Jólastraumur 30. nóvember 2015

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Vaginaboys, Run The Jewels, Dum Dum Girls, YACHT, Walkmen og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Jólastraumur 2015 by Straumur on Mixcloud

1) White Christmas (Kaskade remix) – Bing Crosby
2) Jólalag – Vaginaboys
3) Christmas Alone – YACHT
4) What Begins On New Years Day – Robert Pollard
5) Christmas 2014 – Will Butler
6) On Christmas – Dum Dum Girls
7) Merry Xmas, Baby (Please Don’t Die) – Crocodiles & Dum Dum Girls
8) A Christmas Fucking Miracle – Run The Jewels
9) Put The lights on the tree – Sufjan Stevens
10) Is This Christmas? – Applennium
11) We Met Bernard Sumner At A Christmas Party Last Night – Marsheaux
12) Christmas (I Want a new Sheel) – The Snails
13) I Believe In Father Christmas – Mark Kozelek
14) Wonderful Christmas Time – CowTown
15) Christmas, Baby Please Come Home – Hellbirds
16) Holiday Road – The Walkmen
17) Christmas Party – The Walkmen

undirspil: Hark! The Herald Angels Sing! – Sufjan Stevens

Tónleikar helgarinnar 27. – 28. nóvember

Föstudagur 27. nóvember

Baldur, AVóKA og dans tónlistarmaðurinn IDK I IDA koma fram á Loft Hostel klukkan 19:00. Ókeypis inn.

Hljómsveitirnar Shady og Dorian Gray halda tónleika  á Bar 11. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 28. nóvember

Kött Grá Pje og Forgotten Lores leiða saman hesta sína í ógleymanlegri rappveislu á Húrra. Húsið opnar klukkan 20:00 og það kostar 2000 kr inn.

gímaldin kynnir lög af nýrri og væntanlegri plötu á Bar 11, annað miseldra í bland Sérstakur gestur: Margrét Arnardóttir Frír aðgangur og tónleikarnir hefjast klukkan 22:30.

Straumur 23. nóvember 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá DIIV, Ducktails, Junior Boys, Tennyson, DREAMTRAK og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 23. nóvember 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Mire Grant’s Song – DIIV
2) Over It – Junior Boys
3) Magnets (A-Trak Remix) – Disclosure
4) SLIPPERZ – Tennyson
5) Don’t Want To Let You Know – Ducktails
6) Jobs I Had Before I Got Rich & Famous – Water Martin
7) Bad Thoughts – DREAMTRAK
8) Circus – Superlover
9) Outside Your Arms – KRTS
10) REALITI – Natalie Prass
11) First light – Zora Jones
12) 20th Century Boy – Ty Segall
13) Monastic Living – Parquet Courts
14) The Birds Outside Sang – Florist

 

Lag og myndband frá David Bowie

 

David Bowie gerði í gær opinbert sitt fyrsta lag og myndband af væntanlegri breiðskífu frá aldraða kamelljóninu. Lagið ber sama titil og platan, Blackstar, sem á víst að skrifa svona  . Lagið er epískt og kaflaskipt með steravöxnu trommubíti en myndbandið eltir það út um allar trissur. Í því má sjá tilvísanir í fortíð bowie en jafnframt líf, fuglahræður, dauða, eld og Jesú. Það var margt um fínyndis drætti á síðastu Bowie plötu en þetta toppar þá að mati Straums. Platan kemur út þann 10. janúar. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

Straumur 16. nóvember 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Grimes, Hinds, Oneothrix Point Never, Tomas Barfod, SCNTST og mögum öðrum, auk þess sem tónlistarmaðurinn Tómas Davíð kíkir í heimsókn. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 16. nóvember 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Venus Fly (ft. Janella Monáe) – Grimes

2) Butterfly – Grimes

3) San Diego – Hinds

4) Come – She-Devils

5) No Colonal Fiction – Yaslin Bey

6) Paris – Thundercat

7) Love Cluster – Thomas Davíð

8) Ocean Colour – Thomas Davíð

9) Journey Through Our Resistance – Thomas Davíð

10) Vermilion – Thomas Davíð

11) Acúdby – SCNTST

12) Ezra – Oneohtrix Point Never

13) Howl – Rival Consoles

14) Looming – Rival Consoles

15) Fil Me (ft. Fine) – Tomas Barfod

Ty Segall og Thee Oh Sees og fleiri á ATP

Nú rétt í þessu var tilkynnt að á All Tomorrow’s Parties hátíðinni næsta sumar eru Sleep, Thee Oh Sees, TY SEGALL and THE MUGGERS, Angel Olsen, Les Savy Fav og Tortoise nýjustu viðbæturnar við daskránna. Áður hafði verið tilkynnt um hryllingsmyndameistarann John Carpenter, sem  í fyrsta sinn á ferlinum flytur tónlist sína opinberlega á hátíðinni.

 

Rithöfundurinn, ljóðskáldið og tónlistarkonan Anika (Invada, Stones Throw) mun koma fram með líbísku söngkonunni og lagahöfundinum Yasmine Hamdan, Blanck Mass mætir en það er sólóverkefni sem Benjamin John Power úr Fuck Buttons ber ábyrgð á. Argentínska dúóið Mueran Humanos sem býr nú í Berlín kemur einnig en þau  gefa út hjá ATP Recordings.

 

Þá munu Örvar Smárason og Gunnar Tynes úr múm spila tónlist undir sýningu myndarinnar ‘Menschen am Sonntag’ (People on Sunday), þýskri þögulli kvikmynd frá 1930 sem er byggð á handriti Billy Wilder. Þá mun uppistandarinn Stewart Lee einnig koma fram.

 

Þetta verður í fjórða skiptið sem ATP hátíðin fer fram á Íslandi en hún verður eins og áður í Ásbrú og stendur yfir dagana 1.-3. Júlí.

Laugar- og sunndagskvöld á Airwaves

Mynd: Alexander Matukhno

Ég hóf fjórða í Airwaves á off-venue tónleikum Helga Vals í Bíó Paradís. Það var afslappaðra en tónleikarnir í Iðnó kvöldið áður og hann brá meðal annars á leik með tveimur frábærum ábreiðum af rapparanum Saul Williams. Á fjórða degi eru menn nokkuð lúnir ég setti því batteríin í hleðslu fram að tónleikum indísveitarinnar Beach House í Silfurbergi. Þau léku sitt hæglætis draumapopp af öryggi en eitthvað var þó um tæknilega örðugleika sem ollu pirringi hjá hljómsveitinni. Þá hefði líklega verið skemmtilegra að sjá þau á minna sviðið en algjörlega troðpökkuðum Silfurbergssalnum.

 

Næst hélt ég yfir á helíum hello kitty popparann QT og hafði enga hugmynd um við hverju ég ætti að búast, vissi ekki einu sinni hvort þetta var hljómsveit eða einstaklingur, stelpa eða strákur. Það sem við mér blasti á sviðinu var, að því er virðist, stelpa með bleikt hár að fremja einhvers konar DJ sett. Tónlistin var vissulega í anda PC Music en einnig var einstaka Rihönnu rímixi hent með.

 

Træbalískt stærðfræðirokk

 

Þvínæst voru það stærðfræðirokkararnir í Battles sem fluttu dáleiðukennda og træbalíska súrkálstónlist með flottasta trommara hátíðarinnar hingað til, einn diskurinn hans var í ca tveggja metra hæð á trommusettinu. Þá var það bara hið íslenska kóngafólk danstónlistarinnar, hinn háheilagi Gusgus flokkur, sem áttu eftir að slá botninn í kvöldið. Þeir keyrðu allt í botn eins og þeirra er von og vísa, fóru um lendur helstu slagara og prufukeyrðu meiraðsegja nýtt lag sem hljómaði feikivel.

 

Á sunnudeginum var Vodafone höllin það eina sem komst að. Ég mætti einungis til að komast að talsverðri seinkun en náði í smávegis af Agent Fresco áður en ég fór upp í Extreme Chill salinn þar sem DJ Flugfél og Geimskip var í góðri framúrstefnusveiflu. Úlfur Úlfur héldu salnum við efnið í miklu stuði en eru bara ekki alveg mitt kaffi of choice.

 

Eins breskt og það gerist

 

Á eftir þeim á stóra sviðinu var svo breska sveitin Sleaford Mods, og hún er alveg eins bresk og þær gerast. Einhvers staðar mitt á milli The Streets og The Fall, úber breskur hreimur „söngvara“ sem talar/hrækir út úr sér lýsingu á lífi bresku lágstéttarinnar og ádeilu á kapítalisma og óréttlæti. Eða það segir mér fólk, því ég heyrði ekki neitt fyrir hreimnum. Svo gerði hinn gaurinn ekki neitt nema að ýta á play á tölvu og kinka kolli og drekka bjór. Nokkuð sérstakt allt saman.

 

This is the End

 

En allir voru að bíða eftir Hot Chip og þeir sviku engan í þetta fjórða skipti sem þeir koma fram á Íslandi. Maður fann gólfið í Vodafone höllinni dúa þegar allur salurinn hoppaði í takt í Over and Over og Ready for the Floor og Bruce Springsteen smellurinn Dancing in the Dark framkallaði alsælu hjá ungum sem öldnum. Þá var það bara síðustu tónleikar hátíðarinnar og lokatónleikar Árna Vill sem er víst á förum frá FM Belfast. Þau héldu uppi þeirri dúndrandi stemmningu sem Hot Chip höfðu skapað og dönsuðu á nærbuxunum inn í nóttina eins og enginn væri mánudagurinn daginn eftir. Airwaves 2015 var lokið og við teljum niður í næstu. Sjáumst þar.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Föstudagskvöldið á Airwaves

Mynd:  Alexander Matukhno

Ég hóf föstudagsdagskránna eins og fyrri daga á off-venu í Bíó Paradís. Þar sá ég bandaríska pönkpopp-bandið Hey Lover þéttri keyrslu. Einfaldleikinn var í fyrirrúmi og bílskúrsrokk í anda Ramones ómaði. Það var engri nótu eða slagi ofaukið, allt var akkúrat eins og það átti að vera. Sykur hækkuðu stemmninguna um 110% með galsafullu rafpoppi sem ætlaði útlendingana að æra, það var crowdsörfað í bíóinu og villtasta andrúmsloft off-venuesins hingað til.

 

Á eftir gleðipoppinu hélt í þveröfuga átt til að sjá níhílísku rokkstofnunina Singapore Sling spila í plötubúðinni 12 tónum. Sling eru rokk alla leið og gefa engan afslátt. Þarna var fídbakk sem þú fannst á eigin skinni og fyrirlitning og tómhyggja draup af hverjum gítarhljómi. Enginn með sólgleraugu en allir með læti. Rokk í caps lock. Ég rölti næst yfir á Lord Pusswhip á Bar Ananas sem framleiddi skynvillukennt hip hop í hæsta gæðaflokki. Hljóðheimurinn er eins og hryllingsmyndasándtrökk í bland við eitilhörð bít. Þá hafði hann rapparann Svarta Laxness sér til halds og traust sem lagði þétt rímuakkeri við framsækna tónlistina.

 

Hinn íslenski Good Moon dansflokkur

 

Ég hóf leikinn á alvöru dagskránni með Helga Val Iðnó sem hefur umkringt sig með ótal hæfileikaríkum tónlistarmönnum. Hann og þeir fluttu lög Helga Vals af fádæma öryggi í síðasta laginu, Love, love, love, love, var öllu tjaldað til með hetjugítarsólói, rappi og öllum pakkanum. Good Moon Deer var í Norðurljósasal Hörpu og bauð upp á skrýtnasta sjó þessarar hátíðar en með honum á sviðinu voru ca níu nútímadansarar og viðvið sögu kom mjólkurkanna, umferðarkeila og risastór fáni.

 

Ég náði svo í lokin á Hjaltalín en það er langt síðan ég sá þau síðast. Spilamennskan var í hæsta gæðaflokki og bæði hljóð og ljós í Silfurbergi til mikillar fyrirmyndar. Söngur Högna og Sigríðar gjörsamlega dáleiðandi og allt einhvern veginn á hárréttum stað, hvert einasta slag og nóta útpæld, og engu ofaukið. Ég hjólaði svo í snarhasti yfir í Iðnó þar sem Oyama rokkaði af mikilli yfirvegun. Sérstaklega fannst mér gaman að heyra ábreiðu þeirra af Vinur Vina Minna og ég veitti því athygli að einn áhorfandi bókstaflega faðmaði hátalarann.

 

Allar leiðir liggja til Ariel Pink

 

Ég skaust svo yfir á Nasa til að sjá kanadíska indíbandið Braids, sem fluttu framsækið popp og trommuleikarinn þeirra vakti athygli mína með algjörri þrumu keyrslu. Svo hjólaði ég aftur til baka í Hörpu þar sem Grísalappalísa fóru á kostum eins og þeirra er von og vísa. Skepta var í rokna stuði í Listasafninu og grjóthart grime-rappið lagðist vel í troðpakkað Hafnarhúsið. Ariel Pink var hins vegar aðalnúmerið í mínum bókum þetta kvöld og hjólaði ég því í þriðja skiptið þetta kvöld yfir í Hörpu og svo beinustu leið upp í Silfurberg.

 

Ariel Pink er ákaflega kynlegur kvistur en hann var klæddur eins og umrenningur og sviðsframkoman var út um allt. Hljómsveitin hans var frábær og lék frjóa skynvillupoppið hans Ariel af miklu öryggi. Ég neyddist þó til að fara af dýrðinni til að ná síðustu lögunum með H099009 á Nasa. Þetta var alveg eitilhart og pönkað hip hop, í anda sveita eins og Death Grips og clipping. Frábær endir á kvöldinu

 

Davíð Roach Gunnarsson

Fimmtudagskvöldið á Iceland Airwaves

Mynd: Florian Trykowski

Annan daginn á Airwaves reif ég mig upp upp úr hádegi og hélt á Airwaves Off-venu dagskrá Straums í Bíó Paradís. Þar plantaði ég mér á stól og sat það sem eftir lifði dags. Það fyrsta á dagskránni var einyrkinn Laser Life. Hann kom fram með barítóngítar, synþa, tölvu og helling af pedölum og dúndraði út rokkaðri Nintendótónlist. Af mörgum fínum dráttum var sérstaklega ánægjulegt hvernig gítarinn kallaðist á við hljómborðslínuna í Castle. Eins og fullkominn bræðingur af megaman og guitar hero.

 

Gunnar Jónsson Collider spilar nokkurs konar skynvilluraftónlist og hóf leikinn á drunum og óhljóðum. En síðan kikkaði bítið sem minnti talsvert á Boards Of Canada. Gunnar virðist sæka innblástur í 90’s gáfumannaraftónlist og þegar best tekst upp nær hann að miðla anda sveita eins og Autechre, Future Sound Of London og Aphex Twin. Næst á svið var danska sveitin Sekuoia sem ég hafði aldrei heyrt áður. Hún er skipuð tveimur gaurum sem eru með lagar af tækjum og tólum sem ég kann ekki að nefna og spila einnig á gítar og hljómborð.

 

Engin apple tölva í augsýn

 

Tónlistin sem þeir framreiddu var léttpoppað elektró með mjög smekklegum taktpælingum. Þrátt fyrir að vera að syngja ekki notuðustu þeir meikið við radd sömpl, sem þeir oft “spiluðu” á með því að berja trommukjaða í rafgræju. Þetta var flauelsmjúkt og nálgunin skemmtilega “hands on”, þeir snertu ekki tölvu allan tímann.

 

Raftónlistarmaðurinn Tonik notast heldur ekkert við tölvu í sínum flutningi en hann byrjaði settið sitt á djúpum bassadrunum áður en takturinn kikkaði inn. Hann spilaði melódískt og dáleiðandi tekknó, með alls konar míkrótöktum og mögnuðum uppbyggingum og tilheyrandi sprengingum. MSTRO kom fram með gítar og tölvu og spilaði framsækið indípopp með mjög áheyrilegum söng. GKR sló svo botninn í dagskrána í Bíó Paradís og fékk allan salinn til að hoppa með sér við slagarann Morgunmat.

 

On-Venue dagskrána hóf ég svo í Hafnarhúsinu þar sem Sykur voru í rokna rafsveiflu að flytja slagarann Strange Loops. Þau tóku einni talsvert af nýju efni og söngkonan Agnes bauð upp á mikla flugeldasýningu í raddbeitingu, fór á kostum í bæði söng og rappi. Þvínæst var haldið á Gauk Á Stöng þar sem ég náði rétt svo í skottið á Just Another Snake Cult áður en spænska stelpubandið Hinds steig á stokk. Þær voru þrusuþéttar og spiluðu poppað gítarpönk með keim af motown og 60’s stelpuböndum.

 

Mellur og Messías Fönksins

 

Í Hörpunni sá ég svo gamla póstpönkbandið The Pop Group. Þeir renndu beint í sinni helsta slagara, We Are All Prostitutes, og rokkuðu af firnakrafti miðað við aldur og fyrri störf. Tónlistin rambar á barmi pönks og fönks og söngvarinn er með svipaða hugmyndafræði í raddbeitingu og Mark E Smith, talar, öskrar og röflar í míkrafóninn. Hann mætti líka með gjallarhorn. Fimm stjörnur á það. En ég náði bara rúmum tíu mínútum því leið mín lá á LA Priest í Gamla Bíói. Hann var klæddur í hvít silkináttföt og fönkaði eins djúpt og hvítum manni er unnt. Vopnaður gítar, hljómborði og vörulager af raftólum spilaði hann tilraunakennt bútasaumsfönk sem fékk alla til að dilla sér. Á einum tímapunkti samplaði hann meira að segja krádið og bjó til bít úr því live. Maðurinn er spámaður grúvsins og fönk á færibandi. Lof sé honum og dýrð.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Fyrsti í Airwaves

Mynd: Erki Luiten

Ég hóf minn fyrsta í Airwaves áður en ég náði í armbandið á off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís. Þar sá ég dúett Loga og Júlíu, Wesen, framleiða fallegt trip hop með ómstríðri áferð þar sem raddir þeirra kölluðust á. Ég hef séð Just Another Snake Cult ótal sinnum áður það er einhvern veginn aldrei eins. Tónlistin hans er losaraleg í besta mögulega skilningi þess orðs, margir mismunandi partar sem rétt svo hanga saman. Eins og bútasaumsteppi sem er næstum rifnað í sundur en það er bara svo indælt að vefja því utan um sig. Rödd Þóris fer um víðan völl og dansar oft á barmi þess að vera fölsk eða úr takti, en það gengur bara allt upp. Fegurðin í ófullkomleikanum og skipulagið í óreiðunni er í hárréttum hlutföllum. “Aint nobody that can sing like me” syngur hann, meinar, og hefur algjörlega rétt fyrir sér.

 

Næstur á svið var bandaríkjamaðurinn Offlove sem kom fram með hvíta gardínu fyrir andlitinu. Hann söng nútímalegt R’n’B með alls konar raddeffektum og tilheyrandi átótúni og hélt uppi ágætis dampi. Þá var röðin komin að Miri sem grúvuðu sem mest þeir máttu með djössuðu instrumental gítarrokki. Þá var leiðinni haldið á Bar Ananas þar sem Jón Þór indírokkaði af sér endaþarminn með hressilega 90’s rokkinu sínu. Ef heimurinn væri sanngjarnari en hann er væri Stelpur einn stærsti smellur landsins í ár.

 

Ríðandi hæpinu

 

Það fyrsta sem ég sá á alvöru dagskránni voru Vaginaboys á Húrra. Þeir voru fjórir á sviðinu að þessu sinni og grímuklæddir eins og þeirra er von og vísa. Þeir verða alltaf betri og öruggari á sviði og 808 trommutakturinn í Elskan af því bara stakk mig í hjartað eins og ísnál. Hinn ungi og knái rappari GKR steig næstur á svið og það var unun að horfa á hann. Það er ómetanlegt að sjá ungan listamann í fyrsta skiptið póst-hæp, drekka það í sig, umvefja sig í því, riðlast á því, og spíta því öllu til baka í krádið.

 

Að GKR loknum hélt í áfram í hip hoppinu og fór yfir á Iðnó til að sjá Kött Grá Pé. Ég hreinlega þori ekki að skrifa hér allt hómóerótíska sjittið sem ég krotaði í nótbúkkið mitt. En maðurinn er skokkandi, hoppandi, rappandi kynlíf í föstu formi. Þvílíkt flæði. Hvílíkt hár. Orkan á sviðinu var mæld í tregawöttum og ekki beisluð af neinu stórfyrirtæki.

 

Magavöðva-swaggin’

 

Þetta var kvöld íslenska hipp hoppsins og endurkomu Nasa á Airwaves og þangað hélt ég til að sjá Gísla Pálma. Plötusnúður með klút fyrir andlitinu var fyrstur á svið og hann spilaði platínuhart trap til að hita mannskapinn upp fyrir GP. Hann mætti loks með swaggið sitt og magavöðvana og troðpakkaður Nasa ærðist. Svitinn drap af hverju strái og æstir aðdáendur öskruðu alla textana utan að. Tiny mætti og myrti versið sitt í 5 AM og allt var skrúfað upp í ellefu.

 

Þá var röðin komin að Retro Stefson en fátt skilgreinir Airwaves meira fyrir mér en sú hljómsveit á Nasa. Þau mættu með fullt af nýju efni í farteskinu og dansfönkrokkuðu þakið af Nasa-nu. Þá ætlaði allt að verða vitlaust þegar þau skelltu í eldri slagara eins og Sensení og Hermigervill tók Higher State Of Consciousness útúrdúr. Frábær botn í fyrsta kvöld af fimm. Fylgist með á straum.is næstu daga fyrir daglegar fréttir af hátíðinni. Verið hress. Verið mjöööööög hress.

 

Davíð Roach Gunnarsson