Tónleikahelgin 29.-31. janúar

Fimmtudagur 29. janúar

 

‪Fertugasti Heiladans Möller Records verður fimmtudagskvöldið 29. janúar á Bravó. Fram koma listamennirnir Futuregrapher, Nuke Dukem og Bistro Boy en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa sent frá sér plötur nýlega. Í Nóvember sendi Futuregrapher frá sér plötuna Skynvera sem hlaut góðar viðtökur og var valin af Morgunblaðinu ein af plötum ársins. Nuke Dukem sendi frá sér plötuna Liberty í október á síðasta ári. Möller Records fagnar jafnframt 30. útgáfu sinni sem er platan Rivers and Poems, með Bistro Boy og japanska tónlistarmanninum Nobuto Suda. Dagskráin hefst 21:00 og aðgangur er fríkeypis.

 

Gyða Valtýsdóttir og Shahzad Ismaily halda tónleika í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Rapparinn Sesar A heldur tónleika og frumsýnir ný tónlistarmyndbönd á Gauknum. Sérstakir gestir verða Blazrocka, Herra Hnetusmjör og Anita Þórsdóttir. Dj Kocoon og Dj Moonshine þeyta skífum en gleðin byrjar 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 30. janúar

 

Tvær kynslóðir íslenskra síðpönkara koma saman á Dillon en hljómsveitirnar Börn og Q4U halda hljómleika. Þeir hefjast 22:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Pólski trompetleikarinn Tomasz Dabrowski spilar á tónleikum í Mengi. Hann ferðast um heiminn þessa dagana og spilar 30 tónleika í 30 borgum í tilefni þrítugsafmælis síns en svo skemmtilega vill til að föstudagurinn er 30. janúar. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 31. janúar

 

Hljómsveitirnar Ceasetone og Lockerbie spila á tónleikum á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast 20:30 og aðgangur er ókeypis.

 

Pétur Ben ásamt úrvalsliði hljóðfæraleikara spilar í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja klukkan 21:00.

 

Hljómsveitin Valdimar heldur útgáfutónleika fyrir plötuna Batnar Útsýnið í Gamla Bíói. Miðaverð er 3990 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Ariel Pink á Airwaves

Iceland Airwaves tilkynnti í dag um fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni í nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru í dag eru: Ariel Pink, Batida, BC Camplight, East India Youth, Hinds, Mourn, The OBGMs, Operators, Perfume Genius og Weaves.

Auk þeirra koma fram íslensku listamennirnir: Asonat, dj flugvél og geimskip, Fufanu, GusGus, Júníus Meyvant, Júníus Meyvant, M-band, Pink Street Boys, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Yagya og Young Karin.

 

Iceland Airwaves 2015 – nr.1 from Iceland Airwaves on Vimeo.

Oyama gefa lag í tilefni tónleika

Hin gítarsurgandi og draumkennda rokkhljómsveit Oyama mun halda tónleika ásamt Tilbury á Húrra, föstudagskvöldið 6. febrúar næstkomandi. Af því tilefni hafa Oyama-liðar ákveðið að gefa lagið Another Day frítt til niðurhals fram að tónleikunum, en hægt er að nálgast það hér. Oyama er nú að rísa úr dvala eftir annasama haustmánuði en þá gaf sveitin út sína fyrsta breiðskífu, Coolboy, sem lenti ofarlega á árslistum íslenskra miðla, auk þess sem lagið Siblings af henni var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá fór hljómsveitin einnig í tónleikaferðaleg um Japan. Hlustið á Another Day hér fyrir neðan og skoðið fb-síðu viðburðarins hér.

Straumur 26. janúar 2015

 

Í Straumi í kvöld skoðum við nýjar plötur frá Jessica Pratt og  Natalie Prass auk þess sem við kíkjum á nýtt efni frá José González, St. Vincent, Operators og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Back, Baby – Jessica Pratt

2) Ecstasy In My House – Operators

3) Bad Believer – St. Vincent

4) Leaf Off / The Cave – José González

5) How Could You Babe – Tobias Jesso Jr.

6) Greycedes – Jessica Pratt

7) Moon Dude – Jessica Pratt

8) diskhat ALL prepared1mixed 13 – Aphex Twin

9) Temple Sleeper – Burial

10) Reprise – Natalie Prass

11) Violently – Natalie Prass

12) Never Over You – Natalie Prass

13) Ophelia – Marika Hackman

14) Fleece – Gabi

Dagskrá Sónar tilbúin

Í dag var full dagskrá Sónar hátíðarinnar kynnt en á henni koma meðal annars fram Todd Terje, Skrillex, TV On The Radio, SBTRKT og Jamie xx. Hátíðin fer fram í Hörpu 12. til 14. febrúar næstkomandi. Þetta er í þriðja skipti sem hátíðin er haldin á Íslandi en umfjöllun Straums um hátíð síðasta árs má finna hér og hægt er að nálgast miða hér.

Tónleikar helgarinnar 22. – 25. janúar 2015

Fimmtudagur 22. janúar

Úlfur Eldjárn kemur fram í Mengi og mun notast við takmarkað úrval hljóðfæra og tölvu til að semja eða spinna tónlist á staðnum.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Gummi Hebb, Markús & Helgi Valur halda tónleika á  Gamla Gauknum. Húsið opnar kl. 21:00 og hefjast tónleikarnir kl. 22:00. Það kostar 1000kr. inn.

