Í síðasta Straumi ársins verður farið yfir bestu íslensku lögin sem komu út árið 2021 samkvæmt þættinum og heimasíðunni straum.is. Straumur með Óla Dóra frá 22:00 í kvöld á X-inu 977.
Vegna herts samkomubanns er Straumur kominn í smá frí á X-inu 977. Straumur mælir með lagalistinn á Spotify verður hins vegar áfram uppfærður hvern mánudag eins og vanalega.
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Disclosure, Kelly Lee Owens, Skurken og Les Sins & AceMo auk þess sem flutt verða lög frá Holdgervlum, Babes of Darkness, Salóme Katrínu, Cults og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00.