Bestu íslensku plötur ársins 2020

 

25. Hidlur – gúrkuplast

24. Sin Fang – The Last Shall Be First

23. Andartak – Constructive Metabolism

22. Hjaltalín – Hjaltalín

21. JFDR – New Dreams

20. Konsulat – Konsulat nr 7.

19. Singapore Sling – Good Sick Fun

18. RYBA – Phantom Plaza 

17. AAIIEENN – Convex

16. Holdgervlar – Gervihold

15. Moses Hightower – Lyftutónlist

14. Jónsi – Shiver

13. supersport! – dog run ep

12. Mammút – Ride the fire

11. Buspin Jieber – V​.​H​.​S. Volcanic / Harmonic / Sound

10. K.óla – Plastprinsessan

9. Magnús Jóhann – Without Listening

8. Volruptus – First Contact

7. Jón Þór – Fölir vangar

6. Salóme Katrín – Water

5. Skoffín – Skoffín hentar íslenskum aðstæðum

4. Ultraflex – Vision of Ultraflex

3. CYBER – Vacation  

2. gugusar – Listen to this twice

1. Ingibjörg Turchi – Meliae 

Straumur 6. júlí 2020

Í Straumi í kvöld verða spiluð ný lög með Polo & Pan, Hjaltalín, Prins Thomas, Sufjan Stevens og mörgum fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00. 

1) The Light (Rostam remix) – Metronomy 

2) You’re Lookin’ at My Guy – The Radio Dept

3) My Mother – Cindy 

4) Destiny’s Curtain Call – Hjaltalín

5) Row – Hjaltalín

6) Attrape-rêve – POLO & PAN  

7) Wash Us In The Blood (feat. Travis Scott) – Kanye West 

8) Controller (Walker & Royce remix) – Channel Tres 

9) Stone Harbor – Naeem

10) Woo Woo Woo – Naeem

11) The Difference (Willaris. K Dub) – Flume 

12) Traæns 5 – Prins Thomas 

13) The Way You Feel – Lone x KETTAMA 

14) Time to Walk Away – Washed Out 

15) Until Tomorrow – Renée Reed

16) America – Sufjan Stevens 

Bestu íslensku lög ársins 2019

25) Heyri Ekki (ft. Don Tox) – Daði Freyr

24) Silki – Ari Árelíus

23) No Summer – Sin Fang

22) Oculi Cordis – Andy Svarthol

21) Brot 5 – Felix Leifur

20) Art Of History – Sunna Margrét

19) Rússíbani – Kraftgalli

18)Love From 99 (Hermigervill remix) – Hjaltalín

17) Eitt Krækiber Í Helvíti – kef LAVÍK

16) Glamra á minn gítar – Pink Street Boys

15) deux – ROKKY

14) Skoffín flytur í borgina – Skoffín 

13) Taking a Part of Me – JFDR

12) Semilunar – Rauður

11) Smoking – TSS

10) The Mandarin – Wanton Boys Club

9) Enn að læra – GKR

8) Svefneyjar – Sykur

7) Bungee Gum (ft. GRÓA) – Korter í flog

6) Súsí Lizt  – Jón Þór

5)Plastprinsessan vaknar – K.óla

4)Þrjúhundruðsextíuogfimmdagablús (sjáðu hjónin) – Grísalappalísa

3) Falskar Ástir – Floni

2) Hollustufjarki – Konsulat

1) Er ekki á leið – Markús

Listi á Spotify með öllum lögunum:

Straumur 7. janúar 2019

Í fyrsta þætti af Straumi á þessu ári verður farið yfir nýtt efni frá listamönnum á borð við Park Hye Jin, Lizzo, Hjaltalín, Neon Indian, Teen Daze og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

1) I Don’t Care – Park Hye Jin

2) ABC – Park Hye Jin

3 Juice – Lizzo

4)  Baronesse – Hjaltalín

5) Heaven’s Basement (Theme From 86d) – Neon Indian

6) Blimp – Louis Cole

7) Hidden Worlds – Teen Daze

8) Song 31 – Noname

9)  Thank U, Next – Sondre Lerche

10) Chihiro – Yoste

11) Echo Park – Ten Fé

Bestu íslensku lög ársins 2015

Bestu íslensku lögin 2015 by Straumur on Mixcloud

25) Nissan Sunny – Laser Life

 

24) Roska – Gímaldin

 

23) Girlfriend For The Summer – Sumar Stelpur

 

22) Í næsta lífi – xxx Rottweiler hundar

 

21) 2AM – Japanese Super Shift

 

20) Desert – H.dór

 

19) Harmala – Gunnar Jónsson Collider

 

18) SU10 – Daveeth

 

17) Koddíkossaslag – Kött Grá Pjé

 

16) Low Road – Wesen

 

15) Draumalandið – Gísli Pálmi

 

14) Your Collection (Nick Zinner remix) – Fufanu

 

13) Special Places (ft. Jófríður) – Muted

 

12) Quicksand – Björk

 

11) ÆJL -Singapore Sling

 

10) The Dream – Buspin Jieber

Lokalag ep plötunnar We Came As We Left sem kom út 25. mars. Líkt og bandaríski fóstbróðir hans Com Truise tekur Buspin Jieber það besta úr raftónlist 9. áratugarins og blandar því saman við nýrri áherslur.

9) Enginn  Þríkantur hér – Elli Grill og Leoncie

Maður mynd halda að það fá Leoncie til að syngja með sér lag væri ávísun á grínflipp sem endist ekki lengi. En þetta lag, sem er í raun endurgerð á lagi Leoncie, er alveg stórgott þó það sé líka dálítið fyndið. Takturinn er eins og fljótandi kódín og Elli Grill og Leoncie skiptast á súrrealískum línum og það er mikil kemistría á milli þeirra.

8) Endurminning (Lauren Auder) – Lord Pusswhip

Á fyrstu plötu Pusswhip úir og grúir af tilraunakenndu, lyfjuðu og pönkuðu hipp hoppi en lagið sem greip okkur mest var hið ljúfsára Endurminning þar sem hann fær söngvaranna Lauren Auder til liðs við sig. Ægifagurt í einfaldleika sínum og minnir nokkuð á skjannahvíta soul söngvarann Spooky Black.

7) Kalt – Kælan Mikla

Kalt ber svo sannarlega nafn með rentu því trommuheila og hljómborðshljómurinn er svalur virðingarvottur við drungalegt síðpönk fyrri hluta 9. áratugarins og hrá ljóðræna textans er ískaldari en sjálfur Gísli Pálmi.

6) So In Love With U – MSTRO

Reykvíski tónlistarmaðurinn Stefán Páll Ívarsson sem gengur undir listamannsnafninu MSTRO gaf út þetta stórkostlega lag í upphafi árs. Stöðugur taktur, drungaleg söngrödd og skýr skilaboð.

5) Love Love Love Love – Helgi Valur

Meistaraverk Helga Vals af plötu hans Notes from the Underground. Samið inn á geðdeild í miðju geðrofi. Stórbrotið og epískt lag um ástina.

4) We Live For Ages – Hjaltalín

Fyrsta lagið sem Hjaltalín sendir frá sér frá því að platan Enter IV kom út árið 2012. Ef þetta lag er forsmekkurinn af því sem koma skal er ekki annað hægt en að vera spenntur fyrir framtíð hljómsveitarinnar. Ferskt, kærulaust og jákvætt.

3) Stelpur – Jón Þór

Í Stelpur fangar Jón Þór kjarna þess að vera ungur, örvæntingarfullur og ástsjúkur í miðri hringiðu reykvísks næturlífs. Passlega hrátt sándið og fáránlega grípandi viðlagið klístrast við heilabörkinn í marga daga eftir hlustun.

2) Morgunmatur – GKR

GKR skapaði sér heldur betur nafn í sterkri hip hop senu á árinu með lofsöng um mikilvægustu máltíð dagsins, morgunmatinn. Þegar aðrir rapparar rappa um hvað þeir eru harðir hefur GKR ótrúlega næmt auga fyrir amstri hversdagslífsins.

1) Elskan Af Því Bara – Vaginaboys

Þessi angurværi R’n’B slagari kom eins og þruma úr heiðskýru lofti í vor. 808 trommuheili, 80’s synþar og átótúnaður söngur skapa seiðandi ástaróð sem er sexí og sorglegur í hnífjöfnum hlutföllum.

Hjaltalín gera myndband við lagið We Will Live For Ages

Högni Egilsson forsprakki hljómsveitarinnar Hjaltalín gerði myndband við hið frábæra lag sveitarinnar We Will Live For Ages þegar hann var staddur í Marokkó á dögunum. Lagið sem kom út fyrr á þessu ári hljómar eiginlega eins og ekkert annað sem Hjaltalín hefur sent frá sér.

Major Lazer á Sónar í Reykjavík

Nú hafa fyrstu listamennirnir sem munu spila á næstu Sónar hátíð í Reykjavík verið tilkynntir og þar ber hæst Major Lazor hópinn sem leiddur er af Diplo. Lagið Get Free var feikivinsælt á síðasta ári og að mati þessarar síðu annað besta lag ársins, og platan Free The Universe sem kom út í byrjun þessa árs var reggískotinn partýbræðingur af bestu sort. Þá mun Daphni koma fram á hátíðinni, en það er hliðarverkefni Daniel Snaith sem er best þekktur sem Caribou, en hann sótti Ísland heim undir því nafni árið 2011 og hélt stórbrotna tónleika á Nasa. Þá hefur þýski plötusnúðurinn Kölsch verið bókaður og íslensku sveitirnar Hjaltalín, Sykur og Sometime hafa verið staðfestar. Sónar hátíðin fer fram í Hörpu dagana 13. til 15. febrúar næstkomandi en hún var fyrst haldin hér á landi í febrúar á þessu ári en umfjöllun straum.is um hátíðina má nálgast hér. Miðasala á hátíðina fer fram á midi.is og hægt er að hlusta á Major Lazer og Daphni hér fyrir neðan.

Tónleikar vikunnar

Þriðjudagur 16. júlí

R&B stórstjarnan Frank Ocean heldur tónleika í  Laugardalshöll. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 8.900 kr í stæði og 13900 í stúku, enn er hægt að kaupa miða á midi.is

Stroff, Skelkur í bringu og Sindri Eldon spila á neðri hæðinni á Faktorý. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Á jazzkvöldi KEX kemur fram kvartett kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Samuel J. Samúelsson á básúnu og slagverk og Sigtryggur Baldursson á conga trommur. Tónlistin hefst kl. 20:30 og stendur í u.þ.b. 2 klst., með hléi. Sem fyrr er aðgangur ókeypis

 

Miðvikudagur 17. júlí

Hjómsveitin Chic undir styrkri handleiðslu stofnandans Nile Rodgers mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi Hörpu. Hljómsveitirnar Moses Hightower og Sisi Ey munu opna kvöldið sem hefst klukkan 21:00. Enn er hægt að kaupa miða á midi.is og kostar 8.500 kr inn.

Raftónlistarpartý á Harlem -Tvíeykið MRC Riddims frá New York [nánar tiltekið Harlem] leikur á tónleikum á nýopnuðum innri sal Harlem (áður Volta). Ghostigital, AMFJ og Lord Pusswhip spila einnig í partíinu og Berglind Ágústsdóttir kemur sérstaklega fram með sín eigin lög í miðju setti MRC Riddims. Partýið stendur frá 22:00 – 01:00 og kostar 1000 kr. inn.

Ylja, Hymnalaya og Stormur halda tónleika á efri hæð Faktorý sem hefjast klukkan 22:00. Það kostar 1500 kr inn.

 

 

Fimmtudagur 18. júlí

Hljómsveitin Boogie Trouble spilar ljóðrænan diskó í gróðurhúsi Norræna hússins á ókeypis Pikknikk tónleikum kl 17:00.

NÆNTÍS VEIZLA í boði Sindra Eldon á Harlem Bar: TREISÍ, JÓN ÞÓR og SINDRI ELDON & THE WAYS koma fram auk þess sem Sindri mun Dj-a til lokunnar.

Gítarveisla í Bíó Paradís en þar stíga á stokk hljómsveitirnar Stroff, Skelkur í Bringu, Bárujárn og Dreprún. Tónleikarnir hefjast 22:00 og er frítt inn.

Sign og We Made God spila á efri hæð Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 19. júlí

Hljómsveitin Hymnalaya hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, „Hymns“. Sveitin ætlar að fagna því með léttum ókeypis tónleikum í 12 Tónum á Skólavörðustíg sem hefjast klukkan 17:30.

Moses Higtower og 1860 spila á efri hæð Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

 

Laugardagur 20. júlí

KEX Hostel, KEXLand og bandaríska útvarpsstöðin KEXP ætla að bjóða öllum á útitónleikana KEXPORT við Kex Hostel laugardaginn 20. júlí næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í portinu við Kex Hostel og hefjast kl. 12 á hádegi og lýkur um miðnætti. Alls munu 12 hljómsveitir koma fram á klukkutímafresti á þessum maraþon tónleikum. Fram koma: BABIES // BOOGIE TROUBLE // HJALTALÍN // KIPPI KANINUS // LOJI // MOSES HIGHTOWER // MUCK // NOLO // SAMÚEL J SAMÚELSSON BIG BAND // SÍSÍ EY // SYKUR //

 

Hjaltalín heldur tónleika á Faktorý, laugardagskvöldið 20. júlí. Um upphitun sér hljómsveitin Japam. Húsið opnar klukkan 22 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22:45. Miðasala fer eingöngu fram við hurð og er aðgangseyrir 1.500 krónur.

 

 

 

 

 

Seinna kvöldið á ATP

Þegar ég mætti Atlantic Studios seinna kvöldið var eitursvali silfurrefurinn Jim Jarmuch á sviðinu með hljómsveit sinni Squrl. Lýsingin var myrk og ekki mikið um hreyfingu á sviðinu og tónlistin var hægfljótandi surgrokk í ætt við hljómsveitir eins og Galaxy 500. Þetta var ágætlega gert hjá þeim en samt var eins og vantaði einhvern frumleikaneista. Það verður líka að segjast eins og er að Jarmusch-inn er ekkert sérstakur söngvari. Sönglausu lögin voru best og stundum tókust þau á loft í töffaralegum fídbakk og fuzz köflum. Jarmuch er allavega talsvert betri á baki við kvikmyndatökuvélina en hljóðnemann.

Guð mætir á svið

Eftir að Squrl höfðu lokið sér af tók við rúmlega klukkutíma bið eftir manninum sem flestir voru komnir að sjá. Geði var blandað, hamborgurum sporðrennt og sígarettur reyktar á meðan að það tók að fjölga talsvert á hátíðarsvæðinu þegar líða dró nær tónleikunum. Það var greinilegt að Hellirinn trekkti að því talsvert meira af fólki var inni í Atlantic Studios rétt fyrir tónleikana en á kvöldinu áður. Þegar hljómsveitin var að koma sér fyrir var stigmagnandi eftirvænting í loftinu sem sprakk síðan út þegar Cave stormaði inn á sviðið, það var gærdeginum ljósara að einhvers konar guð var kominn í húsið. Cave spígsporaði um sviðið klæddur eins og ítalskur flagari í támjóum skóm, fjólublárri silkiskyrtu með svartlitað hárið sleikt beint aftur.

Hann byrjaði á tveimur lögum af sinni nýjustu plötu, Push The Sky Away. Flutningur sveitarinnar í Jubilee Street var óaðfinnanlegur, meðan Cave stjórnaði salnum eins og babtískur predikari. Alveg þangað til hann datt af sviðinu í lokakafla lagsins eins og þú hefur sjálfsagt lesið á hundrað vefmiðlum og horft á youtube myndbandið af tvisvar. Það sem mér fannst merkilegast var að hljómsveitin hélt áfram að rokka eins ekkert hefði í skorist og Cave stökk síðan aftur inn á sviðið mínútu síðar og byrjaði að hamra píanóið.

Kraftur á við Kárahnjúkavirkjun

Sérstaklega var gaman að fylgjast með Warren Ellis sem er með hártísku eins og rétttrúnaðargyðingur og fatastíl á við smekklegan heimilisleysingja. Hann þjösnaðist á fiðlu, gítar og þverflautu og reglulega henti hann fiðluboganum sínum upp í loftið eftir æsileg sóló. Það virtist vera starfsmaður hjá hljómsveitinni hvers helsta hlutverk var að hlaupa og ná í bogann aftur.

Sveitin spilaði í næstum tvo tíma, nýtt og gamalt efni í bland, og prógrammið innihélt marga af hans helstu slögurum eins og Weeping Song, Mercy Seat og Stagger Lee. Þetta eru listamenn og skemmtikraftar á heimsmælikvarða og krafturinn í Cave og slæmu fræjunum hans á þessum tónleikum hefði geta knúið heila Kárahnjúkavirkjun. Eftir að þeir löbbuðu út af sviðinu ærðustu áhorfendur í feikilegum fagnaðarlátum og ég hef sjaldan séð crowd  jafn ákveðið í uppklapp. Hljómsveitin lét vinna vel fyrir sér en komu loks aftur og tóku Red Right Hand. Eftir tónleikana var einróma samkomulag meðal allra sem ég talaði við að þetta hefðu verið stórfenglegir tónleikar og jafnvel þeir sem höfðu séð Cave oft áður voru sammála um að hann hefði aldrei verið betri.

