FALK kynnir: The Dawn of the New flesh

Í kvöld fimmtudaginn 17. Mars mun FALK félagsskapurinn halda tónleika á Dillon með breskum tónlistarmanni að nafni AGATHA. Um upphitun sjá AMFJ og Nicolas Kunysz. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:30 og það kostar 500 kr inn. AGATHA er nýtt einstaklingsverkefni Harry Wright en hann hefur verið virkur innan raftónlistarsenunnar í Bristol, Bretlandi um langt skeið, meðal annars með hljómsveitinni THE NATURALS og GIANT SWAN dúettinum sem tímaritið The Quietus hefur hampað í ræðu og riti.

Þessir tónleikar eru skipulagðir af íslenska tónlistar og listahópnum FALK (Fuck Art Let’s Kill), sem hafa síðan 2007 staðið fyrir mígrút ágengra list og tónlistarviðburða og útgáfu listamanna á borð við AMFJ, KRAKKKBOT, AUXPAN, OBERDADA VON BRUTAL, ULTRAORTHODOX, HARRY KNUCKLES og K. FENRIR sem og flutt inn tónlistarmenn eins og PYE CORNER AUDIO, HACKER FARM, GRUMBLING FUR og CONTAINER.

Lady Boy Records 009

Útgáfufyrirtækið Lady Boy Records sem stofnað var árið 2013 gaf á dögunum  út sína þriðju safnplötu Lady Boy Records 009. Safnplatan kom út á kassettu í 50 eintökum. Harry Knuckles, Weekend Eagle, Jóhann Eiríksson, Dr. Gunni, Talibam! O|S|E|, Nicolas Kunysz, Sigtryggur Berg Sigmarsson, ThizOne, Helgi Mortal Kombat, Dental Work og  Vampillia. eiga lög á plötunni.  Hlustið hér fyrir neðan.

Lady Boy Records fagna útgáfu

Nýstofnuð plötuútgáfa að nafninu Lady Boy Records mun halda útgáfuhóf í tilefni af útgáfu á safnplötunni Lady Boy Records 001 á Volta á föstudaginn. Að plötuútgáfunni standa þeir Frímann Ísleifur Frímannsson og Nicolas Kunysz og kom safnplatan út á kassettu í takmörkuðu upplagi á dögunum. Húsið opnar klukkan 21 og tónleikarnir hefjast klukkan 22. Þeir listamenn sem koma fram eru:

X.O.C. Gravediggers Inc.(/Apacitated)
Harry Knuckles
Nicolas Kunysz
Futuregrapher
Quadruplos
Rafsteinn
ThizOne
Krummi
Bix

Miðaverð er 500 kr og verður kassettan til sölu um kvöldið á 3000 krónur. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna.