Bestu íslensku lög ársins 2013

 

15) Looped – Kiasmos

 

 

 

14) Speed Of Dark – Emiliana Torrini

 

 

13) Punta Rosarito – Tonmo

 

 

 

12) Rafstraumur – Sigur Rós

 

 

11) Empire – Plúseinn

 

 

 

10) Cupid Makes a Fool Of Me – Just Another Snake Cult

Titillag hinnar frábæru plötu Cupid Makes a Fool of Me er marglaga ævintýri með ótal óvæntum beygjum. Hugmyndaauðgin á sér lítil takmörk í frumlegum kaflaskiptingum og útsetningum sem eru bæði lágstemmdar og epískar í senn.

 

 

 

9) Numbers And Names – Ólöf Arnalds

Numbers And Names er eitt bjartasta og aðgengilegasta lag Ólafar til þessa. Systir hennar Klara syngur með henni í ógleymanlegu viðlaginu þar sem raddir þeirra kallast á.

 

 

8) Bragðarefir – Prinspóló

Gleðigengið í Prins Póló er þekkt fyrir tíðar tilvísanir í matvæli og titill lagsins vísar væntanlega til hinnar vinsælu nammiísblöndu. Refurinn er lágstemmdur stuðsmellur með fönkí bassalínu og hljómborðum í anda 9. áratugarins en textinn er hnyttinn og súrrealískur eins og Prinsins er von og vísa.

 

 

7) Ég Veit Ég Vona – Ojba Rasta

Ojba Rasta létu engan bilbug á sér finna á árinu sem leið og héldu áfram að vera í fararbroddi íslensku reggí-senunnar með breiðskífunni Friður. Ég veit ég vona er ljúfsár ballaða með vaggandi grúvi og en einlægur flutningur og kjarnyrtur texti Teits fleyta því á toppinn.

 

 

6) Everything Some of the Time – OYAMA

Flestum lögum á fyrstu ep-plötu Oyama er drekkt í töffaralegu dróni, fídbakki og allra handa óhljóðum en besta lagið að okkar mati var þó það einfaldasta. Skoppandi bassalína og brimlegur gítarhljómurinn faðma angurværan sönginn og útkoman er ævintýri fyrir eyrun.

 

 

5) We Are Faster Than You – FM Belfast

Fyrsta smáskífan af væntanlegri FM Belfast plötu (sem vonandi kemur út á næsta ári).  Á meðan hljómur lagsins er einkar framtíðarlegur þá er eitthvað við það sem minnir á teiknimynd frá 8. áratugnum.

 

 

4) Hver Er Ég? – Grísalappalísa

Hver er ég? er bæði aðgengilegasta og harðasta lag Grísalappalísu sem kom eins og stormsveipur inn í íslenska tónlistarsenu á árinu. Byrjar á grípandi og trallandi kvenbakröddum en keyrir svo skyndilega út í skurð í ómstríðum harðkjarnakafla. Upphafin fegurð og hrár ljótleiki í jöfnum hlutföllum á hnitmiðuðum tveimur mínútum er eitthvað sem engin önnur íslensk sveit náði að afreka á árinu.

 

 

3) É Bisst Afsökunnar – Markus & The Diversion Sessions

Afsökunarbeiðni Markúsar er einn óvæntasti og frumlegasti smellur ársins. Með sterkan og skemmtilegan texta að vopni flæðir lagið á einstakan hátt líkt og ef Megas væri að fronta Pavement.

 

 

2) What’s Wrong With Your Eyes – Sin Fang

What’s Wrong With Your Eyes er enn ein framúrstefnulega poppperlan sem Sindri Már Sigfússon virðist framleiða áreynslulaust af færibandinu sínu. Marglaga raddanir og óaðfinnanlegur hljóðheimurinn eru eins og bútasaumsteppi utan um frábæra lagasmíð og einstaka söngrödd Sindra.

 

 

1) Candlestick – múm

Candlestick hefst á glettinni og nintendo-legri hljómborðslínu sem setur tóninn fyrir það sem koma skal. Þetta er eitt aðgengilegasta lag sem múm hafa gefið frá sér og laglínan límist við heilabörkinn við fyrstu hlustun. En það er líka yfirfullt af hljóðrænum smáatriðum og krúsídúllum þannig þú ert alltaf að uppgötva eitthvað nýtt við hverja hlustun. Lagið er bæði gáskafullt og útpælt, grípandi en ekki eins og neitt annað í útvarpinu, hnitmiðað en samt losaralegt. Múm hafa sjaldan hljómað jafn sjálfsörugg í því sem þau gera best og hér.





Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *