um að gera lélega eða leiðinlega tónlist, og þrátt fyrir stærðfræðigráðuna og nákvæmnina er mannleg hlýja í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Á Our Love er hann í hugljúfum og allt að því væmnum gír, en í besta lagið að okkar mati var Silver. Það hefur seigfljótandi synþabassa með höktandi raddsampli, smekklegum strengjum og dúnmjúkum söng Daniel Snaith. Bara það hefði nægt því til að komast á þennan lista, en hækkunin og kaflaskiptingin sem hefst á 3:23 fleytir því alla leið í fimmta sætið. Þá eru allir synþar tvíkaðir í botn og endalausar arpeggíur og melódíur fossast yfir þig og valda gæsahúð á gæsahúð ofan og hækkandi sálarhita. Hljómar eins og að troða alsælu í eyrun á sér.

4. How Can You Really – Foxygen

Okkur hættir til þess að gleyma því að í rauninni fögnum við jólunum því þá fara dagarnir að lengjast aftur, með öðrum orðum, þá er styttra í sumarið. Foxygen áttu bestu plötu ársins 2013 að okkar mati en platan sem kom út í ár var nokkuð mistæk. Hún gaf okkur þó eitt allra besta lag ársins sem er svo mikið sumar að það drýpur sólskin af hverjum píanóhljómi og saxafónblæstri. Við hlökkum til sumarsins í hver sinn sem við hlustum.

3. L – Tycho

L er eins og heitt teppi í svartasta skammdeginu, ekki svona sem stingur heldur úr mjúkri flís sem þú hjúfrar þig inn í eins og púpa. Lagið hreinlega umvefur þig á alla vegu og gerir slæma daga bærilega og góða daga eins og lúr á bleikfjólubláu skýi. Angurvær elektróníkin fyllir út í og aðlagast hverju því herbergi þar sem hún ómar og er alltaf og alls staðar viðeigandi.

2. Wave 1 – Com Truise

Com Truise verður ólíkt rímnafna sínum í vísindakirkjunni bara betri og betri með tímanum. Það heyrist glöggt á hans nýjustu skífu, Wave 1, og hvergi betur en í titillaginu þar sem öldur af melódíum skella á hlustandanum hver á eftir annarri. Þetta er raftónlist með sammannlega eiginleika, þú skynjar ástríðuna og natnina á bak við hvert einasta hljóð og nótu.

1. On The Regular – Shamir

Frumburður hins 19 ára gamla Shamir Baily, Ep-platan Northtown, var algjört afbragð og lagið If It Wasn’t True hefði lent ofarlega á árslistanum ef við takmörkuðum okkur ekki við eitt lag á hvern listamann. Í október staðfesti Shamir hins vegar undraverða tónlistarhæfileika og það að hann ætlaði sér langt, því On the Regular er það sem á ensku er stundum kallað Calling Card. Lag sem segir “Hér er ég og mættur á svæðið!”, með sjálfstraust og attitúd vigtað í tonnum. On The Regular hefst á kúabjöllu og inniheldur groddalegt elektró, óldskúl rapp, sungna brú og stórkostlegt myndband. En það er flutningur Shamirs sem heldur því saman; naívur en samt fullorðins, macho og kvenlegur á sama tíma, glettinn en samt alls ekki að grínast. Í okkar bókum verðskuldar það lag ársins 2014 og við munum fylgjast stíft með Shamir á því næsta.