Rafmagnsstóllinn: Úlfur í Oyama

Á dögunum áskotnaðist ritstjórn Straums forláta stóll úr yfirgefnu fangelsi í Texas. Þetta gerðarlega húsgagn væri synd á láta liggja ónotað og þess vegna kynnum við til leiks nýjan lið á síðunni; Rafmagnsstólinn! Í hverri viku fáum við tónlistarmann til að setjast í stólinn, bindum hann niður og hleypum á hann 2400 volta straumi þannig hann grillist vel og vandlega. Í fyrstu leiðir þetta til þvag- og saurmissis en að lokum endar raflostið með því að listamennirnir segja okkur frá sínum dýpstu órum og leyndarmálum, sem við munum svo birta samviskusamlega hér á síðunni.

Að þessu sinni var það Úlfur Alexander Einarsson sem þenur raddböndin með rokksveitinni Oyama sem settist í rafmagnsstólinn, en hann hefur verið önnum kafinn undanfarnar vikur við upptökur á fyrstu breiðskífu Oyama sem er væntanleg næsta haust. Milli ofaskenndra kippa náði hann að hreyta út úr sér eftirfarandi svörum:

 

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?
Gellur.

 

En versta?
Gellur.

 

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndirðu mest vilja hita upp fyrir?
Neutral Milk Hotel.

 

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu?
Skúli Sverris.

 

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt?
Ég hef ekki hlustað mikið á kvikmyndatónlist, en ég þyrfti eiginlega að gera meira af því. Það er svo mikið af áhugaverðu dóti sem verður til þegar verið er að semja tónlist sem á að passa við bíómynd, aðrar áherslur í gangi. En ég elska Ennio Morricone.

 

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni?
80’s nýbylgja. Mikið af uppáhalds hljómsveitum mínum og áhrifavöldum uppáhalds hljómsveita minna urðu til á þessu tímabili.

 

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu?
Sjitt, tölvan mín var að koma úr viðgerð og allt svona dót er horfið. En ég ætla að giska á að Sheila með Atlas Sound hafi verið mest spilaða lagið í iTunes hjá mér.

 

En plötur?
Ég ætla að giska á Bitches is Lord með Adrian Orange og síðan Microcastle og Halcyon Digest með Deerhunter hafi verið einhverstaðar á toppnum.

 

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega?
Nick Cave á ATP seinasta sumar. Það voru mest intense tónleikar sem að ég hef séð.

 

Uppáhalds plötuumslag?
Deceit með This Heat er í miklu uppáhaldi.

 

Þekkirðu Jakob Frímann?
Nei. En ég var á fundi um daginn þar sem hann var líka og hann var í frakka.

 

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka
jam-session með?
Dave Longstreth. Hann er ruglaður. Eða Boredoms, það væri örugglega geðveikt.

 

Ef þú mættir velja einn rappara til að vinna með, hver væri það?
Kanye West. Hann er svo intense og svo ótrúlega steiktur og klár á sama tíma.

 

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er, hver myndi það vera?
Rick Rubin.

 

Hvaða plata fer á á rúntinum?
Roughness and Toghness með Graveslime.

 

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?
MBV með My Bloody Valentine.

 

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?
Einu sinni spilaði tveggja manna pönkbandið mitt Fist Fokkers á tónleikum á Grand Rokk með einhverjum hljómsveitum sem við þekktum ekkert. Á þeim tónleikum klappaði enginn á milli laga hjá okkur. Það var magnað.

 

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?
Fantómas.

 

Enn í eftirpartínu?
The Weeknd.

 

Uppáhalds borgin þín?
Ég hef aldrei tengt neitt sérstaklega við einhverja borg áður, en ég fór til Amsterdam um daginn og mér fannst það sjúklega næs borg.

 

Nú voruð þið í Oyama að taka upp ykkar fyrstu breiðskífu. Hvaða 5 orð lýsa
ferlinu best?
Svefn. Óvissa. Hiti. Einbeitning. Ánægja.

 

Nú vinnur hljómsveitin þín innan tónlistarstefnu sem kennd er við skógláp, gangið þið almennt í flottum skóm og skiptir það máli við sköpunina?
Við erum öll vel skóuð, annars hef ég ekki mikla skóðun á þessu máli.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *