Lady Boy Records fagna útgáfu

Nýstofnuð plötuútgáfa að nafninu Lady Boy Records mun halda útgáfuhóf í tilefni af útgáfu á safnplötunni Lady Boy Records 001 á Volta á föstudaginn. Að plötuútgáfunni standa þeir Frímann Ísleifur Frímannsson og Nicolas Kunysz og kom safnplatan út á kassettu í takmörkuðu upplagi á dögunum. Húsið opnar klukkan 21 og tónleikarnir hefjast klukkan 22. Þeir listamenn sem koma fram eru:

X.O.C. Gravediggers Inc.(/Apacitated)
Harry Knuckles
Nicolas Kunysz
Futuregrapher
Quadruplos
Rafsteinn
ThizOne
Krummi
Bix

Miðaverð er 500 kr og verður kassettan til sölu um kvöldið á 3000 krónur. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna.