Rafmagnsstóllinn: Þórður Grímsson

Á dögunum áskotnaðist ritstjórn Straums forláta stóll úr yfirgefnu fangelsi í Texas. Þetta gerðarlega húsgagn væri synd á láta liggja ónotað og þess vegna kynnum við til leiks nýjan lið á síðunni; Rafmagnsstólinn! Í hverri viku fáum við tónlistarmann til að setjast í stólinn, bindum hann niður og hleypum á hann 2400 volta straumi þannig hann grillist vel og vandlega. Í fyrstu leiðir þetta til þvag- og saurmissis en að lokum endar raflostið með því að listamennirnir segja okkur frá sínum dýpstu órum og leyndarmálum, sem við munum svo birta samviskusamlega hér á síðunni.

 

Þórður Grímsson, liðsmaður hljómsveitarinnar Two Step Horror, hlaut þann heiður að fá fyrstur að setjast í Rafmagnsstólinn, en hann stendur einmitt fyrir tónleikum í kvöld á Cafe Ray Liotta ásamt Vebeth hópnum. Þetta er það sem kom upp úr honum.

 

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?
Það er held ég bara almennt gott að vera skapandi og búa til sinn eigin heim og loka sig af þar.

 

En versta?
Hlusta á skoðanir annarra sem eru á einhverri allt annarri bylgjulengd.

 

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndirðu mest vilja hita upp fyrir?
Veit ekki með upphitun, en það væri gaman að gera eitthvað með Sonic Boom eða semja verk með Angelo Badalamenti til dæmis.

 

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu?
Ég enduruppgötvaði The Telescopes sem við erum að spila með á Berlin Psych Fest í Apríl. Annars er ég að fíla Russian.Girls mjög vel, það var góð uppgötvun þessa árs.

 

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt?
Krzysztof Komeda samdi mikið af frábærri tónlist fyrir kvikmyndir, t.a.m. Cul-de-sac, Rosemary’s Baby og Knife in the Water. Ég hef líka verið að hlusta á studio plötur og session sem hann var að fást við og það er allt saman alveg frábært.

 

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni?
Sjöundi áratugurinn af óteljandi ástæðum, en ég get nefnt nokkrar.
1. Skynvillutónlist á borð við July, Soft Machine, Pink Floyd, The Move, United States of America, Kaleidoscope, Red Krayola og óteljandi öðrum.
2. Fatastíllinn var góður.
3. Plötukoverin fengu áður óþekkt púður.
4. Síðasta tímabilið fyrir hnignunina.
5. Psych var ekki orðið sell out.

 

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu?
Souvlaki Space Station – Slowdive (17)
Baby (Donnie & Joe Emerson cover) – Ariel Pink (14)
Mètché Dershé – Mulatu Astatke (13)
Jubilee Street – Nick Cave (12)
Head Over Heels – Tears for Fears (11)

 

En plötur?
Ég hugsa að Oscar Peterson og Mulatu Astatke sé frekar standard „go-to“ dinner músík, það er amk. tilefnið við að setja plötu á fóninn heima.

 

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega?
Pink Street Boys á undiröldutónleikum í Hörpu, Dirty Beaches í Hörpu og Nick Cave á All Tomorrow’s Parties.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Ég veit ekki, fer frekar sjalda á tónleika. Harpa kannski.

 

Uppáhalds plötuumslag?
Já Vebeth safnplötu umslagið er killer, en ég er bara ekki alveg búinn með það.

 

Þekkirðu Jakob Frímann?
Já, Anna kærastan mín þekkir hann. Hann mætti á myndlistasýninguna mína í sumar, ég hitti hann þá.

 

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með?

Það hefði verið áhugavert að gera eitthvað með Syd Barret, ég hef alltaf verið mjög hrifinn af hans tónlist.

 

Uppáhalds plötubúð í heiminum?
Ég keypti fullt af góðum plötum í Rock and Roll Heaven í Orlando, en ætli að sé ekki mest PC að segja Lucky’s, frábær búð.

 

Ef þú mættir velja einn rappara til að vinna með, hver væri það?
Snoop.

 

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er, hver myndi það vera?
Phil Spector.

 

Hvaða plata fer á á rúntinum?
FM Rondo.

 

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?
Ég eyddi rosa miklum pening í Pro Tools 11, annars er þetta genuinely erfið spurning.

 

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?
Gleymt hvað kemur næst í sólói eða muldrað texta sem ég man ekki. Annars var það mjög neyðarlegt þegar ég sleit streng og kunni ekki að setja í nýjan á nýja gítarnum mínum og Baldvin þurfti að gera það fyrir mig á miðjum tónleikum.

 

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?
Clinic.

 

Enn í eftirpartínu?
Einhver ný demo, ég verð sérlega ein- og sjálfhverfur þegar ég er kominn yfir áfengisþolmörk mín.

 

Uppáhalds borgin þín?
Berlin.

 

Þið eruð að fara að gefa út ykkar þriðju plötu, Nyctophilia, hvaða fimm orð myndu lýsa henni best?
Downtempo – draumkennt – trommuheilarokk – Reverb – Tremolo.

 

Þið eruð hluti af hóp eða hreyfingu sem kallast Vebeth, segðu okkur frá gildum og markmiðum hennar.
Vebeth fæddist í Reykjavík árið 2009 og samanstendur af fólki úr hinum ýmsu listrænu greinum sem deila svipaðri fagurfræði, tónlistarsmekk og listrænni sýn. Ætlun okkar var að gera meðlimum hópsins kleift að koma tónlist sinni og myndlist á framfæri og gefa tónlistina út án aðkomu þriðja aðila. Meðal meðlima Vebeth eru tónlistarmenn, myndlistarmenn, vídeólistamenn, textagerðarmenn, ljósmyndarar og hönnuðir sem gerir okkur kleift að vinna í margvíslegum miðlum og þar með skapa sjálfbæra útgáfu á eigin efni.

 

Við hverju má fólk búast við á tónleikunum ykkar í kvöld?
Rock’n’roll

Vebeth ýta úr vör tónleikaröð

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni „Kvöldstund með Vebeth“ verða haldnir föstudaginn 14. mars á Café Ray Liotta á Hverfisgötu. Vebeth er hreyfing tónlistar- og myndlistafólks sem aðhyllist svipaða fagurfræði og hafa m.a gefið út plötur undir merkjum hópsins. Á þessum fyrstu tónleikum koma fram hljómsveitirnar Russian.girls, Pink Street Boys og Two Step Horror en þær tvær fyrrnefndu hafa nýverið gengið til liðs við Vebeth. Tónleikarnir eru opnir öllum sem náð hafa áfengiskaupaaldri og aðgangseyrir er algjörlega ókeypis.

 

Fyrsta atriði á svið er Russian.girls, verkefni Guðlaugs Halldórs Einarssonar úr Captain Fufanu, sem spilar tilraunakennda og rafskotna skynvillutónlist. Þá munu Pink Street Boys spila hávaðarokk undir áhrifum sjöunda og áttunda áratugarins. Hljómsveitin Two Step Horror  endar svo kvöldið en hljómsveitin var stofnuð af Þórði Grímssyni og Önnu Margrét Björnsson fyrir um fimm árum síðan. Nýlega bættust þrír meðlimir við hljómsveitina, þeir Hafsteinn Michael Guðmundsson, Kolbeinn Soffíuson og Baldvin Dungal, en sveitin mun spila á tónlistarhátíðinni Berlin Psych Fest sem á sér stað í apríl þar sem þau munu meðal annars hita upp fyrir bresku „cult“ sveitina The Telescopes. Two Step Horror gefa út sína þriðju breiðskífu nú í vor en hún nefnist Nyctophlia.

 

Kjallarinn á Ray Liotta opnar klukkan 21:00 og klukkutíma síðar hefur Russian.Girls leik, Pink Street Boys fara á svið 23:00 og Two Step Horror slá svo botninn í dagskránna á miðnætti. Þá mun Straumur (Óli Dóri) sjá um skífuþeytingar á milli atriða og einnig að tónleikunum loknum inn í nóttina. Þetta verður einungis fyrsta kvöldið af mörgum en aðrir tónlistarmenn sem tilheyra Vebeth hópnum eru Singapore Sling, Dream Central Station, Rafsteinn, The Go-Go Darkness, The Third Sound, The Blanket of Death, The Dead Skeletons, The Meek ( US), DJ-Musician, Hank & Tank og Evil Madness.

Hér má svo hlusta á tóndæmi með sveitunum.

)
)

Bestu íslensku lög ársins 2013

 

30) Before – Vök

29) Maelstrom – Útidúr

 

 

28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski

      1. 07 Á hvítum hesti

 

 

 

 

27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

 

 

26) Hve Ótt ég ber á – VAR

 

 

25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason   
      2. 01 Autumn Skies #2

 

 

 

24) Blóðberg – Mammút

 

 

 

23) All Is Love – M-band

 

 

 

22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey

 

 

 

21) Again – Good Moon Deer

 

 

 

20) Cheater – Love & Fog

 

 

19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats

 

 

 

18) Harlem Reykjavík – Hermigervill

 

 

 

17) 1922 – Kristján Hrannar

 

 

 

16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem

 

Lög í 15. – 1. sæti

 

 

 

Two Step Horror á Harlem í kvöld

Hljómsveitin Two Step Horror kemur fram ásamt Rafsteini og Captain Fufanu á Harlem í kvöld en ritstjórar straum.is munu sjá um að þeyta skífum á milli atriða. Two Step Horror hafa getið sér gott orð á undanförnum árum fyrir hægfljótandi og draumkennt trommuheilarokk sem sækir áhrif jafnt í shoegaze, rokkabillí og kvikmyndir David Lynch. Tónleikarnir eru haldnir til fjáröflunar fyrir væntanlega ferð sveitarinnar til Berlínar þar sem hún kemur fram í tónleikaröðinni Fifth Floor Event í desember ásamt The Blue Angel Lounge og The Third Sound.

Þá er væntanleg breiðskífan Nyctophilia frá sveitinni sem kemur út á vínil öðru hvoru megin við áramótin. Áður hafa Two Step Horror gefið út plöturnar Living Room Music árið 2011 og Bad Sides and Rejects í fyrra en báðar hlutu afbragðs dóma gagnrýnanda.

Einyrkinn Rafsteinn sem einnig kemur fram leikur framsækinn rafbræðing undir áhrifum frá sveimtónlist og sækadelíu. Þá kemur fram fyrrum tekknódúettinn Captain Fufanu sem nýlega hafa umbreyst í live hljómsveit með gítar, trommum og tilheyrandi, en þeir stóðu sig frábærlega á nýyfirstaðinni Airwaves hátíð.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur. Hlustið á tóndæmi með sveitunum hér fyrir neðan.



Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 29. ágúst

 

Re-pete and the Wolfmachine, Dýrðin og Sindri Eldon and the Way spila á ókeypis tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Salter spilar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

 

Söngvaskáldin Skúli Mennski og Svavar Knútur koma saman á Gamla Gauknum og syngja lögin sín. Húsið opnar kl. 20. Það verður góð blanda af hlýju og gleði og hressileika. Samningaviðræður standa yfir við sérstakan leynigest sem mögulega kæmi og tæki lagið.

 

Snorri Helgason heiðrar gesti Café Flóru með nærveru sinni. Húsið opnar kl 20 og er frítt inn.

 

eclectic electronic music party, # 3 á Harlem. Fram koma Captain Fufanu, Two Step Horror, AMFJ og pál vetika (USA) ásamt Hallfríði Þóru. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Brother Grass með tónleika á Rósenberg tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 30. ágúst

Eitthvað lítið að gerast þennan föstudag?

 

 

Laugardagur 31. ágúst

Of Monsters And Men spila á stórtónleikum við Vífilstaði í Garðabæ

Dagskrá:

17:00 Túnið opnar

18:00 Hide Your Kids

18:30 Moses Hightower

19:30 Mugison

20:40 Of Monsters and Men

22:00 Lok.

 

 

Grúska Babúska – ásamt Cheek Mountain Thief, Caterpillarmen, Low Roar og dj. flugvél og geimskip – heldur tónleika í húsi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðarmanns, á Laugarnestanga 65. Viðburðurinn hefst kl. 17.00 á laugardeginum og stendur fram eftir kvöldi. Grillaðar verða pulsur á staðnum og drykkjarveigar verða í boði á sanngjörnu verði fyrir þyrsta. Hlé verður tekið á dagskránni til að kveikja í brennu um 8 leytið og mun brennan loga fram yfir sólsetur, sem áætlað er kl. 20:47! Dagskráin heldur svo áfram eftir það.

 

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem klukkan 22:00. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á miða.is og í verslunum Brim. Það kostar 2000 krónur inn og miðar munu einnig fást við hurðina.

