Bestu íslensku lög ársins 2013

 

30) Before – Vök

29) Maelstrom – Útidúr

 

 

28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski

      1. 07 Á hvítum hesti

 

 

 

 

27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

 

 

26) Hve Ótt ég ber á – VAR

 

 

25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason   
      2. 01 Autumn Skies #2

 

 

 

24) Blóðberg – Mammút

 

 

 

23) All Is Love – M-band

 

 

 

22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey

 

 

 

21) Again – Good Moon Deer

 

 

 

20) Cheater – Love & Fog

 

 

19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats

 

 

 

18) Harlem Reykjavík – Hermigervill

 

 

 

17) 1922 – Kristján Hrannar

 

 

 

16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem

 

Lög í 15. – 1. sæti

 

 

 

Tónleikar helgarinnar

 

Fimmtudagur 24. október 

 

Ultra Mega Technobandið Stefán halda hlustunarpartí fyrir plötuna ! á skemmtistaðnum Harlem. Platan verður spiluð frá klukkan 9-10 á skemmtistaðnum Harlem og mun Thule sjá til þess að allir fái fríar drykkjarveigar á meðan birgðir endast.

Kristján Hrannar og Jakobsson koma fram í Stúdentakjallaranum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn. 

 

Útgáfutónleikar HEK vegna plötunnar Please tease me á Gamla Gauk  kl 22. Um upphitun sjá Gímaldin, Hr.Halli og María Viktoría. Húsið opnar kl 21 og verður nýi diskurinn til sölu á staðnum á sérstöku tilboði. Miðaverð er 1000 kr.

 

 

Föstudagur 25. október

 

Skúli mennski og hljómsveit fagna heimsókn Þorleifs Gauks Davíðssonar til landsins með því að spila bullandi blús og búgítóna á Ob La Di, Frakkastíg 8. Gleðin hefst kl 23:00 og það kostar ekki nema smápeninga inn. Það er að segja þúsund krónur. Ekki missa af Rónablúsnum, Skjálvandi skilvitablúsnum og tregablöndnum Tilvistarspekiblúsnum.

 

The Wicked Strangers, Dorian Gray, RetRoBot og Caterpillar Man koma fram á Bar 11. Húsið opnar klukkan 21:00 og það er ókeypis aðgangur.

 

 

 

Laugardagur 26. október

 

Bresku böndin THE ACTIVATORS og KILL PRETTY spila á Gamla Gauknum ásamt Caterpillar Man, Fivebellies og Dýrðinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

Hljómsveitin Brain Police verða með tónleika á Bar 11 í beinni útsendingu á Rás 2 í þættinum Luftgítar. Útsendingin byrjar klukkan 19:30 og stendur til 22:00. Hægt að fá boðsmiða með því að hlusta á Rás 2.

Straumur 1. júlí 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Pretty Lights, Blondes, Twin Peaks, Pixies, Lane 8, Run the Jewels og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 1. júlí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) We Disappear – Jon Hopkins
2) Elise – Blondes
3) Be Mine – Lane 8
4) Let’s Get Busy – Pretty Lights
5) Press Pause – Pretty Lights
6) Perfect Form (ft. Shy Girls) – Cyril Hahn
7) Human Nature – Gauntlet Hair
8) Bad Apple – Gauntlet Hair
9) Bagboy – Pixies
10) Irene – Twin Peaks
11) Right Action – Franz Ferdinand
12) 1922 – Kristján Hrannar
13) Run The Jewels – Run The Jewels
14) DDFH – Run The Jewels
15) KΞR✡U’S LAMENT (犠牲) – Ellery James Roberts
16) Goodbye Horses – Hayden Thorpe & Jon Hopkins

Tónleikar helgina 25.- 28. apríl

Fimmtudagur 25. apríl

Erlend Oye úr Kings of Convenience mun troða upp á afmæli Slippbarsins.

 

 

Föstudagur 26. apríl

Kristján Hrannar flytur lög af væntanlegri plötu sinni Anno 2013 á Stúdentakjallaranum. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir hefjast klukkan 16:00.

Ásgeir Trausti heldur tónleika á efri hæð Faktorý ásamt Pétri Ben. Efri hæð opnar kl. 22 og hefjast tónleikarnir kl. 23:00. Miðaverð er 2500 kr.

 

Skúli mennski spilar ásamt Þungri byrði á Rósenberg. Það kostar 1500 krónur inn og tónleikar hefjast klukkan 22:00.

Skelkur í Bringu heldur tónleika á Kaffibarnum og spila lög af væntanlegri plötu. Krystal Carma hitar upp með ýmisum gjörningum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

 

 

Laugardagur 27. apríl

Morgan Kane og Axeorder halda ókeypis tónleika á Dillon sem hefjast klukkan 22:00.

Tónleikar með Retrobot, Kjurr, Vök og Just Another Snake Cult á Gamla Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 1000 krónur inn.

Hjálmar spila á efri hæðinni á Faktorý laugardagskvöldið. Miðaverð: 2000 kr. Efri hæð opnar kl. 22:00.

 

 

 

Sunnudagur 28. apríl

Tónleikar með órafmagnaða blústríóinu Debess Blues Station frá Færeyjum á Cafe Haiti. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er aðgangur 1000 krónur.

Tónleikadagskráin 11.-13. apríl

Helgin hefst snemma að venju á straum.is sem af einskærri góðmennsku og útsjónarsemi leiðbeinir lesendum sínum um það helsta í tónleikalandslagi helgarinnar.

Fimmtudagur 11. apríl

Grísalappalísa, Oyama og Nolo boða til hljómleika á skemmtistaðnum Volta. Grísalappalísa er ný viðbót í tónlistarflóru höfuðborgarsvæðisins en forsprakki hennar, Gunnar Ragnarsson, var áður söngvari Jakobínurínu. Sveitin gaf út sitt fyrsta lag, Lóan er komin, á dögunum sem er ólgandi pönkfönkaður nýbylgjusmellur af bestu gerð. Fyrsta breiðskífa þeirra kemur út von bráðar á vegum 12 tóna og lofar sveitin því að hún muni valda miklum usla í tilfinningalífi landans. Tilraunapoppsveitin Nolo gaf nýverið frá sér EP plötuna Human á bandcamp og ómstríðu óhljóðabelgirnir í Oyama hafa verið iðnir við kolann í tónleikahaldi undanfarið. Þá lofa tónleikahaldarar að leynigestur muni koma fram og eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að skýra frá því hver hann er. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og kostar einn þúsara inn.

 

Ólöf Arnalds ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og heldur útgáfutónleika fyrir sína nýjustu plötu, Sudden Elevation, í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Platan var tekin upp á tveimur vikum haustið 2011 í sumarbústað í Hvalfirðinum en Skúli Sverrisson stjórnaði upptökum. Húsið opnar klukkan 21:00, tónleikarnir hefjast 21:30 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Wireless tónleikasería tónlistarveitunnar Gogoyoko heldur áfram í kvöld þegar Borko stígur á stokk á Kex Hostel. Hann kemur fram ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara en á næstunni heldur hann í tónleikaferð um Evrópu og ætti því að vera í keppnisformi á kexinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og 1500 krónur veita aðgöngu að gleðinni.

 

Snorri Helgason hefur undanfarin tvö ár komið fram með Mr. Sillu, Guðmundi Óskari úr Hjaltalín og Magnúsi Elíasen trommara (sem er í of mörgum hljómsveitum til að ég muni þær) á tónleikum en þau hafa nú stigið skrefið til fulls og stofnað The Snorri Helgason Band. Þau eru nú að vinna í sinni fyrstu plötu undir því nafni og ætla að prufukeyra nýja efnið á Faktorý. Einnig koma fram Mr Silla og Pétur Ben sem hlaut einróma lof fyrir sína nýjustu plötu, God’s Lonely Man. Tónleikarnir hefjast 22:00 og það kostar 1000 krónur inn.

Föstudagur 12. apríl

Á Kex Hostel verður slegið upp tónleikum í tilefni af því að 83 dagar eru til festivalsins á Rauðasandi. Fjórar hljómsveitir sem munu spila á hátíðinni ætla að taka forskot á sæluna en þær eru: Boogie Trouble, Nolo, Hljómsveitt og Hymnalaya. Aðgangur er ókeypis og jafnframt munu þeir fyrstu þyrstu til að mæta fá ókeypis glaðning í gleri en herlegheitin hefjast 20:30. Þá munu aðstandendur Rauðsandsfestivalsins kynna fyrirkomulag hátíðarinnar og miðasölu.

 

Undiraldan heldur sínu striki í Hörpunni en á föstudaginn koma fram Vök, sigursveit músíktilrauna, og tónlistar- og myndlistarkonan Berglind Ágústsdóttir. Tónleikarnir hefjast stundvíslega 17:30 og aðgangur er sem fyrr ókeypis en vakin skal athygli á því að í þetta skiptið eru tónleikarnir haldnir á Kolabrautinni á fjórðu hæð hússins, en ekki í Kaldalónssalnum.

 

Leaves, Stafrænn Hákon og Monotown slá upp tónleikaveislu á Volta en í tilkynningu frá þeim kemur fram að á viðburðinum verði kafað djúpt ofan í hyldýpi og áður óþekktar tíðnir kannaðar. Þá séu Leaves með nýtt efni í bígerð og að nýjasta plata Stafræns Hákons hafi verið tekin upp með höfuðið í hanskahólfi Massey Ferguson gröfu. Hvort að grafan verði með á sviðinu á Volta kemur ekki fram en þetta hljómar óneitanlega spennandi. Húsið opnar 21:00 og miðaverð er 1500 krónur.

 

Rvk Soundsystem láta engan bilbug á sér finna og halda áfram með fastakvöld sín á Faktorý þar sem þeir leika reggí, dancehall og dub fyrir dansþyrsta eyjarskeggja. Gestasnúður kvöldsins er Dj Cyppie og gestir eru hvattir til að brenna niður Babýlon og dansa af sér skónna. Að venju er senan í hliðarsal Faktorý, plötusnúðarnir hefja gleðina rétt fyrir miðnætti og aðgangseyrir er ekki til staðar.

Á efri hæð Faktorý verða tónleikar til styrktar Regnbogabörnum, samtökum sem berjast gegn einelti. Fram koma Fm Belfast, Prins Póló, Úlfur Úlfur, Kjurr og sigursveit músíktilrauna, Vök. Aðgangseyrir er 1500 krónur og rennur óskiptur til Regnbogabarna.

Laugardagur 13. apríl

Á Bar 11 verður haldið ROKKFEST 2013 þar sem sex þekktar og minna þekktar rokksveitir koma fram. Á fb-síðu viðburðarins kemur fram að nóg sé komið af poppi og metal og Rokkfestið sé fyrsta skrefið í yfirvofandi upprisu rokksins. Þær sveitir sem hafa boðað koma sína eru Mammút, Sindri Eldon & The Ways, Japanese Super Shift and the Future Band, Dorian Gray, Treisí og Casio Fatso. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Hljómsveitirnar Knife Fights og Spy Kids 3D munu koma og spila tryllt indí pönk fyrir rokkþyrsta geðsjúklinga á Dillon.

Það verður þungur laugardagur í Lucky Records plötubúðinni á Rauðarárstígnum en þar munu harðkjarnasveitirnar Muck, In The Company of Men og Klikk leika fyrir slammi en hljómleikarnir hefjast klukkan 15:00. Aðgangur er ókeypis en straumur mælir með því að fólk styrki þessa stórgóðu plötubúð með vínilkaupum.

 

Á  Rósenberg verða tónleikar með Krístjáni Hrannari, Smára Tarf og Þoku. Kristján mun spila lög af fyrstu sólóplötu sinni sem kemur út í sumar. Leikar hefjast kl 21:00 og það kostar 1500 krónur inn

Á Gamla Gauknum munu leiða saman hesta sína hljómsveitirnar Momentum og Kontinuum. Sérstakir gestir verður hljómsveitin We Made God. Tónleikarnir hefjast kl 23:00 en húsið opnar 21:00. Aðgangseyrir eru 1500 kr.