Jane Fonda á bassa

Hjaltalín voru ekki öfundsverð að fylgja þessu eftir en gáfu sig öll í það og máttu vel við sitt una. Þau léku aðallega efni af sinni nýjustu og að mínu mati bestu plötu, Enter 4. Lágstemmd elektróníkin og nýklassískir strengir höfðu dáleiðandi áhrif og Högni og Sigríður Thorlacious harmóneruðu sem aldrei fyrr. Deer Hoof voru næst á dagskrá og skiluðu frábærlega sýrðu gítarrokki af mikilli innlifun. Söngkona og bassaleikari sveitarinnar fór á kostum og tók meðal annars dansspor sem minntu á Jane Fonda leikfimiæfingar. Eitt af skemmtilegum smáatriðum sem gera hátíðina sérstaka var að inni í Atlantic Studios var boðið upp á nudd sem ég skellti mér á og að horfa á heimsklassa rokktónleika meðan verið er að nudda mann er reynsla sem gleymist seint.

Súrkálsrokkuð trúarathöfn

Sonic Youth guðinn Thurston Moore tók sviðið næstur með sveit sinni Chelsea Light Moving og lék á alls oddi. Það var boðið upp á hávaða, gítarhjakk, og surg og allt saman hrátt, hratt og pönkað. Moore tileinkaði lög Pussy Riot, Roky Eriksson úr 13th floor elevators og skáldinu William Borroughs og virðist ekkert vera að tapa orkunni með aldrinum. Síðasta sveit kvöldsins var síðan ofurtöffararnir í Dead Skeletons. Við upphaf tónleikanna var listamaðurinn og leiðtoginn Jón Sæmundur að mála mynd af hauskápu á tréplötu og færðist allur í aukanna eftir því sem tónlistin þyngdist. Tónlist þeirra er drungaleg og svöl með vænum skammti af súrkálsrokki og drone-i. Þau dreifðu reykelsi út í sal og komu nánast fram eins og költ og tónleikarnir báru keim af trúarathöfn. Mjög hugvíkkandi reynsla og góður endir á frábæru kvöldi.

All Tomorrow’s Parties fór í alla staði mjög vel fram og skipuleggjendur eiga lof skilið fyrir framtakið. Umhverfið í kringum tónleikasvæðið var mjög skemmtilegt og stemmningin einstök. Það voru svona smáatriði eins og að boðið væri upp á nudd inni í Atlantic Studios, búlluborgara á svæðinu fyrir utan og óvæntir og pönkaðir tónleikar heimamannanna í Ælu á laugardeginum sem gerðu herslumuninn. Hljóð og lýsing á tónleikunum var til fyrirmyndar og tímasetningar á hljómsveitum í dagskrá stóðust alltaf. Það hefði þó verið skemmtilegt að sjá aðeins betri mætingu, sérstaklega á föstudeginum en það kom ekki að sök og vonandi verður hátíðin að árlegum viðburði í framtíðinni.

Davíð Roach Gunnarsson

Tónleikar helgarinnar 8. -12. maí

Miðvikudagur 8. maí

Mosi Frændi, Fræbblarnir, Hellvar, Saktmóðgur og Skelkur í bringu spila á Gamla Gauknum, tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er ókeypis inn.

Á Volta koma fram hljómsveitirnar Ojba Rasta, Mammút og Geimfarar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það kostar 1500 kr inn.

 

 

Fimmtudagur 9. maí

Á Loft Hostel verða ókeypis tónleikar með Útidúr sem hefjast klukkan 21.

Birgir Örn Steinarsson sem var áður í hljómsveitinni Maus og Hjalti Jón Sverrisson úr Miri munu halda tónleika á Hemma á Valda. Frítt inn og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 22.

Shadez of Reykjavík kynna new school djöflashit ásamt Freskimos og GERViSYKUR. Húsið opnar 22 og það kostar 1000 kr inn.

 

 

Föstudagur 10. maí

Hljómsveitin Sykur fagnar próflokum með ókeypis tónleikum á Bar 11. Tónleikarnir hefjast   klukkan 22.

Dikta, Friðrik Dór og 1860 koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag  kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr  við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.

 

 

Laugardagur 11. maí

Vínylmarkaðurinn mætir aftur til leiks á Kex Hostel næstkomandi laugardag. Þar verður hægt að kaupa íslenskar vínylplötur.Markaðurinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 20. Hljómsveitir koma fram og leika listir sínar af útgefnum vínylplötum!

15:00 Kippi Kaninus
16:00 Low Roar
17:00 Valdimar
18:00 Hjaltalín

FM Belfast og Vök koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag  kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr  við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.

Langi Seli og Skuggarnir koma fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er frítt inn.

 

 

Mynd: Elín Lóa