John Carpenter á ATP 2016

Bandaríski leikstjórinn og tónskáldið John Carpenter kemur fram á ATP  á Ásbrú á næsta ári. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni þar sem John Carpenter flytur tónlist sína opinberlega og í eigin persónu. Hann kemur til með að leika mörg af sínum þekktustu verkum ásamt lögum af nýju plötunni sinni Lost Themes auk nýrra tónverka.

John Carpenter er brautryðjandi þegar kemur að tónlist og kvikmyndum. Hann hefur samið tónlist við eigin kvikmyndir en um leið gert nokkur eftirminnilegustu kvikmyndaskor sem samin hafa verið fyrir spennu- og hryllingsmyndir. Nefna má myndir eins og Dark Star (1974), Assault on Precinct 13 (1976), Halloween (1978), The Fog (1980), Escape from New York (1981), Christine (1983), Starman (1984), Big Trouble in Little China (1986), Prince of Darkness (1987) og They Live (1988) sem dæmi um það.

Kvikmyndatónlist Carpenters er þeim gæðum gædd að hún lifir góðu lífi fyrir utan bíósalinn. Það má auðveldlega fjarlægja hana úr kvikmyndunum sem hún fylgir og njóta áfram. Áhrif tónlistarinnar eru slík. Kaldur hljómur endurtekninga og rafmögnuð tónlistin hrífa hlustandann með sér í ferðalag um undraheima fulla af fegurð en líka ævintýra, tryllings og spennu. Það er nánast ómögulegt að hugsa sér kvikmyndaáhugafólk sem ekki þekkir hljóðheim John Caprenters því hann er í einu orði sagt einstakur. Nægir að nefna tónlistina úr Halloween því til sönnunar.

Í febrúar síðastliðnum sendi John Carpenter frá sér sína fyrstu plötu á löngum ferli sem saman stendur af nýjum tónsmíðum og lögum sem ekki eru saman sérstaklega fyrir bíómyndir. PlatanLost Themes, gefin út hjá Sacred Bones Records, hefur fengið einróma lof gagnrýnenda en hún hefur einnig komist inn á vinsældarlista bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Lost Themeshljóðritaði John Carpenter með syni sínum Cody Carpenter og Daniel Davies en þeir munu koma fram á tónleikunum á Íslandi ásamt tónskáldinu auk hljómsveitar og tilkomumikillar sviðssetningar.

Tilkynnt verður um fleiri listamenn síðar en ATP á Íslandi er líkt og áður haldið á Ásbrú í Keflavík. Boðið er upp á tónlist á tveimur sviðum innandyra auk þess sem sýndar verða sérvaldar kvikmyndir, keppt í PopQuiz, dansað við dj-tóna í diskósal og margt fleira. Meðal listamanna sem komið hafa fram á ATP á Íslandi síðustu þrjú ár má nefna Nick Cave and the Bad Seeds, Portishead, Iggy Pop, Neil Young & Crazy Horse og Public Enemy.

 

Straumur 28. september 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Frankie Cosmos, Deerhunter, H.dór, Wavves, Chvrches, Peaches, Floating Points, Majical Cloudz, Wesen og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 28. september 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Sand – Frankie Cosmos
2) All the same – Deerhunter
3) Living My Life – Deerhunter
4) Desert – H.dór
5) Never Ending Circles – Chvrches
6) The Hills (RL Grime remix) – The Weeknd
7) Knock Knock (ft. MF Doom) – Med, Blu & Madlib
8) Nelly – Isaiah Rashad
9) Way Too Much – Wavves
10) Pony – Wavves
11) Rub – Peaches
12) Echoes – Disclosure
13) Argent – Floating Points
14) Creown (The Alchemist remix) – Run The Jewels
15) Rough Hands – Wesen
16) Beach Boys – Wesen
17) Are You Alone – Majical Cloudz

Dagskrá Iceland Airwaves 2015 kynnt

og hana má nálgast sem PDF hér! Hátíðin er nú haldin í sautjánda sinn, dagana 4. til 8. nóvember og verða listamennirnir sem koma fram verða um 240 talsins, þar af 72 erlendar sveitir. Þeir munu munu koma fram á 13 tónleikastöðum í miðborginni.

Miðasalan er á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um tryggja sér miða í tíma þar sem stutt er í að seljist upp.

Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru

John Grant, Ariel Pink, Úlfur Úlfur, Beach House, Hot Chip, Perfume Genius, Bubbi & Dimma, Father John Misty, Battles, East India Youth, FM Belfast, Skepta, JME, QT, Mercury Rev, Sleaford Mods, Vök, Axel Flovent, Tonik Ensemble, GusGus, ghostigital, The Pop Group, Sturla Atlas, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, og fleiri.  Sjá nánar um alla listamenn hér!

 

Tónleikar helgarinnar 24. – 26. september

Fimmtudagur 24. september

Tónlistarmaðurinn Jón Þór spilar á Hlemmur Square frá klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

þóranna björnsdóttir kemur fram á microgroove session #8 á Boston. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Föstudagur 25. september

Hljómsveitin Ensími kemur fram á Jack Live kvöldi á Húrra. Það kostar 2000 kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Casio Fatso og Ottoman halda tónleika á Bar 11. Fyrra band á svið kl 23 og það kostar 500 kr inn.

Laugardagur 26. september

Finnsku tónlistarmennirnir Jimi Tenor official og Jori Hulkkonen flytja tónlist við myndina Nuntius á Húrra: https://www.facebook.com/events/1477524005892650/

Tónlistarmaðurinn Jón Þór spilar á Boston. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

Straumur 21. september 2015

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá listamönnum á borð við Deerhunter, DIIV, Psychemagik, Totally Enormous Extinct Dinosaur, Metric, The Radio Dept og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 21. september 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Breaker – Deerhunter
2) Dopamine – DIIV
3) Kicker – Alex G
4) Mink & Shoes (ft. Nacid Izadi) – Psychemagik
5) Kingsize (Kelly Lee Owens rework) – Jenny Hval
6) All U Writers (Whatever Whatever remix) – Chk Chk Chk (!!!)
7) New Song – Totally Enormous Extinct Dinosaur
8) The Face, pt. 1 – Metric
9) Other Side – Metric
10) Low Road – Wesen
11) Again – Youth Lagoon
12) Free Me – Youth Lagoon
13) The Repeated Sodomy – The Radio Dept
14) Shake it off – Ryan Adams

 

Tvíeykið Wesen sendir frá sér sína fyrstu smáskífu

Wesen er splunkuný hljómsveit frá Reykjavík, en hana skipa Loji Höskuldsson og Júlía Hermannsdóttir sem áður hafa verið í hljómsveitum á borð við Sudden Weather Change, Oyama og Prins Póló. Lagið ‘The Low Road’ er fyrsta smáskífan af óútkominni fyrstu breiðskífu sem sveitin lauk nýlega við að vinna í samstarfi við Árna Rúnar Hlöðversson úr FM Belfast. Plata sú mun heita Wall of Pain og stefnir tvíeykið á að koma henni út í vetur. Wesen munu koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í Nóvember.

Straumur 14. september 2015

Í straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá listamönnum á borð við Hinds, Louis The Child, Chromatics, Beirut, Empress Of og The Japanese House. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 14. september 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Garden – Hinds
2) Let It Happen (Soulwax remix) – Tame Impala
3) It’s Strange (ft. K.Flay) – Louis The Child
4) Clean – The Japanese House
5) Shadow – Chromatics
6) Moonrise Kingdom – Angxl Hxze
7) August Holland – Beirut
8) To Get By – Empress Of
9) Need Myself – Empress Of
10) Everything’s Gonna Be Fine – Warrax
11) Dot Net – Battles
12) I Can Change (LCD Soundsystem cover) – Ezra Furman
13) Androgynous ( The Replacements cover) – Ezra Furman
14) Covered In Shade – Helen
15) Right Outside – Helen
16) Rotten Human – Youth Lagoon

Tónleikahelgin 10.-12. september

Fimmtudagur 10. september

 

Markús úr Markús and the Deversion Sessions spilar akústískt sett á Hlemmur Square. Aðgangur er ókeypis Markús byrjar að spila 21:00.

 

Fiðluleikarinn Eva Ingolf og rafleikarinn David Morneau leika í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 og tónleikar hefjast 21:00.

 

Vitundarkvöld er haldið á Loft Hostel frá 20:00 til 23:00. Fram koma Teitur Magnússon og East Forest og DJ Vibes og þess á milli brestur á með andlegri vakningu og alls konar nýaldarstuði.

 

Ambíent og óhljóðatónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz kemur fram á microgroove tónleikaröðinni á Boston. Tónleikarnir byrja 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Októberfest hefst í tjaldinu fyrir utan Háskóla Íslands. Miðaverð fyrir öll þrjú kvöldin frá föstudegi til laugardags er 5900 krónur en stakur miði fyrir fimmtudagskvöldið kostar 2500 krónur. Þar koma fram eftirfarandi og kvöldið byrjar 20:00.

Soffía Björg

Fufanu

Júníus Meyvant

Moses Hightower

Kiriyama Family

Agent Fresco

DJ Danni Deluxe

 

Föstudagur 11. september

 

Kammersveitin Stilla flytur ný verk eftir tónskáldið Hallvarð Ásgeirsson. Aðgangseyrir er 2000 og hefst 21:00.

 

Októberfest heldur áfram en stakur miði á föstudagskvöldið kostar 3500 krónur. Kvöldið hefst 20:30 en þeir sem koma fram eru eftirfarandi:

Hyde Your Kids

Sturla Atlas

Reykjavíkurdætur

Fm95blö

Emmsje Gauti

Úlfur Úlfur

Retro Stefson

DJ Sunna BEN

Sverrir Bergmann og Halldór

 

Laugardagur 12. september

 

Trommarinn Magnús Tryggvason Eliassen og gítarleikarinn Daníel Friðrik Böðvarsson leiða saman hesta sína í Mengi. Prógrammið byrjar 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Lokakvöld Októberfest fer fram en stakur miði á það kostar 3500 krónur. Tónleikarnir byrja 21:30 og fram koma eftirfarandi:

John Doe

Ingó Veðurguð

Jón Jónsson

Dikta

Amabadama

Páll Óskar

DJ Jónas Óli

Straumur 7. september 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlegar plötur frá Neon Indian og Keep Shelly In Athens, auk þess sem kíkt verður á nýtt efni frá Kelela, Nite Jewel & Dám-funk, Car Seat Headrest, Empress Of, Molly Nilsson og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 7. september 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Techon Clique – Neon Indian
2) The Glitzy Hive – Neon Indian
3) Dear Skorpio Magazine – Neon Indian
4) Rewind – Kelela
5) Something Soon – Car Seat Headrest
6) 1995 – Molly Nilsson
7) Standard – Empress Of
8) Hollow Man – Keep Shelly In Athens
9) Benighted – Keep Shelly In Athens
10) Can U Read Me – Nite Jewel and Dám-Funk
11) Queen Of Peace (Hot Chip remix) – Florence + The Machine
12) Devil’s Haircut – Guards
13) Everyday All Alone – Seapony
14) Come Home Now – Day Wave