Straumur 27. nóvember 2023

Í Straumi í kvöld kíkir hljómsveitin Ex.girls í heimsókn og segir okkur frá fyrstu plötu sveitarinnar Verk sem kom út á dögunum. Auk þess verða spiluð ný lög frá George Riley, Kanye West, Thoracius Appotite og fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977. 

1) Innri – Ytri – Ex.girls

2) Elixir – George Riley 

3) Skin – George Riley 

4) 90 Oktan – Ex.girls

5) Vont er það venst – Ex.girls

6) Manneskja – Ex.girls

7) Amma – Psyche

8) Oral – Björk & Rosalia

9) Vultures (ft. Bump J) – Kanye West, Ty Dolla Sign

10) This Wheel’s On Fire – Thoracius Appoitite

11) Klambratún – Eðvarð Egilsson, Páll Ragnar Pálsson

Bestu íslensku lög ársins 2022

50. Finna til – Hin 

49. Hvað er ég að gera á þessum fundi – Sveinn Guðmundsson

48. Dopamine – Pale Moon

47. Bye Bye Honey – Superserious

46. Supine – Línus Orri 

45. Whoop! – Plúseinn

44. Hvítir Mávar – Andy Svarthol 

43. Tvímælalaust – Ólafur Bjarki, Kött Grá Pjé

42. Change – Brynja 

41. Mosavegur – Milkhouse 

40. Jelly Belly – BSÍ

39. Draumaprinsessan – S.H. Draumur, Prins Póló 

38. For the Birds – Markús

37. Prikó – ADHD

36. Hvert fer ég þá? – RYBA

35. ástarbréf – lúpína

34. Dínamít – Úlfur Úlfur, Birnir

33. Dansidans (Yves Tomas remix) – Lord Pusswhip 

32. Fyrrverandi – Una Torfa

31. Góður á því – Dr. Gunni, Hipsumhaps 

30. Freak Out – Suð 

29. Maðkur í mysunni – Moses Hightower, Prins Póló 

28. The Orchid – JFDR

27. Hæ Stína – Snorri Helgason 

26. You Got Me – Jökull Logi 

25. Ancestress – Björk, Sindri Eldon 

24. Rome – Jelena Ciric 

23. Playing With Fire – Volruptus

22. Kalk í vatni – Celebs

21. Something – RAKEL 

20. Átta í morgun – Kraftgalli 

19. Parade – Seabear

18. taka samtalið – Supersport!

17. Skepna – Ari Árelíus

16. Sandstorm – Hermigervill 

15. Á óvart – Benni Hemm Hemm, Urður, Kött Grá Pjé

14. I Wish I Was A Model – Bjarki 

13. Aumingja Þuríður – Ólafur Kram 

12. Púki – Unnsteinn

11. Er Þetta allt og sumt? – K.óla

10. Leech – Dream Wife

9. Rhodos – Ultraflex 

8. Ungfrú Ísland – Kvikindi 

7. The Other Side – Salóme Katrín 

6. Leave You In My Dust – $leazy 

5. Lúpínur – KUSK 

4. Kenndu Mér – Inspector Spacetime 

3. No Cry –  CYBER 

2. Annar séns – gugusar

1. Allt – russian.girls, Bngrboy 

Hér er 50 laga listi á Spotify með bestu íslensku lögum ársins:

Straumur 12. september 2022

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá russian.girls & Bngrboy, Kraftgalla, Totally Enormous Extinct Dinosaurs, Alex G, Blood Orange og öðrum fleiri listamönnum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977. 

1) Phoenix – Tonight featuring Ezra Koenig

2) Through The Floor – Totally Enormous Extinct Dinosaurs 

3) Sound & Rhythm – Totally Enormous Extinct Dinosaurs 

4) Treason – Totally Enormous Extinct Dinosaurs 

5) Allt – russian.girls, bngrboy

6) Jamon – Kraftgalli 

7) Átta í morgun – Kraftgalli 

8) All Or Nothing – Allure 

9) e-motions – Mura Masa, Erika de Casier

10) Cold – More Eaze

11) Jesus Freak Lighter –  Blood Orange 

12)  Midnight Legend – Special Interest, Mykki Blanco 

13) Parable Lickers – Palm 

14) the River – Fievel Is Glauque 

15) Miracles – Alex G 

16) Fade Into You – Mallrat 

Straumur 17. janúar 2022

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá FKA Twigs, Aldous Harding, russian.girls, Bonobo og mörgum fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 22:00. 

1) Ride The Dragon – FKA Twigs

2) Which Way (ft. dystopia) – FKA Twigs

3) Lawn – Aldous Harding 

4) Things Will Be Fine – Metronomy 

5) Hundruð í hættunni – russian.girls

6) Maximum Emergency – Berndsen 

7) Black Hot Soup (DJ Shadow remxi) – King Gizzard & The Lizard Wizard

8) Counterpart – Bonobo 

9) Sapien – Bonobo 

10) Veroniqueee – OTTO, Pudding club

11) Clown – Pale Moon

12) Remembering Me – Cate Le Bon 

13) In The Eyes Of Our Love  – Yumi Zouma 

14) Titanic – Earl Sweatshirt

15) Fyodor Dormant – Beirut 

16) Be the Hook – Pavement

17) Something On My Mind – Angel Olsen 

Bestu íslensku lög ársins 2021

50. Happier – Pale Moon 

49. Flateyri – Halldór Eldjárn 

48. Mér er drull – FLOTT

47. Mér finnst ég ætti að gráta meira – Dr. Gunni

46. One Of Those – Kaktus Einarsson

45. 10 years – Daði Freyr 

44. Let’s Consume – superserious

43. Purple Soul – Eva808

42. Kawaii Hausu – Lord Pusswip 

41. Dansa Uppá Þaki – GRÓA

40. Apríkósur – Ari Árelíus

39. Shun Theme – Laser Life 

38. nino risset – sideproject 

37. Pistol Pony – Alvia Islandia 

36. Sines – KGB Soundsystem 

35. All By Myself – Countess Malaise 

34. ómægad ég elska þig – Ólafur Kram 

33. Röddin í Klettunum – gugusar

32. Ósýnileg – Kælan Mikla 

31. Easy – Brynja 

30. Bara í góðu – Kraftgalli 

29. Sunrise – Kristberg 

28. Heyri í þér – K.óla, Salóme Katrín 

27. Rottur – Skoffín 

26. Ingileif – Snorri Helgason 

25. Lúser (ft. Hermigervill) – Unnsteinn 

24. Komdu til baka – Elín Hall 

23. Hring eftir hring – Supersport!

22. Laugardalur – Oh Mama 

21. Tína blóm – Sucks to be you Nigel 

20. Flýg Upp – Aron Can 

19. 1000 Nætur (ft. Agnes) – Vill

18. Dansa og bánsa – Inspector Spacetime

17. Dagdraumar Vol 7 – Milkhouse 

16. VICE CITY BABY – kef LAVÍK

15. Gleyma – Andi 

14. Está Na Hora – Hermigervill & Villi Neto

13. Á hnjánum – Hipsumhaps 

12. Our Favourite Line – RAKEL 

11. Please don’t trust Me – ClubDub

10. Líft Í mars – Teitur Magnússon 

9. Vesturbæjar Beach (Hermigervill remix) – BSÍ 

8. Simple Tuesday – GusGus

7. Okei – Kvikindi

6. Ég var að spá – RAKEL, JóiPé, CeaseTone 

5. Halda Áfram – russian.girls 

4. Hvaddagera – Svarti Laxness

3. Melabúðin – Ásta 

2. Spurningar (ft. Páll Óskar) – Birnir 

1. Drullusama – Skrattar

Hér er listi með lögunum á Spotify:

Straumur 22. febrúar 2021

Sojua, russian.girls, Hatara remix plata, Laure Briard, Sudan Archives, Magdalena Bay og margt fleira í Straumi klukkan 22:00 í kvöld!

1) I take aim, at the slightest revolt – Sojua 

2) Strobe (feat. JóiPé) – kef LAVÍK

3) Halda Áfram – russian.girls

4) Bara í góðu – Kraftgalli 

5) Niðurlút (MATT HART remix) – Hatari 

6) Þræll (Klack Remix) – Hatari 

7) Não Me Diz Nada – Laure Briard 

8) Pássaros – Laure Briard 

9) Strange Conversations (Sudan Archives Remix) – Automatic

10) Same Size Shoe – serpentwithfeet 

11) QADIR (BADBADNOTGOOD Remix) – Nick Hakim 

12) SENNA – Cadence Weapon

13) I Don’t Want to Cry Anymore – Magdalena Bay 

14) El Invento – José González – 

15) Stanslaust stuð – Elín Hall

Straumur 4. janúar 2021

Fyrsti Straumur ársins 2021 er  á dagskrá X-ins 977  klukkan 23:00 í kvöld. Óli Dóri fer yfir nýja tónlist frá Hermigervil, Four Tet, russian.girls, Darkside, Burial og fleirum.

1) Está na Hora – Hermigervill & Villi Neto

2) O Outro Lado – Hermigervill 

3) Parallel 2 – Four Tet

4) Parallel 4 – Four Tet

5) The Divine Chord (feat. MGMT, Johnny Marr) –  The Avalanches 

6) Emotion feat. Wild Nothing – Molly Burch

7) Drepa mann – russian.girls 

8) His Rope – Burial, Four Tet, Thom Yorke 

9) Chemz – Burial 

10) Liberty Bell – Darkside

11) Under Control – Rostam 

12) Feuds With Guns – The Besnard Lakes 

Bestu íslensku lög ársins 2018

30) Bíóbabb – Russian Girls & Kraftgalli

29) Í átt að tunglinu – JóiPé og Króli

28) Tvöfalt glas – Yung Nigo Drippin

27) Liar – Brynja

26) Forever Love – Kristín Anna

25) Ég er kominn og farinn – Jón Þór

24) Stimpla mig út – Valdimar

23) Skiptir ekki máli – Daði Freyr

22) Önnur tilfinning – Rari Boys

21) Líf ertu ekki að grínast – Prins Póló

20) Labels – Fufanu

19) Amma – Sunna

18) ( . )_( . ) – Bjarki

17) Ellismellur – Moses Hightower

16) Skuggadans – Kælan Mikla

15) Sometimes – TSS

14) Heimskur og breyskur (ft. Birnir) – Auður

13) Undir Trjánum – K.óla

12) Fánablár himinn – Andi

11) My Lips – Rokky

10) Vegkantur 2 (ft. Salka Valsdóttir) – Johnny Blaze & Hakki Brakes

9) Bína Bína – Soffín

8) New Moon – aYia

7) Sublime – Munstur

6) Disco Borealis – Hermigervill

5) Lífspeki (ft. dj flugvél og geimskip) – Teitur Magnússon

4) Loving None – Sykur

3) Seinasta tegundin – Markús og Alkemistarnir

2) Malar í kassanum – Bagdad Brothers

1) Dúfan Mín (ft. Birnir) – Logi Pedro

Bestu íslensku lög ársins 2014

30. Hossa Hossa – Amaba Dama

 

29. Svínin þagna – Úlfur Kolka

 

28. The Music – Worm Is Green

 

27. Specters – kimono

 

26. FM Acid Lover – Futuregrapher

 

25. 100 kg – Pretty Please

 

24. I’m Leaving – Low Roar

 

23. Quiet Storm – Asonat

 

22. Circus Life – Fufanu

 

