Straumur 6. maí 2024

Jessica Pratt, Bullion, 2Hands, Channel Tres, Óviti, Nikki Nair, The Lemon Twigs og fleiri koma við sögu í Straumi með Óla Dóra klukkan 22:00 á X-inu 977!

1) Left&Right – 2Hands

2) Euphoria – Kendrick Lamar

3) Not Like Us – Kendrick Lamar

4) Berghain (ft. Barney Bones) – Channel Tres

5) Worm – Nikki Nair

6) With Balance – Metronomy, Naima Bock, Joshua Idehen

7) The Last Year – Jessica Pratt

8) Empires Never Know – Jessica Pratt

9) By Hook or by Crook – Jessica Pratt

10) Korter – Óviti 

11) Klístrið – Fly guy 

12) Glory Box (Portishead cover) – Ari Árelíus

13) Church Bells – The Lemon Twigs 

14) Sweet Vibration – The Lemon Twigs 

15) Can’t Be Still – Illuminati Hotties 

16) Your Father – Bullion 

17) Cavalier – Bullion 

18) Goldenrod – Lyle De Vitry 

19) All Born Screaming (ft. Cate Le Bon) – St. Vincent 

Straumur 19. febrúar 2024

Vampire Weekend, Four Tet, Little Simz, Kim Gordon, Skuggasveinn, Jessica Pratt, salute og fleiri koma við sögu í Straumi í kvöld. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra hefst á slaginu 22:00 á X-inu 977. 

1) Daydream Repeat – Four Tet

2) Capricorn – Vampire Weekend

3) Gen-X Cops – Vampire Weekend

4) Life Is – Jessica Pratt

5) Mood Swings – Little Simz

6) I’m A Man – Kim Gordon 

7) Brown Paper Bag – DIIV

8) Náttdrottningin (ft. dj flugvél og geimskip) – Skuggasveinn 

9) Bored – Waxahatchee 

10) Common Blue – Warpaint

11) Each Night (Boys’ Shorts Remix) – Poolside

12) system – salute

13) Snusa (Terrordisco remix) – Biggimaus

14) Babylon (ft. Quiet Blue) – Dugong jr

15) When All You Can Manage Is A Sigh – Georgia Gets By 

16) Hues – Andervel

Straumur 29. október 2018

Í Straumi í kvöld verður ný tónlist frá Toro Y Moi, O Future, Galleriet, Bendik Giske, Robyn, Jessica Pratt og mörgum öðrum listamönnum til umfjöllunar. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Smell You – o Future 

2) Freelance – Toro Y Moi

3) Agua Congas (PROJECT PABLO REMIX) – Paula Tape

4) Surface Tension – Tomos

5)  Human Being – Robyn

6) Mute – Club Night

7) Trance – Club Night

8) Senga – Galleriet

9) Signorelli – Galleriet

10) Adjust (Lotic Remix) – Bendik Giske

11) Corfu – Beirut

12) Can’t Forget – The Lemonheads

13) Sleep It off – Leon Chang

14) This Time Around – Jessica Pratt

Bestu erlendu plötur ársins 2015

Straumur árslisti 2015 – 30 bestu erlendu plötur ársins by Straumur on Mixcloud

30) Dr. Dre – Compton

29) Neon Indian – VEGA INTL. Night School

28) Built To Spill – Untethered Moon

27) Titus Andronicus – The Most Lamentable Tragedy

26) Seven Davis Jr. – Universes

25) Earl Sweatshirt – I Don’t Like Shit, I Don’t Go Outside

24) Jessica Pratt – On Your Own Love Again

23) Thundercat – The Beyond / Where the Giants Roam

22) D.R.A.M. – Gahdamn!

21) Ezra Furman – Perpetual Motion People

20) Roisin Murphy – Hairless Toys

19) Blur – The Magic Whip

18) Empress Of – Me

17) Grimes – Art Angels

16) Deerhunter – Fading Frontier

15) Hudson Mohawke – Lantern

14) Waxahatchee – Ivy Tripp

13) Tobias Jesso Jr. – Goon

12) Sufjan Stevens – Carrie & Lowell 

11) Jamie xx – In Colour

10) SOPHIE – PRODUCT

PC- music prinsinn og ólíkindatólið Sophie sendi þessa vöru sína í hillur plötubúða í lok síðasta mánaðar. Á plötunni Product má heyra átta smáskífur frá Sophie sem eru hver annarri hressari.   

9) Fred Thomas – All Are Saved

All Saved er níunda sólóplata indie-kempunar Fred Thomas frá Michigan sem einnig er meðlimur í lo-fi bandinu Saturday Looks Good to Me. Platan er hans metnaðarfyllsta verk til þessa og það fyrsta til að fá drefingu á alþjóðavísu.

8) Unknown Mortal Orchestra – Multi-Love

Þriðja plata Unknown Mortal Orchestra byggir ofan á þéttan grunn af bítlalegu og léttsíkadelísku fönkrokki en bætir við nokkrum litum í hljómpalettuna. Útkoman er fjölbreyttari verk en áður, bæði þegar kemur að hljóðheim og uppbyggingum laga.

7) Kurt Vile – believe i’m going down…

Það gerist ekki afslappaðra og huggulegra gítarpoppið en hjá Kurt Vile, en samt er alltaf kaldhæðinn broddur í textagerðinni. believe i’m going down… er gríðarlega heilsteypt og góð plata þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og hans síðasta, Walking on a pretty daze.

6) Courtney Barnett – Sometimes I Sit And Think, And Sometimes I Just Sit

Hin ástralska Courtney Barnett nær hér á undraverðan hátt að blása lífi í glóðir slakkerrokks 10. áratugarins. Á þessari plötu sem ber besta titil ársins syngur Barnett algjörlega áreynslulaust um tilgangsleysi hversdagslífsins á svo næman hátt að það er ekki hægt annað en að heillast með. Svo eru feikisterkar lagasmíðar alls ekki að skemma fyrir. Frábær plata.

5) Kelela – Hallucinogen

Tónlistarkonan Kelela fylgdi á eftir mixtape-inu Cut 4 Me frá árinu 2013 með þessari silkimjúku ep plötu sem nær hápunkti sínum í laginu Rewind. Á plötunni naut hún meðal annars aðstoðar upptökustjórans Arca sem gefur henni skemmtilegan framtíðarblæ.

4) Kendrick Lamar – To Pimp A Butterfly

Kendrick Lamar tókst að standa undir nánast óbærilegum væntingum sem skapast höfðu eftir good kid m.A.A.d. city, með hinni óheyrilega metnaðarfullu og fjölbreyttu To Pimp A Butterfly. Á skífunni úir og grúir af frábærum pródúsöntum og heyra má áhrif frá jassi, slamljóðum og G og P-fönki. En yfir öllu því gnæfir rödd Kendrick og flæðir yfir alla bakka eins og Amazon. To Pimp A Butterfly er nýkomin út en manni finnst hún strax vera orðin hluti af kanónunni í vesturstrandarrappi.

3) D.K. – Love On Delivery

Love Delivery er seyðandi og stöðug stuttskífa frá franska tónlistarmanninum D.K. Fullkomin á ströndina.

2) Rival Consoles – Howl

Breski raftónlistarmaðurinn Ryan Lee West, sem gefur út tónlist undir nafninu Rival Consoles, sendi frá sér lifandi raftóna í október á plötunni Howl sem minna á köflum á bestu verk tónlistarmanna á borð við Jon Hopkins og Aphex Twin.

1) Tame Impala – Currents

Hinn stjarnfræðilega hæfileikaríki Kevin Parker virðist ófær um að stíga feilspor og Tame Impala er á góðri leið með að verða Flaming Lips sinnar kynslóðar. Tame Impala taka 60’s síkadelíuna sína alvarlega og andi og fagurfræði hennar skín í gegn í öllum verkum sveitarinnar, ekki síst í stórkostlegum myndböndum og myndefni. Á þessari þriðju og jafnframt bestu plötu sveitarinnar fer minna fyrir gíturum en þeim mun meira er um útúrspeisaða hljóðgervla og trommuheila. Opnunarlagið Let It Happen er eitt allra sterkasta lag ársins og platan sem á eftir fer er löðrandi í grípandi viðlögum en en á sama tíma sprúðlandi í hugvíkkandi tilraunastarfsemi. Straumarnir á þessari plötu eru þungir og eiga eftir að fleyta Tame Impala langt. Bravó.

Straumur 26. janúar 2015

 

Í Straumi í kvöld skoðum við nýjar plötur frá Jessica Pratt og  Natalie Prass auk þess sem við kíkjum á nýtt efni frá José González, St. Vincent, Operators og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Back, Baby – Jessica Pratt

2) Ecstasy In My House – Operators

3) Bad Believer – St. Vincent

4) Leaf Off / The Cave – José González

5) How Could You Babe – Tobias Jesso Jr.

6) Greycedes – Jessica Pratt

7) Moon Dude – Jessica Pratt

8) diskhat ALL prepared1mixed 13 – Aphex Twin

9) Temple Sleeper – Burial

10) Reprise – Natalie Prass

11) Violently – Natalie Prass

12) Never Over You – Natalie Prass

13) Ophelia – Marika Hackman

14) Fleece – Gabi

Bestu erlendu lög ársins 2014

50. Master Pretender – First Aid Kit

 

49. Salad Days – Mac DeMarco

 

48. Gold Coins – Charli XCX

 

47. 5thep – Todd Osborn

 

46. Archie Marry Me – Alvvays

 

45. Human Sadness – Julian Casablancas + The Voidz

 

44. You Stessin – Bishop Nehru

 

43. Fiona Coyne – SAINT PEPSI

 

42. Talking Backwards – Real Estate

 

41. Drive, Pt. 1 – Ben Khan

 

40. 1998 – Chet Faker

 

39. Chandelier (Four Tet Remix) – Sia

 

38. Blockbuster Night Part 1 – Run The Jewels

 

37. Love Letters (Soulwax remix) – Metronomy

 

36. Hey Life – tUnE-yArDs

 

35. Birthday Song – Frankie Cosmos

 

34. Got To My Head – Waters

 

33. Mister Main – Ty Segall

 

32. Uncast Shadow Of A Southern Myth – Parkay Quarts

 

31. Completely Not Me – Jenny Lewis

 

30. Sing To Me (ft. Karen O) – Walter Martin

 

29. Never Catch Me (ft .Kendrick Lamar) – Flying Lotus

 

28. Little Fang – Avey Tare

 

27. Put Your Name In My Phone – Ariel Pink

 

26. Mr Tembo – Damon Albarn

 

25. Lay-by – Tennyson

 

24. King Bromeliad – Floating Points

 

23. The Lens – The Oh Sees

 

22. The British Are Coming – Weezer

 

21. 11 O’Clock Friday Night – Hamilton Leithauser

 

20. Better Blues – Chance The Rapper

Er hægt að gera hugljúft og bjartsýnt lag sem fjallar um hatur á öllum sköpuðum hlutum og sálum, hatur sem beinist jafnt að samfélaginu og sjálfum sér? Chance The Rapper svaraði þeirri spurningu játandi með laginu Better Blues. Við hötum það ekki.

19. Tough Love (Cyril Hahn remix) – Jessie Ware

Í þessari hugvitssamlegu endurhljóðblöndun er komin dansvænleg bassatromma á hvert slag, en fínleg og allt að því loftkennd rödd Jessie Ware trónir hins vegar yfir öllu saman og nýtur sín einstaklega vel.

18. Why (ft. Nate Salman) – Les Sins

Chaz Bundick, betur þekktur sem Toro Y Moi, sýndi á sér ferska hlið á árinu með þessum fönk- og diskóskotna danssmelli. Áferðin er organísk og söngurinn einlægur en bassatromman en þyngri en oft áður, svo lagið flýtur beinustu leið á dansgólfið.

17. Digital Witness – St. Vincent

Það er deginum ljósara að St. Vincent hefur drukkið í sig áhrif frá samstarfinu við David Byrne, því Digital Witness hljómar eins og nýstárlegur snúningur á týndum Talking Heads smelli. Textinn fjallar um póstmódernískra tæknifyrringu nútímamannsins og ofgnótt upplýsingasamfélagsins með brassaðri uppsveiflu og firnagóðu gripi í viðlaginu.

16. Alfonso Muskedunder – Todd Terje

Þó að Todd Terje hafi mest unnið innan geimdiskórammans er hann þó mikið ólíkindatól og jafnfær á ýmsar strauma og stefnur. Í Alfonso Musketer er hann að vinna úr arfleið kvikmyndatónlistar 8. áratugarins, djassað spæjarafönk í sjö áttundu þar sem sótt er jöfnum höndum í smiðju Lalo Schifrin og Henry Mancini. Ekkert af þessu skiptir hins vegar máli þegar þú ert í villtum dillidansi sem er óhjákvæmilegt þegar lagið berst til eyrna.

15. Flashlight – Bonobo

Bonobo átti frábæra tónleika á Sónar hátíðinni og sýndi það í þessu lagi að hann hefur þróast talsvert frá trip hop-inu sem kom honum á kortið fyrir um áratug síðan. Flashlight er fönkí house-lag sem er dregið áfram af grófum bassaslætti í bland við ótal tegundir af exótískum ásláttarhljóðum.

14. Back, Baby – Jessica Pratt

Back, Baby hljómar eins það hafi verið tekið upp fyrir 50 árum síðan og ég veit ekkert hvaðan þessi rödd kemur. Ekki af þessum heimi allavega, til þess er hún of skrýtin og falleg.

13. True Love – Tobias Jesso jr

Tobias Jesso jr sækir innblástur til helstu meistara melódramatíkurinnar, Billy Joel og Elton John, í þessari lágstemmdu en þó mikilfenglegu píanóballöðu.

12. Alena – Yumi Zouma

Alena er svo létt og leikandi að það er næstum því þyngdarlaust. Undurfögur röddin svífur yfir house píanói og alls konar hljóðum sem minna á strandir og sjávarföll.

11. Soda – Azealia Banks

Töffarlegt rapp og attitúd Banks er fullkomið lím fyrir þá 50/50 blöndu af House og hip hoppi sem þessi óstöðvandi danssmellur er gerður úr.

10. 2 Is 8 – Lone

2 is 8 hljómar eins og takturinn úr einhverjum gullaldar hip hop slagara nema í eylítið hraðara tempói. Í stað rapps fáum við svo hljóðgervlamelódíur sem tvístrast eins og lækjarsprænur í ótal áttir yfir hoppandi bítinu.

9. minipops 67 [120.2][source field mix] – Aphex Twin

Í þessu fyrsta lagi frá Aphex Twin í óralangan tíma mátti heyra níðþungan og margbrotinn takt í bland við draugalegar raddir, bjagaða píanóhljóma og ægifögur synþahljóð í súpu sem gæti ekki hafa verið framreidd af neinum öðrum en séní-inu sjálfu. Það er eins og Alberto Balsam, Windowlicker og Iz-Uz í hárréttum hlutföllum. Það var gott að fá Aphex-inn sinn aftur.

8. Pretty Girls – Little Dragon

Óaðfinnanlegur hljómur, frumlega strengjaútsetningar, endalaus smáatriði í hverju horni og rödd söngkonu Little Dragon gera Pretty Girls að nánst ósnertanlegu popplagi, á ári með harða samkeppni í þeirri deild.

7. Rocketship (Daniel Johnston cover) – The Unicorns

Hin fornfræga indísveit Unicorns sneri aftur á árinu með túr um heiminn og þessa dásamlegu ábreiðu af Daniel Johnston í farteskinu. Þeir heiðra gamla meistarann og furðufuglinn með ótrúlega frjórri útgáfu sem sækir jöfnum höndum í skynvillutónlist og gamaldags vísindaskáldskap.

6. Two Weeks – FKA Twigs

FK Twigs hafði lengi byggt upp hæpið fyrir sína fyrstu breiðskífu sem loksins kom á árinu. Two Weeks var hæsti tindurinn í þeim mikla fjallgarði sem platan er, loksins er komin söngkona til að leiða trip hoppið inn í framtíðina.

5. Silver – Caribou

Caribou virðist vera ófær um að gera lélega eða leiðinlega tónlist, og þrátt fyrir stærðfræðigráðuna og nákvæmnina er mannleg hlýja í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Á Our Love er hann í hugljúfum og allt að því væmnum gír, en í besta lagið að okkar mati var Silver. Það hefur seigfljótandi synþabassa með höktandi raddsampli, smekklegum strengjum og dúnmjúkum söng Daniel Snaith. Bara það hefði nægt því til að komast á þennan lista, en hækkunin og kaflaskiptingin sem hefst á 3:23 fleytir því alla leið í fimmta sætið. Þá eru allir synþar tvíkaðir í botn og endalausar arpeggíur og melódíur fossast yfir þig og valda gæsahúð á gæsahúð ofan og hækkandi sálarhita. Hljómar eins og að troða alsælu í eyrun á sér.

4. How Can You Really – Foxygen

Okkur hættir til þess að gleyma því að í rauninni fögnum við jólunum því þá fara dagarnir að lengjast aftur, með öðrum orðum, þá er styttra í sumarið. Foxygen áttu bestu plötu ársins 2013 að okkar mati en platan sem kom út í ár var nokkuð mistæk. Hún gaf okkur þó eitt allra besta lag ársins sem er svo mikið sumar að það drýpur sólskin af hverjum píanóhljómi og saxafónblæstri. Við hlökkum til sumarsins í hver sinn sem við hlustum.

3. L – Tycho

L er eins og heitt teppi í svartasta skammdeginu, ekki svona sem stingur heldur úr mjúkri flís sem þú hjúfrar þig inn í eins og púpa. Lagið hreinlega umvefur þig á alla vegu og gerir slæma daga bærilega og góða daga eins og lúr á bleikfjólubláu skýi. Angurvær elektróníkin fyllir út í og aðlagast hverju því herbergi þar sem hún ómar og er alltaf og alls staðar viðeigandi.

2. Wave 1 – Com Truise

Com Truise verður ólíkt rímnafna sínum í vísindakirkjunni bara betri og betri með tímanum. Það heyrist glöggt á hans nýjustu skífu, Wave 1, og hvergi betur en í titillaginu þar sem öldur af melódíum skella á hlustandanum hver á eftir annarri. Þetta er raftónlist með sammannlega eiginleika, þú skynjar ástríðuna og natnina á bak við hvert einasta hljóð og nótu.

1. On The Regular – Shamir

Frumburður hins 19 ára gamla Shamir Baily, Ep-platan Northtown, var algjört afbragð og lagið If It Wasn’t True hefði lent ofarlega á árslistanum ef við takmörkuðum okkur ekki við eitt lag á hvern listamann. Í október staðfesti Shamir hins vegar undraverða tónlistarhæfileika og það að hann ætlaði sér langt, því On the Regular er það sem á ensku er stundum kallað Calling Card. Lag sem segir “Hér er ég og mættur á svæðið!”, með sjálfstraust og attitúd vigtað í tonnum. On The Regular hefst á kúabjöllu og inniheldur groddalegt elektró, óldskúl rapp, sungna brú og stórkostlegt myndband. En það er flutningur Shamirs sem heldur því saman; naívur en samt fullorðins, macho og kvenlegur á sama tíma, glettinn en samt alls ekki að grínast. Í okkar bókum verðskuldar það lag ársins 2014 og við munum fylgjast stíft með Shamir á því næsta.