Straumur 25. september 2023

 Yeule, Timber Timbre, Octo Octa, Loraine James, Benni Hemm Hemm, Lúpína og fleiri koma við sögu í Straumi klukkan 22:00 á X-inu 977!

  1. Softscars – Yeule
  2. Sugar Land – Timber Timbre
  3. Take the Blame – Hannah Cameron
  4. We Could Be Falling In Love – Poolside
  5. Got Me Started – Troye Sivan
  6. Late Night Love – Octo Octa
  7. Gentle Confrontation – Loraine James
  8. Kostas – Benni Hemmi Hemm
  9. Marmaraflís – Benni Hemm Hemm
  10. Yfir Skýin – Lúpína
  11. My Little Tony – Bar Italia
  12. Gem & – Animal Collective
  13. Fyrirmyndarborgari – Julian Civilian
  14. Húsið mitt (í sjálfu sér) – Supersport!
  15. Lifetime – Faye Webster

Bestu íslensku lög ársins 2022

50. Finna til – Hin 

49. Hvað er ég að gera á þessum fundi – Sveinn Guðmundsson

48. Dopamine – Pale Moon

47. Bye Bye Honey – Superserious

46. Supine – Línus Orri 

45. Whoop! – Plúseinn

44. Hvítir Mávar – Andy Svarthol 

43. Tvímælalaust – Ólafur Bjarki, Kött Grá Pjé

42. Change – Brynja 

41. Mosavegur – Milkhouse 

40. Jelly Belly – BSÍ

39. Draumaprinsessan – S.H. Draumur, Prins Póló 

38. For the Birds – Markús

37. Prikó – ADHD

36. Hvert fer ég þá? – RYBA

35. ástarbréf – lúpína

34. Dínamít – Úlfur Úlfur, Birnir

33. Dansidans (Yves Tomas remix) – Lord Pusswhip 

32. Fyrrverandi – Una Torfa

31. Góður á því – Dr. Gunni, Hipsumhaps 

30. Freak Out – Suð 

29. Maðkur í mysunni – Moses Hightower, Prins Póló 

28. The Orchid – JFDR

27. Hæ Stína – Snorri Helgason 

26. You Got Me – Jökull Logi 

25. Ancestress – Björk, Sindri Eldon 

24. Rome – Jelena Ciric 

23. Playing With Fire – Volruptus

22. Kalk í vatni – Celebs

21. Something – RAKEL 

20. Átta í morgun – Kraftgalli 

19. Parade – Seabear

18. taka samtalið – Supersport!

17. Skepna – Ari Árelíus

16. Sandstorm – Hermigervill 

15. Á óvart – Benni Hemm Hemm, Urður, Kött Grá Pjé

14. I Wish I Was A Model – Bjarki 

13. Aumingja Þuríður – Ólafur Kram 

12. Púki – Unnsteinn

11. Er Þetta allt og sumt? – K.óla

10. Leech – Dream Wife

9. Rhodos – Ultraflex 

8. Ungfrú Ísland – Kvikindi 

7. The Other Side – Salóme Katrín 

6. Leave You In My Dust – $leazy 

5. Lúpínur – KUSK 

4. Kenndu Mér – Inspector Spacetime 

3. No Cry –  CYBER 

2. Annar séns – gugusar

1. Allt – russian.girls, Bngrboy 

Hér er 50 laga listi á Spotify með bestu íslensku lögum ársins:

Straumur 3. febrúar 2020

Nýtt efni frá Sevdaliza, Caribou, JFDR, Mio Dior, Prins Thomas, Perko, Benna Hemm Hemm og fleiri listamönnum verður til umfjöllunar í útvarpsþættinum Straumi í umsjón Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.

1) Never Come Back – Caribou
2) Ævintýri – Mio Dior
3) Oh My God – Sevdaliza
4) Momentary Bliss (feat. slowthai & Slaves) – Gorillaz
5) Anything For You? (Eagles & Butterflies Remix) – Prins Thomas
6) Stutter – Perko
7) Hold On – Little Dragon
8) Klessir á SÁÁ – Benni Hemm Hemm
9) Hef Aldrei – Benni Hemm Hemm
10) Shimmer – JFDR
11) Sleight of hand – Wild Nothing
12) Blur – Forever
13) The Ugly Truth – Summer Camp
14) Sweet – Porridge Radio

Tónleikadagskrá helgarinnar 8 – 9. mars

Af nógu er að taka í tónleikadagskrá helgarinnar og Straumur hefur tekið saman það helsta sem er á boðstólum þessa aðra helgi marsmánuðar.

Föstudagur 8. mars

Rokksveitin Dream Central Station heldur útgáfutónleika fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd sveitinni á Volta í kvöld. Plata sveitarinnar sem kom út í haust hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og var meðal annars valin fimmta besta íslenska plata ársins á straum.is. Um upphitun sjá melódíska noiserokkararnir í Oyama og lo-fi-grallararnir í Nolo. Aðgangseyrir er 1000 krónur eða 2000 krónur og þá fylgir frumburður sveitarinnar með. Hurðin opnar klukkan 22:00 og tónleikarnir hefjast klukkutíma síðar. Hallberg Daði, forsprakki Dream Central Station, mun síðan þeyta skífum ásamt Dj Pilsner að tónleikunum loknum.

 

Low Roar treður upp ásamt hljómsveit á Dillon klukkan 22:00 í kvöld. Low Roar hófst sem einstaklingsverkefni Ryan Karazija en fyrstu plötu hans var afskaplega vel tekið og vakti meðal annars athygli tónlistartímaritsins NME. Tónlist Low Roar er lágstemmd, sveimandi og þrungin tilfinningu en á tónleikunum mun hann flytja nýtt efni í bland við gamalt en á næstunni hefjast upptökur á nýrri plötu listamannsins. Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem hafa náð áfengiskaupaaldri.

 

Folk-hátíð í Reykjavík er í fullum gangi á Kex-hostelinu um helgina en á föstudagskvöldinu koma fram Elín Ey, Árstíðir, Valgeir Guðjónsson og Þjóðlagasveit höfuðborgarinnar. Aðgangseyrir er 3000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 8.

Laugardagur 9. mars

Raftónlistarmaðurinn Kippi Kanínus og hljómsveitin GP! munu leiða saman hesta sína í tónleikum á Faktorý. Kippi Kanínus hefur fengist við tilraunakennda raftónlist í 12 ár en á tónleikunum kemur hann fram ásamt hljómsveit sem inniheldur meðal annars Magnús Elíasen á trommur, Pétur Ben á Selló og gítar og Sigtrygg Baldursson á slagverk. GP! er ekki rapparinn Gísli Pálmi heldur hljómsveit Guðmundar Pétursson sem hefur um áratugaskeið verið einn fremsti gítarleikari þjóðarinnar. Á tónleikum ferðast sveitin um lendur þaulskipulags spuna undir áhrifum frá síðrokki, kaut-blús og glam-jazzi. Tónleikarnir hefjast á slaginu 11 og kostar einn Brynjólf Sveinsson (1000) inn.

 

Hljómsveitin Leaves var að ljúka við sína fjórðu hljóðverðsplötu og munu frumflytja nýtt efni á tónleikum á Bar 11. Aðgangur virðist vera ókeypis.

 

Folk hátíðin heldur áfram á laugardagskvöldinu en þá stíga á stokk Pétur Ben, Benni Hemm Hemm, Ólöf Arnalds og Magnús og Jóhann. Tónleikarnir hefjast sem fyrr klukkan 8 og aðgangseyrir er 3000 krónur.

 

TriAngular eru klúbbakvöld sem áður hafa verið haldin á Jacobsen og Faktorý en hafa nú flutt sig um set og verða í fyrsta skiptið á Volta á laugadagskvöldið. Þema kvöldanna er að fá þrjá þungavigtarmenn í klúbbatónlist í hvert skipti til að galdra fram dansvæna tóna og táldraga mannskapinn í tryllingslegan transdans. Í þetta skiptið munu þeir BenSol, CasaNova og Hendrik sjá um það hlutverk. Húsið opnar klukkan 23:00, dansinn dunar til 4:30 og það kostar einn rauðan seðil inn.

Íslensk-kanadískur hrærigrautur á Faktorý

Tónleikahaldararnir Oki Doki sjá um íslensk-kanadíska risahrærigrautstónleika sem fram fara á Faktorý í kvöld. Viðburðurinn hefur fengið nafnið Sonic Waves og fram koma Prins Póló og Benni Hemm Hemm ásamt kanadísku tónlistarmönnunum Woodpigeon, Clinton St. John, Samantha Savage Smith og Laura Leif.

Tónlistarmennirnir vinna um þessar mundir saman að umfangsmiklu verkefni, þar sem þeir leika á tónleikum á Íslandi og í Kanada. Tónleikarnir verða með óhefðbundnu sniði þar sem allir munu bæði koma fram með eigið efni sem og saman í einum hrærigraut. Miðaverð á tónleikana er 1000 kr og hefjast þeir á slaginu 22:00. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Oki Doki tóku á æfingu hjá tónlistarmönnunum á dögunum.