Straumur 20. mars 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá JFDR, The Orielles, Spoon, Real Estate, Conor Oberst og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.


 

 

1) Anew – JFDR
2) Destiny’s Upon Us – JFDR
3) Scrood (feat. Steve Lacy) – Jonti
4) Meditation ft. Jazmine Sullivan, KAYTRANADA) – Goldlink
5) 1 Night (feat. Charli XCX) – Mura Masa
6) Pleasure – Feist
7) Sugar Tastes Like Salt – The Orielles
8) Diamond Eyes – Real Estate
9) Holding Pattern – Real Estate
10) Handsome Devil – Oyama
11) WhisperI’lllistentohearit – Spoon
12) In An Emergency – Ross From Friends
13) Gossamer Thin – Conor Oberst
14) Empty Hotel By The Sea – Conor Oberst
15) Anything Goes – JFDR

Oyama breiða yfir Teit

Reykvíska shoegaze hljómsveitin Oyama fékk áskorun í gegnum Twitter frá Birni Teitssyni upplýsingafulltrúa Rauða krossins síðasta gamlársdag um að gera ábreiðu af laginu Vinur vina minna.


Hljómsveitin tók áskorun Björns og hafa nú gefið út lagið með sínu nefi. Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin syngur á íslensku.

Mynd: Sigga Ella

Oyama gefa lag í tilefni tónleika

Hin gítarsurgandi og draumkennda rokkhljómsveit Oyama mun halda tónleika ásamt Tilbury á Húrra, föstudagskvöldið 6. febrúar næstkomandi. Af því tilefni hafa Oyama-liðar ákveðið að gefa lagið Another Day frítt til niðurhals fram að tónleikunum, en hægt er að nálgast það hér. Oyama er nú að rísa úr dvala eftir annasama haustmánuði en þá gaf sveitin út sína fyrsta breiðskífu, Coolboy, sem lenti ofarlega á árslistum íslenskra miðla, auk þess sem lagið Siblings af henni var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá fór hljómsveitin einnig í tónleikaferðaleg um Japan. Hlustið á Another Day hér fyrir neðan og skoðið fb-síðu viðburðarins hér.

Bestu íslensku lög ársins 2014

30. Hossa Hossa – Amaba Dama

 

29. Svínin þagna – Úlfur Kolka

 

28. The Music – Worm Is Green

 

27. Specters – kimono

 

26. FM Acid Lover – Futuregrapher

 

25. 100 kg – Pretty Please

 

24. I’m Leaving – Low Roar

 

23. Quiet Storm – Asonat

 

22. Circus Life – Fufanu

 

21. Held – Kiasmos

 

20. Special Place – Muted

 

19. Old Snow – Oyama

 

18. Brewed In Belgium – Hermigervill

 

17. Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble

 

16. Cut – russian.girls

 

15. Mánadans – Kælan Mikla

 

14. Vinur vina minna – Teitur Magnússon

 

13. Absolute Garbage – Singapore Sling

 

12. Strange Loop – Sykur

 

11. Venter (Evian Christ remix) – Ben Frost

 

10. Steinunn – Boogie Trouble

Diskóið er eins og rottur og kakkalakkar, það mun aldrei deyja út, en þegar erfðaefnið er eins gott og Boogie Trouble eru allar líkur á því að það auki við kyn sitt. Eftirvæntingin eftir fyrstu breiðskífu Boogie Trouble er orðin umtalsverð og ekki minnkaði hún í vor þegar lagið Steinunn kom út. Fyrstu bassanóturnar framkalla strax kippi í líkamanum sem aukast þegar wah-wah gítarinn bætist við og í viðlaginu ætti allur líkaminn að vera kominn á mikla hreyfingu. Steinunn beyglar munninn því hún er að fara beinustu leið á ball.

9. Expanding – Páll Ivan frá Eiðum

Páll Ívan frá Eiðum stimplaði sig rækilega inn á árinu með þeim drungalega rafgjörningi sem lagið Expanding er. Hikstandi bassi, stafrænir skruðningar og draugaleg röddin er uppistaðan í þessari rafrænu hryllingsvögguvísu, og myndbandið er eitt það besta sem kom á árinu.

8. Distant Lover – Myndra

Firnasterkt indípopp með óaðfinnanlegum hljómi, grípandi viðlagi, singalong-kafla og óvenjulegum ryðma.


7. Evel Knievel – Pink Street Boys

Evel Knievel er eins og tónlistarlegt ígildi ryðgaðs hnífs sem er stungið í síðuna á þér og snúið og juggað í hringi og fram og til baka. Ekki tónlist til að slást við heldur tónlist sem slæst við þig. Rokk sem veður inn á skítugum strigaskónum og sparkar í rassa, punga, píkur og bara allt sem verður á vegi þess. Ekki ferskur andblær heldur sterk andremma sem fyllir upp í vit smáborgaralegrar fagurfræði og skilur eftir sig slóð eyðileggingar, tómra ódýrra bjórdósa og sígarettustubba.

6. The End – Fm Belfast

Gleðisveit landsins kemur með enn einn elektró-smellinn sem gætti brætt hjörtu allra hörðustu bölsýnismanna. Því FM Belfast eru vinir þeirra líka.

5. Ever Ending Never – M-band

Jon Hopkins hittir Gus Gus á bar í Berlín, þeir skella sér á Berghain og enda svo í eftirpartýi hjá Caribou snemma morguns þar sem sólin skín í gegnum gluggatjöldin. Svona kvöld sem þú vildir óska að myndi aldrei enda. Fljótandi tekknó sem seytlar jafnt inn í undirmeðvitundina og blóðrásina.

4. Flýja – Grísalappalísa

Á síðari plötu Grísalappalísu, Rökréttu Framhaldi, stækkuðu þeir út hljóðheim sinn og hvergi heyrðist það betur en í því stórbrotna ferðalagi sem lagið Flýja er. Hyldjúp ballaða sem hljómar á köflum eins og Lou Reed, Bob Dylan eða Serge Gainsbourg með epískri strengjaútsetningu sem á í samtali við lagið frekar en bara að fylgja því.

3. Crossfade – Gusgus

Crossfade er það sterkt lag að við mundum eftir því eftir tónleika á Sónar í febrúar 2013, alveg þangað til það kom loksins út rúmlega ári síðar í apríl á þessu ári. En biðin var vel þess virði, hljómurinn vélrænn en samt þokkafullur og textinn ljúfsár óður til upphafsára danstónlistarinnar í bland við kynferðislega undirtóna. Dökk og kynþokkafull rödd Daníels Ágúst bergmálar út í eilífðina í versunum og bjartur barítónn Högna í viðlaginu er fullkomið mótvægi.

2. Fuck With Someone Else – Gangly

Íslenskt svar við FKA Twigs, framúrstefnulegt Trip Hop með bragðaref af stafrænum, hliðrænum og lífrænum hljóðum og röddum sem eru skældar og teigðar í ótal áttir. Algjör andstæða við fyrsta sætið á listanum, frámunalega móðins, kosmópólítan og erlendis þar sem kúlið er meitlað í stein.

1. París Norðursins – Prins Póló

Það kom aldrei neitt annað til greina. Grófur synþabassinn, dúndrandi bassatromman og textinn eins og Hrafns Gunnlaugs-leg greining á stemmningu og helstu persónum í erkitýpísku íslensku sjávarþorpi. Knappt, hnyttið, beint í mjaðmirnar og ör í hjarta þjóðarsálar. Hljómar eins og diskókúla í síldarbrennslu eða reif í frystihúsi, eins íslenskt og það gerist. Meira að segja ofspilunin hefur ekki bitið á því. Prins Póló á Bessastaði!

Bestu íslensku plötur ársins 2014

10. Asonat – Connection

Rafpoppsveitin Asonat gaf út sína aðra plötu, Connection, þann 30. september. Platan er ákaflega heilsteypt og eru hápunktar hennar gullfallega opnunarlagið Quiet Storm, hið draumkennda Rather Interesting, Before it Was og lokalagið This Is The End.

 

9. Gus Gus – Mexico

Á plötunni Mexico halda Gusgus-liðar áfram að fullkomna melódíska tekknóið sem þeir eru þekktastir fyrir með góðum árangri. Það sem stendur helst upp úr er hinar frábæru strengjaútsetningar sem binda plötuna saman.

8. Ben Frost – Aurora

A U R O R A er án efa aðgengilegasta og sterkasta verk Ben Frost hingað til. Á plötunni nær Frost að skapa einstakan hljóðheim með mögnuðu samspili hávaða og þagna.

 

7. Fm Belfast – Brighter Days

Á sinni þriðju plötu, Brighter Days, tekst FM Belfast að viðhalda þeirri gleði sem hefur einkennt þeirra fyrri verk ásamt því að sýna þroska í lagasmíðum og söngútsetningum.

6. Börn – Börn

Vandað íslenskt post-punk með skemmtilega hráum hljóðheimi og grípandi lögum.

 

 

5. Oyama – Coolboy

Fyrsta plata Oyama Cool boy er full af draumkenndu skóglápi með hljómi af bestu sort.

4. Grísalappalísa – Rökrétt framhald

Önnur plata Grísalappalísu, Rökrétt Framhald, er ekki eins rökrétt framhald og mætti skilja af titlinum. Munurinn liggur í að platan er ekki eins mikil eining og þeirra fyrsta plata. Hljómsveitin  blandar saman allskonar áhrifum án tillits til heildar og útkoman er sú að nokkur af sterkustu lögum ársins er að finna á einni og sömu plötunni.

3. Óbó – Innhverfi

Með plötunni Innhverfi hefur Ólafur Björn Ólafsson eða Óbó gefið út eina af fegurstu plötum sem komið hafa út á Íslandi síðustu ár. Platan er þó alveg laus við þær klisjur sem oft einkenna slíkar plötur og rennur látlaust í gegn. Ljúf og nær áreynslulaus túlkun Óbó er til fyrirmyndar.

 

2. Pink Street Boys – Trash from the boys

Trash From The Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys er ein sú hressasta rokkplata sem komið hefur út á Íslandi á í langan tíma. Platan var unnið upp úr aukalögum frá bandinu og sett saman af plötufyrirtækinu Lady Boy Records sem gáfu hana svo út á kassettu. Innihaldi plötunnar mætti líkja við kalda vatnsgusu í andlitið og er hún mjög lýsandi fyrir tónleika sveitarinnar.

 

1. M-Band – Haust

Á sinni fyrstu stóru plötu, Haust, messar Hörður Már Bjarnason yfir hlustendum með drungalegu sálartekknói, sem stundum minnir á blöndu af hinum breska Jon Hopkins og Gusgus. Hápunktur plötunnar er hið stórbrotna Ever Ending Never sem er leitt áfram af hoppandi endurteknum hljóðgervli.

Airwaves 2014 – þáttur 3

Þriðji þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 á X-inu 977 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma hljómsveitirnar Oyama og Fufanu í heimsókn, birt verða viðtöl við Unknown Mortal Orchestra og Ezra Furman auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina.

Airwaves þáttur 3 – 22. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra
2) Swing Lo Magellan (Dirty Projectors cover) – Unknown Mortal Orchestra
3) FFunny FFrends – Unknown Mortal Orchestra
4) Swim and Sleep (Like a Shark) – Unknown Mortal Orchestra
5) Sweet Ride – Oyama
6) Siblings – Oyama
7) Time – Jungle
8) My Zero – Ezra Furman
9) I Wanna Destroy Myself – Ezra Furman
10) Tell Em All To Go To Hell – Ezra Furman
11) Speak Out – Jaakko Eino Kalevi
12) Circus – Fufanu
13) Wire Skulls – Fufanu
14) Sonnentanz – Klangkarussell
15) Pass This On – The Knife
16) Giddy – Jessy Lanza
17) Chewin the Apple of Your Eye – Flaming Lips

Rafmagnsstóllinn: Úlfur í Oyama

Á dögunum áskotnaðist ritstjórn Straums forláta stóll úr yfirgefnu fangelsi í Texas. Þetta gerðarlega húsgagn væri synd á láta liggja ónotað og þess vegna kynnum við til leiks nýjan lið á síðunni; Rafmagnsstólinn! Í hverri viku fáum við tónlistarmann til að setjast í stólinn, bindum hann niður og hleypum á hann 2400 volta straumi þannig hann grillist vel og vandlega. Í fyrstu leiðir þetta til þvag- og saurmissis en að lokum endar raflostið með því að listamennirnir segja okkur frá sínum dýpstu órum og leyndarmálum, sem við munum svo birta samviskusamlega hér á síðunni.

Að þessu sinni var það Úlfur Alexander Einarsson sem þenur raddböndin með rokksveitinni Oyama sem settist í rafmagnsstólinn, en hann hefur verið önnum kafinn undanfarnar vikur við upptökur á fyrstu breiðskífu Oyama sem er væntanleg næsta haust. Milli ofaskenndra kippa náði hann að hreyta út úr sér eftirfarandi svörum:

 

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?
Gellur.

 

En versta?
Gellur.

 

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndirðu mest vilja hita upp fyrir?
Neutral Milk Hotel.

 

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu?
Skúli Sverris.

 

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt?
Ég hef ekki hlustað mikið á kvikmyndatónlist, en ég þyrfti eiginlega að gera meira af því. Það er svo mikið af áhugaverðu dóti sem verður til þegar verið er að semja tónlist sem á að passa við bíómynd, aðrar áherslur í gangi. En ég elska Ennio Morricone.

 

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni?
80’s nýbylgja. Mikið af uppáhalds hljómsveitum mínum og áhrifavöldum uppáhalds hljómsveita minna urðu til á þessu tímabili.

 

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu?
Sjitt, tölvan mín var að koma úr viðgerð og allt svona dót er horfið. En ég ætla að giska á að Sheila með Atlas Sound hafi verið mest spilaða lagið í iTunes hjá mér.

 

En plötur?
Ég ætla að giska á Bitches is Lord með Adrian Orange og síðan Microcastle og Halcyon Digest með Deerhunter hafi verið einhverstaðar á toppnum.

 

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega?
Nick Cave á ATP seinasta sumar. Það voru mest intense tónleikar sem að ég hef séð.

 

Uppáhalds plötuumslag?
Deceit með This Heat er í miklu uppáhaldi.

 

Þekkirðu Jakob Frímann?
Nei. En ég var á fundi um daginn þar sem hann var líka og hann var í frakka.

 

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka
jam-session með?
Dave Longstreth. Hann er ruglaður. Eða Boredoms, það væri örugglega geðveikt.

 

Ef þú mættir velja einn rappara til að vinna með, hver væri það?
Kanye West. Hann er svo intense og svo ótrúlega steiktur og klár á sama tíma.

 

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er, hver myndi það vera?
Rick Rubin.

 

Hvaða plata fer á á rúntinum?
Roughness and Toghness með Graveslime.

 

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?
MBV með My Bloody Valentine.

 

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?
Einu sinni spilaði tveggja manna pönkbandið mitt Fist Fokkers á tónleikum á Grand Rokk með einhverjum hljómsveitum sem við þekktum ekkert. Á þeim tónleikum klappaði enginn á milli laga hjá okkur. Það var magnað.

 

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?
Fantómas.

 

Enn í eftirpartínu?
The Weeknd.

 

Uppáhalds borgin þín?
Ég hef aldrei tengt neitt sérstaklega við einhverja borg áður, en ég fór til Amsterdam um daginn og mér fannst það sjúklega næs borg.

 

Nú voruð þið í Oyama að taka upp ykkar fyrstu breiðskífu. Hvaða 5 orð lýsa
ferlinu best?
Svefn. Óvissa. Hiti. Einbeitning. Ánægja.

 

Nú vinnur hljómsveitin þín innan tónlistarstefnu sem kennd er við skógláp, gangið þið almennt í flottum skóm og skiptir það máli við sköpunina?
Við erum öll vel skóuð, annars hef ég ekki mikla skóðun á þessu máli.

Bestu íslensku lög ársins 2013

 

30) Before – Vök

29) Maelstrom – Útidúr

 

 

28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski

      1. 07 Á hvítum hesti

 

 

 

 

27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

 

 

26) Hve Ótt ég ber á – VAR

 

 

25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason   
      2. 01 Autumn Skies #2

 

 

 

24) Blóðberg – Mammút

 

 

 

23) All Is Love – M-band

 

 

 

22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey

 

 

 

21) Again – Good Moon Deer

 

 

 

20) Cheater – Love & Fog

 

 

19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats

 

 

 

18) Harlem Reykjavík – Hermigervill

 

 

 

17) 1922 – Kristján Hrannar

 

 

 

16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem

 

Lög í 15. – 1. sæti

 

 

 

Bestu íslensku plötur ársins 2013

 

 

 

 

20) Þórir Georg – Ælulykt

 

19) Tilbury – Northern Comfort

 

18) Útidúr – Detour

 

17) Oyama – I Wanna

 

16) Ojba Rasta – Friður

15) Nolo – Human

 

14) Sigur Rós – Kveikur

 

 

13) Emiliana Torrini – Tookah

 

12)  Ólöf Arnalds – Sudden Elevation

 

11) Per: Segulsvið – Tónlist fyrir Hana

Gasvinur:

      1. gasvinurmaster

 

10) Tonmo – 1

Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf  út sína fyrstu ep plötu á árinu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á árinu.

 

 

 

 

9) Cell7 – Cellf

Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir úr hinni sálugu hip-hop hljómsveit Subterranean snéri til baka á árinu með sína fyrstu sólóplötu, Cellf. Á plötunni nýtur Ragna aðstoðar þeirra Introbeats og Earmax við taktsmíðar á frábærri hip hop plötu sem inniheldur jafnt grípandi partýslagara og pólitískar bollaleggingar. Ragna hefur engu gleymt í rappinu þrátt fyrir langa pásu og flæðir eins og jökulá í leysingum.

 

 

 

 

8) Snorri Helgason – Autumn Skies

Þriðja plata Snorra Helgasonar, Autumn Skies, gefur fyrri verkum Snorra ekkert eftir og minnir á köflum talsvert á Dylan á Nashville Skyline. Kántrískotið þjóðlagapoppið umvefur mann eins mjúkt teppi og er tilvalið til að orna sér við á köldum vetrarnóttum. Án efa notalegasta plata ársins.

 

 

 

 

 

7) Jóhann Kristinsson – Headphones

Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, er heilsteypt og persónulegt verk þar sem tónlistarmaðurinn sýnir mikil þroskamerki í lagasmíðum. Upptökur og hljómur eru fádæma fullorðins og þó lítið hafi farið fyrir plötunni er hún ákaflega stór í sniðum. Jóhann klífur í hæstu hæðir mikilfengleika og dramatíkur í mörgum epískum lögum og framkallar gæsahúðir á gæsahúðir ofan.

 

 

 

 

6) Mammút – Komdu til mín svarta systir

Þriðja plata Mammút var lengi í smíðum en fimm ár eru liðin frá því að sveitin sendi frá sér plötuna Karkari.  Útkoman er  þyngri hljómur og þéttari lagasmíðar án þess að tapa neinu af ungæðislegum kraftinum sem einkenndi fyrri verk sveitarinnar.

 

 

 

5) Ruxpin – This Time We Go Together

Það fer ekki mikið fyrir Ruxpin í íslenskri tónlistarsenu en hann lætur verkin tala. Platan This Time We Go Together er feikilega áferðarfalleg og hugvitssamleg raftónlistarplata, sem minnir um margt á Boards of Canada og aðgengilegri hliðar Aphex Twin og Autechre.

 

 

 

4) Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Í haust gaf Þórir út plötuna  Cupid Makes A Fool of Me sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp að bestu gerð. Það eru fleiri hugmyndir í einu lagi á Cupid en finnast á breiðskífum flestra tónlistarmanna og mikið um vinstri beygjur og óvæntar stefnubreytingar. Það mætti segja að platan sé losaraleg í besta skilningi þess orðs, alls konar mismunandi hugmyndir sem hanga rétt svo saman, en samt á akkúrat réttan hátt. Plata sem hljómar ekki eins og neitt annað í íslenskri tónlistarsenu.

 

 

 

3) Múm –  Smilewound

Hljómsveitin múm gaf út sína sjöttu breiðskífu fyrr á þessu ári. Plötunnar sem ber nafnið Smilewound hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markaði endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Útkoman er aðgengilegasta plata hljómsveitarinnar til þessa.

 

 

 

2) Grísalappalísa – Ali

Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni. Platan Ali er einn sterkasti frumburður íslenskrar rokksveitar sem litið hefur ljós í langan tíma. Á henni blandast groddaleg nýbylgja við súrkálsrokk og sækadelíu með íslenskum textum sem eiga meira skylt við framsækna ljóðlist en hefðbundna rokktexta.

 

 

 

 

1) Sin Fang – Flowers

Sindri Már Sigfússon er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um þessar mundir en gæðastandarinn á efninu er þó alltaf jafn hár. Hann er stöðugt að þróast sem lagasmiður og Young Boys og What’s wrong with your eyes eru með allra bestu lögum ársins. Platan er tekin upp af Alex Somers sem galdrar fram ævintýralega hljóm þar sem fyllt er upp í hverja einustu glufu með áhugaverðum hljóðum án þess þó að verða nokkurn tímann ofhlaðinn.

Fyrsta kvöldið á Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Iceland Airwaves hátíðin var sett í gær með pompi og prakt og fréttaritari straums fór á stúfana og reyndi að sjá eins marga tónleika og unnt var. Dagurinn var tekinn snemma og fyrst var haldið í fatabúðina JÖR til að sjá rafpoppsveitina Sykur off-venue. Þau komu fram í nokkurs konar órafmagnaðri útgáfu, eða öllu heldur minna rafmögnuð en þau eru venjulega, einn meðlimur spilaði á gítar, annar á hljómborð og sá þriðji á trommur. Þessi uppsetning var ákaflega skemmtileg og dró fram nýjar víddir í gömlum lögum auk þess sem tilþrifamiklir raddfimleikar söngkonunnar Agnesar nutu sín vel.

 

Þvínæst var haldið á Loft Hostel þar sem skóáhugamennirnir í Oyama voru að koma sér fyrir á sviðinu. Þeir hófu tónleikana á nýju efni sem lofar mjög góðu. Mónótónísk rödd söngkonunnar Júlíu, sem minnir mig nokkuð á söngkonu Stereolab, skar í gegnum ómstríða hávaðaveggi gítarleikaranna eins og steikarhnífur á smjörstykki.

 

Harður, hrár og pönkaður kjarni

 

Ég náði þó einungis þremur lögum því ég var búinn að lofa sjálfum mér að sjá kanadíska bandið Metz og hljóp beinustu leið niður í kjallara á 11-unni. Talsvert suð hefur verið í kringum sveitina en kjarni hennar er harður og pönkaður til hins ýtrasta. Þeir voru þrír á sviðinu í sveittum og skítugum kjallaranum en hljóðstyrkurinn var skrúfaður í botn og þyngslin talin í tonnum. Þrátt fyrir að hafa litla þekkingu á öfgarokki af þessum skóla þá var ekki hægt annað en að hrífast með óbeislaðri spilagleðinni og hráum einfaldleikanum. Fremst við sviðið myndaðist flösuþeytandi pyttur og undir lok tónleikana voru menn farnir að hlaupa upp á svið og krádsörfa villt og galið.

 

Þvínæst hélt ég á Dillon að sjá lo-fi popparana í Nolo. Síðan ég sá þá síðast hafa þeir breyst þó nokkuð, hafa bætt við sig trommara, spila á fleiri hljóðfæri en áður og notast í mörgum lögum við raddbreytandi hljóðeffekta. Það kemur alveg frábærlega út og sum af þeirra bestu lögum, eins og Fondu og Skelin Mín, sem ég hef heyrt ótalmörgum sinnum fengu nýtt líf og aukinn kraft í þessum útsetningum. Alveg stórgóðir tónleikar og fyrsti hápunktur kvöldsins.

 

Skrýtin birta og sálardjúpt tekknó

 

Á þessum tímapunkti var ég búinn að sjá fjóra tónleika en samt var opinber dagskrá hátíðarinnar sjálfrar ekki hafin. Ég hóf hana á nýbylgjusveitinni Grísalappalísu en Gunnar annar söngvari hennar var valhoppandi um allt sviðið í laginu Lóan er komin ég mætti á svæðið. Þeir léku tvö ný lög ásamt því að taka ábreiðu af Megasi, sem óneitanlega virðist mikill áhrifavaldur á sveitina. Þeir voru þrumuþéttir eins og venjulega og léku á alls oddi í lokalaginu Skrýtin Birta. Það eina sem skyggði á performansinn er að lítið af fólki var komið í risastóra rýmið í Hafnarhúsinu svona snemma og sveitin nýtur sín kannski betur í minna rými þar sem hún er í meira návígi við áhorfendur.

 

Ég hafði heyrt góða hluti um raftónlistarmanninn Tonik en honum tókst að fram úr eftirvæntingum á tónleikum sínum á Harlem. Hann kom fram með Herði úr M-Band, sem djöflaðist í tækjum og tólum ásamt því að syngja í nokkrum lögum, auk sellóleikara. Grunnurinn var tekknó, en anguvær söngur Harðar og smekklegt sellóið umbreyttu tónlistinni í einhvers konar melankólískt sálar-tekknó. Það var markviss uppbygging í tónleikunum og engar pásur á milli laga sem einungis jók á draumkennda upplifunina.

 

Hámörkuð gleði

 

Á eftir Tonik kom rafpoppsveitin Love & Fog sér fyrir á sviðinu og framreiddu grípandi rafpopp sem innihélt í það minnsta tvo upprennandi slagara. Hljóðheimurinn þeirra er smekklegur og þungur á botninum og ólíkar raddir Jóns og Axels harmóneruðu vel. Það verður gaman að fylgjast með hvað þau afreka í náinni framtíð.

 

Þegar þarna var komið við sögu voru batteríin nánast ofhlaðin af mikilli tónlistarinntöku og farið að kenna á bakeymslum eftir standslaust tónleikastand frá því fimm um daginn en ég ákvað að enda þetta í Hörpu. Þar sá ég fyrst Retro Stefson í Norðurljósasalnum og það var greinilega engin þreyta í áhorfendunum sem hreinlega átu stemmninguna úr lófa sveitarinnar. Þau tóku nýtt lag sem hljómaði mjög vel og skreyttu önnur lög með alls konar útúrdúrum og bútum úr öðrum lögum til að hámarka gleðina.

 

Emiliana á heimavelli

 

Að lokum fór ég á Emiliönu Torrini en tækifæri til að sjá hana á tónleikum gefst ekki á hverjum degi. Hún tók aðallega efni af sinni nýjustu plötu sem ég hef því miður kynnt mér lítið, en það kom ekki að sök því flutningurinn og lögin voru framúrskarandi. Það er smátt svæði á milli þess að vera óþolandi væminn og einlægt krúttlegur, en Emiliana dansaði alltaf réttu megin línunnar og hún virtist ánægð með að halda tónleika á heimavelli og talaði við salinn á íslensku. Eftir uppklapp tók hún síðan Sunny Road af plötunni Fisherman’s Woman og endaði svo á útjaskaða slagaranum Jungle Drum, sem ég held þó að flestir nema mest harðbrjósta hipsterar fíli smávægis undir niðri.

Allt í allt var fyrsta kvöldið vel heppnað og ég náði að sjá rjómann af íslensku böndunum sem komu fram, þó maður missi alltaf af einhverju. Hápunktarnir í þetta skipti voru Nolo, Tonik og Emiliana Torrini. Í kvöld er það svo Yo La Tenga og heill hellingur af öðru, en fylgist vel með á straum.is því við höldum áfram með daglega umfjöllun um hátíðina næstu daga.

Davíð Roach Gunnarsson