Straumur 26. nóvember 2018

Í Straumi í kvöld verður ný tónlist frá Lynda Dawn, Marie Davidson, Chrome Sparks, Earl Sweatshirt, Oneohtrix Point Never og mörgum öðrum listamönnum til umfjöllunar. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Move – Lynda Dawn

2) La Ecstase [ft. Lasuma II] – Marie Davidson

3) Doorman – Slowthai

4) In2 Your Love – Chrome Sparks

5)  Friend Zone (Ross From Friends remix) – Thundercat

6) Mead Lane Park – Le SuperHomard

7) Sundress – A$AP Rocky

8) The Mint (ft. Navy Blue) – Earl Sweatshirt

9) ( . )_( . ) – Bjarki

10) Last Known Image Of A Song – Oneohtrix Point Never

11) Memory Of A Cut Off Head – OCS

Straumur 19. nóvember 2018

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Anderson .Paak og aYia auk þess sem ný tónlist frá Otha, Anemone, Pearson Sound, Karen O og mörgum öðrum listamönnum verður til umfjöllunar. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Summers – Anderson. Paak
2) Cheers – Anderson. Paak
3 I’m on Top – Otha
4) Madness To Mayhem – AMTRAC
5) New Moon – aYia
6) Risotto – aYia
7) Earwig – Pearson Sound
8) She’s The One – Anemone
9) Lux Prima – Karen O + Danger Mouse
10) Timothy – Little Dragon
11) Drifters & Trawlers – The Good, The Bad & The Queen

Straumur 12. nóvember 2018

Í Straumi í kvöld verður ný tónlist frá Mild Minds, Keep Shelly In Athens, Brynju, Kælunni Miklu, Panda Bear, FLYES og mörgum öðrum listamönnum til umfjöllunar. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Brian Eno says: quit your job – Bagdad Brothers

2) Liar – Brynja

3) Dolphin – Panda Bear

4) Swim – Mild Minds

5) Bendable – Keep Shelly In Athens

6) Skuggadans – Kælan Mikla

7) Oedo 808 – Lone

8) Who R U – Anderson .Paak

9) No Sleep – FLYES

10) Bath – Toledo

11) Nuits sans sommeil – Cléa Vincent

12) Death In Midsummer – Deerhunter

Annað kvöldið á Airwaves

Mynd: Alexandra Howard

Mætti í Lucky Records klukkan 17:30 þar sem Tonik Ensemble var nýbyrjaður.  Tonik spilaði í rúmar 30 mínútur rifið, tætt og kraumandi teknó í hæsta gæðaflokki.


View this post on Instagram

Tonik Ensemble #i#icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Hermigervill var næstur á svið í Lucky. Eftir nokkur lög baðst hann afsökunar á því hversu hörð tónlistin væri, ástæðan væri sú að hann væri búinn að vera mikið á klúbbnum. Hermigervill þurfti ekki að afsaka neitt. Hann náði öllum í búðinni sem var stútfull á sitt band og spilaði mest nýtt efni.

 

 

View this post on Instagram

 

@hermigervill #icelandairwaves A post shared by Straumur (@straumurr) on

 Hljóp á Húrra þar sem Bagdad Brothers voru að byrja. Ánægjulegt að sjá að það er ennþá líf í íslensku indí-rokki. Hljómsveitin skilaði sínu og rúmlega það.

View this post on Instagram

@bagdadbrothers #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Tommy Cash náði mér ekki alveg. Fannst þetta heldur mikið Die Antwoord fátæka mannsins. Hin finnska Alma olli einnig vonbrigðum.  Haiku Hands voru í miklu stuði í Silfursalnum og Snail Mail ekki jafn hress í Iðnó.


View this post on Instagram

@haikuhands #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Superorganism áttu annað kvöldið á Airwaves. Gleðisprengja sem náði hápunkti sínum í síðustu tveim lögunum Everybody wants to be famous og Something for your m.i.n.d. sem kveiktu vel í Listasafni Reykjavíkur.

 

 

 

View this post on Instagram

 

@sprorgnsm #icelandairwaves   A post shared by Straumur (@straumurr) on

Injury Reserve komu skemmtilega á óvart með grjóthörðu hip-hoppi og “mosh pit” sem fylgdi Jimothy Lacoste kláraði svo kvöldið á Húrra með silkimjúku svefnherbergis-poppi.

 

 

 

View this post on Instagram

 

  @jimothylacoste #icelandairwaves   A post shared by Straumur (@straumurr) on

Fyrsti í Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Byrjaði kvöldið á lokatónum hinnar frábæru indí-sveitar Bagdad Brothers á KEXP Off Venue Spectacle á Kex Hostel. Spilamennskan og stemmingin til fyrirmyndar og stórgott að hefja Iceland Airwaves á jafn skemmtilegu og léttleikandi bandi og bræðrunum þrátt fyrir að ná bara þeirra síðasta lagi. Mun svo sannarlega ná fleirum á Húrra í kvöld. Næst lá leiðin á Kiriyama Family í Gamla Bíó sem spiluðu fagmannlega í þrusugóðu sándi og slógu hvergi feilnótu.

Countess Malaise er kröftugur „performer“ sem á auðvelt með að fá áhorfendur með sér sem hún sýndi með öflugu setti í Silfursalnum. Greyfynjan er með feikna gott flæði og fór með rímur sem fjölluðu um allt frá mótlæti yfir í Kalla kanínu undir taktföstu og drungalegu bíti.


View this post on Instagram

@countessmalaise #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Það var unun að sjá Auður syngja á íslensku á einkar persónlegum og sterkum tónleikum í Listasafni Reykjavíkur þar sem hann flutti efni af plötunni Afsakanir sem kom út fyrir stuttu. Auðunn var öruggur á sviðinu bakkaður upp af gospel-skotnum bakröddum, grúví bassaleik og hljómborði. Ánægulegt að sjá hann taka í gítarinn í sumum lögum. Kíkti við á Sólveigu Matthildi á Gauknum þar sem hún reiddi fram kuldarokk með áhrifum frá gamalli íslenskri dægurtónlist. 

 

 

 

View this post on Instagram

 

@auduraudur #icelandairwaves A post shared by Straumur (@straumurr) on

 

 

Special-K var án efa einn af hápunktum kvöldsins.  Hún flutti hvern indí-poppslagarann á fætur öðrum í stútfullum sal Iðnó með hljómsveit sem innhélt meðal annars Sóleyju Stefánsdóttur og  Margréti Arnarsdóttur harmonikuleikara. Hún kallaði Daða Freyr á svið í laginu I Thought I’d Be More Famous by Now sem gaf laginu dansvænan blæ. Special-K minnir á nýleg indí-bönd á borð við Frankie Cosmos og Alvvays og ætti hún svo sannarlega að vera orðin þekktari á heimsvísu.

Eftir Special-K hljóp ég aftur á Kexið til að sjá Skáta sem lokuðu dagskrá KEXP. Þetta voru hálfgerðir heimkomutónleikar fyrir þær sakir að gítarleikari hljómsveitarinnar Benedikt Reynisson hefur síðustu ár verið þeim KEXP mönnum innan handar við skipulagningu á dagskrá á Kexinu yfir Airwaves auk þess sem Skátar spiluðu oft á hátíðinni á síðasta áratug. Hljómsveitin með tvo nýja meðlimi innanborðs olli engum vonbrigðum með pönkuðu setti sem minnti á gamla tíma, líkt og maður hefði stigið inn í tímavél til ársins 2005.

 

View this post on Instagram

Skátar #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on


asdfhg. spiluðu lágstemmt og drungalegt krúttpopp á fullum Hressingarskála við góðar undirtektir áhorfenda. Allenheimer eða Atli Bollason var næstur á svið en það mátti gletta í hann á bak við tjald sem varpað var á allskyns sýru með hálfgerðum VHS filter. Einkar vel útfærð og sýrð raftónlist hjá Bollasyni. Kláraði svo kvöldið á síðustu lögum Valdimars í Gamla Bíó. Þeirra frábæru lagasmíðum var vel tekið og eiginlega ekki hægt að biðja um betri endir á sterku fyrsta kvöldi Iceland Airwaves í ár.

 

Ólafur Halldór Ólafsson

Straumur 5. nóvember 2018 – Airwaves þáttur

Í Straumi í kvöld munum við fara yfir það helsta á Iceland Airwaves í ár.  Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Leave It In My Dreams – The Voidz

2) It Is What It Is – Blood Orange

3) Something For Your M.I.N.D. – Superorganism

4) Don’t Go Back at Ten – Girl Ray

5) Not About You – Haiku Hands

6) Jacquadi – Polo & Pan

7) Chasing Highs – Alma

8) Love Actually – Off Bloom

9) Blue Suitcase – The Orielles

10) Thinning – Snail Mail

11) Mirror Maru – Cashmere Cat

12) Because – Smerz

13) Egyptian Luvr – Rejjie Snow

14) As Fun – Naaz

15) Bite – Mavi Phoenix

16) Aurora – Jarami

17) Faithless – Benin City

18) Hungry Hippo – Tierra Whack

19) My Baby Don’t Understand Me – Natalie Prass

Nýtt lag frá Bagdad Brothers

Íslenska indie sveitin Bagdad Brothers sendi í dag frá sér nýtt lag á Spotify sem nefnist Brian Eno says: quit your job. Hljómsveitin blæs svo til frumsýningar á myndbandi við lagið á skemmtistaðnum Bravó klukkan 20:00 í kvöld. En myndbandið er eftir þær Álfrúnu Laufeyjardóttur og Arínu Völu, í samstarfi við post-dreifingu.