Bestu erlendu plötur ársins 2015

Straumur árslisti 2015 – 30 bestu erlendu plötur ársins by Straumur on Mixcloud

30) Dr. Dre – Compton

29) Neon Indian – VEGA INTL. Night School

28) Built To Spill – Untethered Moon

27) Titus Andronicus – The Most Lamentable Tragedy

26) Seven Davis Jr. – Universes

25) Earl Sweatshirt – I Don’t Like Shit, I Don’t Go Outside

24) Jessica Pratt – On Your Own Love Again

23) Thundercat – The Beyond / Where the Giants Roam

22) D.R.A.M. – Gahdamn!

21) Ezra Furman – Perpetual Motion People

20) Roisin Murphy – Hairless Toys

19) Blur – The Magic Whip

18) Empress Of – Me

17) Grimes – Art Angels

16) Deerhunter – Fading Frontier

15) Hudson Mohawke – Lantern

14) Waxahatchee – Ivy Tripp

13) Tobias Jesso Jr. – Goon

12) Sufjan Stevens – Carrie & Lowell 

11) Jamie xx – In Colour

10) SOPHIE – PRODUCT

PC- music prinsinn og ólíkindatólið Sophie sendi þessa vöru sína í hillur plötubúða í lok síðasta mánaðar. Á plötunni Product má heyra átta smáskífur frá Sophie sem eru hver annarri hressari.   

9) Fred Thomas – All Are Saved

All Saved er níunda sólóplata indie-kempunar Fred Thomas frá Michigan sem einnig er meðlimur í lo-fi bandinu Saturday Looks Good to Me. Platan er hans metnaðarfyllsta verk til þessa og það fyrsta til að fá drefingu á alþjóðavísu.

8) Unknown Mortal Orchestra – Multi-Love

Þriðja plata Unknown Mortal Orchestra byggir ofan á þéttan grunn af bítlalegu og léttsíkadelísku fönkrokki en bætir við nokkrum litum í hljómpalettuna. Útkoman er fjölbreyttari verk en áður, bæði þegar kemur að hljóðheim og uppbyggingum laga.

7) Kurt Vile – believe i’m going down…

Það gerist ekki afslappaðra og huggulegra gítarpoppið en hjá Kurt Vile, en samt er alltaf kaldhæðinn broddur í textagerðinni. believe i’m going down… er gríðarlega heilsteypt og góð plata þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og hans síðasta, Walking on a pretty daze.

6) Courtney Barnett – Sometimes I Sit And Think, And Sometimes I Just Sit

Hin ástralska Courtney Barnett nær hér á undraverðan hátt að blása lífi í glóðir slakkerrokks 10. áratugarins. Á þessari plötu sem ber besta titil ársins syngur Barnett algjörlega áreynslulaust um tilgangsleysi hversdagslífsins á svo næman hátt að það er ekki hægt annað en að heillast með. Svo eru feikisterkar lagasmíðar alls ekki að skemma fyrir. Frábær plata.

5) Kelela – Hallucinogen

Tónlistarkonan Kelela fylgdi á eftir mixtape-inu Cut 4 Me frá árinu 2013 með þessari silkimjúku ep plötu sem nær hápunkti sínum í laginu Rewind. Á plötunni naut hún meðal annars aðstoðar upptökustjórans Arca sem gefur henni skemmtilegan framtíðarblæ.

4) Kendrick Lamar – To Pimp A Butterfly

Kendrick Lamar tókst að standa undir nánast óbærilegum væntingum sem skapast höfðu eftir good kid m.A.A.d. city, með hinni óheyrilega metnaðarfullu og fjölbreyttu To Pimp A Butterfly. Á skífunni úir og grúir af frábærum pródúsöntum og heyra má áhrif frá jassi, slamljóðum og G og P-fönki. En yfir öllu því gnæfir rödd Kendrick og flæðir yfir alla bakka eins og Amazon. To Pimp A Butterfly er nýkomin út en manni finnst hún strax vera orðin hluti af kanónunni í vesturstrandarrappi.

3) D.K. – Love On Delivery

Love Delivery er seyðandi og stöðug stuttskífa frá franska tónlistarmanninum D.K. Fullkomin á ströndina.

2) Rival Consoles – Howl

Breski raftónlistarmaðurinn Ryan Lee West, sem gefur út tónlist undir nafninu Rival Consoles, sendi frá sér lifandi raftóna í október á plötunni Howl sem minna á köflum á bestu verk tónlistarmanna á borð við Jon Hopkins og Aphex Twin.

1) Tame Impala – Currents

Hinn stjarnfræðilega hæfileikaríki Kevin Parker virðist ófær um að stíga feilspor og Tame Impala er á góðri leið með að verða Flaming Lips sinnar kynslóðar. Tame Impala taka 60’s síkadelíuna sína alvarlega og andi og fagurfræði hennar skín í gegn í öllum verkum sveitarinnar, ekki síst í stórkostlegum myndböndum og myndefni. Á þessari þriðju og jafnframt bestu plötu sveitarinnar fer minna fyrir gíturum en þeim mun meira er um útúrspeisaða hljóðgervla og trommuheila. Opnunarlagið Let It Happen er eitt allra sterkasta lag ársins og platan sem á eftir fer er löðrandi í grípandi viðlögum en en á sama tíma sprúðlandi í hugvíkkandi tilraunastarfsemi. Straumarnir á þessari plötu eru þungir og eiga eftir að fleyta Tame Impala langt. Bravó.

Straumur 28. september 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Frankie Cosmos, Deerhunter, H.dór, Wavves, Chvrches, Peaches, Floating Points, Majical Cloudz, Wesen og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 28. september 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Sand – Frankie Cosmos
2) All the same – Deerhunter
3) Living My Life – Deerhunter
4) Desert – H.dór
5) Never Ending Circles – Chvrches
6) The Hills (RL Grime remix) – The Weeknd
7) Knock Knock (ft. MF Doom) – Med, Blu & Madlib
8) Nelly – Isaiah Rashad
9) Way Too Much – Wavves
10) Pony – Wavves
11) Rub – Peaches
12) Echoes – Disclosure
13) Argent – Floating Points
14) Creown (The Alchemist remix) – Run The Jewels
15) Rough Hands – Wesen
16) Beach Boys – Wesen
17) Are You Alone – Majical Cloudz

Straumur 21. september 2015

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá listamönnum á borð við Deerhunter, DIIV, Psychemagik, Totally Enormous Extinct Dinosaur, Metric, The Radio Dept og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 21. september 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Breaker – Deerhunter
2) Dopamine – DIIV
3) Kicker – Alex G
4) Mink & Shoes (ft. Nacid Izadi) – Psychemagik
5) Kingsize (Kelly Lee Owens rework) – Jenny Hval
6) All U Writers (Whatever Whatever remix) – Chk Chk Chk (!!!)
7) New Song – Totally Enormous Extinct Dinosaur
8) The Face, pt. 1 – Metric
9) Other Side – Metric
10) Low Road – Wesen
11) Again – Youth Lagoon
12) Free Me – Youth Lagoon
13) The Repeated Sodomy – The Radio Dept
14) Shake it off – Ryan Adams

 

Hróarskelda 2014 – Heimur út af fyrir sig

Við skulum byrja þetta á játningu: Ég heiti Davíð, er 31 árs og hef aldrei áður farið á Hróarskeldu. Við skulum svo taka aðra játningu: Vegna óviðráðanlegra aðstæðna sem innihalda yfirbókaða flugvél, millilendingu í Barcelona og missi af tengiflugi þar var ég lengur í útlöndum en ég ætlaði mér. Ég skrifaði ekki mikið niður af minnispunktum og er þess vegna að fiska atburði og stemmningar upp úr bjórmaríneruðu minni nokkru eftir hátíðina. Það sem á eftir fer er þess vegna ekki vísindalega áreiðanlegur vitnisburður en gefur þó vonandi óljósa mynd af þeirri alhliða upplifun sem Hróarskelda er. Hefst nú ritningin:

 

Þegar við stigum út úr lestinni og komum inn á Hróarskeldusvæðið áttum við eftir að redda tjaldi og tjalda því og það voru tveir tímar þangað til Outkast áttu að byrja. Það hefði átt að vera einfalt verkefni en enginn virtist vita hvar maður gæti keypt tjald eða hvar blaðamannatjaldsvæðið væri og Outkast voru við það að byrja þegar við fundum það. Við tjölduðum á methraða með Bombs Over Baghdad sem undirleik og hlupum síðan yfir á appelsínugula sviðið að sjá eina bestu rapphljómsveit allra tíma. Ég hef verið Outkast aðdáandi helming ævi minnar og þetta var langþráð stund sem stóðst allar væntingar. Ólíkt því sem ég hafði lesið um tónleika þeirra á Coachella hátíðinni voru Andre 3000 og Big Boi í miklu stuði á sviðinu og ekki á þeim að sjá þetta væri gert bara fyrir peninginn. Þeir tóku alla sína helstu slagara og ég ærðist þegar þeir spiluðu Roses. Andre er svalasti núlifandi maður jarðarinnar og fór á kostum á sviðinu og vitnaði meira að segja í dónarappsveitina 2 Live Crew.

Á eftir Outkast voru ellilífeyrisþegarnir í Rolling Stones. Ég hafði ekki miklar væntingar til þeirra, Stones eru orðnir svo mikil stofnun að ég hélt þetta væri bara til að tikka í eitthvað box og getað sagst hafa séð þá. En tónleikarnir fóru langt fram úr vonum mínum og voru með þeim bestu á hátíðinni. Það er ótrúlegt hvernig rödd Mick Jaggers hefur nánast ekkert dalað á 50 árum og Ronnie Woods fór hamförum á gítarnum. Keith Richards var í aukahlutverki á gítarnum en magnaður karakter engu að síður og þeir fengu kór til að aðstoða sig við You can’t always get what you want. Í lokin var svo flugeldum skotið á loft sem var fullkomlega verðskuldað.

 

Dagur 2

 

Vegna þess hve seint við komum á tónleika gærkvöldsins ákváðum við að taka daginn snemma á föstudeginum og byrjuðum með hljómleikum nýsjálenska sýrurokkarans Connan Mockasin klukkan 2 um daginn. Hann lék LSD-legna síkadelíu ekki ósvipaða áströlsku sveitinni Tame Impala og sló góða upptakt fyrir þá stífu tónleikadagskrá sem fram undan var. Næst var haldið í Arena tjaldið þar sem bandaríska indírappsveitin Dialated Peoples var að koma sér fyrir. Þeir rokkuðu Arena-tjaldið með rokna sviðsframkomu og plötusnúðurinn Babu sýndi ótrúlega fingrafimi í villtum skrats-sólóum.

Við röltum svo í annað svið yfir á kvennabandið Warpaint sem myndaði rafmagnaða stemmningu með dökkum hljómi og þéttum samsöng. Þar á eftir fékk norski raftónlistarmaðurinn Cashmere Cat okkur til að dansa í besta setti dagsins hingað til, sem innhélt kraftmikla blöndu af tekknói, dubstep og hústónlist. Þvínæst héldum við yfir á Arena sviðið að sjá hinn feikilega fjölhæfa Damon Albarn. Albarn er nýbúinn að gefa út sína fyrstu sólóskífu undir eigin nafni sem er virkilega fín en nokkuð í rólegri kantinum. Flutningur Damons og hljómsveitar var afbragð en gefið var í á seinni hluta tónleikana og hápunktinum náð þegar De La Soul stigu á sviðið og fluttu Gorillaz slagarann Feel Good Inc.

Rafdúettinn Darkside sem samanstendur af Nicolas Jaar og gítarleikaranum Dave Harrington stóð svo sannarlega undir nafni því tónleikar þeirra voru þeir myrkustu á hátíðinni, svo dimmt var í tjaldinu að ekki sást vottur af tvímenningunum á sviðinu. Þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi tónlistar sveitarinnar var leiðinlegt að sjá ekki mennina á bakvið hana, svo við héldum því yfir á annan rafdúett, hina bandarísku Classixx. Þeir voru öllu líflegri, spiluðu á bassa og hljómborð, og framleiddu fönkí graut af hús- og diskótónlist meðan Kraftwerk-legri grafík var varpað á skjá fyrir aftan.

 

Þegar þarna var komið við sögu voru fætur föruneytisins orðnir ansi lúnir eftir næstum því hálfan sólarhring af tónleikastandi og labbi milli sviða. Við vorum þó staðráðnir í að sjá tribute-bandið The Atomic Bomb! Band, sem leikur tónlist hins dularfulla nígeríska synthafönkmeistara, William Onyeabor. Hljómsveitin er skipuð einvalaliði hljóðfæraleikara úr mörgum heitustu indísveitum samtímans auk ýmissa afrískra snillinga. Þá komu söngvarar eins og Luke Jenner úr Rapture og Joe Goddard úr Hot Chip við sögu en toppurinn var þó þegar Damon Albarn kom óvænt á sviðið og flutti helsta slagara Onyeabor, Fantastic Man. Þá fann ég ekki fyrir neinni þreytu lengur í löppunum og dansaði og öskraði mig hásan inn í nóttina við óstöðvandi grúvið. Þetta var einn af hápunktum hátíðarinnar og við héldum dauðþreyttir en með risabros á vör heim í tjaldið.

Dagur þrjú

 

Eftir pakkaða dagskrá gærkvöldsins leyfðum við okkur að slaka aðeins á fyrri part dags og drekka bjór í sólinni við tjaldsvæðið. Þrátt fyrir að tónlistin sé aðalatriðið er líka hluti af stemmningunni við hátíðina að rölta um, kynnast nýju fólki og vera ekki allt of rígbundinn við stífa dagskrá. Við sáum bandarísku R&B píuna Kelelu flytja á tilfinningaþrungin hátt framsækna popptónlist með rafrænni áferð. Þá var fransk/spænski reggíhippinn Manu Chao í fínasta stuði á aðalsviðinu en ég hef samt aldrei verið mikill aðdáandi hans svo haldið var yfir á breska raftónlistarmanninn James Holden.

 

James Holden er sér á báti í raftónlistarsenu samtímans, leikur kosmíska hljóðasúpu með geigvænlegum drunum og áhrifum frá sækadelik og súrkálsrokki. Hann var í mjög þéttri keyrslu og fór á kostum í hljóðgervlafimleikum og tilraunakenndum töktum.

 

Artic Monkies héldu táningunum í stuði á stóra sviðinu, Kavinsky héldu eitursvölu kúlinu sínu og Interpol voru svellkaldir eins og venjulega. Major Lazer áttu dónalegasta sett hátíðarinnar en á meðan Diplo og félagar dældu út sóðalegu Dancehall-i voru fimm dansapíur í tannþráðs G-strengjum að twerka eins og þær fengju borgað fyrir það (sem þær gerðu alveg örugglega). Það síðasta sem við sáum þetta kvöldið var svo hávaðapoppbandið Sleigh Bells sem gjörsamlega rokkuðu himininn af tjaldinu. Alexis Krauss, söngkona sveitarinnar, fór á kostum í tryllingslegri sviðsframkomu þar sem hún steig yfir vegginn fyrir framan sviðið og bókstaflega labbaði ofan á áhorfendum.

 

Dagur 4

 

Eitt af því skemmtilegasta við tónlistarhátíðir með óteljandi hljómsveitum er að ramba óvænt á eitthvað frábært sem maður hefur aldrei heyrt áður. Í gönguferð í leit að morgunmat rákumst við inn á tónleika með malísku feðgunum Toumani & Sidiki Diabate. Toumani þessi er víst þekktur fyrir samstarf sitt við Ali Farka Touré en þarna var hann með syni sínum og þeir framkölluðu forn grúv með módernísku tvisti á svokallaðar Kora-hörpur.

 

Deerhunter áttu mjög góða spretti og forsprakki hennar, Bradford Cox, sem lítur út eins og tveggja metra alnæmissjúklingur með vörubílsstjóraderhúfu, lék á alls oddi í mögnuðum gítaræfingum. Það var hins vegar aldraða undrabarnið og æringinn Stevie Wonder sem átti bestu tónleika sunnudagsins. Studdur hljómsveit á heimsmælikvarða keyrði hann í gegnum úrval af sínum óteljandi hitturum og maður sá útgeislunina skína úr augum hans þrátt fyrir dökk sólgleraugun. Að sjá þann sjónlausa flytja lög eins og Master Blaster (Jammin), My Cherie Amor, Living For The City og Superstition í félagsskap minna bestu vina í glampandi sólskyni gerði mig allan meyran og hamingjuþrungin hitatilfinning byrjaði að kræla á sér innra með mér og hríslast um allan líkamann. Wonder-inn var eins mikið með’etta og hægt er að vera að upplifunin ólík öllu öðru á hátíðinni.

 

Jack White lokaði svo hátíðinni með stæl og hóf leikinn á White Stripes klassíkinni Icky Thump. Reglulega brast á með villtum gítarsólóum og áhorfendur tóku við sér svo um munar í White Stripes lögum eins og Fell in Love With a Girl og Hotel Yorba. Hann lokaði svo hátíðinni endanlega með hinu anþemíska Seven Nation Army þar sem tugir þúsunda sungu með og sló þannig vel rokkaðan botn í ógleymanlegt festival.

Að upplifa Hróarskeldu í fyrsta skiptið er samt ekki hægt að lýsa til fullnustu með neinum orðum, jafnvel ekki svona rosalega mörgum eins og ég hef reynt í þessari grein. Hátíðin er eins og önnur vídd þar sem stjórnlaus gleði ræður ríkjum sem fer þó aldrei úr böndunum. Þarna eru samankomnir rúmlega 100.000 manns og það sást ekki vesen eða leiðindi á einum einasta. Þetta var mín fyrsta hátíð en verður svo sannarlega ekki sú síðasta.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 15. apríl 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við væntanlegar plötur frá  Major Lazer, Deerhunter, Charli XCX, Young Galaxy auk þess sem við kíkjum á dularfulla plötu frá Jai Paul. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

Straumur 15. apríl 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Jessica (ft. Ezra Koenig) – Major Lazer
2) Track 2 – Jai Paul
3) Track 3 – Jai Paul
4) Crush (Jennifer Page cover) – Jai Paul
5) Track 10 – Jai Paul
6) You’re No Good (ft. Santigold, Vybz Kartel, Danielle Haim & Yasmin) – Major Lazer
7) Scare Me (ft. Peaches & Timberlee) – Major Lazer
8) Reach for the Stars (ft. Wyclef Jean) – Major Lazer
9) Brazil – Gold Panda
10) Bragðarefir – Prins Póló
11) What I Like – Charli XCX
12) Black Roses – Charli XCX
13) Lock You Up – Charli XCX
14) Sleepwalking – Deerhunter
15) Dream Captain – Deerhunter
16) Toe Cutter / Thumb Buster – Thee Oh Sees
17) Sleepwaking with me – Young Galaxy
18) Sacrilege (Tommie Sunshine & Live City remix) – Yeah Yeah Yeahs
19) Nitebike – Deerhunter

Fimmta plata Deerhunter

Hljómsveitin Deerhunter frá Atlanta tilkynnti á facebook síðu sinni fyrr í dag um útgáfu sinnar fimmtu plötu sem kemur út 7. maí og nefnist Monomani. Platan var tekin upp í New York borg fyrr á þessu ári og fylgir á eftir plötunni Halcycon Digest frá árinu 2010 sem toppaði lista Straums yfir bestu plötur ársins. Fyrir neðan má sjá lagalista plötunnar.

01 Neon Junkyard
02 Leather Jacket II
03 The Missing
04 Pensacola
05 Dream Captain
06 Blue Agent
07 T.H.M.
08 Sleepwalking
09 Back to the Middle
10 Monomania
11 Nitebike
12 Punk (La Vie Anté:rieure)

Deerhunter + Black Lips = Ghetto Cross

Bradford Cox úr hljómsveitunum Deerhunter og Atlas Sound og Cole Alexander úr Black Lips leiða saman hesta sína að nýju í verkefni sem hófst í janúar árið 2008  og kallast Ghetto Cross. Félagarnir gáfu í dag út lagið Still og að þeirra sögn er heil plata tilbúin. Hlustið á og sækið  Still hér fyrir neðan.

      1. Ghetto_Cross_-_Still

mp3: 

      2. Ghetto_Cross_-_Still