Vrong, Mao Lafsson, Lord Pusswhip og Marteinn koma fram á fyrsta kvöldinu undir nafninu Blæti sem mun verða haldið á tveggja mánaðar fresti. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Föstudagur 23. janúar

Skuggamyndir frá Býsans eða Byzantine Silhouette leikur tónlist í Mengi sem á rætur að rekja til Búlgaríu, Grikklands, Makedóníu og Tyrklands. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 24. janúar

Hekla Magnúsdóttir kemur fram í Mengi í fyrsta skipti en tónlist hennar er blanda af theremíni og söng.Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Gus Gus ætla að fagna nýju ári með tónleikum í Gamla bíó. Dj Yamaho mun hita mannskapinn upp og spila fyrir gesti eftir að tónleikunum líkur. Húsið opnar kl 22.00 Gus Gus stíga á svið kl 23.00. Það kostar 5900 kr inn.

Boogie Trouble halda nýársball á skemmtistaðnum Húrra. Fjörið hefst klukkan 23:00 og það er frítt inn.

Sunnudagur 25. janúar

Kría Brekkan kemur fram á Lowercase night #16 á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Straumur 19. janúar 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Toro Y Moi, Amen Dunes, Joey Bada$$, Sleater Kinney, Purity Ring, Refs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 19. janúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Begin Again – Purity Ring
2) Empty Nester – Toro Y Moi
3) All In My Head (ft. Desirée Dawson) Pat Lok
4) Pains Goes Away – Refs
5) Quicksand – Björk
6) Hotfoot – Doldrums
7) Paper Tail$ – Joey Bada$$
8) Black Beetles – Joey Bada$$
9) Nenni (Ívar Pétur remix) – Teitur Magnússon
10) Price Tag – Sleater Kinney
11) Hey Darling – Sleater Kinney
12) Cavalry Captan – The Decemberists
13) I Know Myself (Montreal) – Amen Dunes
14) Song to the Siren – Amen Dunes
15) My Baby Don’t Understand Me – Natalie Prass

Nýtt lag frá Björk

Fyrsta lagið til að heyrast af plötunni Vulnicura með Björk er nú aðgengilegt á netinu. Lagið heitir Stone Milker og er opnunarlagið á plötunni sem kemur út í mars og fylgir á eftir plötunni Biophilia frá árinu 2011.

http://verwaand.tumblr.com/post/108439397594

Lagalisti Vulnicura

01. Stone Milker (6:49)

02. Lion Song (6:16)

03. History of Touches (2:56)

04. Black Lake (10:04)

05. Family (7:57)

06. NotGet (6:23)

07. Atom Dance (ft. Antony Hegarty) (8:08)

08. Mouth Mantra (6:06)

09. Quicksand (3:48)

Tónleikahelgin 16.-18. janúar

Föstudagur 16. Janúar

 

Fyrsta stundin verður haldin í Mengi. Það er fyrsta kvöldið í tónleikaröð sem Mengi mun bjóða upp á með reglulegu millibili yfir árið, þar sem stórir hópar hljóðfæraleikara leika saman. Í kvöld verður spilað á strengjahljóðfæri en meðal gesta kvöldsins verða Úlfur Hansson, Una Sveinbjarnardóttir, Gyða Valtýsdóttir, Arnljótur Sigurðsson, Borgar Magnason, Benedikt H Hermannsson, Ólöf Arnalds, Guðmundur Óskar, Katie Buckley, Richard Andersson, Skúli Sverrisson. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitirnar Mercy Buckets, Laser Life og Grit Teeth koma fram á tónleikum á Íslenska Rokkbarnum í Hafnafirði. Tónleikarnir hefjast stundvíslega 23:30 og það er ókeypis inn.

 

Hljómsveitin Var spilar á Dillon, þau hefja leik 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Laugardagur 17. Janúar

 

Vio, sigurvegarar Músíktilrauna 2014, gáfu út sína fyrstu plötu DIVE IN skömmu fyrir jól, og munu fagna útgáfu hennar með tónleikum á Húrra. Hljómsveitin Var, sem unnu Músíktilraunir árið 2013, hitar upp en tónleikarnir byrja 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Mótorhead tribute-bandið Bömpers leikur á Gauknum. Fjörið hefst 22:00 og aðgangseyrir er 3000 krónur.

 

Hljómsveitirnar Wago og Munstur koma fram á Dillon. Tónleikar hefjast 22:00 og það er ókeypis inn.

Iggy Pop á All Tomorrow’s Parties

Nú rétt í þessu var tilkynnt að aldni æringinn og eilífðarpönkarinn Iggy Pop muni koma fram á All Tomorrow’s Parties hátíðinni í Sumar. Þá var einnig tilkynnt að sveitirnar Drive Like Jehu, The Bug, Ought, Kiasmos, HAM, Xylouris White, Clipping og Grimm Grimm komi fram. Þetta bætist við langan lista listamanna sem áður hefur verið kynntur þar sem hæst ber nöfn eins og Belle and Sebastian, Run The Jewels og Godspeed You! Black Emperor. Þetta er í þriðja skiptið sem All Tomorrows hátíðin fer fram á Íslandi en hún verður 2.-4. júlí á gamla varnarliðssvæðinu Ásbrú fyrir utan Keflavík. Hér er hægt að lesa umfjöllun Straums um síðustu hátíð.