Tónleikar helgarinnar

 

Fimmtudagur 24. október 

 

Ultra Mega Technobandið Stefán halda hlustunarpartí fyrir plötuna ! á skemmtistaðnum Harlem. Platan verður spiluð frá klukkan 9-10 á skemmtistaðnum Harlem og mun Thule sjá til þess að allir fái fríar drykkjarveigar á meðan birgðir endast.

Kristján Hrannar og Jakobsson koma fram í Stúdentakjallaranum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn. 

 

Útgáfutónleikar HEK vegna plötunnar Please tease me á Gamla Gauk  kl 22. Um upphitun sjá Gímaldin, Hr.Halli og María Viktoría. Húsið opnar kl 21 og verður nýi diskurinn til sölu á staðnum á sérstöku tilboði. Miðaverð er 1000 kr.

 

 

Föstudagur 25. október

 

Skúli mennski og hljómsveit fagna heimsókn Þorleifs Gauks Davíðssonar til landsins með því að spila bullandi blús og búgítóna á Ob La Di, Frakkastíg 8. Gleðin hefst kl 23:00 og það kostar ekki nema smápeninga inn. Það er að segja þúsund krónur. Ekki missa af Rónablúsnum, Skjálvandi skilvitablúsnum og tregablöndnum Tilvistarspekiblúsnum.

 

The Wicked Strangers, Dorian Gray, RetRoBot og Caterpillar Man koma fram á Bar 11. Húsið opnar klukkan 21:00 og það er ókeypis aðgangur.

 

 

 

Laugardagur 26. október

 

Bresku böndin THE ACTIVATORS og KILL PRETTY spila á Gamla Gauknum ásamt Caterpillar Man, Fivebellies og Dýrðinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

Hljómsveitin Brain Police verða með tónleika á Bar 11 í beinni útsendingu á Rás 2 í þættinum Luftgítar. Útsendingin byrjar klukkan 19:30 og stendur til 22:00. Hægt að fá boðsmiða með því að hlusta á Rás 2.

Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 29. ágúst

 

Re-pete and the Wolfmachine, Dýrðin og Sindri Eldon and the Way spila á ókeypis tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Salter spilar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

 

Söngvaskáldin Skúli Mennski og Svavar Knútur koma saman á Gamla Gauknum og syngja lögin sín. Húsið opnar kl. 20. Það verður góð blanda af hlýju og gleði og hressileika. Samningaviðræður standa yfir við sérstakan leynigest sem mögulega kæmi og tæki lagið.

 

Snorri Helgason heiðrar gesti Café Flóru með nærveru sinni. Húsið opnar kl 20 og er frítt inn.

 

eclectic electronic music party, # 3 á Harlem. Fram koma Captain Fufanu, Two Step Horror, AMFJ og pál vetika (USA) ásamt Hallfríði Þóru. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Brother Grass með tónleika á Rósenberg tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 30. ágúst

Eitthvað lítið að gerast þennan föstudag?

 

 

Laugardagur 31. ágúst

Of Monsters And Men spila á stórtónleikum við Vífilstaði í Garðabæ

Dagskrá:

17:00 Túnið opnar

18:00 Hide Your Kids

18:30 Moses Hightower

19:30 Mugison

20:40 Of Monsters and Men

22:00 Lok.

 

 

Grúska Babúska – ásamt Cheek Mountain Thief, Caterpillarmen, Low Roar og dj. flugvél og geimskip – heldur tónleika í húsi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðarmanns, á Laugarnestanga 65. Viðburðurinn hefst kl. 17.00 á laugardeginum og stendur fram eftir kvöldi. Grillaðar verða pulsur á staðnum og drykkjarveigar verða í boði á sanngjörnu verði fyrir þyrsta. Hlé verður tekið á dagskránni til að kveikja í brennu um 8 leytið og mun brennan loga fram yfir sólsetur, sem áætlað er kl. 20:47! Dagskráin heldur svo áfram eftir það.

 

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem klukkan 22:00. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á miða.is og í verslunum Brim. Það kostar 2000 krónur inn og miðar munu einnig fást við hurðina.