21. Held – Kiasmos

 

20. Special Place – Muted

 

19. Old Snow – Oyama

 

18. Brewed In Belgium – Hermigervill

 

17. Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble

 

16. Cut – russian.girls

 

15. Mánadans – Kælan Mikla

 

14. Vinur vina minna – Teitur Magnússon

 

13. Absolute Garbage – Singapore Sling

 

12. Strange Loop – Sykur

 

11. Venter (Evian Christ remix) – Ben Frost

 

10. Steinunn – Boogie Trouble

Diskóið er eins og rottur og kakkalakkar, það mun aldrei deyja út, en þegar erfðaefnið er eins gott og Boogie Trouble eru allar líkur á því að það auki við kyn sitt. Eftirvæntingin eftir fyrstu breiðskífu Boogie Trouble er orðin umtalsverð og ekki minnkaði hún í vor þegar lagið Steinunn kom út. Fyrstu bassanóturnar framkalla strax kippi í líkamanum sem aukast þegar wah-wah gítarinn bætist við og í viðlaginu ætti allur líkaminn að vera kominn á mikla hreyfingu. Steinunn beyglar munninn því hún er að fara beinustu leið á ball.

9. Expanding – Páll Ivan frá Eiðum

Páll Ívan frá Eiðum stimplaði sig rækilega inn á árinu með þeim drungalega rafgjörningi sem lagið Expanding er. Hikstandi bassi, stafrænir skruðningar og draugaleg röddin er uppistaðan í þessari rafrænu hryllingsvögguvísu, og myndbandið er eitt það besta sem kom á árinu.

8. Distant Lover – Myndra

Firnasterkt indípopp með óaðfinnanlegum hljómi, grípandi viðlagi, singalong-kafla og óvenjulegum ryðma.


7. Evel Knievel – Pink Street Boys

Evel Knievel er eins og tónlistarlegt ígildi ryðgaðs hnífs sem er stungið í síðuna á þér og snúið og juggað í hringi og fram og til baka. Ekki tónlist til að slást við heldur tónlist sem slæst við þig. Rokk sem veður inn á skítugum strigaskónum og sparkar í rassa, punga, píkur og bara allt sem verður á vegi þess. Ekki ferskur andblær heldur sterk andremma sem fyllir upp í vit smáborgaralegrar fagurfræði og skilur eftir sig slóð eyðileggingar, tómra ódýrra bjórdósa og sígarettustubba.

6. The End – Fm Belfast

Gleðisveit landsins kemur með enn einn elektró-smellinn sem gætti brætt hjörtu allra hörðustu bölsýnismanna. Því FM Belfast eru vinir þeirra líka.

5. Ever Ending Never – M-band

Jon Hopkins hittir Gus Gus á bar í Berlín, þeir skella sér á Berghain og enda svo í eftirpartýi hjá Caribou snemma morguns þar sem sólin skín í gegnum gluggatjöldin. Svona kvöld sem þú vildir óska að myndi aldrei enda. Fljótandi tekknó sem seytlar jafnt inn í undirmeðvitundina og blóðrásina.

4. Flýja – Grísalappalísa

Á síðari plötu Grísalappalísu, Rökréttu Framhaldi, stækkuðu þeir út hljóðheim sinn og hvergi heyrðist það betur en í því stórbrotna ferðalagi sem lagið Flýja er. Hyldjúp ballaða sem hljómar á köflum eins og Lou Reed, Bob Dylan eða Serge Gainsbourg með epískri strengjaútsetningu sem á í samtali við lagið frekar en bara að fylgja því.

3. Crossfade – Gusgus

Crossfade er það sterkt lag að við mundum eftir því eftir tónleika á Sónar í febrúar 2013, alveg þangað til það kom loksins út rúmlega ári síðar í apríl á þessu ári. En biðin var vel þess virði, hljómurinn vélrænn en samt þokkafullur og textinn ljúfsár óður til upphafsára danstónlistarinnar í bland við kynferðislega undirtóna. Dökk og kynþokkafull rödd Daníels Ágúst bergmálar út í eilífðina í versunum og bjartur barítónn Högna í viðlaginu er fullkomið mótvægi.

2. Fuck With Someone Else – Gangly

Íslenskt svar við FKA Twigs, framúrstefnulegt Trip Hop með bragðaref af stafrænum, hliðrænum og lífrænum hljóðum og röddum sem eru skældar og teigðar í ótal áttir. Algjör andstæða við fyrsta sætið á listanum, frámunalega móðins, kosmópólítan og erlendis þar sem kúlið er meitlað í stein.

1. París Norðursins – Prins Póló

Það kom aldrei neitt annað til greina. Grófur synþabassinn, dúndrandi bassatromman og textinn eins og Hrafns Gunnlaugs-leg greining á stemmningu og helstu persónum í erkitýpísku íslensku sjávarþorpi. Knappt, hnyttið, beint í mjaðmirnar og ör í hjarta þjóðarsálar. Hljómar eins og diskókúla í síldarbrennslu eða reif í frystihúsi, eins íslenskt og það gerist. Meira að segja ofspilunin hefur ekki bitið á því. Prins Póló á Bessastaði!

Vebeth ýta úr vör tónleikaröð

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni „Kvöldstund með Vebeth“ verða haldnir föstudaginn 14. mars á Café Ray Liotta á Hverfisgötu. Vebeth er hreyfing tónlistar- og myndlistafólks sem aðhyllist svipaða fagurfræði og hafa m.a gefið út plötur undir merkjum hópsins. Á þessum fyrstu tónleikum koma fram hljómsveitirnar Russian.girls, Pink Street Boys og Two Step Horror en þær tvær fyrrnefndu hafa nýverið gengið til liðs við Vebeth. Tónleikarnir eru opnir öllum sem náð hafa áfengiskaupaaldri og aðgangseyrir er algjörlega ókeypis.

 

Fyrsta atriði á svið er Russian.girls, verkefni Guðlaugs Halldórs Einarssonar úr Captain Fufanu, sem spilar tilraunakennda og rafskotna skynvillutónlist. Þá munu Pink Street Boys spila hávaðarokk undir áhrifum sjöunda og áttunda áratugarins. Hljómsveitin Two Step Horror  endar svo kvöldið en hljómsveitin var stofnuð af Þórði Grímssyni og Önnu Margrét Björnsson fyrir um fimm árum síðan. Nýlega bættust þrír meðlimir við hljómsveitina, þeir Hafsteinn Michael Guðmundsson, Kolbeinn Soffíuson og Baldvin Dungal, en sveitin mun spila á tónlistarhátíðinni Berlin Psych Fest sem á sér stað í apríl þar sem þau munu meðal annars hita upp fyrir bresku „cult“ sveitina The Telescopes. Two Step Horror gefa út sína þriðju breiðskífu nú í vor en hún nefnist Nyctophlia.

 

Kjallarinn á Ray Liotta opnar klukkan 21:00 og klukkutíma síðar hefur Russian.Girls leik, Pink Street Boys fara á svið 23:00 og Two Step Horror slá svo botninn í dagskránna á miðnætti. Þá mun Straumur (Óli Dóri) sjá um skífuþeytingar á milli atriða og einnig að tónleikunum loknum inn í nóttina. Þetta verður einungis fyrsta kvöldið af mörgum en aðrir tónlistarmenn sem tilheyra Vebeth hópnum eru Singapore Sling, Dream Central Station, Rafsteinn, The Go-Go Darkness, The Third Sound, The Blanket of Death, The Dead Skeletons, The Meek ( US), DJ-Musician, Hank & Tank og Evil Madness.

Hér má svo hlusta á tóndæmi með sveitunum.

)
)