Tónleikar helgarinnar

 

Fimmtudagur 24. október 

 

Ultra Mega Technobandið Stefán halda hlustunarpartí fyrir plötuna ! á skemmtistaðnum Harlem. Platan verður spiluð frá klukkan 9-10 á skemmtistaðnum Harlem og mun Thule sjá til þess að allir fái fríar drykkjarveigar á meðan birgðir endast.

Kristján Hrannar og Jakobsson koma fram í Stúdentakjallaranum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn. 

 

Útgáfutónleikar HEK vegna plötunnar Please tease me á Gamla Gauk  kl 22. Um upphitun sjá Gímaldin, Hr.Halli og María Viktoría. Húsið opnar kl 21 og verður nýi diskurinn til sölu á staðnum á sérstöku tilboði. Miðaverð er 1000 kr.

 

 

Föstudagur 25. október

 

Skúli mennski og hljómsveit fagna heimsókn Þorleifs Gauks Davíðssonar til landsins með því að spila bullandi blús og búgítóna á Ob La Di, Frakkastíg 8. Gleðin hefst kl 23:00 og það kostar ekki nema smápeninga inn. Það er að segja þúsund krónur. Ekki missa af Rónablúsnum, Skjálvandi skilvitablúsnum og tregablöndnum Tilvistarspekiblúsnum.

 

The Wicked Strangers, Dorian Gray, RetRoBot og Caterpillar Man koma fram á Bar 11. Húsið opnar klukkan 21:00 og það er ókeypis aðgangur.

 

 

 

Laugardagur 26. október

 

Bresku böndin THE ACTIVATORS og KILL PRETTY spila á Gamla Gauknum ásamt Caterpillar Man, Fivebellies og Dýrðinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

Hljómsveitin Brain Police verða með tónleika á Bar 11 í beinni útsendingu á Rás 2 í þættinum Luftgítar. Útsendingin byrjar klukkan 19:30 og stendur til 22:00. Hægt að fá boðsmiða með því að hlusta á Rás 2.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *