Straumur 23. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Chance The Rapper, Andi, Buspin Jieber, h.dór, Okkervil River, Todd Terje og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Summer Friends” (featuring Jeremih & Francis and the Lights) – Chance The Rapper
2) Same Drugs – Chance The Rapper
3) All night (featuring Knox Fortune) – Chance The Rapper
4) Firecracker – Todd Terje & The Olsens
5) New Money Walk – Scott Hardware
6) Sound Asleep – h.dór
7) Radio Shock – Buspin Jieber
8) Automatic – Wolf Parade
9) Fútúrismi Feminisimi – Andi
10) Góðkynja – Andi
11) M O T H E R – East Of My Youth
12) Woozy – The Suburban Spaceman
13) Just What I needed / Not Just What I needed – Car Seat Headrest
14) Neon Dad – Holy Fuck
15) Okkervil River RIP – Okkervil River

 

H.dór – Sound Asleep

Halldór Eldjárn meðlimur hljómsveitarinnar Sykur gaf á dögunum út sína aðra smáskífu undir nafninu H.dór sem er sólóverkefni hans en sú fyrsta Desert kom út í haust. Halldór ákvað fyrir tveimur árum síðan að byrja að safna í sarpinn fyrir sólóverkefnið og er plata væntanleg.
Nýja lagið heitir Sound Asleep og er kröftugt sumarlag og er jafnframt fyrsta lagið sem hann þenur eigin raddbönd í. Þó nýtur hann aðstoðar duglegra söngvélmenna. Það eru meðal annars vócóderar, talkbox og önnur söngelsk vélmenni.

Bestu íslensku lög ársins 2015

Bestu íslensku lögin 2015 by Straumur on Mixcloud

25) Nissan Sunny – Laser Life

 

24) Roska – Gímaldin

 

23) Girlfriend For The Summer – Sumar Stelpur

 

22) Í næsta lífi – xxx Rottweiler hundar

 

21) 2AM – Japanese Super Shift

 

20) Desert – H.dór

 

19) Harmala – Gunnar Jónsson Collider

 

18) SU10 – Daveeth

 

17) Koddíkossaslag – Kött Grá Pjé

 

16) Low Road – Wesen

 

15) Draumalandið – Gísli Pálmi

 

14) Your Collection (Nick Zinner remix) – Fufanu

 

13) Special Places (ft. Jófríður) – Muted

 

12) Quicksand – Björk

 

11) ÆJL -Singapore Sling

 

10) The Dream – Buspin Jieber

Lokalag ep plötunnar We Came As We Left sem kom út 25. mars. Líkt og bandaríski fóstbróðir hans Com Truise tekur Buspin Jieber það besta úr raftónlist 9. áratugarins og blandar því saman við nýrri áherslur.

9) Enginn  Þríkantur hér – Elli Grill og Leoncie

Maður mynd halda að það fá Leoncie til að syngja með sér lag væri ávísun á grínflipp sem endist ekki lengi. En þetta lag, sem er í raun endurgerð á lagi Leoncie, er alveg stórgott þó það sé líka dálítið fyndið. Takturinn er eins og fljótandi kódín og Elli Grill og Leoncie skiptast á súrrealískum línum og það er mikil kemistría á milli þeirra.

8) Endurminning (Lauren Auder) – Lord Pusswhip

Á fyrstu plötu Pusswhip úir og grúir af tilraunakenndu, lyfjuðu og pönkuðu hipp hoppi en lagið sem greip okkur mest var hið ljúfsára Endurminning þar sem hann fær söngvaranna Lauren Auder til liðs við sig. Ægifagurt í einfaldleika sínum og minnir nokkuð á skjannahvíta soul söngvarann Spooky Black.

7) Kalt – Kælan Mikla

Kalt ber svo sannarlega nafn með rentu því trommuheila og hljómborðshljómurinn er svalur virðingarvottur við drungalegt síðpönk fyrri hluta 9. áratugarins og hrá ljóðræna textans er ískaldari en sjálfur Gísli Pálmi.

6) So In Love With U – MSTRO

Reykvíski tónlistarmaðurinn Stefán Páll Ívarsson sem gengur undir listamannsnafninu MSTRO gaf út þetta stórkostlega lag í upphafi árs. Stöðugur taktur, drungaleg söngrödd og skýr skilaboð.

5) Love Love Love Love – Helgi Valur

Meistaraverk Helga Vals af plötu hans Notes from the Underground. Samið inn á geðdeild í miðju geðrofi. Stórbrotið og epískt lag um ástina.

4) We Live For Ages – Hjaltalín

Fyrsta lagið sem Hjaltalín sendir frá sér frá því að platan Enter IV kom út árið 2012. Ef þetta lag er forsmekkurinn af því sem koma skal er ekki annað hægt en að vera spenntur fyrir framtíð hljómsveitarinnar. Ferskt, kærulaust og jákvætt.

3) Stelpur – Jón Þór

Í Stelpur fangar Jón Þór kjarna þess að vera ungur, örvæntingarfullur og ástsjúkur í miðri hringiðu reykvísks næturlífs. Passlega hrátt sándið og fáránlega grípandi viðlagið klístrast við heilabörkinn í marga daga eftir hlustun.

2) Morgunmatur – GKR

GKR skapaði sér heldur betur nafn í sterkri hip hop senu á árinu með lofsöng um mikilvægustu máltíð dagsins, morgunmatinn. Þegar aðrir rapparar rappa um hvað þeir eru harðir hefur GKR ótrúlega næmt auga fyrir amstri hversdagslífsins.

1) Elskan Af Því Bara – Vaginaboys

Þessi angurværi R’n’B slagari kom eins og þruma úr heiðskýru lofti í vor. 808 trommuheili, 80’s synþar og átótúnaður söngur skapa seiðandi ástaróð sem er sexí og sorglegur í hnífjöfnum hlutföllum.

Straumur 28. september 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Frankie Cosmos, Deerhunter, H.dór, Wavves, Chvrches, Peaches, Floating Points, Majical Cloudz, Wesen og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 28. september 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Sand – Frankie Cosmos
2) All the same – Deerhunter
3) Living My Life – Deerhunter
4) Desert – H.dór
5) Never Ending Circles – Chvrches
6) The Hills (RL Grime remix) – The Weeknd
7) Knock Knock (ft. MF Doom) – Med, Blu & Madlib
8) Nelly – Isaiah Rashad
9) Way Too Much – Wavves
10) Pony – Wavves
11) Rub – Peaches
12) Echoes – Disclosure
13) Argent – Floating Points
14) Creown (The Alchemist remix) – Run The Jewels
15) Rough Hands – Wesen
16) Beach Boys – Wesen
17) Are You Alone – Majical Cloudz