Oyama gefa lag í tilefni tónleika

Hin gítarsurgandi og draumkennda rokkhljómsveit Oyama mun halda tónleika ásamt Tilbury á Húrra, föstudagskvöldið 6. febrúar næstkomandi. Af því tilefni hafa Oyama-liðar ákveðið að gefa lagið Another Day frítt til niðurhals fram að tónleikunum, en hægt er að nálgast það hér. Oyama er nú að rísa úr dvala eftir annasama haustmánuði en þá gaf sveitin út sína fyrsta breiðskífu, Coolboy, sem lenti ofarlega á árslistum íslenskra miðla, auk þess sem lagið Siblings af henni var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá fór hljómsveitin einnig í tónleikaferðaleg um Japan. Hlustið á Another Day hér fyrir neðan og skoðið fb-síðu viðburðarins hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *