Nýtt efni frá Sevdaliza, Caribou, JFDR, Mio Dior, Prins Thomas, Perko, Benna Hemm Hemm og fleiri listamönnum verður til umfjöllunar í útvarpsþættinum Straumi í umsjón Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.
1) Never Come Back – Caribou
2) Ævintýri – Mio Dior
3) Oh My God – Sevdaliza
4) Momentary Bliss (feat. slowthai & Slaves) – Gorillaz
5) Anything For You? (Eagles & Butterflies Remix) – Prins Thomas
6) Stutter – Perko
7) Hold On – Little Dragon
8) Klessir á SÁÁ – Benni Hemm Hemm
9) Hef Aldrei – Benni Hemm Hemm
10) Shimmer – JFDR
11) Sleight of hand – Wild Nothing
12) Blur – Forever
13) The Ugly Truth – Summer Camp
14) Sweet – Porridge Radio
Af nógu er að taka í tónleikadagskrá helgarinnar og Straumur hefur tekið saman það helsta sem er á boðstólum þessa aðra helgi marsmánuðar.
Föstudagur 8. mars
Rokksveitin Dream Central Station heldur útgáfutónleika fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd sveitinni á Volta í kvöld. Plata sveitarinnar sem kom út í haust hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og var meðal annars valin fimmta besta íslenska plata ársins á straum.is. Um upphitun sjá melódíska noiserokkararnir í Oyama og lo-fi-grallararnir í Nolo. Aðgangseyrir er 1000 krónur eða 2000 krónur og þá fylgir frumburður sveitarinnar með. Hurðin opnar klukkan 22:00 og tónleikarnir hefjast klukkutíma síðar. Hallberg Daði, forsprakki Dream Central Station, mun síðan þeyta skífum ásamt Dj Pilsner að tónleikunum loknum.
Low Roar treður upp ásamt hljómsveit á Dillon klukkan 22:00 í kvöld. Low Roar hófst sem einstaklingsverkefni Ryan Karazija en fyrstu plötu hans var afskaplega vel tekið og vakti meðal annars athygli tónlistartímaritsins NME. Tónlist Low Roar er lágstemmd, sveimandi og þrungin tilfinningu en á tónleikunum mun hann flytja nýtt efni í bland við gamalt en á næstunni hefjast upptökur á nýrri plötu listamannsins. Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem hafa náð áfengiskaupaaldri.
Folk-hátíð í Reykjavík er í fullum gangi á Kex-hostelinu um helgina en á föstudagskvöldinu koma fram Elín Ey, Árstíðir, Valgeir Guðjónsson og Þjóðlagasveit höfuðborgarinnar. Aðgangseyrir er 3000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 8.
Laugardagur 9. mars
Raftónlistarmaðurinn Kippi Kanínus og hljómsveitin GP! munu leiða saman hesta sína í tónleikum á Faktorý. Kippi Kanínus hefur fengist við tilraunakennda raftónlist í 12 ár en á tónleikunum kemur hann fram ásamt hljómsveit sem inniheldur meðal annars Magnús Elíasen á trommur, Pétur Ben á Selló og gítar og Sigtrygg Baldursson á slagverk. GP! er ekki rapparinn Gísli Pálmi heldur hljómsveit Guðmundar Pétursson sem hefur um áratugaskeið verið einn fremsti gítarleikari þjóðarinnar. Á tónleikum ferðast sveitin um lendur þaulskipulags spuna undir áhrifum frá síðrokki, kaut-blús og glam-jazzi. Tónleikarnir hefjast á slaginu 11 og kostar einn Brynjólf Sveinsson (1000) inn.
Hljómsveitin Leaves var að ljúka við sína fjórðu hljóðverðsplötu og munu frumflytja nýtt efni á tónleikum á Bar 11. Aðgangur virðist vera ókeypis.
Folk hátíðin heldur áfram á laugardagskvöldinu en þá stíga á stokk Pétur Ben, Benni Hemm Hemm, Ólöf Arnalds og Magnús og Jóhann. Tónleikarnir hefjast sem fyrr klukkan 8 og aðgangseyrir er 3000 krónur.
TriAngular eru klúbbakvöld sem áður hafa verið haldin á Jacobsen og Faktorý en hafa nú flutt sig um set og verða í fyrsta skiptið á Volta á laugadagskvöldið. Þema kvöldanna er að fá þrjá þungavigtarmenn í klúbbatónlist í hvert skipti til að galdra fram dansvæna tóna og táldraga mannskapinn í tryllingslegan transdans. Í þetta skiptið munu þeir BenSol, CasaNova og Hendrik sjá um það hlutverk. Húsið opnar klukkan 23:00, dansinn dunar til 4:30 og það kostar einn rauðan seðil inn.
Tónleikahaldararnir Oki Doki sjá um íslensk-kanadíska risahrærigrautstónleika sem fram fara á Faktorý í kvöld. Viðburðurinn hefur fengið nafnið Sonic Waves og fram koma Prins Póló og Benni Hemm Hemm ásamt kanadísku tónlistarmönnunum Woodpigeon, Clinton St. John, Samantha Savage Smith og Laura Leif.
Tónlistarmennirnir vinna um þessar mundir saman að umfangsmiklu verkefni, þar sem þeir leika á tónleikum á Íslandi og í Kanada. Tónleikarnir verða með óhefðbundnu sniði þar sem allir munu bæði koma fram með eigið efni sem og saman í einum hrærigraut. Miðaverð á tónleikana er 1000 kr og hefjast þeir á slaginu 22:00. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Oki Doki tóku á æfingu hjá tónlistarmönnunum á dögunum.