Í síðasta Straumi ársins verður farið yfir bestu íslensku lögin sem komu út árið 2024 samkvæmt þættinum og heimasíðunni straum.is. Straumur með Óla Dóra frá 22:00 í kvöld á X-inu 977.
Árslistaþættir Straums, þar sem farið verður gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2024 verður á dagskrá Xins frá klukkan tíu næstu tvö mánudagskvöld. Mánudaginn 9. desember telur Óli Dóri niður bestu erlendu lög ársins 2024 og svo viku seinna þann 16. desember er komið að bestu íslensku.
Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Dean & Britta and Sonic Boom, Herði Má Bjarnasyni, Daða Frey, Bat For Lashes, Kesha, Árný Margréti, Laufey, John Waters og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 22:00 í kvöld á X-inu 977.