Bestu íslensku plötur ársins 2020

 

25. Hidlur – gúrkuplast

24. Sin Fang – The Last Shall Be First

23. Andartak – Constructive Metabolism

22. Hjaltalín – Hjaltalín

21. JFDR – New Dreams

20. Konsulat – Konsulat nr 7.

19. Singapore Sling – Good Sick Fun

18. RYBA – Phantom Plaza 

17. AAIIEENN – Convex

16. Holdgervlar – Gervihold

15. Moses Hightower – Lyftutónlist

14. Jónsi – Shiver

13. supersport! – dog run ep

12. Mammút – Ride the fire

11. Buspin Jieber – V​.​H​.​S. Volcanic / Harmonic / Sound

10. K.óla – Plastprinsessan

9. Magnús Jóhann – Without Listening

8. Volruptus – First Contact

7. Jón Þór – Fölir vangar

6. Salóme Katrín – Water

5. Skoffín – Skoffín hentar íslenskum aðstæðum

4. Ultraflex – Vision of Ultraflex

3. CYBER – Vacation  

2. gugusar – Listen to this twice

1. Ingibjörg Turchi – Meliae 

Bestu íslensku lög ársins 2020

50. Lifandi (ft. Hermigervill) – Urmull & Kraðak 

49. Bróðir – Magnús Jóhann

48. Ef Grettisgata gæti talað – Logi Pedro 

47. Think About Things – Daði Freyr

46. Sætur – Celebs

45. We Are the Cyborgs – Volruptus

44. Senses – Buspin Jieber

43. Frosið sólarlag – Auður & gugusar

42. Distant Hum – Markús

41. Summertime Blues – Singapore Sling 

40. Follow – DuCre

39. Wasteman – Sin Fang

38. Tussuduft (ft. Elli Grill) – Holy Hrafn 

37. Hvaða fólk býr í svona blokk – Haugar

36. Head Full of Bees – MSEA

35. Bleikt Ský – Emmsjé Gauti 

34. Þetta Hjarta – Moses Hightower

33. Loom (ft. Bonobo) – Ólafur Arnalds

32. Good Time – JFDR

31. Sunshine – ROKKY

30. Felt – Skurken 

29. Join Our Cult – Babies Of Darkness 

28. Traznan – Konsulat

27. Ævintýrin Framundan – Mio Dior

26. Hægjum Á – Suð

25. Lines – Jelena Ciric 

24. That Bitch – Countess Malaise 

23. Sæta Mín – Hidlur 

22. Siroi – Ingibjörg Turchi 

21. Let Me Know – gugusar

20. Blóm og flugvélar – K.óla

19. Niðurlút (ft. GDRN) – Hatari 

18. Eiturveitur – Holdgervlar

17. Pink House Paladino – CYBER

16. Hvíti dauði (ft. Gunnar Jónsson Collider) – Teitur Magnússon

15. Alltof Mikið – Ryba 

14. Salt Licorice (ft. Robyn) – Jónsi 

13. Auðn (Neue Wildnis – Brynja, Oehl 

12. Vorið – GDRN

11. Quietly – Salóme Katrín 

10. Skoffín vinnur sem tæknifræðingur hjá borginni – Skoffín 

9.  Never Forget My Baby – Ultraflex

8. Higher (ft. Vök) – GusGus

7. Hjörtun hamast – Jón Þór 

6. ii. ljósinslökkt (ft. Bríet) – Auður

5. En sama hvað (ft. Salóme Katrín) – Supersport!

4. Rignir á mig – GKR

3. Hvað sem er – Inspector Spacetime

2. Prince – Mammút

1. Ibizafjörður – Hermigervill

Listi á Spotify með öllum lögunum:

Straumur 7. september 2020

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Shlohmo, TDJ, Zikomo, Mac DeMarco, Singapore Sling og mörgum fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00. 

1) Quest for Glory – TDJ 

2) Tease Me – Zikomo & DrewsThatDude 

3) Heaven Inc. – Shlohmo

4) Looking at Plants – Shlohmo

5) Waiting – Mac DeMarco 

6) The Curse  (ft. Mac Demarco) – Yellow Days 

7) Sickin’ Street – Singapore Sling 

8) Shades – Good Sad Happy Bad 

9) 8th Avenue – Cults

10) Mell’like Boom Boom In’dair – Omar S. 

11) Ambitions (Øyvind Morken Remix) – Prins Thomas 

12) Candy Says – Hot Chip

BESTU ÍSLENSKU LÖG ÁRSINS 2017

25) Þú munt elska mig þá – Vaginaboys
24) Vopanafjörður – Bárujárn
23) Random Haiku Generator – Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason
22) Sætari Sætari – Smjörvi
21) Blastoff – Pink Street Boys
20) 444-DSB – Andartak
19) B.O.B.A – Jóipé X Króli
18) Tail – Balagan
17) Unexplained Miseries II – Sólveig Matthildur
16) Kontrast – Án
15) Moon Pitcher – Högni
14) Solitaire – Hermigervill
13) Joey Cypher (feat. Herra Hnetusmjör, Birnir & Aron Can) – Joey Christ
12) Arabíska Vor – kef LAVÍK
11) Featherlight – GusGus
10) One Take Frímann – Rattofer
9) Upp – GKR
8) Fullir Vasar – Aron Can
7) Blurred (Bonobo remix) – Kiasmos
6) Lónólongó – Andi

5) Evil Angel – Singapore Sling

4) Ruins – aYia

3) Sama Tíma – Birnir

2) Airborne – JFDR

1) Hvað með það? – Daði Freyr

 

BESTU ÍSLENSKU PLÖTUR ÁRSINS 2017

20) Soundcloud Sessions (2013​-​2015) – TSS

19) Swim – Laser Life

18) Digital Waveshaper – Sigurður Eysteinn Gíslason

17) honshu island – mt. fujitive

16) Ég hefði átt að fara í verkfræði – Katrín Helga

15) Deep Space Love Tracer – CATMANIC

14) ’A Mess’ – BALAGAN

13) Ljóstillífun – Án

12) Big Mango Bangers – Moff & Tarkin

11) Blurred EP – Kiasmos

10) Sports – Fufanu

9) Horror – Cyber

8) 888 – Andartak

7) Smells like boys – Pink Street Boys

6) Kill Kill Kill (Songs About Nothing) – Singapore Sling

 

 

5) Joey – Joey Christ

4) Unexplained miseries & the acceptance of sorrow – Sólveig Matthildur

3) Nineteen Eighty Floor – Rattofer

 

2) THIS 5321 – Bjarki

1) Brazil – JFDR

Bestu íslensku lög ársins 2015

Bestu íslensku lögin 2015 by Straumur on Mixcloud

25) Nissan Sunny – Laser Life

 

24) Roska – Gímaldin

 

23) Girlfriend For The Summer – Sumar Stelpur

 

22) Í næsta lífi – xxx Rottweiler hundar

 

21) 2AM – Japanese Super Shift

 

20) Desert – H.dór

 

19) Harmala – Gunnar Jónsson Collider

 

18) SU10 – Daveeth

 

17) Koddíkossaslag – Kött Grá Pjé

 

16) Low Road – Wesen

 

15) Draumalandið – Gísli Pálmi

 

14) Your Collection (Nick Zinner remix) – Fufanu

 

13) Special Places (ft. Jófríður) – Muted

 

12) Quicksand – Björk

 

11) ÆJL -Singapore Sling

 

10) The Dream – Buspin Jieber

Lokalag ep plötunnar We Came As We Left sem kom út 25. mars. Líkt og bandaríski fóstbróðir hans Com Truise tekur Buspin Jieber það besta úr raftónlist 9. áratugarins og blandar því saman við nýrri áherslur.

9) Enginn  Þríkantur hér – Elli Grill og Leoncie

Maður mynd halda að það fá Leoncie til að syngja með sér lag væri ávísun á grínflipp sem endist ekki lengi. En þetta lag, sem er í raun endurgerð á lagi Leoncie, er alveg stórgott þó það sé líka dálítið fyndið. Takturinn er eins og fljótandi kódín og Elli Grill og Leoncie skiptast á súrrealískum línum og það er mikil kemistría á milli þeirra.

8) Endurminning (Lauren Auder) – Lord Pusswhip

Á fyrstu plötu Pusswhip úir og grúir af tilraunakenndu, lyfjuðu og pönkuðu hipp hoppi en lagið sem greip okkur mest var hið ljúfsára Endurminning þar sem hann fær söngvaranna Lauren Auder til liðs við sig. Ægifagurt í einfaldleika sínum og minnir nokkuð á skjannahvíta soul söngvarann Spooky Black.

7) Kalt – Kælan Mikla

Kalt ber svo sannarlega nafn með rentu því trommuheila og hljómborðshljómurinn er svalur virðingarvottur við drungalegt síðpönk fyrri hluta 9. áratugarins og hrá ljóðræna textans er ískaldari en sjálfur Gísli Pálmi.

6) So In Love With U – MSTRO

Reykvíski tónlistarmaðurinn Stefán Páll Ívarsson sem gengur undir listamannsnafninu MSTRO gaf út þetta stórkostlega lag í upphafi árs. Stöðugur taktur, drungaleg söngrödd og skýr skilaboð.

5) Love Love Love Love – Helgi Valur

Meistaraverk Helga Vals af plötu hans Notes from the Underground. Samið inn á geðdeild í miðju geðrofi. Stórbrotið og epískt lag um ástina.

4) We Live For Ages – Hjaltalín

Fyrsta lagið sem Hjaltalín sendir frá sér frá því að platan Enter IV kom út árið 2012. Ef þetta lag er forsmekkurinn af því sem koma skal er ekki annað hægt en að vera spenntur fyrir framtíð hljómsveitarinnar. Ferskt, kærulaust og jákvætt.

3) Stelpur – Jón Þór

Í Stelpur fangar Jón Þór kjarna þess að vera ungur, örvæntingarfullur og ástsjúkur í miðri hringiðu reykvísks næturlífs. Passlega hrátt sándið og fáránlega grípandi viðlagið klístrast við heilabörkinn í marga daga eftir hlustun.

2) Morgunmatur – GKR

GKR skapaði sér heldur betur nafn í sterkri hip hop senu á árinu með lofsöng um mikilvægustu máltíð dagsins, morgunmatinn. Þegar aðrir rapparar rappa um hvað þeir eru harðir hefur GKR ótrúlega næmt auga fyrir amstri hversdagslífsins.

1) Elskan Af Því Bara – Vaginaboys

Þessi angurværi R’n’B slagari kom eins og þruma úr heiðskýru lofti í vor. 808 trommuheili, 80’s synþar og átótúnaður söngur skapa seiðandi ástaróð sem er sexí og sorglegur í hnífjöfnum hlutföllum.

Bestu íslensku plötur ársins 2015

10) Good Moon Deer – Dot

Austfyrski raftónlistarmaðurinn Good Moon Deer gaf sína fyrstu breiðskífu út ókeypis á netinu fyrri part árs. En platan er langt frá því að vera verðlaus, heldur mjög hugvitsamlega gert bútasaumsteppi sampla úr ýmsum áttum. Tempóið er flöktandi og síbreytilegt, hljóðbútar eru klipptir í agnarsmáar agnir og endurraðað, og þegar best lætur minnir Dot á taktmeistara á borð við Prefuse 73.

9) Lord Pusswhip – Lord Pusswhip Is Wack

Beitt og beinskeytt breiðskífa Lord Pusswhip. Pönkað hip-hop þar sem Lordarinn leiðir saman fjöldan allan af hæfileikafólki og útkoman er eins og ekkert annað sem er að gerast í íslenskri tónlist í auknablikinu.

8) Helgi Valur – Notes from the Underground

Notes from the Underground er ferðalag Helga Vals Ásgeirssonar til heljar og til baka. Platan sem var samin í geðrofi – niðurtúr í Berlín og í bata í Reykjavík fangar orku manns sem er á krossgötum. Falleg breiðskífa sem nær hápunkti sínum í hinu epíska lagi Love, Love, Love, Love.

7) Singapore Sling – Psych fuck

Sling hafa alltaf verið fánaberar íslensks innisólgleraugnarokks og ákveðinn fasti í tónlistarsenunni. Sama hvort að krútt eða rapp eru helsta trendið þá stundina standa Singapore Sling alltaf til hliðar og halda sínu striki í níhílísku töffararokkinu. Psych Fuck er þó jafnvel harðari og myrkari heldur en þeirra fyrri verk og er þá mikið sagt. Stundum er söngurinn hlaðinn svo mikilli bjögun að það hljómar eins og Henrik leigi stúdíótíma af satan.

6) Markús & The Diversion Sessions – The Truth the Love the Life

Biðin eftir þessari breiðskífu hefur verið löng og ströng en útkoman svíkur ekki neinn. Sterkir og skemmtilegir textar, létt kærulaus Pavement flutningur með smá Megas inn á milli.

5) Mr Silla – Mr Silla

Fyrsta plata tónlistarkonunar Sigurlaugar Gísladóttur eða Mr.Silla kom út í október 2015. Þrátt fyrir það hefur Sigurlaug verið áberandi í íslenskri tónlist í rúman áratug m.a. sem meðlimur hljómsveitarinnar múm. Platan sem heitir einfaldlega Mr.Silla er í senn einstök og angurvær sem oft fer ekki saman.

4)  Gísli Pálmi – Gísli Pálmi

Gísli Pálmi sprakk í loft upp í vor þegar hans fyrsta breiðskífa sem er samnefnd honum kom loksins út. Allir hip hop unnendur landsins og unglingar í efra Breiðholti misstu líkamsvessa af gleði og heyrst hefur að vinna hafi lagst af í Plain Vanilla í þrjá daga eftir útkomu gripsins. Og skyldi engan undra því hér er um að ræða einu bestu hip hop plötu sem komið hefur út á Íslandi. Bara bítin eru hátækni framtíðarmúsík í efsta klassa og Gísli Pálmi er frábær rappari sem hefur byggt upp karakter og söguheim sem eru algjörlega hans eigin. Hækkum bassann og gefum í botn.

3) Vaginaboys – Icelandick

Vaginaboys eru óvæntasta uppgötvun ársins í íslensku tónlistarlífi. 80’s elektró R’n’B með átótúnuðum söng og íslenskum textum sem þræða einstigi milli væmni og klámfengni. Þeirra bestu hliðar skína í gegn á stuttskífunni Icelandick sem kom út í lok árs. Við kaupum þetta í heildsölu og fáum ekki nóg!

2) Pink Street Boys – Hits#1

Annað árið í röð eiga Pink Street Boys næst bestu plötu ársins hjá Straumi. Allir þeir sem hafa séð bandið á tónleikum vita hversu krafturinn er mikill hjá þessu einstaka bandi. Á plötunni ná þeir að fanga þennan kraft og gott betur.

1) Tonik Ensemble – Snapshots

Snapshots er geysilega metnaðarfullt verk þar sem nostrað er við hvert einasta smáatriði. Hér er allt útpælt: frá uppbyggingu laga og plötunnar sem heild niður í smáhljóð sem heyrist í byrjun eins lags og svo aldrei aftur. Það er þykkt og sterkt heildarsánd yfir plötunni sem er bæði angurvært og melankólískt á sama tíma. Tonik Ensemble er kominn í fremstu röð íslenskra raftónlistarsveita og Snapshots er fagleg og fullorðins en samt með risastóra sál sem skín í gegnum alla plötuna.

Tonik Ensemble – Until We Meet Again (ft. Shipsea) from Sigrún Hreins on Vimeo.

Bestu íslensku lög ársins 2014

30. Hossa Hossa – Amaba Dama

 

29. Svínin þagna – Úlfur Kolka

 

28. The Music – Worm Is Green

 

27. Specters – kimono

 

26. FM Acid Lover – Futuregrapher

 

25. 100 kg – Pretty Please

 

24. I’m Leaving – Low Roar

 

23. Quiet Storm – Asonat

 

22. Circus Life – Fufanu

 

21. Held – Kiasmos

 

20. Special Place – Muted

 

19. Old Snow – Oyama

 

18. Brewed In Belgium – Hermigervill

 

17. Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble

 

16. Cut – russian.girls

 

15. Mánadans – Kælan Mikla

 

14. Vinur vina minna – Teitur Magnússon

 

13. Absolute Garbage – Singapore Sling

 

12. Strange Loop – Sykur

 

11. Venter (Evian Christ remix) – Ben Frost

 

10. Steinunn – Boogie Trouble

Diskóið er eins og rottur og kakkalakkar, það mun aldrei deyja út, en þegar erfðaefnið er eins gott og Boogie Trouble eru allar líkur á því að það auki við kyn sitt. Eftirvæntingin eftir fyrstu breiðskífu Boogie Trouble er orðin umtalsverð og ekki minnkaði hún í vor þegar lagið Steinunn kom út. Fyrstu bassanóturnar framkalla strax kippi í líkamanum sem aukast þegar wah-wah gítarinn bætist við og í viðlaginu ætti allur líkaminn að vera kominn á mikla hreyfingu. Steinunn beyglar munninn því hún er að fara beinustu leið á ball.

9. Expanding – Páll Ivan frá Eiðum

Páll Ívan frá Eiðum stimplaði sig rækilega inn á árinu með þeim drungalega rafgjörningi sem lagið Expanding er. Hikstandi bassi, stafrænir skruðningar og draugaleg röddin er uppistaðan í þessari rafrænu hryllingsvögguvísu, og myndbandið er eitt það besta sem kom á árinu.

8. Distant Lover – Myndra

Firnasterkt indípopp með óaðfinnanlegum hljómi, grípandi viðlagi, singalong-kafla og óvenjulegum ryðma.


7. Evel Knievel – Pink Street Boys

Evel Knievel er eins og tónlistarlegt ígildi ryðgaðs hnífs sem er stungið í síðuna á þér og snúið og juggað í hringi og fram og til baka. Ekki tónlist til að slást við heldur tónlist sem slæst við þig. Rokk sem veður inn á skítugum strigaskónum og sparkar í rassa, punga, píkur og bara allt sem verður á vegi þess. Ekki ferskur andblær heldur sterk andremma sem fyllir upp í vit smáborgaralegrar fagurfræði og skilur eftir sig slóð eyðileggingar, tómra ódýrra bjórdósa og sígarettustubba.

6. The End – Fm Belfast

Gleðisveit landsins kemur með enn einn elektró-smellinn sem gætti brætt hjörtu allra hörðustu bölsýnismanna. Því FM Belfast eru vinir þeirra líka.

5. Ever Ending Never – M-band

Jon Hopkins hittir Gus Gus á bar í Berlín, þeir skella sér á Berghain og enda svo í eftirpartýi hjá Caribou snemma morguns þar sem sólin skín í gegnum gluggatjöldin. Svona kvöld sem þú vildir óska að myndi aldrei enda. Fljótandi tekknó sem seytlar jafnt inn í undirmeðvitundina og blóðrásina.

4. Flýja – Grísalappalísa

Á síðari plötu Grísalappalísu, Rökréttu Framhaldi, stækkuðu þeir út hljóðheim sinn og hvergi heyrðist það betur en í því stórbrotna ferðalagi sem lagið Flýja er. Hyldjúp ballaða sem hljómar á köflum eins og Lou Reed, Bob Dylan eða Serge Gainsbourg með epískri strengjaútsetningu sem á í samtali við lagið frekar en bara að fylgja því.

3. Crossfade – Gusgus

Crossfade er það sterkt lag að við mundum eftir því eftir tónleika á Sónar í febrúar 2013, alveg þangað til það kom loksins út rúmlega ári síðar í apríl á þessu ári. En biðin var vel þess virði, hljómurinn vélrænn en samt þokkafullur og textinn ljúfsár óður til upphafsára danstónlistarinnar í bland við kynferðislega undirtóna. Dökk og kynþokkafull rödd Daníels Ágúst bergmálar út í eilífðina í versunum og bjartur barítónn Högna í viðlaginu er fullkomið mótvægi.

2. Fuck With Someone Else – Gangly

Íslenskt svar við FKA Twigs, framúrstefnulegt Trip Hop með bragðaref af stafrænum, hliðrænum og lífrænum hljóðum og röddum sem eru skældar og teigðar í ótal áttir. Algjör andstæða við fyrsta sætið á listanum, frámunalega móðins, kosmópólítan og erlendis þar sem kúlið er meitlað í stein.

1. París Norðursins – Prins Póló

Það kom aldrei neitt annað til greina. Grófur synþabassinn, dúndrandi bassatromman og textinn eins og Hrafns Gunnlaugs-leg greining á stemmningu og helstu persónum í erkitýpísku íslensku sjávarþorpi. Knappt, hnyttið, beint í mjaðmirnar og ör í hjarta þjóðarsálar. Hljómar eins og diskókúla í síldarbrennslu eða reif í frystihúsi, eins íslenskt og það gerist. Meira að segja ofspilunin hefur ekki bitið á því. Prins Póló á Bessastaði!

All Tomorrow’s Parties – Hátíð í Herstöð

Mynd: Ozzo.is

Það er mikið gleðiefni að All Tomorrow’s Parties hátíðin sé haldin í annað skipti á kalda landinu og í ár stækkaði hátíðin og bætti við sig þriðja deginum, auk tjaldsvæðis og partýtjalds. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna sem innihéldu Hróarskeldu, millilendingu í Barcelona og yfirbókaða flugvél var ég erlendis fram á fimmtudagsnótt og komst því miður ekki á fyrsta kvöldið, en heyrði mjög vel látið af Shellac og Mogwai, en heldur verr af rigningunni.

 

Gotnesk keyrsla

 

Þegar ég mætti á tónleikasvæðið var Sóley að syngja sitt hugljúfa krúttpopp og skapaði mjög notalega stemmningu í hinu risastóru flugskýli sem er aðalsvið hátíðarinnar. Rigningin lét sem betur fer ekki sjá sig þetta kvöldið og því myndaðist skemmtilegt andrúmsloft fyrir utan Atlantic Studios þar sem fólk sat og spjallaði á bekkjum, fékk sér að borða eða brá sér inn í partýtjaldið þar sem plötusnúðar léku listir sínar. Liars er band sem ég hef ekki hlustað á áður en þeir voru þrumuþéttir í þungri rokkkeyrslu. Þetta var nokkurs konar dimmt og gotneskt synþarokk mitt á milli Depache Mode og Bauhaus.

 

Næstir á svið í Atlantic voru svo gömlu skóglápskempurnar í Slowdive, sem margir voru spenntir fyrir. Þeir framleiddu hnausþykka gítarveggi yfir hægfljótandi trommubít og helltu úr fötum af fídbakki yfir áhorfendur. Þetta var afskaplega vandað hjá þeim en fyrir þá sem eru ekki kunnugir höfundaverki sveitarinnar varð þetta nokkuð keimlíkt þegar á leið.

 

Árás á augu og eyru

 

Næst á svið voru trip hop hetjurnar frá Bristol, Portishead, og flugskýlið fylltist óðum þegar líða dró nær miðnætti. Það var ljóst að þau voru helsta aðdráttarafl kvöldsins og eftirvæntingin í salnum var áþreifanleg þegar ljósin voru slökkt og beðið var eftir goðunum. Það sem gerðist næsta einn og hálfa tímann var útpæld árás á eyru og augu úr öllum mögulegum áttum. Tíu manna hljómsveitin framdi svartagaldur á sviðinu en  fyrstu lögin komu af þriðju plötu sveitarinnar, Third.  Beth Gibbons er sönglegt náttúruafl og hljómurinn var óaðfinnanlegur. Rauntíma myndböndum af hljómsveitinni á sviðinu voru brengluð með sækadelískum síum og varpað á risastórt tjald fyrir aftan þau sem hafði dáleiðandi áhrif.

 

Þau tóku góðu blöndu af öllum ferlinum en áhorfendur tóku við sér svo um munar í lögum af Dummy eins og Wandering Star, Sour Times og Glory Box þar sem allir sungu hástöfum með. Eftir rúman klukkutíma fóru þau af sviðinu og ég hef sjaldan séð áheyrendur jafn æsta í uppklappi. Þegar Rhodes hljómarnir úr Roads byrjuðu að óma byrjaði gæsahúðafiðringur að læða sér upp mænuna og ég gat ekkert gert annað en staðið dolfallinn og opinmynntur að drukkið í mig flutninginn. Síðasta lagið var We Carry On af Third sem er undir sterkum áhrifum frá þýsku súrkálsrokki og þá var myndavélunum beint út í áhorfendaskarann sem var að missa legvatnið í sameiginlegri hópsturlun. Þetta var performans á heimsmælikvarða og bestu tónleikar sem ég hef séð á Íslandi í ár.

 

Ég þurfti dágóðan tíma í fersku lofti til að jafna mig eftir Portishead en Fuck Buttons voru í essinu sínu að fremja hljóðræn hryðjuverk þegar ég mætti aftur inn í Atlantic Studios skemmuna. Þetta var marglaga óhljóðasúpa en við djúpa hlustun tóku melódíur að rísa upp úr eins og gárur á vatni. Ansi tilkomumikið og góður endir á kvöldinu en bliknaði samt í samanburði við myrkramessuna hjá Portishead.

 

Kvöld tvö

 

Ég hóf leikinn með Sin Fang sem hefur gjörbreytt tónleikum sínum frá því ég sá hann síðast. Í stað venjulegrar hljómsveitar kemur hann fram með tveimur trommuleikurum en sjálfur djöflast hann í hinum ýmsu raftólum ásamt því að eiga við eigin rödd með ýmis konar effektum. Þetta var hressileg tilbreyting og feikilega vel myndskreytt og lög eins og Young Boys og Look at the Light öðluðust annað líf í nýjum útsetningum.

 

Skandínavískt myrkur

 

Breska raftríóið Eaux voru næst á dagskrá í Andrews Theater með líflega blöndu af tekknói og súrkálsrokki undir nokkuð sterkum áhrifum frá kvikmyndatónlist John Carpenters. Tónlistin var mjög góð en algjört myrkur var í salnum og engin ljós á sviðinu. Það er erfitt að tengjast hljómsveit þegar þú sérð ekki andlitin á þeim og þó hljómurinn væri myrkur hefði ég viljað aðeins meiri birtu í salnum.

 

Eftir bíóið var haldið aftur í Atlantic Studios þar sem danska bandið I Break Horses voru að koma sér fyrir. Þau spiluðu draumkennt rafpopp með melankólískum melódíum undir áhrifum frá 9. áratugnum. Tónlistin var einhvern veginn mjög skandínavísk og minnti talsvert á sveitir eins og Bat For Lashes, Knife og Robyn. Þetta var vel gert hjá þeim og alls ekki leiðinlegt en samt ekki mjög eftirminnilegt.

 

Hvorki staður né stund

 

Devandra Banhart er hæfileikaríkur tónlistarmaður sem var þó mjög illa staðsettur á laugardagskvöldinu. Að fara á svið klukkan hálf 11 á undan Interpol á hinu risastóra Atlantic Studios sviði einn með gítar var hreinlega ekki að virka fyrir hann. Hann spilaði mjúkt og söng lágt þannig að kliðurinn nánast yfirgnæfði tónlistina nema maður væri fremst við sviðið. Lögin og framkoman voru líka hálf stefnulaus og hvorki fugl né fiskur.

 

Kuldalegt rokk og fötur af fídbakki

 

Aðalnúmer kvöldsins var síðan New York kuldarokkararnir í Interpol. Þeir stóðu fyllilega fyrir sínu og héldu þéttri keyrslu og góðum dampi í settinu í tæpan einn og hálfan tíma og áhorfendur sungu hástöfum með í helstu slögurunum. Lokaatriði hátíðarinnar var síðan leðurklædda költið Singapore Sling sem komu fram í viðhafnarútgáfu þar sem gamlir meðlimir eins og Einar Sonic, Ester Bíbí og Hákon stigu á stokk og voru þau mest um tíu á sviðinu. Rafmagnsgítarsurgið og fídbakkið var allsráðandi og slagarar eins og Life is Killing My Rock and Roll voru fluttir á tilkomumikinn hátt. Þau enduðu svo frábært sett á mínu uppáhalds Sling lagi, Guiding Light. Þrátt fyrir að fáir hafi verið eftir í salnum sló þetta tilheyrandi botn í epíska hátíð.

Það er svo sannarlega vonandi að All Tomorrow’s Parties sé komin til að vera á Íslandi því hátíðin í ár var frámunalega vel heppnuð á helstu mælikvarða sem hægt er að setja á tónlistarhátíðir. Dagskráin menntaðarfull og fjölbreytt, hljóðið til fyrirmyndar, umhverfið sjarmerandi og andrúmsloftið afslappað. Öll atriði byrjuðu á réttum tíma og ég verð að hrósa ljósameisturunum sérstaklega, það er sjaldgæft á Íslandi að lýsing sé í þeim gæðaflokki sem var á ATP. Atlantic Studios er með bestu tónleikastöðum á landinu í sínum stærðarflokki og það væri óskandi að skemman væri nýtt undir slíkt í auknum mæli.

Davíð Roach Gunnarsson

Tónleikar með Dirty Beaches á morgun

Á morgun mun kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spila á öðrum tónleikum tónleikaraðarinnar Stopover series sem er samstarfsverkefni Kimi Records og Hörpu, og er studd af Icelandair, Reyka, Gogoyoko og Kex Hosteli. Tónleikarnir byrja klukkan 20:30 í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpu.

Hljómsveitin gaf úr sína fyrstu plötu í fyrra sem nefnist Badlands. Platan hlaut einróma lof gagnrýnenda og var tilnefnd til til kanadísku Polaris tónlistarverðlaunanna árið 2011. Dirty Beaches er hugarfóstur tónlistarmannsins Alex Zhang Hungtai sem sækir innblástur til hljómsveita á borð við Cramps og Suicide auk kvikmyndatónlistar úr kvikmyndum eftir David Lynch, Jim Jarmusch, Quentin Tarantino og Wong Kar Wai. Hér má sjá viðtal við Alex Zhang Hungtai.


Það er íslenska hljómsveitin Singapore Sling sem mun sjá um upphitun. Hljómsveitin er með breyta liðskipan og er Helgi Örn Pétursson gítarleikari sem var í hljómsveitinni í upphafi mættur aftur til leiks. Það er Henrik Björnsson sem leiðir bandið en ásamt honum og Helga verða á tónleikunum gítarleikarinn Hallberg Daði Hallbergsson og hristuleikarinn Steinunn Harðardóttir .

Miðasala fer fram á midi.is en einnig er hægt að kaupa miða í Hörpu en miðafjöldi er afar takmarkaður. Hlustið á lagið Lord Knows Best af plötu Dirty Beaches – Badlands frá því í fyrra hér fyrir neðan.

      1. 06 Lord Knows Best