 

 

Straumur 26. ágúst 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Roosevelt, Courtney Barnett, Okkervil River, Holy Ghost!, Tears For Fears, Diarrhea Planet, Two Step Horror og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 26. ágúst 2013 by Straumur on Mixcloud

 

1) Ready To Start (Arcade Fire cover) – Tears For Fears
2) Elliot – Roosevelt
3) Cabaret – Escort
4) Okay – Holy Ghost!
5) Unbreak my mixtape – M.I.A
6) Avant Gardener – Courtney Barnett
7) Kids – Diarrhea Planet
8) Skeleton Head – Diarrhea Planet
9) Down Down the Deep River – Okkervil River
10) Where the Spirit Left Us – Okkervil River
11) Stay Young – Okkervil River
12) Thorn In her pride – King Khan & The Shrines
13) Lonesome Town (demo) – Two Step Horror
14) Girl, I Love You (4ever) – Jonathan Rado
15) Nirvana – Sam Smith

Two Step Horror með Ricky Nelson ábreiðu

Reykvíska tvíeykið Two Step Horror sendu fyrr í dag frá sér demo ábreiðu af laginu Lonesome Town sem samið var af Baker Knight og flutt af söngvaranum Ricky Nelson á 6. áratugnum. Í flutningi Two Step Horror má segja að lagið verði ögn drungalegra og þau geri það að sínu.

Tónleikar helgarinnar

 

 

Miðvikudagur 14. ágúst

 

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson munu leika á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan opnar fyrir gesti kl. 20 og tónleikar hefjast svo á slaginu 20:30. Hljómsveitin Vök mun einnig koma fram, en hún gaf nýverið út sína fyrstu plötu, EP plötuna Tension.

 

 

Fimmtudagur 15. ágúst

 

Markús & The Diversion Sessions halda tónleika í Lucky Records klukkan 17:00

 

Jazz dúettinn Singimar spilar á ókeypis Pikknikk tónleikum 15. ágúst kl. 17:00 í gróðurhúsi Norræna hússins. Singimar er samstarfsverkefni Inga Bjarna Skúlasonar á píanó og Sigmars Þórs Matthíassonar á kontrabassa.

 

Hljómsveitin Markús & The Diversion Sessions efnir til stórtónleika í Gym & Tonic sal Kex Hostel, Tónleikarnir verða kveðjutónleikar fyrir bassaleikara hljómsveitarinnar Georg Kára Hilmarsson en hann heldur út í masters nám í tónsmíðum í lok ágúst. Hljómsveitin The Diversion Sessions tók upp stutt skífu árið 2012 og mun hún vera gefin út í takmörkuðu upplagi á tónleikunum. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Hymnalaya og Nini Wilson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 1000kr inn.

 

Tónleikar á Café Flóru með Skúli mennska og fleiri listamönnum.

Tónleikarnir byrja kl 20 og það er ókeypis inn.

 

Two Step Horror og Rafsteinn spila á tónleikaröð Hressingarskálans. Enginn aðgangseyrir og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Hljómsveitirnar Godchilla og Klikk troða upp á Dillon fimmtudaginn. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

 

Föstudagur 16. ágúst

 

 

BJÚDDARINN 2013, árlegt skemmtikvöld knattspyrnufélagsins Mjöðm Gallerý Knattspyrna (ef.), fer fram á skemmtistaðnum Harlem

 

Prógram:

Kippi Kaninus

Markús & the diversion sessions

DJ Margeir & Högni Egilsson

Mið-Íslands grínistarnir Bergur Ebbi & Jóhann Alfreð

Málverkauppboð

 

Hús opnar 22:00

Miðaverð: 1.000 kr.

 

 

 

 

Laugardagur 17. ágúst

 

Kveðjutónleikar Boogie Trouble á Gamla Gauknum.  Ásamt Boogie verða þarna Bárujárn, Bjór og Babies.

Hús opnar 21:00 – Tónleikar hefjast 22:00 og Aðgangseyrir er 1500 krónur en ágóði rennur óskiptur í að fjármagna væntanlega plötu hljómsveitarinnar sem mun líta dagsins ljós í vetur.

 

 

KVIKSYNÐI #6 í hliðarsal Harlem 

  • – Bjarki – Live set
  • – Hlýnun Jarðar
  • – ULTRAORTHODOX – Live set
  • – Bypass
  • – Captain Fufanu
  • Húsið opnar klukkan 23.00 og það er frítt inn!

 

 

 

 

Sunnudagur 18. ágúst

 

Tónleikar með sjálfum David Byrne og St. Vincent í Háskólabíó klukkan 20:00. Miðar eru til sölu á midi.is og það kostar 8990 í svæði B og 10999 í svæði A. Það þarf vart að kynna David Byrne eða St. Vincent (aka Annie Clark) fyrir tónlistaráhugafólki. Ferill þeirra er mislangur en afar farsæll. Þau leiddu saman hesta sína fyrir nokkrum misserum og tóku upp plötu. Afraksturinn leit dagsins ljós á síðasta ári og platan Love this Giant var af mörgum talin plata ársins 2012.