FALK kynnir: The Dawn of the New flesh

Í kvöld fimmtudaginn 17. Mars mun FALK félagsskapurinn halda tónleika á Dillon með breskum tónlistarmanni að nafni AGATHA. Um upphitun sjá AMFJ og Nicolas Kunysz. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:30 og það kostar 500 kr inn. AGATHA er nýtt einstaklingsverkefni Harry Wright en hann hefur verið virkur innan raftónlistarsenunnar í Bristol, Bretlandi um langt skeið, meðal annars með hljómsveitinni THE NATURALS og GIANT SWAN dúettinum sem tímaritið The Quietus hefur hampað í ræðu og riti.

Þessir tónleikar eru skipulagðir af íslenska tónlistar og listahópnum FALK (Fuck Art Let’s Kill), sem hafa síðan 2007 staðið fyrir mígrút ágengra list og tónlistarviðburða og útgáfu listamanna á borð við AMFJ, KRAKKKBOT, AUXPAN, OBERDADA VON BRUTAL, ULTRAORTHODOX, HARRY KNUCKLES og K. FENRIR sem og flutt inn tónlistarmenn eins og PYE CORNER AUDIO, HACKER FARM, GRUMBLING FUR og CONTAINER.

Lady Boy Records 004

Útgáfufyrirtækið Lady Boy Records sem stofnað var í fyrra gaf í gær út sína aðra  safnplötu Lady Boy Records 004. Að plötuútgáfunni standa þeir Frímann Ísleifur Frímannsson og Nicolas Kunysz og kom safnplatan út á kassettu í 50 eintökum. Fist Fokkers, AMFJ, Dj. Flugvél og geimskip eiga lög á plötunni ásamt fleirum. Hlustið hér fyrir neðan

Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 29. ágúst

 

Re-pete and the Wolfmachine, Dýrðin og Sindri Eldon and the Way spila á ókeypis tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Salter spilar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

 

Söngvaskáldin Skúli Mennski og Svavar Knútur koma saman á Gamla Gauknum og syngja lögin sín. Húsið opnar kl. 20. Það verður góð blanda af hlýju og gleði og hressileika. Samningaviðræður standa yfir við sérstakan leynigest sem mögulega kæmi og tæki lagið.

 

Snorri Helgason heiðrar gesti Café Flóru með nærveru sinni. Húsið opnar kl 20 og er frítt inn.

 

eclectic electronic music party, # 3 á Harlem. Fram koma Captain Fufanu, Two Step Horror, AMFJ og pál vetika (USA) ásamt Hallfríði Þóru. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Brother Grass með tónleika á Rósenberg tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 30. ágúst

Eitthvað lítið að gerast þennan föstudag?

 

 

Laugardagur 31. ágúst

Of Monsters And Men spila á stórtónleikum við Vífilstaði í Garðabæ

Dagskrá:

17:00 Túnið opnar

18:00 Hide Your Kids

18:30 Moses Hightower

19:30 Mugison

20:40 Of Monsters and Men

22:00 Lok.

 

 

Grúska Babúska – ásamt Cheek Mountain Thief, Caterpillarmen, Low Roar og dj. flugvél og geimskip – heldur tónleika í húsi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðarmanns, á Laugarnestanga 65. Viðburðurinn hefst kl. 17.00 á laugardeginum og stendur fram eftir kvöldi. Grillaðar verða pulsur á staðnum og drykkjarveigar verða í boði á sanngjörnu verði fyrir þyrsta. Hlé verður tekið á dagskránni til að kveikja í brennu um 8 leytið og mun brennan loga fram yfir sólsetur, sem áætlað er kl. 20:47! Dagskráin heldur svo áfram eftir það.

 

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem klukkan 22:00. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á miða.is og í verslunum Brim. Það kostar 2000 krónur inn og miðar munu einnig fást við hurðina.

 

 

Tilkynnt um fleiri listamenn á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um yfir  20 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; AlunaGeorge, Zola Jesus, Robert Foster, Mariam The Believer, On An On, DIANA og Stealing Sheep. Þeir íslensku listamenn sem bættust í hópinn eru; Mammút, Pedro Pilatus, Muck, Grísalappalísa, Vök, In The Company Of Men, Aragrúi, Reptilicus, Rúnar Magnússon, Jónas Sen, Þóranna Dögg Björnsdótir/Trouble, Björk Viggósdóttir/Lala Alaska og AMFJ.