Lay Low með tónleika heima í stofu

Næsta laugardag þann 4. maí mun tónlistarkonan Lay Low bjóða uppá litla sóló tónleika frá stofunni heima hjá sér. Síminn mun hjálpa til við að stream-a tónleikunum beint þannig að fólk geti verið með yfir internetið. Tónleikarnir byrja klukkan 21 og eru ókeypis. Ef fólk er með eitthvað sérstakt Lay Low óskalag má setja það í komment á facebook síðu Lay Low
eða nota #laylowlive á twitter eða instagram. Slóðinn á tónleikana  er http://www.siminn.is/laylowlive/

mynd: Pu The Owl

Straumur 29. apríl 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við nýtt efni frá Jessie Ware, Vampire Weekend, She & Him, Savages og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá klukkan 23:00.

Straumur 29. apríl 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Music For Film 1 – Ty Segall
2) Love Thy Will Be Done – Jessie Ware
3) Miasma Sky – Baths
4) Oossuary – Baths
5) Obvious Bicycle (live at Roseland Ballroom) – Vampire Weekend
6) Everlasting Arms (live at Roseland Ballroom) – Vampire Weekend
7) You & I – Crystal Fighters
8) Do You… (Cashmere Cat remix) – Miguel
9) The Socialites (Joe Goddard remix) – Dirty Projectors
10) Entertainment (Dirty Projectors remix) – Phoenix
11) No Regrets (ft. TI & Amber Coffman) – Snoop Lion
12) I’ve Got Your Number, Son – She & Him
13) Baby – She & Him
14) Husbands – Savages
15) Ísjaki – Sigur Rós

 

Ný Boards of Canada plata kemur 10. júní

Ný plata með skosku ambíentbræðrunum í Boards of Canada kemur út þann 10. júní næstkomandi á vegum Warp útgáfunnar. Þetta var tilkynnt rétt í þessu á heimsíðu Warp og þykja mikil tíðindi en síðasta breiðskífa þeirra kom út 2005 og ekkert hefur heyrst af þeim frá EP-plötunni Trans Canada Highway sem kom út 2006. Nýja platan ber titilinn Tomorrow’s Harvest og inniheldur 17 lög og umslagið má sjá í fréttamyndinni. Tilkynningin kemur í kjölfarið á undarlegri atburðarás sem hófst fyrir um 10 dögum þegar vínilplata merkt sveitinni fannst í plötubúð í New York á alþjóðlega plötubúðadeginum. Á plötunni var ekkert nema 20 sekúndna hljóðbútur og rafræn rödd sem las upp 6 stafa talnaröð. Umslag plötunnar gaf síðan til kynna að sex slíkar runur væru til og staðsetningu þeirrar sem prýddi plötuna. Tvær aðrar talnarunur voru síðar spilaðar í útvarpsþáttum á BBC og NPR og sú fjórða fannst í youtube myndbandi. Sú fimmta kom síðan í leitirnar eftir að kóði af auglýsingaborða á BOC spjallborði var settur inn í wordpad og komu þá í ljós tveir hlekkir á soundcloud síður sem báðir innhéldu einungis suð. Ef hljóðdæmin eru hins vegar spiluð bæði á sama tíma heyrist tóndæmi svipað hinum og fimmta talnarunan í gátunni.

Þá birtist auglýsing frá sveitinni á Cartoon Network sjónvarpsstöðinni um helgina en í henni heyrist talnaröðin sem spiluð var í NPR og staðsetning hennar er gefin upp. Ekkert bólar enn á sjöttu og síðustu talnarununni og enginn veit enn út á hvað þetta allt saman gengur, en fyrir áhugamenn um talnaspeki er þetta tölurnar sem eru komnar: 699742 / 628315 / 717228 / 936557 / —— / 519225. Það sem mestu máli skiptir er þó að Boards of Canada eru vaknaðir úr dvalanum og því fagna allir góðir menn. Fyrir neðan er hægt að horfa á auglýsinguna sem birtist á Cartoon Network auk eina myndbandsins sem sveitin hefur gert, við lagið Dayvan Cowboy af plötunni Campfire Headphase.

Update: Síðasta talnarunan hefur nú litið dagsins ljós með aðferðum sem eru of flóknar fyrir fréttaritara straums að skilja til fullnustu með sinni takmörkuðu tölvuþekkingu. En í stuttu máli, ef talnarunan 699742628315717228936557813386519225 er slegin inn sem password á dularfullri vefsíðu fá menn aðgang að stiklu fyrir nýju plötuna. Til að spara lesendum þá vinnu hefur einhver góðhjartaður einstaklingur hlaðið henni inn á youtube og þið getið horft á hana hér fyrir neðan.


 

WU LYF liðar stofna nýtt band

Hljómsveitin WU LYF sem var stofnuð árið 2008 í Manchester gaf út sína fyrstu og einu plötu Go Tell Fire to the Mountain árið 2011 við einróma lof gagnrýnenda. Það kom því mörgum aðdáendum sveitarinnar í opna skjöldu þegar að Ellery James Roberts söngvari hennar setti tilkynningu inn á Youtube  í desember þar sem hann tilkynnti um endalok WU LYF. Það virðist einnig hafa komið hinum hljómsveitarmeðlimum WU LYF á óvart því í samtali við NME sagði trommari sveitarinnar Joe Manning að enginn annar úr hljómsveitinni hefði vitað um tilkynningu Roberts. Allir fyrrum hljómsveitarmeðlimir WU LYF að Roberts undanskildum hafa nú stofnað bandið Los Porcos og hægt er að hlusta á þeirra fyrsta lag hér fyrir neðan.

Tónleikar helgina 25.- 28. apríl

Fimmtudagur 25. apríl

Erlend Oye úr Kings of Convenience mun troða upp á afmæli Slippbarsins.

 

 

Föstudagur 26. apríl

Kristján Hrannar flytur lög af væntanlegri plötu sinni Anno 2013 á Stúdentakjallaranum. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir hefjast klukkan 16:00.

Ásgeir Trausti heldur tónleika á efri hæð Faktorý ásamt Pétri Ben. Efri hæð opnar kl. 22 og hefjast tónleikarnir kl. 23:00. Miðaverð er 2500 kr.

 

Skúli mennski spilar ásamt Þungri byrði á Rósenberg. Það kostar 1500 krónur inn og tónleikar hefjast klukkan 22:00.

Skelkur í Bringu heldur tónleika á Kaffibarnum og spila lög af væntanlegri plötu. Krystal Carma hitar upp með ýmisum gjörningum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

 

 

Laugardagur 27. apríl

Morgan Kane og Axeorder halda ókeypis tónleika á Dillon sem hefjast klukkan 22:00.

Tónleikar með Retrobot, Kjurr, Vök og Just Another Snake Cult á Gamla Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 1000 krónur inn.

Hjálmar spila á efri hæðinni á Faktorý laugardagskvöldið. Miðaverð: 2000 kr. Efri hæð opnar kl. 22:00.

 

 

 

Sunnudagur 28. apríl

Tónleikar með órafmagnaða blústríóinu Debess Blues Station frá Færeyjum á Cafe Haiti. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er aðgangur 1000 krónur.

Panda Bear ræðir samstarf sitt við Daft Punk

Random Access Memories væntanleg plata Daft Punk kemur út 21. maí en hljómsveitin hefur verið dugleg við að kynda upp í aðdáendum sínum síðustu misseri með viðtölum við samstarfsaðila og fleira í þeim dúr. Nú hafa Daft Punk liðar sett á netið viðtal við Panda Bear öðru nafni Noah Lennox úr hljómsveitinni Animal Collective.

 

Straumur 22. apríl 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá MGMT, !!!, Titus Andronicus, Ty Segall, Thee Oh Sees, Disclosure, Polcia, Advance Base, Guided By Voices og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 klukkan 23:00.

Straumur 22. apríl 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Get Lucky (ft. Pharrell Williams) – Daft Punk
2) Alien Days – MGMT
3) You & Me (ft. Eliza Doolittle) – Disclosure
4) Tiff – POLICA
5) Even When The Water’s Cold – !!!
6) Slyd – !!!
7) It’s Not My Fault (Hands remix) – Passion Pit
8) Track 3 – Jai Paul
9) Cat Black – Ty Segall
10) Grown in a Graveyard – Thee Oh Sees
11) Sttill Life With Hot Deuce On Sliver Platter – Titus Andronicus
12) After You (Soulwax remix) – Pulp
13) Flunky Minnows – Guided By Voices
14) Mother’s Last Word To Her Son – Advance Base

Loft Hostel nýr tónleikastaður í miðbænum

Í gærkvöldi opnaði formlega nýr tónleikastaður í miðbænum. Um er að ræða hostel að nafninu Loft sem staðsett er á efstu hæð á Bankastræti 7. Á opnunarkvöldinu komu fram hljómsveitirnar Boogie Trouble, Prins Póló og Fm Belfast og var stemmingin í salnum rafmögnuð. Boogie Trouble hófu tónleikana rétt um hálf tíu og sönnuðu það að diskóið lifir enn góðu lífi. Prinsinn tók við af þeim og sá um að hver einasta hræða í salnum væri á hreyfingu og Fm Belfast slógu svo botninn í frábært kvöld með einstökum tónleikum þar sem þau spiluðu nokkur ný lög í bland við gömul.

Loft Hostel líkt og Volta sem opnaði í febrúar henta vel fyrir minni og millistóra tónleika en þannig aðstöðu hefur sárvantað síðustu misseri í Reykjavík. Straum.is tekur þessum stöðum fagnandi.